Morgunblaðið - 10.06.2008, Síða 26

Morgunblaðið - 10.06.2008, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóna Birta Ósk-arsdóttir fædd- ist í Jaðri í Þykkvabæ 16. október 1934. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut sunnudaginn 1. júní síðastliðinn, á 74. aldursári. Foreldrar hennar voru þau Steinunn Sigurðardóttir frá Bæ á Akranesi og Óskar Sigurðsson frá Hábæ í Þykkvabæ. Jóna Birta ólst upp í Þykkvabænum, fyrst í Jaðri þar sem foreldrar hennar reistu sér bú og síðar í Hábæ. Foreldrar Jónu Birtu voru bændur og voru þau einna fyrst til að rækta kartöflur í atvinnuskyni. Móðir Jónu Birtu lést af barnsförum þegar Jóna Birta var 6 ára og var það fjölskyldunni mikill harmdauði. Ágústa Guðrún Árnadóttir, f. 15. júní 1904, d. 2. maí 1991, gekk systrunum í móðurstað og fluttist fjölskyldan Guðbrandur Örn Arnarson, f. 14. janúar 1968. Börn þeirra eru Gísli Örn, Birnir og Melkorka. Dóttir Jónu Birtu og Kolbeins Ólafssonar er Steinunn Ósk, f. 8. júlí 1957, maki Ísólfur Gylfi Pálmason, f. 17. mars 1954. Börn þeirra eru Pálmi Reyr, Margrét Jóna, Kolbeinn og Birta. Sonur Jónu Birtu og Hreins Aðalsteinssonar er Sig- urður, f. 1. september 1962, maki Bryndís Hulda Guðmunds- dóttir, f. 17. febrúar 1962. Börn þeirra eru Anna Sesselja, Guð- mundur Andri og Steinunn Ósk. Jóna Birta vann almenn sveitastörf í uppvextinum og gekk í skóla í Þykkvabænum. Þegar hún var 18 ára hóf hún nám í Kvennaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan gagn- fræðaprófi. Hún starfaði við skrifstofu-, verslunar- og þjón- ustustörf allan sinn starfsaldur, fyrst í Reykjavík og Ólafsvík og frá 1987 í Reykjavík. Útför Jónu Birtu fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. síðar í Hábæ þar sem Ágústa og Ósk- ar tóku við bú- rekstrinum. Systur Jónu Birtu eru Hall- dóra, f. 17. júlí 1931, d. 24. febrúar 2008, Sigurlín Sess- elja, f. 6. september 1936, og Ragnhild- ur, f. 13. nóvember 1937. Fóstursystur Jónu Birtu eru Árný Elsa Tóm- asdóttir, f. 14. októ- ber 1940 og Mar- grét Hólmfríður Júlíusdóttir, f. 24. september 1947. Jóna Birta giftist 17. júní 1967 Gísla Jónssyni bifreiðastjóra, f. 3. ágúst 1931. Þau bjuggu í Ólafsvík til ársins 1987 er þau fluttu til Reykjavíkur en þar bjuggu þau í Stangarholti 5. Börn Jónu Birtu og Gísla eru: 1) Ragnheiður, f. 25. nóvember 1967, maki Jóhann Pálmason, f. 17. júlí 1969, d. 17. janúar 2007. Börn þeirra eru Askur og Alfa. 2) Björk, f. 22. júní 1969, maki „Hvar er mamma?“ „Hún er yf- irfrá!“ var svarað. Fyrstu minning- ar mínar um mömmu tengjast þeim tíma er hún vann „yfirfrá“ í búðinni hennar ömmu Láru í Ólafsvík. Ömmubúð, eins og við kölluðum búðina var okkar annað heimili, hin- um megin við Sparisjóðinn í næsta húsi, þar var mamma, þar var alltaf kaffitíminn kl. 4 og þangað var allt- af hægt að leita. Þar var mamma með málbandið um hálsinn, mamma með allt sitt á hreinu. Alla morgna kom hún okkur yngri systrunum á stað í skólann í heimaprjónuðum peysum sem hún mátti vera stolt af og heimalærdóm- urinn að baki. Mamma hafði komið frá Reykja- vík til Ólafsvíkur þrítug að aldri með tvö ung börn og brátt urðum við að stórri fjölskyldu þar sem eldri systkinin sáu um okkur yngri. Mamma hefur í mínum huga alltaf verið frumkvöðull og hún fram- kvæmdi það sem henni datt í hug hverju sinni þó aðstæður í Ólafsvík hafi verið aðrar en í Reykjavík á þessum tíma. Þessa mynd af mömmu hef ég alltaf geymt í hug- arskoti mínu og hún verið mér hvatning í þeim verkefnum sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Eftir að ég fór af heiman varð mamma fljótlega mín besta vinkona og var það fram á sinn síðasta dag þó svo við höfum verið af sitt hvorri kynslóðinni, ég gat leitað til hennar með alla hluti og hún leiðbeindi mér svo vel með sinni