Morgunblaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 25 Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is HVÍTBLÁINN varð með rauðum krossi að þjóðfána Íslands. Þetta er 90. árið í sögu hans. Þú Íslands blessar daginn! Lag: Ó, fögur er vor fósturjörð. Sjá friðarbogi í skýjum skín svo skartar Íslands fáni. Þitt útlit geislar – ásýnd þín, rétt eins og sól og máni. Kær fagurbláinn helgist hann sem hvítt með rautt krossmerkið. Næst jökulísnum eldhraun brann er Ísland kraftaverkið. Hann þjóðartákn er það til sanns – að því vér skulum hyggja. Á kristnum grunni Guðs og manns er gott að mega byggja. Ein er fánans leið ei löng sú leið er hugsvið þegna, í hálfa eða heila stöng er hafin upp þess vegna. Skín yfir fáni á Alþingi. Hann æðst í þingsal standi, þar forsjón þings og fulltingi hér fyrir þjóð og landi. Í musterum og menntasal og miðum – landsbyggð yfir á ystu strönd sem innst í dal með innsýn fáninn lifir. Hann ruddi braut Jón Sigurðsson á sigurgöngu þjóðar, hans framgekk – rættist – frelsis von þá fáninn vígðist óðar. Ó, vernda Drottinn borg og byggð, eins bæði loft og sæinn, þín eilíf varir elska og tryggð þú Íslands blessar daginn. PÉTUR SIGURGEIRSSON biskup. Til þjóðfánans Eftir Pétur Sigurgeirsson ALMANNAHEILLASAMTÖK á Ís- landi hafa ekki átt sér sameiginlegan vettvang, þar sem skilgreind eru og fylgt er eftir sameiginlegum hags- munum þeirra. Þannig heildarsamtök eru víða í samfélaginu, og nægir að nefna Samtök atvinnulífsins sem hlið- stæðu. Hafa þau og fyrirrennarar þeirra haft víðtæk áhrif á þróun lög- gjafar um ólík mál sem snerta starfs- umhverfi atvinnufyrirtækjanna. Mörgum finnst tími til kominn að al- mannaheillasamtök, sem gegna vax- andi hlutverki í samfélaginu, eignist slíkan sameiginlegan vettvang. Á það hefur verið bent að á meðan atvinnufyrirtækin búa við eitt besta starfsumhverfi sem þekkt er, verða al- mannaheillasamtök að búa við lakari skilyrði en gengur og gerist í vestræn- um heimi. Úttekt á skattalegri stöðu félagasamtaka, sem gerð var fyrir fjórum árum, sýnir svo ekki verður um villst að staða íslenskra félaga er mun lakari í mörgu tilliti en sambæri- legra félaga og sjálfseignar-stofnana í helstu viðmiðunarlöndum okkar, bæði austan hafs og vestan. Mestur er mun- urinn í flokki góðgerðarsamtaka. Þá er lagaumhverfi þessara samtaka á ýms- an hátt veikt hér á landi. Árið 1987 ræddi þáverandi dómsmálaráðherra á Alþingi um nauðsyn þess að styrkja löggjöf um þessa starfsemi, en lítið hefur orðið um breytingar síðan. Þessa stöðu má eflaust að hluta skýra með því að íslensk almanna- heillasamtök hafa ekki náð að bindast samtökum um sín sameiginlegu hags- munamál. Þau hafa ekki náð að standa saman um tillögur til breytinga og mynda afl til að fylgja þeim eftir. Í flestum löndum sem við berum okkur saman við eru slík heildarsamtök við líði og gegna mikilvægu hlutverki. Því teljum við mörg sem afskipti höfum haft af málefnum þessarar mikilvægu starfsemi í samfélaginu orðið tíma- bært, eins og stendur til 26. júní (nán- ari upplýsingar má nálgast um al- mannaheill@internet.is), að gangast fyrir stofnun slíkra samtaka. Mörg samtök hafa þegar tilkynnt um þátt- töku, en æskilegt væri að sem flestir aðilar, stórir og smáir, sem sinna skil- greindum almannaheillamálefnum í þágu hópa fólks sem hvorki á né rekur samtökin, verði um borð í þessu nýja skipi. Hlutverk almannaheillasamtaka er að bæta og efla samfélagið. Þeirra er að finna lausnir og tala máli fólks sem á af einhverjum ástæðum undir högg að sækja. Þeirra er einnig að ýta undir lífsgildi og efla uppbyggjandi málefna- viðhorf. Þau verða sífellt mikilvægari vettvangur fyrir þróun þjónustu og úr- ræða, og þau verða í vaxandi mæli nauðsynleg rödd í þróun lýðræðislegs samfélags. Því er að okkar dómi ekki seinna vænna að þau nái að snúa bök- um saman og þeim auðnist að beita sér fyrir jöfnun starfsskilyrða sinna í sam- anburði við þau sem algengust eru í öðrum löndum. EVA ÞENGILSDÓTTIR, JÓNAS GUÐMUNDSSON, KRISTÍN JÓNASDÓTTIR, STEFÁN HALLDÓRSSON, áhugafólk um frjálsa félagastarfsemi. Almannaheillasamtök bindist öflugum samtökum Frá Evu Þengilsdóttur, Jónasi Guð- mundssyni, Kristínu Jónasdóttur, Stefáni Halldórssyni                      NÚ ER sumarið komið og ferðatími landsmanna fram- undan. Fellihýsa- og hjólhýsaeign lands- manna eykst stöðugt og því er ekki úr vegi að huga að nokkrum atrið- um hvað það varðar. Þegar sú ákvörðun er tekin að kaupa sér hjólhýsi þarf að hafa í huga