Morgunblaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Frelsi Íslendinga jókst til muna um miðjan mars þökk sé íslensku ríkisstjórn- inni og verkefn- isstjórnar um raf- ræna stjórnsýslu í forsætisráðuneytinu. Það er óumflýjanleg staðreynd að hugbún- aður og tölvur eru mikilvægur þáttur í daglegu lífi allra Ís- lendinga og þegar stefna stjórnvalda um frjálsan og opinn hugbúnað var sam- þykkt af ríkisstjórn- inni 11. mars síðast- liðinn var tekið stærra skref í átt að betri framtíð en margan grunar. Frjáls hugbúnaður gefur notendum hug- búnaðarins frelsið til þess að nota hugbún- aðinn á þann hátt sem notandinn sjálfur kýs, frelsið til þess að kynna sér hugbúnaðinn og aðlaga hann að sínum þörfum, frelsið til þess að dreifa hugbúnaðinum og þar með hjálpa náunganum og frelsið til þess að bæta hugbún- aðinn og dreifa breytingunum til samfélagsins svo að allir njóti góðs af þeim. Opinn hugbúnaður á ræt- ur sínar að rekja til frjáls hugbún- aðar en hugsjón opins hugbúnaðar fjallar frekar um gæði og öryggi hugbúnaðarins frekar en frelsi notenda. Það má því segja að stefnan, sem hvetur opinbera aðila til þess að beita sér fyrir notkun frjáls og opins hugbúnaðar, ýtir undir notkun gæðahugbúnaðar sem veitir öllum notendum frelsi í daglegu lífi, án þess að vera á valdi örfárra stórfyrirtækja. Stefn- an opnar einnig markaðinn fyrir íslensk fyrirtæki með því að auka samstarfs- og samkeppnismögu- leika og þar af leiðandi þátttöku á markaðinum. Því miður verður ekki litið framhjá því að fram að þessu hef- ur meirihluti Íslendinga ekki stað- ið nægilega vel vörð um sitt staf- ræna frelsi og í raun sett eigin tölvur og hugbúnað í hendur óþekktra aðila. Ekki er víst hvort um ræðir áhuga- eða þekking- arleysi en stefna stjórnvalda um frjálsan og opinn hugbúnað mun án efa eiga stóran hlut í vitund- arvakningu Íslendinga hvað varðar frelsi og óhæði í meðhöndlun staf- rænna upplýsinga. Í stuttu máli felur stefnan í sér það að opinberir aðilar skoði frjálsan hugbúnað til jafns við sér- eignarhugbúnað og geri sem hagkvæmust kaup. Opinberir aðilar skulu einnig reyna eft- ir fremsta megni að nota hugbúnað sem byggir á opnum stöðl- um og forðast það að verða of háðir einstaka fyrirtækjum. Hug- búnaður sem er smíð- aður og fjármagnaður af opinberum aðilum verður endurnýt- anlegur og frjáls auk þess sem að nemendur íslenskra menntastofn- anna fá að kynnast frjálsum hugbúnaði og þannig átta sig á mik- ilvægi frelsis í staf- rænum heimi. Svip- aðar stefnur hafa nú þegar verið sam- þykktar í öðrum lönd- um, eins og til dæmis Bretlandi, Króatíu og Suður-Afríku. Fleiri lönd, eins og Holland og Sviss, virðast ætla að bætast í hópinn sem gerir Ísland að leiðandi afli frekar en eftirbát í að tryggja betri fram- tíð og stafrænt frelsi. Stjórn Félags um stafrænt frelsi á Íslandi (FSFÍ) vill koma á fram- færi hamingjuóskum til allra Ís- lendinga og sérstökum þökkum til íslensku ríkisstjórnarinnar, þá sér- staklega verkefnisstjórnar um raf- ræna stjórnsýslu fyrir þá vinnu sem hefur verið lögð í stefnumót- unina. Stefna stjórnvalda um frjálsan og opinn hugbúnað mark- ar tímamót fyrir upplýsinga- samfélagið á Íslandi því nú má segja að hagur almennings og frelsi tölvunotenda hafi verið sett í forgang. Meðhöndlun stafrænna upplýsinga er óaðskiljanlegur hluti daglegs lífs allra landsmanna og aukið stafrænt frelsi leiðir því af sér aukið frelsi í daglegu lífi. Íslenska ríkisstjórnin á hrós skilið fyrir þetta mikilvæga skref í áttina að betra Íslandi og stjórn FSFÍ er þakklát öllum þeim sem komu að mótun þessarar stefnu. Stjórn FSFÍ er viss um að þetta stóra stökk sem nú hefur verið er til marks um aukið frelsi og aukna meðvitund landsmanna. Það er mikilvægt að hafa í huga að staf- rænt frelsi nær ekki eingöngu til hugbúnaðar heldur allra upplýs- inga sem hægt er að