réttsýni og með réttlætið að leiðarljósi. Mamma mín hvatti mig unga að fara erlendis til að sjá meira, förinni var þá heitið til London. Hún lét mig aldrei finna það að hún hafi verið smeyk að senda mig af stað og við hlógum af því mörgum árum seinna þegar við tvær fórum á þessar slóðir hvað hún hafi verið að hugsa, að senda mig á slíkan stað. Börnin mín munu eiga fallegar minningar henni tengdar, hún ól þau upp að stórum hluta, kenndi þeim m.a. að baka, hugsa vel um sig og núna síðast í vetur kenndi hún Aski syni mínum að prjóna. Þegar Jói minn dó dvaldi hún hjá okkur í mánaðartíma og taldi það ekki eftir sér þó hún hafi verið orð- in talsvert veik, hún kom svo sann- arlega sem staðgengill fyrir börnin mín tvö og af reynslu sinni og visku gat hún leiðbeint mér betur en nokkur annar. Er ég henni og pabba ævinlega þakklát fyrir stuðninginn. Síðasta daginn sem hún lifði sat ég hjá henni og hughreysti hana. Elsku mamma mín: Þau orð sem ég hvísl- aði að þér þá, að allt það sem ég er, hef ég frá þér, segi ég enn og aftur. Takk fyrir allt elsku mamma mín, orð fá ekki líst hve ég sakna þín nú þegar. Mínum elskulega föður sendi ég styrk og hughreysti hann með því að vera honum til staðar, alltaf. Ragnheiður Gísladóttir og börn. Eitt lítið tár rennur niður vanga hennar á kveðjustundinni. Það segir okkur að hún elski okkur og við elskum hana. Það er ekki til siðs í fjölskyldunni að tala mikið um til- finningar, verkin eru fremur látin tala. Óendanleg hjálpsemi, vakandi áhugi yfir hverju spori okkar af- komendanna og góðar ráðleggingar. Ég hafði vænst þess að móðir mín mætti eiga rólegt og notalegt ævikvöld, svo heilsugóð og ungleg sem hún var. Mér fannst hún eiga það skilið. Nei, enn ein orrustan skyldi háð. Nú var óvinurinn þekkt- ur, hún hafði sigrað hann fyrr og ætlaði sér sigur aftur. Hugrökk lagði hún af stað í orrustuna. Þó óvinurinn hefði haft betur að þessu sinni lét hún hann samt ekki buga sig, kvartaði aldrei og vildi aldrei láta neinn vorkenna sér. Hún vildi í raun aldrei viðurkenna að hún væri veik og kvaddi með hetjulegri reisn. Móðir mín var afar góðum gáfum gædd, hún var falleg kona, grönn, ungleg og sterk persóna sem hirti aldrei um að vera vinsælasta mann- eskjan á svæðinu. Hún hafði of ríka réttlætiskennd og of sterkar skoð- anir til þess. Samt var hún réttsýn og afar raungóð, og öllum vildi hún liðsinna, sérstaklega þeim sem henni þótti minni máttar eða hjálp- ar þurfi. Að bera virðingu fyrir ein- hverjum vegna ríkidæmis eða titils var henni víðs fjarri. Hreinleg og hirðusöm kona var hún móðir mín. Heimili hennar bar þess fagurt vitni, þar var öllu smekklega fyrir komið og allt í röð og reglu. Hún lagði mikið upp úr því að hafa fallegt í kringum sig og hugsaði vel um útlit sitt. Allt sem hún eignaðist var valið af kostgæfni. Hún hafði mikið yndi af blóma- og garðrækt og bakstur, hannyrðir og lestur góðra bóka var hennar uppá- hald. Ég tók ríkan þátt í heimilishald- inu á uppvaxtarárunum, þar hafði ég mitt ákveðna hlutverk og skyld- ur. Hún treysti mér eins og fullorð- inni manneskju til að annast verk sem börn væru ekki látin gera í dag, en í þessu fólst líka virðing og verkin voru leyst af hendi mögl- unarlaust. Og með þessu lærði ég að halda heimili. Þegar ég eignaðist síðar barnahópinn minn endurgalt móðir mín mér hvert viðvik. Einn kost hafði móðir mín sem við dáðust að um leið og okkur þótti hann dálítið fyndinn. Hún var sér- fræðingur í að skila vörum. Sama hvað það var, henni tókst að skila því sem aðrir hrökkluðust til baka með. Hápunkturinn á skilaferli móður minnar var þegar hún keypti sér runna vor eitt. Hann átti að þola tilteknar aðstæður en um haustið sá móðir mín að þetta var ekki rétt planta á réttum stað. Hún tók hana upp, setti í pott, skilaði og