Morgunblaðið - 10.06.2008, Page 29

Morgunblaðið - 10.06.2008, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2008 29 ✝ Benedikt Ey-fjörð Sigurðs- son fæddist í Reykjavík 2. desem- ber 1929. Hann lést á heimili sínu, Læk- jasmára 72 í Kópa- vogi, 31. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Gissur Jó- hannsson pípulagn- ingameistari frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, f. 11. júní 1902, d. 11. ágúst 1990 og Sigrún Benedikts- dóttur frá Hjaltadal í Fnjóskadal, f. 11. maí 1906, d. 2. apríl 1998. Systkini Benedikts eru: 1) Jóhann Eyrbekk, f. 15. október 1928, kvæntur Laufeyju Bjarnadóttur, börn þeirra eru a) Sigurður Bjarni, kvæntur Ólöfu Jennýju Eyland, þau eiga tvö börn, og b) Bára, gift Stefáni Magnússyni, þau eiga þrjú börn. 2) Kolbrún K., f. 26. janúar 1936, d. 15. ágúst 2005, gift Hösk- uldi Elíassyni börn þeirra eru a) Sigrún, gift Antonio Cavaleiro, þau eiga þrú börn, b) Elías, kvænt- ur Mariu Carolinu Skackauskaite, þau eiga eina dóttur, og c) Sig- urður, sambýliskona Dagbjört Edda Barðadóttir, þau eiga þrjú börn. 3) Erla Guðrún, f. 19. maí 1931, gift Magnúsi Gísla Þórð- arsyni, f. 25. júní 1929, d. 1. júní 1979, börn þeirra eru a) Sigurður Rúnar, kvæntur Ingibjörgu Kr. Einarsdóttur, þau eiga tvö börn, b) Guðrún Þóra, gift Erni Ísleifssyni, þau eiga tvo syni, c) Þórður Axel, kvæntur Sigríði Grímsdóttur, og d) Guðni Karl, kvæntur Auði Bene- eru Ólafur Guðni, f. 17. apríl 1995, Gunnar Ingi, f. 7. júní 2001 og Thelma Ósk, f. 13. apríl 2006. 4) Þorsteinn Eyfjörð, f. 29. apríl 1971, kvæntur Ástu Sóleyju Sölva- dóttur, f. 19. júní 1973. Sonur þeirra er Kári Freyr, f. 9. janúar 2004. Fyrir á Þorsteinn Þuríði Kötlu, f. 29. október 1991 og Sólon Svan Eyfjörð, f. 27. júlí 1997. Börn Sóleyjar úr fyrra sambandi eru Jó- hann Víðir, f. 17. desember 1992 og Sunneva Sól, f. 4. mars 1997. Fyrstu ár ævi sinnar ólst Bene- dikt upp í Bræðratungu í Skerja- firði en síðan á Grettisgötu 81 og Klapparstíg 27. Benedikt hóf nám í flugvirkjun hjá Flugfélagi Íslands 1946, fór til Bandaríkjanna 1949, stundaði þar nám við Cal-Earo Technical Institute Glendale í Kali- forníu og lauk þaðan prófum 1950. Að námi loknu 1950 hóf hann aftur störf hjá Flugfélagi Íslands, sem síðan sameinaðist Loftleiðum og varð Flugleiðir og starfaði þar til ársins 1997, lengst af sem skoð- unarmaður og flugvélstjóri á Dou- glas DC-4 og Douglas DC-6B. Benedikt stofnaði og rak Flug- ferðir hf og síðan ásamt félögum sínum, Flugstöðina hf, sem ann- aðist flugkennslu og leiguflug. Hann var einkaflugmaður í yfir 40 ár og flaug flestum gerðum einka- flugvéla. Hann vann einnig mikið í fluginu á Grænlandi svo og Níger- íu og Libíu. Síðustu ár ævi sinnar helgaði hann krafta sína eftirliti og viðhaldi á Douglas DC-3, betur þekkt sem Þristurinn Páll Sveins- son, hjá Landgræðslunni. Útför Benedikts fer fram frá Ví- dalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13. diktsdóttur, þau eiga þrjár dætur. 4) Hrefna, f. 30. júlí 1948, gift Ólafi Birni Björnssyni, börn þeirra eru a) Fjóla, gift Pétri Bjarna Guð- mundssyni, þau eiga eina dóttur, og b) Ólafur Haukur, kvæntur Sigurlaugu Vilhjálmsdóttur, þau eiga eina dóttur. Benedikt kvæntist 20. október 1956 Auði Lellu Eiríksdóttur hárgreiðslumeistara úr Stykk- ishólmi, f. 20. október 1932. For- eldrar hennar voru Eiríkur Helga- son rafvirkjameistari, f. 14. desember 1907, d. 24. október 1983 og Unnur Jónsdóttir húsmóðir, f. 10. ágúst 1912, d. 19. júní 1984. Börn Benedikts og Auðar eru: 1) Jón Gestur, f. 13. september 1952, d. 4. ágúst 1990, kvæntur Heiðu S. Ármannsdóttur, f. 13. júlí 1953, börn þeirra eru a) Guðjón Þór, f. 10. október 1972, b) Auður Ösp, f. 4. apríl 1982, maki Gunnþór Jens Matthíasson, f. 19. apríl 1976, börn þeirra eru Bjarki Már, f. 12. sept- ember 1997 og Patrekur Máni, f. 15. september 2001. Heiða S. Ár- mannsdóttir er gift Halldóri Frank, f. 20. desember 1949. 