miðla staf- rænt sem og stafræna miðilsins sjálfs. Stjórn FSFÍ þakkar fyrir frelsið og vonar að þessu mark- verða starfi sem stuðlar að betra stafrænu Íslandi verði haldið áfram af bæði opinberum aðilum og einkaaðilum. Takk fyrir frelsið Tryggvi Björgvinsson skrifar um stafrænt frelsi Tryggvi Björgvinsson » Í mars síð- astliðnum var stefna stjórnvalda um frjálsan og op- inn hugbúnað samþykkt af ríkisstjórninni. Stjórn FSFÍ vill þakka þeim fyr- ir frelsið. Höfundur er formaður FSFÍ. www.sjofnhar.is @ Fréttir á SMS ÁRLEGA höldum við þjóðhátíð til að fagna frelsi og full- veldi. Til þess völdum við fæðingardag frels- ishetjunnar Jóns Sig- urðssonar, honum til heiðurs, því við viss- um – og vitum – að frelsið er dýrmætasta eign okkar. Aðstæður í þjóðfélaginu eru mismunandi, þær breytast ár frá ári. Þegar við vorum að fá fullt sjálfstæði um miðja síðustu öld áttum við landið, menningu okkar og samhug sem ein fjölskylda. Það var allt. Okkur „skorti“ meira en við áttum – a.m.k. miðað við vænt- ingar okkar í dag. En við snerum bökum saman og byggðum upp; við bættum menntun og atvinnu- tæki, færðum út landhelgina og unnum markaði. Skref fyrir skref leystum við hverja þraut, glöð yfir sjálfstæði okkar og samstöðu, eins og ein fjölskylda. Það – og landið okkar – varð lykillinn að velmegun og vel- gengni okkar sem þjóðar og ein- staklinga. Líkt og skip á sjó fékk þjóðarskútan okkar oft mótbyr, lenti í öldudal – jafn- vel stórsjó. En alltaf náðum við höfn, sterkari fyrir hvert brot sem við stóðum af okkur. Þjóðhátíðin í dag er einmitt hald- in í öldudal, efnahagslegum vanda, sem við vitum þó af reynslunni að er minni en við höfum oft unnið okkur út úr áður. Fögnum því, minnug þess að fátt stöðvar okkur þegar við stöndum saman og setj- um lýðræði og jafnrétti í öndvegi. Viðhorf okkar skiptir öllu. Stundum er sagt: Ef þú telur að þú getir ekki eitthvað, þá hefur þú rétt fyrir þér. Þetta er umhugs- unarvert. Upp í huga minn kemur viðtal sem ég heyrði fyrir mörgum árum í útvarpi. Verið var að ræða við ungan skátaforingja sem stjórnaði stóru landsmóti á Úlfljótsvatni. Fréttamaðurinn spurði: „Koma ekki upp mörg vandamál við und- irbúning og framkvæmd svona móts?“ Skátinn ungi svaraði hik- laust: „Það eru engin vandamál til, aðeins miserfið verkefni sem við leysum“. Göngum fram með þessu hug- arfari – stolt, samstillt og samhent undir íslenskum fána. Þannig hef- ur okkur alltaf farnast best. Breytum „vandamálum“ dagsins í verkefni og leysum þau. Til þess höfum við frelsi – frelsi sem við fögnum í dag. Vandamálunum breytum við … Baldur Ágústsson skrifar hugvekju í tilefni þjóðhátíð- ardags » Setjum lýðræði og jafnrétti í öndvegi. Göngum fram stolt und- ir íslenskum fána. Þann- ig hefur okkur alltaf farnast best. Þannig sigrum við hverja þraut. Baldur Ágústsson Höf. er fv. forstjóri og frambjóðandi í forsetakosningum 2004 - www.lands- menn.is. VIÐVARANDI skort á hjúkr- unarfræðingum hér á landi hefur borið hátt í umræðu um heilbrigð- ismál undanfarin ár. Þær lausnir sem gripið hefur verið til hafa dugað skammt, en þar má nefna fjölgun námsplássa við hjúkr- unarfræðideild Háskóla Íslands. Ein tillaga til þess að halda heil- brigðiskostnaði niðri er að ríkið beiti í auknum mæli markaðsvaldi sínu á sviði heilbrigðismála (ein- keypisvald). Mikilvægt er að hafa í huga hver raunveruleg ástæða fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum er og hvað markaðsráðandi staða ríkis felur í sér. Markaður með vinnuafl er í raun ekkert frábrugðinn öðrum mörk- uðum að því leyti að þar takast á framboð og eftirspurn, þar sem þátttakendur á vinnumarkaði leitast við að hámarka eigin hag. Hvað hef- ur áhrif á hagsæld eintaklinga fer eftir smekk en afar líklegt verður að teljast að laun og önnur fríðindi spili þar stórt hlutverk. Þetta á bæði við um þá sem launin