Morgunblaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„ÉG varð dauðhrædd þegar ég sá
björninn,“ segir Karen Helga
Steinsdóttir, heimasæta á Hrauni
II í Skagafirði, sem gekk fram á
hvítbjörninn um miðjan dag í gær.
Í samtali við Morgunblaðið segist
Karen hafa elt hundinn á bænum
sem hafi hlaupið geltandi út í æð-
arvarpið. „Hann má ekki vera þar
því þá fljúga allar kollurnar af
hreiðrunum, þannig að ég elti hann
og hugðist sækja hann. Ég tók eftir
einhverju hvítu í brekkunni og hélt
bara að þetta væri áburðarpoki.
Síðan þegar ég kom nær þá
skyndilega lyfti björninn höfðinu og
horfði á mig,“ segir Karen og tekur
fram að hún hafi þá verið í um 100
metra fjarlægð frá birninum. Segist
Karen hafa hlaupið eins hratt heim
og fætur toguðu og látið mömmu
sína vita af birninum, en hún
hringdi í framhaldinu á lögregluna.
Líst bölvanlega á þetta
„Mér líst bölvanlega á þetta sem
von er,“ segir Rögnvaldur Steins-
son, ábúandi á Hrauni, um hvíta-
björninn sem gekk á land í gær og
kom sér fyrir miðju æðarvarpi því
sem Rögnvaldur ræktar ásamt syni
sínum Steini sem býr á Hrauni II.
Í samtali við Morgunblaðið segist
Rögnvaldur hafa fylgst með hvíta-
birninum í allan gærdag en björn-
inn hafði komið sér fyrir í lítilli
kvos uppi á hól í miðju æðarvarp-
inu í um 230 metra fjarlægð frá
bænum. Tekur hann fram að hann
óttist að nærvera hvítabjarnarins
muni hafa neikvæð áhrif á æð-
arvarpið á næstu árum.
„Hann var auðsjáanlega búinn að
tína úr mörgum hreiðrunum. Hann
virðist vera búinn að seðja sig vel
því hann er búinn að vera svo ró-
legur í allan dag,“ segir Rögnvald-
ur, en þetta er ekki fyrsti hvíta-
björninn sem hann kemst í návígi
við. Rögnvaldur man nefnilega vel
þegar hvítabjörn gekk á land sum-
arið 1971 þó að hann hefði sjálfur
ekki séð hann. „Þá var mikill hafís
og björninn gekk á land við Ásbúð-
ir sem er næsti bær við okkar.
Hann rölti vestur með sjónum að
næsta bæ og þar upp með túninu,
kom aftur að Ásbúðum og fór þá
upp á ísinn og hefur ekki sést síð-
an,“ segir Rögnvaldur og tekur
fram að það hafi hist þannig á að
hafísinn hafi rekið frá landi þá um
nóttina og því hafi ekki reynst
nauðsynlegt að eiga neitt við þann
hvítabjörn.
„Varð dauðhrædd
þegar ég sá björninn“
Golíat Systurnar Karen Helga og Herdís Guðlaug Steinsdætur, heimasæturnar á Hrauni II, eru búnar að gefa birninum sem gekk á land í Skagafirði í gær nafn og kalla hann Golíat. Björninn komst svo
Ekki fyrsti hvítabjörninn sem ábúandinn á Hrauni kemst í tæri við
Karen Helga
Steinsdóttir
Rögnvaldur
Steinsson
Betsý Árna Kristindóttir | 16. júní 2008
Hvítabjörninn
Þetta líst mér vel á, að reynt verði að
gera allt sem hægt er að gera til að ná
birninum lifandi.
En fari það svo að deyða þurfi björn-
inn getum við huggað okkur við, að allt
hafi verið reynt áður en til þess úrræðis
var gripið.
Birninum óska ég góðs gengis.
Meira: storyteller.blog.is
Einar Einarsson | 16. júní 2008
Þetta eru frábærar fréttir og vona ég að
sérfræðingarnir komi til landsins sem
fyrst. Talað er um að þeir séu vænt-
anlegir á morgun eða miðvikudag. Ekki
var til búr fyrir dýrið hér á landi, þannig
að það verður tekið með að utan. Eftir að
björninn verður fangaður er talað um að
hann verði fluttur til Grænlands eða jafn-
vel í dýragarð í Danmörku. Vona ég nú
frekar að heimkynni bjarnarins verði fyr-
ir valinu í stað þess að setja dýrið í dýra-
garð. Ekki tel ég að fari vel um villt dýr
þar.
Meira: einarein.blog.is
Ása Björg Valgeirsdóttir | 16. júní 2008
Já, já finnum endilega til deyfilyf og þetta
fína búr sem enginn á á landinu. Eyðum
svo einhverjum tug milljóna í að flytja
björninn aftur á heimaslóðir þar sem hann
getur drepist úr hor.
Ég verð að viðurkenna þann hroka minn
að finnast fólk vera dálítið úr samhengi við
raunveruleikann þegar það heldur að það
sé ekkert mál að deyfa svona dýr og flytja
á einhverjar slóðir sem við höldum að
bangsi hafi upphaflega komið frá.
Ef mannorð Íslands er svo viðkvæmt
að ekki sé í lagi að skjóta dýr sem ógna lífi
fólks og viðurværi þá er eitthvað mikið að.
Meira: www.asabjorg.blog.is
Hvítabjörninn á Hrauni
Blog.is
Eftir Ólaf Bernódusson
Skagaströnd | Vignir Sveinsson,
bóndi í Höfnum, var staddur á
Hrauni á Skaga þegar ísbjarnarins
varð fyrst vart. Að hans sögn virtist
bangi þreyttur því hann lá að mestu
fyrir í skjóli við stóra þúfu eða hól.
„Hann lá þarna greyið eins og
sofandi hestur á annarri hliðinni
með lappirnar teygðar frá sér. Síð-
an stóð hann upp og fór smáhring
um varpið og snuðraði eitthvað í
því og lagði sig svo aftur. Mest
fannst mér þó gaman að sjá hann
þegar hann settist á rassinn eins og
hundur og sat þannig í tvær þrjár
mínútur og hnusaði út í loftið,“
sagði Vignir sem hafði verið að
sækja dún úr þurrkun á Hrauni.
Vignir, sem býr á Höfnum á
Skaga, sagðist ekki óttast um líf sitt
eða sinna þótt ísbirnirnir hefðu ver-
ið að „flækjast“ í land eins og hann
orðar það.
„Lá þarna
eins og sof-
andi hestur“