fékk pen- ingana til baka. Geri aðrir betur. Síðustu mánuðirnir í lífi móður minnar hafa verið erfiðir en Gísli stjúpi minn hefur staðið eins og klettur við hlið hennar og hefur hugsað um hana af einstakri elsku- semi, vakinn og sofinn. Það er hann sem gerði móður minni kleift að vera heima allt til endaloka. Móðir mín gat því kvatt þetta líf með reisn og fyrir það erum við óendanlega þakklát. Hún er mesta hetja sem ég hef þekkt. Minningin lifir um góða konu sem var elskuð og virt. Steinunn Ósk. Elsku mamma mín. Hughreyst- arinn minn og verndarinn minn. Nú er þessari baráttu þinni lokið og þú komin á nýjan stað. Hjá okkur skilur þú eftir ynd- islegar minningar um góða og trausta manneskju sem tók öllu með miklu æðruleysi. Takk fyrir alla kennsluna, hrósið og hvatninguna. Það var alveg sama hvað þú kenndir mér, hvort sem það voru heimilisstörfin eða heima- námið. Aldrei vantaði upp á þol- inmæðina, hrósið og trúna á að ég gæti gert allt sem ég ætlaði mér. Þú varst þeim kostum gædd að það sem þú lærðir í skóla sjálf kunnir þú upp á 10 og gast miðlað þinni kunnáttu áfram til okkar. Þetta veganesti er mér ómetanlegt og mun nýtast mér til framtíðar. Þú varst með eindæmum smekkleg og vildir ekkert óþarfa pjátur. Elskaðir utanlandsferðirnar með pabba og sælust varstu þegar við fjölskyldan komum með. Þrátt fyrir veikindi þín varst þú farin að hugsa um nýtt ferðalag í sumar. En ég held að innst inni hafir þú vitað að sú ferð yrði inn í himnaríki. En glæsilegust ferð þú frá okkur í guðsgarðinn, innan um blómin. Þín dóttir, Björk. Það er erfitt að trúa að því að þessi hræðilegi sjúkdómur hafi að lokum sigrað ömmu Jónu. Enga manneskju hef ég hitt sem er jafn sannfærð um að sigrast á veikind- um sínum eins og amma. Ekkert gat haggað lífsviljanum, jákvæðn- inni og kraftinum og aldrei kvartaði hún. Það er ekki ýkja langt síðan ég fór í heimsókn til ömmu og þá sagði hún við mig að nú nennti hún ekki að vera veik lengur og ætlaði að fara að láta sér batna. Þó svo að innst inni hafi ég vitað að það væri ekki raunhæfur möguleiki, þá gáfu þessi orð mér von um að hún myndi ekki kveðja þennan heim alveg strax. Sem betur fer á ég óteljandi minningar um ömmu sem munu lifa með mér um ókomna tíð. Það var alltaf mikið ævintýri að fá að fara með rútu til Reykjavíkur á sumrin til að vera hjá ömmu og afa í Efsta- leitinu. Þá leið mér eins og prins- essu, fékk óskipta athygli ömmu og afa og engin systkini til að raska ró minni. Amma gat fundið endalaus verkefni fyrir mig svo alltaf var nóg að gera. Mér fannst meira að segja ótrúlega gaman að labba á eftir skúringavagninum, pússa kopar- hurðahúnana og vökva blómin í Efstaleitinu. Ég vona að ég hafi lært eitthvað af snyrtimennskunni hennar ömmu þó mér muni seint takast að halda jafn skipulagt og hreint heimili eins og hún gerði. Í einni heimsókninni tókst ömmu meira að segja að kenna mér að prjóna þó svo að fyrsta prjóna stykkið hafi ekki verið mikið fyrir augað. Reyndar var amma enn að aðstoða mig við að prjóna fyrir nokkrum mánuðum þegar ég réðist í prjónaverkefni sem var full erfitt fyrir mig. Þá vantaði ekki viljann til að hjálpa mér, enda amma boðin og búin til að hjálpa barnabörnunum hvenær sem var. Amma var endalaus uppspretta af ráðum hvort sem þau tengdust skipulagi, þrifum, blómarækt, lækn- ingum við hinum og þessum kvillum eða hollu og góðu mataræði. Eftir heimsóknir í Stangarholtið þá fór maður alltaf út fullur af orku og já- kvæðum hugsunum um að maður gæti gert betur. Kvefið myndi læknast, blómin yrðu fallegri eða heimilið hreinna með einhverjum nýjum snilldar ráðum sem amma hafði fundið upp í liðinni viku. Oftar en ekki hafðu ömmu tekist að sann- færa mig um að fara beinustu leið í Yggdrasil eftir heimsóknina og kaupa eitthvað bráðhollt sem