fá (hér hjúkrunarfræðingar) og þá sem þurfa að greiða þau (hér hið op- inbera). Þegar kraftar á markaði virka á heilbrigðan hátt skapast launakjör í samræmi við það at- vinnustig sem hagfellt er að veita. Það geta hins vegar verið fjöl- margar ástæður fyrir því að markaður virki ekki á hagfelldan hátt og má þar nefna mark- aðsvald ákveðinna markaðsaðila (einokun, fákeppni, einkeypi). Þegar um einokun er að ræða er aðeins einn kaupandi eða einn seljandi á mark- aði. Hann hefur því vald til að ákveða það verð sem veitir honum mestan hag á kostnað annarra við- skiptaaðila á sama markaði. Vand- inn sem þessu fylgir er ekki ein- ungis tilfærsla gæða til þess sem markaðsvaldið hefur, heldur einnig það að við tilfærsluna tapast heil- mikil gæði og hagsæld. Í raun má segja að heilbrigð- iskerfi okkar Íslendinga virki nú þegar með þessum hætti vegna þess að einn aðili er kaupandi vinnuafls- ins að langstæstum hluta. Nú leggja menn til að ríkið beiti þessu mark- aðsvaldi sínu í auknum mæli. Þegar slíkar tillögur eru lagðar fram er mikilvægt að gleyma ekki þeim göll- um misbeitingar markaðsvalds sem þekktir eru og stjórnvöld og hag- fræðingar telja vandamál á öðrum sviðum. Í krafti sínum hefur ríkið ráðrúm til að ákveða upp á eigin spýtur þau laun sem það er tilbúið að greiða fyrir þjónustu hjúkr- unarfræðinga. Við þessi laun mynd- ast hins vegar ekki nægt framboð hjúkrunarfræðinga til að veita þá þjónustu sem til er ætlast. Ríkið er augljóslega ekki tilbúið að greiða þau laun sem skapa jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar. Einokunarmenn hafa jafnan til- hneigingu til þess að halda verði hærra en verið hefði við samkeppn- isaðstæður. Vissulega missa þeir einhverja viðskiptavini við þetta, en hærra verð veitir þeim meiri hag en fjölgun viðskiptavina. Þeir vilja ekki þurfa að lækka verð til þeirra við- skiptavina sem þrátt fyrir allt kaupa vöruna, eingöngu til þess að ná í þá sem vegna verðsins hrekjast af markaðnum. Sambærilegt er uppi á teningnum hvað varðar ákvarðanir um laun hjúkrunarfræð- inga. Jafnvel þó að ríkið vilji ráða fleiri hjúkrunarfræðinga er það ekki tilbúið til að hækka launin hjá þeim sem þó haldast í starfi við nú- verandi kjör til þess að ná því markmiði. Það er ljóst að krafa er gerð um ákveðna þjónustu heilbrigðiskerf- isins og til að mæta þeirri kröfu vinna hjúkrunarfræðingar yf- irvinnu. Með yfirvinnu er hægt að fara bakdyramegin að hærri laun- um en þó þarf að fórna frítíma til að svo megi verða. Vandamálið með frítímann er þó hægt að sniðganga með því að ráða sig í minna starfs- hlutfall og vinna yfirvinnu þar á móti. Erfitt er að ímynda sér að hagkvæmt sé fyrir ríki að gera kröfu um þjónustu sem veitt er að stórum hluta með yfirvinnu starfs- manna. Að mínu mati er óréttlátt að gera kröfu um þjónustu sem ekki er vilji til að borga fyrir og á það við bæði um ríki og einstaklinga/ fyrirtæki. Það er því ljóst að tvær leiðir eru færar til að vinna bug á vandanum og skapa jafnvægi fram- boðs og eftirspurnar. Annars vegar að skera niður þjónustuna og þar með draga úr eftirspurn eftir hjúkr- unarfræðingum. Hins vegar að hækka laun hjúkrunarfræðinga og auka þar með framboð þeirra. Skortur á hjúkrunarfræðing- um - heimatilbúinn vandi? Guðjón Hauksson skrifar um heil- brigðisþjónustu »… er óréttlátt að gera kröfu um þjón- ustu sem ekki er vilji til að borga fyrir … Guðjón Hauksson Höfundur er hjúkrunarfræðingur og nemandi í heilsuhagfræði við HÍ MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar um- ræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefn- um mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráð- stefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvu- pósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka að- sendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.