2) Sigrún Kaya Eyfjörð, f. 1. ágúst 1967, gift Guðna Frey Sigurðssyni, f. 19. desember 1971. Börn þeirra eru Benedikt Aron, f. 3. maí 1991, Ýmir Franz, f. 10. júlí 2000 og Ísak Nói, f. 20. ágúst 2002. 3) Eiríkur Eyfjörð, f. 4. september 1969, kvæntur Jórunni Ósk Ólafsdóttur, f. 15. febrúar 1973. Börn þeirra Lítill hnokki stendur upp á hús- burst og horfir til himins meðan drunur frá flugvél heyrast ógreini- lega í fjarlægð, skólastjóri og kennarar hrópa á hann hástöfum að koma undir eins niður og í skjól því þarna sé um þýska óvinavél að ræða. Þetta var í Laugaskóla í Þingeyjasýslu þar sem börnum hafði verið hópað saman meðan á stríðinu stóð. Drengurinn stóð sem fastast horfði sperrtur upp til him- ins og sagði: – Nei, þetta er sko engin óvinavél, þetta er enskur flugbátur – Walrus, sagði hann, því hann þekkti í honum hljóðið. Vélin nálgaðist, flaug lágflugi yfir og strákurinn vinkaði til flugmannsins og flugmaðurinn veifaði á móti. Kúturinn hafði rétt fyrir sér en fékk samt skammir fyrir dirfsk- una. Þetta lýsir föður okkar vel, því líf hans og yndi snerist um flug og var tileinkað öllu í kringum flugið, það voru margar vélarnar sem hann átti, handlék, flaug eða gerði við. Uppeldi okkar barnanna sner- ist mikið um flugvélar og ófá spor- in sem skilin voru eftir í jörðinni hlaupandi í kringum pabba á flug- vellinum í Skerjafirði. Hann kom víða við í fluginu og var ein af mörgum hetjum há- loftanna sem mörkuðu sín spor í sögu flugs á Íslandi. Það var þó ein vél sem átti hug hans og hjarta og þá vél gat hann tekið í sundur, sett saman og jafnvel flogið án þess að hafa „manualinn“ við höndina. Það var Þristurinn. Við spurðum hann einu sinni af hverju svona margir flugmenn vildu fá að fljúga Þrist- inum, þá renndi hann augunum til okkar og sagði með sinni yfirveg- un: – Það er einfaldlega af því að þessari vél þarf að fljúga. Flugið tók líka sinn toll, það tók frá honum heyrnina, en heyrnar- skerðingin kom ekki í veg fyrir að hann heyrði alltaf í börnum, barna- börnum og barnabarnabörnunum sínum, eða eins og hann sagði svo oft: – Ég heyri það sem ég vil heyra. Hann var alveg einstaklega hlýr og góður maður og mátti aldrei neitt aumt sjá. Samvera hans með börnum, barnabörnum og barna- barnabörnunum var alveg einstök og með hlýju og þéttu handtaki afa leiddi hann litlar hendur um Dag- verðarnesið í Skorradalnum, sem var hans Óðalssetur og hann sagði þeim óþreytandi sögur úr fluginu svo allir fóru á flug með honum – bæði börn og fullorðnir. Það er sárt að kveðja mann eins og pabba, því svo elskandi og heið- arlegan mann er vart hægt að finna. Þegar Þristurinn tekur á loft á vorin og svífur eins og fyrsti far- fuglinn sem nálgast land, þá horf- um við stolt til himins og hugsum um föður sem gaf okkur allt sem nokkurt barn gæti óskað sér. Hann hafði oft á orði þegar hann kom í Skorradalinn að dalurinn hafi aldrei verið eins fallegur. Elsku pabbi, dalurinn er fallegur og hann verður fallegri og fallegri. Í þessum dal er minningin um þig og sú minning um þig hefur aldrei verið fallegri en einmitt í dag. Ef langar mig burt út í buskann að berast, og stundum er það. Ég teygi mig lengst upp í loftið og læt sem ég fljúgi af stað. Handleggir verða að vængjum. Í vetfangi sprettur mér stél, og loks er ég augunum loka ég lyftist af hnattarins skel. Vindurinn vængina fyllir og veitir mér stórbrotna sýn yfir landið mitt lúið og veðrað sem ljómar þó ennþá og skín. (Sveinbjörn I. Baldvinsson.) Þín elskandi börn, Sigrún, Eiríkur og Þorsteinn. Fyrir 18 árum kom Benedikt að mér í eldúsinu í Holtsbúðinni ný- kominn af næturvakt af Keflavík- urflugvelli, klukkan var 5 um morg- uninn og ég stóð inni í eldhúsi með dóttur hans, hann horfði djúpt í augun á henni, benti á mig og sagði: „Hvað er þetta?