var ekki svo vont á bragðið ef maður trúði því nógu mikið að þetta myndi gera manni gott. Amma hafði nefni- lega gríðarlega mikinn sannfær- ingakraft. Tíminn sem maður eyðir með ömmu sinni og afa er afar dýr- mætur og fáar manneskjur sem geta gefið manni meira. Auðvitað hefði ég viljað fá að hafa enn meiri tíma með ömmu Jónu og ég efast ekki um að hún hefði getað gefið mér mörg dýrmæt ráð í því vanda- sama verkefni sem ég mun taka mér fyrir hendur í haust. Ég er sannfærð um að amma mun fylgjast vel með mér þegar fyrsta lang- ömmubarnið kemur í heiminn.Elsku amma, ég kveð þig með söknuðu og er þakklát fyrir allar minningarnar sem ég á um þig. Guð geymi þig. Margrét Jóna Ísólfsdóttir. Við kveðjum vin í kirkjunni í dag. Kertin brenna og minna á sólarlag, samstillt áhrif liggja lofti í, lofsöngvarnir hljóma enn á ný. Það sem þér fannst fjarlægt fyrr í dag, að fyllast ró við gamalt sálmalag. Liðnu árin leita á huga þinn. Ljúfar stundir treystu vinskapinn. Við sjáum skammt og skiljum líka fátt. Og skýrt við getum ekki trúarmátt, en fáum styrk af bæn og boðskap hans, sem boðaði að leita sannleikans. Eitt ævintýri lífsins liðið er. Hin ljúfa minning áfram fylgir þér. Ekkert svar við örlögunum fæst og enginn veit hver kvaddur verður næst. (Pálmi Eyjólfsson.) Þetta fallega ljóð orti faðir minn við kveðjustund. Lífssól tengdamóður minnar, Jónu Birtu Óskarsdóttur, er gengin til viðar. Jóna var fædd og uppalin í Þykkvabænum en foreldrar hennar voru brautryðjendur í kartöflurækt í héraði, þau Steinunn og Óskar í Hábæ, en afi hennar var einnig einn af mestu athafnamönnum héraðs- ins, Sigurður Ólafsson. Um langt skeið hefur hún mátt berjast við ill- vígan og miskunnarlausan sjúkdóm, krabbameinið sem engu eirir, og þrátt fyrir nær óskiljanlegan kraft, baráttuvilja og þrautseigju Jónu, lagði krabbameinið hana að velli að morgni þess 1. júní sl.. Kynni okkar hófust þegar ég og elsta dóttir hennar fórum að rugla saman reytum og hún gaf mér í rauninni það sem mér þykir hvað vænst um í lífinu, hana Steinunni mína og þar með börnin okkar. Þær gjafir eru verðmætari en allt annað. Jóna Birta var sérstök kona, kraft- mikil, velviljuð, viljasterk og skap- mikil. Hún var afar vel gefin, gekk í Kvennaskólann og lauk þaðan prófi með sérlega góðum árangri. Það þótti traust og góð menntun í þá daga. Skólastjóri Kvennaskólans hvatti Jónu til þess að leggja fyrir sig háskólanám en aðstæður voru með þeim hætti að ekki varð úr því. Hún var handlagin, hreinleg og allt var í röð og reglu á heimilinu. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um hana. Móðurmissir í æsku markaði djúp spor í sálarlíf hennar. Í upphafi var lífsbaráttan hörð en þáttaskil urðu í lífi hennar er hún kynntist manni sínum Gísla Jóns- syni, kaupmannssyni úr Ólafsvík. Í Ólafsvík bjuggu þau um langt árabil þar til þau fluttu til Reykjavíkur ár- ið 1987. Gísli var henni traustur bakhjarl og hefur hann alla tíð stað- ið sem klettur við hlið hennar. Þetta kom vel í ljós í veikindabaráttu hennar á undanförnum árum. Þau hjónin höfðu mikið yndi af ferðalög- um, einkum til útlanda, og skipu- lögðu þær ferðir af kostgæfni og mikilli tilhlökkun. Þau voru einnig mikið fjölskyldufólk og höfðu yndi af barnabörnunum og nutum við oft góðs af því þegar þau pössuðu börn- in okkar. Svar Guðs við dauðanum er lífið, það sannast þar sem fyrsta barna- barnabarn Jónu Birtu lítur dagsins ljós í byrjun september ef Guð lof- ar. Við kveðjum Jónu með trega og söknuði og biðjum góðan Guð um að styrkja Gísla og fjölskyldu á kveðju- stund. Ísólfur Gylfi Pálmason. Jóna Birta Óskarsdóttir REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is SENDUM MYNDALISTA  Fleiri minningargreinar um Jónu Birtu Óskarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.