Morgunblaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 7. J Ú N Í 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 164. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Ljósmynd/Gunnar Rögnvaldsson Hraun Rögnvaldur Steinsson við dúntekju á Hrauni á dögunum. „VIÐ erum hér í herkví eins og er, undir lögregluvernd,“ segir Rögn- valdur Steinsson, ábúandi á Hrauni I á Skaga. Hvítabjörninn sem gekk á land í Skagafirði í gær kom sér fyrir í miðju æðarvarpi því sem Rögnvald- ur á og rekur ásamt syni sínum, og er í um 230 metra fjarlægð frá bæn- um. Aðspurður segist Rögnvaldur ótt- ast að nærvera hvítabjarnarins muni hafa neikvæð áhrif á æðarvarpið á næsta ári. „Það er enginn skaði skeð- ur í sumar því við vorum búnir að tína allan dúninn,“ segir Rögnvaldur og tekur fram að um þrjú þúsund kollur hafi haldið sig í æðarvarpinu hjá Hrauni og gefi árlega af sér um 50 kg af hreinsuðum dún. „Hins veg- ar er ósköp hætt við því að það verði einhver afföll af æðarvarpinu á næsta ári þar sem fuglinn hafi hvekkst svo mikið í dag að hann þori jafnvel ekki að koma aftur,“ segir Rögnvaldur. „Ég varð dauðhrædd þegar ég sá björninn,“ segir Karen Helga Steinsdóttir, heimasæta á Hrauni II, sem gekk fyrst allra fram á björninn um miðjan dag í gær. silja@mbl.is Hvítabjörninn í um 230 metra fjarlægð frá bænum „Erum hér í herkví“ REYKJAVÍKREYKJAVÍK SPÁÐI TINNI FYRIR UM OLÍUKREPPUNA? DAGLEGTLÍF Annað en sveitin kom ekki til mála Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ALLT ÞAÐ sem þurfti að gera hefur verið gert. Nú er þetta aðeins spurning um að áætlanir gangi upp. Tíminn er okkar helsti óvinur,“ sagði Hjalti J. Guðmundsson, sviðsstjóri nátt- úruauðlinda hjá Umhverfisstofnun, í gærkvöldi. Hann hefur haft veg og vanda af björgun hvítabjarnarins sem gekk á land við bæinn Hraun á Skaga í gær. Hvítabjörninn, sem var hinn rólegasti í gærdag og fram á kvöld, var vaktaður í nótt og nutu sjö vaktmenn aðstoðar Landhelgisgæslunnar sem kom með þyrlu á vettvang. Sérfræðingur frá dýragarðinum í Kaupmannahöfn kemur til landsins í dag, auk þess sem flutt verður hingað búr fyrir dýrið – 250 kg, 2 metrar á lengd og 1,4 metrar á breidd. Ákvörðun um hvert björninn verður fluttur á hins vegar eftir að taka. Kostirnir eru tveir; að fara með hann í dýragarð í Kaupmannahöfn eða aftur á heimaslóðir. Að sögn Hjalta er það sérfræðingsins að taka ákvörðunina. „Það veltur í raun og veru á hvað dýragarðurinn vill gera. Þar skiptir máli af hvaða kyni björninn er og hvað hann er gamall. En óskakostur okk- ar er að flytja hann til Grænlands.“ Raunar á eftir að ræða við stjórnvöld á Grænlandi sem þurfa að samþykkja flutning bjarndýrsins þangað. Málið er reyndar aðeins flóknara því það veltur mikið á hvað björninn gerir. Þrátt fyrir að hann hafi verið rólegur í gær er ekkert sem segir að hann haldi ró sinni áfram. Lög- regluyfirvöld á staðnum hafa leyfi til að bregðast við hverjum þeim aðstæðum sem upp koma. Ef björninn veldur á einhvern hátt almannahættu verður hann felldur. Tíminn er því lyk- ilþáttur í málinu öllu. Hjalti segir allt hafa verið gert til að flýta för sérfræðingsins og búrsins, hins vegar hafi reynst erf- itt að fá flug fyrir búrið með skömmum fyrirvara. Ef allt gengur að óskum mun Landhelgisgæslan sinna veigamiklu hlutverki. Hún mun sjá um flutning búrsins norð- ur og að öllum líkindum verður varðskip notað til að flytja björninn til Danmerkur eða Grænlands. Morgunblaðið/RAX „Tíminn okkar helsti óvinur“  Óskakostur að koma birninum á heimaslóðir en hann gæti endað í dýragarðinum í Kaupmannahöfn  Sérfræðingur frá dýragarðinum kemur til landsins í dag  Vaktmenn litu eftir birninum í nótt  Hvítabjörninn | 2, 8, 9 og miðopna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.