“ Svo bað hann okkur vel að lifa og fór að sofa. Ég hélt frá þessu augnabliki að ég yrði ekki velkominn inn í þessa fjölskyldu og yrði hér eftir alltaf kallaður „þetta“. En sem bet- ur fer fór svo ekki því eftir því sem tímanum leið varð honum ljóst að tengdasonurinn „þetta“ var kominn til að vera, búin að krækja í dóttur hans og kominn í faðm fjölskyldu sem tók mér eins og ég væri einn af henni. Skorradalurinn var sá staður sem við eyddum miklum tíma sam- an og barnabörnin voru í kring um hann flestar helgar sem við vorum þar og þolinmæði hans var enda- laus gagnvart þeim, ég sé hann fyr- ir mér sitja og búa til flugskutlur í tonnatali með börnunum og segja þeim sögur frá gamla daga, þar var hann algjör viskubrunnur og alveg ótrúlega gaman að hlusta á gamlar sögur úr fluginu og á stríðsárunum. Annan eins vinnuþjark hef ég sjaldan hitt og hann missti víst aldrei úr vinnu í þessi rúmlega 50 ár sem hann vann hjá sama fyr- irtækinu, hann var alveg ótrúlega hliðhollur sínu félagi og hugsaði stundum einum of um þeirra hags- muni en ekki sína eigin. Hann var alltaf eitthvað að braska úti á flug- velli og í einu flugskýlinu þar er flugbátur sem hann tilkynnti okkur stoltur einn daginn að hann væri að tjasla saman og að hann ætti að heita „Kaya“ – þá brosti dóttir hans hringinn – og stefnan væri að að lenda honum á Skorradalsvatni. Það var sárt fyrir okkur og sér- staklega Auði tengdamömmu að horfa upp á Benedikt í veikind- unum, þar sem hann barðist við sama krabbamein og hafði sigrað elsta son þeirra fyrir 18 árum. Það verður tómlegt í Skorradalnum án hans, því þar var sannur heiðurs- maður á ferð Ég á eftir að sakna að hafa hann ekki sem handlangara í að ljúka þeim hlutum sem við byrj- uðum á í sælureitnum sem ber nafn með rentu: Bennabær. Þinn elskandi tengdasonur Guðni Freyr Sigurðsson. Þú horfðir á mig stoltur þegar ég steig í þennan heim. Dagar urðu að vikum, vikur urðu ár og ég kynntist þér um leið. Þú kenndir mér margt um lífið, jafnvel þegar ég var í neyð. Þú varst mér aldrei reiður, enda líkir inn við bein, þú varst góðhjartaður maður, gerðir aldrei neinu mein. Nú horfi ég á þig stolt- ur þegar þú stígur út í geim, augun þreytt og lúin, þreyttur inn við bein, ég sé þig fljúga upp í loftið og teygja út þinn háls, sáttur með liðið lífið, afi, nú loksins ertu frjáls. Þinn nafni Benedikt Aron. Benedikt Eyfjörð Sigurðsson Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is ✝ Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, KOLBRÚNAR INGIMUNDARDÓTTUR, sem lést á Landspítalanum fimmtudaginn 8. maí. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítala, deild 11 E fyrir góða umönnun og samstarfsfólki hennar á Seyðisfirði fyrir hlýhug. Ingi Þór Oddsson, Hildur Hilmarsdóttir, Vikar Freyr Oddsson, Unnur Agnes Holm, Össur Ægir Oddsson, Ágústa Hólm Jónsdóttir, Hlynur Vestmar Oddsson, Sidonia Beldean og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður og afa, ÓTTARS ÞORGILSSONAR, sem lést á líknardeild Landakotsspítala þriðjudaginn 22. apríl. Erla Hannesdóttir, Jón Ari Þorgilsson, Jóhannes Jóhannesson, Lárus Stefán Jóhannesson og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, sonur, afi og langafi, KRISTINN STEINAR INGÓLFSSON, varð bráðkvaddur að heimili sínu, Jaðri Dalabyggð, laugardaginn 7. júní. Bíbí Jóhannesdóttir, Gunnar Kristinsson, Dóra Herbertsdóttir, Hanna Lóa Kristinsdóttir, Ásmundur Ásgeirsson, Gunnhildur Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LENA BERGMANN, lést aðfaranótt mánudagsins 9. janúar. Árni Bergmann, Snorri Bergmann, Védís Húnbogadóttir, Olga Bergmann, Anna Hallin, Lena Snorradóttir, Árni Freyr Snorrason. ✝ Móðir okkar og tengdamóðir, MARGRÉT B. HAFSTEIN, Hrafnistu, Reykjavík, andaðist að morgni 9. júní. Jarðarför auglýst síðar. Elín Skaptadóttir, Jóhannes Víðir Haraldsson, Þórunn Skaptadóttir, Runólfur Sigurðsson, Pétur H. Skaptason, Jón Skaptason, Svava Einarsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Bene- dikt Eyfjörð Sigurðsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.