hvernig bíl skal nota til að draga það. Í skráningarvottorði bifreiðar er gef- in upp sú þyngd sem leyfilegt er að draga á bílnum, en gildir sú tala líka þegar draga á hjólhýsi? Í hjólhýsatímaritum á borð við What Caravan og Caravan Magazine er mælt með að þyngd hússins fari aldrei yfir 85% af eigin þyngd bifreið- ar. Ástæða þess að önnur viðmið ættu að vera með hjólhýsi en fellihýsi og kerrur er t.d. sú að hæðarpunkturinn er kominn mun hærra, lengdin er meiri, og þar af leiðandi eru allt öðru- vísi hreyfingar þegar það er dregið en eftirvagnar sem eru minni um sig. Í ákveðnum aðstæðum, s.s. vind- hviðu, við nauðhemlun eða á ójöfnum vegi, tekur of þungt hjólhýsi völdin af bílnum og hver veit hvernig það endar. Fjögurra manna hjól- hýsi af algengri tegund hér á landi er að eigin þyngd 1.440 kg en leyfi- leg hámarksþyngd er 1.600 kg (þá er miðað við að búið sé að setja farangur, vatn, gas o.fl. um borð). Sjö manna hjólhýsi sömu tegundar er 1.800 kg en leyfileg hámarks- þyngd 2.000 kg. Miðað við hámarksþyngdina þarf bíllinn að vera um 1.900 kg til að draga minna húsið, ef farið er eftir viðmiði fagaðila, en 2.350 kg fyrir stærra húsið. Til að átta sig á því hvernig bíl þarf þá í dráttinn eru fólksbílar á bilinu 1.300-1.500 kg, jepplingar 1.400-1.800 kg en jeppar eru 2.000-3.000 kg. Þegar rétti bíllinn er fundinn (eða rétta húsið fyrir bílinn) er fleira sem þarf að huga að. Hæfileg niðurþyngd á kúlu er að að mínu mati 50-75 kg og það mat byggi ég á áralangri reynslu minni í drátt- arbeisla- og kerruframleiðslu. Ef húddið á bílnum þínum fer að leita upp á við og afturendinn niður, eftir að þú hefur sett fellihýsið/hjólhýsið aftan í, þarf öryggisins vegna að end- urskoða hvernig farangrinum og aukahlutum er raðað í hýsið. Ef ekki, er hætta á að bíllinn láti verr að stjórn en ella. Kerra sem er yfir 750 kg og er þar af leiðandi skráð þarf að fara í skoðun árlega. Margir nota kerrurnar til að fara með rusl, sækja mold í garðinn og fleira í þeim dúr þegar verið er að dytta að á vorin. Tjaldvagnar, fellihýsi og hjólhýsi eru einnig skráð og á númerum. Þau eru dregin landshlutanna á milli yfir sum- artímann og eru meira og minna á ferðinni á sama tíma og stór hluti landsmanna. Samt sem áður þarf aldrei, samkvæmt lögum, að skoða húsin eftir að þau koma á götuna. Þetta er að mínu mati lögleysa sem þarf að breyta sem fyrst. Þangað til það er gert vil ég skora á alla tjald- vagna-, fellihýsa- og hjólhýsaeigend- ur að sýna skynsemi og yfirfara und- irvagn og ljós áður en haldið er út í umferðina. Eigum öruggan drátt í sumar. Öruggur dráttur Sveinn Rúnar Þór- arinsson brýnir fyr- irökumönnum að gæta að örygg- isbúnaði hjól- og fellihýsa sem tengd eru við bíla » ...ég skora á alla tjaldvagna-, felli- hýsa- og hjólhýsa- eigendur að sýna skyn- semi og yfirfara undirvagn og ljós áður en haldið er út í umferð- ina. Sveinn Rúnar Þórarinsson Höfundur er framkvæmdastjóri Víkurvagna ehf. NÚ HEFUR Björk Guðmundsdóttir, söngkona, boðað til ókeypis tónleika und- ir nafninu „Náttúra“, til að halda uppi áróðri móti virkj- unum og álverum á landinu. Hún heldur því fram að í útlönd- um sé Ísland álitið „ósnert og tært“ af hreinleika og þeirri trú megi ekki eyða með því að nýta auðlindir landsins til atvinnu- uppbyggingar á hinum ýmsu stöð- um. Björk mín! Veist þú ekki að við landnám var landið þakið gróðri sem nemur allt að þremur fjórðu hlutum þess? Veist þú líka að nú þekur gróðurinn aðeins um einn fjórða hluta þess? Kallar þú þetta ósnerta náttúru? Finnst þér rétt að varðveita hana eins og hún er núna, stærsta manngerða eyði- mörk í Evrópu? Bara svo útlend- ingar geti hvílt sig á trjánum heima? Eyðimörkin Ísland. Lítum svo á þennan „tæra hreinleika“ landsins. Alveg frá því að maður stígur upp í rútuna á Keflavíkurflugvelli og ekur sem leið liggur gegnum Hafnarfjörð, Garðabæ, Kópavog, Reykjavík, Mosfellsbæ og áfram upp í Borg- arfjörð, getur maður dundað sér við að telja og flokka rusl í veg- köntum og bæjarbeðum. Þvílík ruslakista sem við erum að bjóða upp á til sýnis, finnst hvergi á byggðu bóli í heiminum nema ef vera skildi á ruslahaugum. Landið er þakið rusli megnið af árinu. Það er rétt yfir blásumarið sem það hverfur að mestu. Eftir er þó einstaka grotnandi hús og ein- staka húsagarðar fullir af rusli, girðingar fullar af heyplasti og svo heyplastshaugar hér og þar. Ruslakistan Ísland. Skoðum svo þetta „tæra“ loft. Flestir þéttbýliskjarnar á Íslandi sitja uppi með eiturspýjandi fiski- mjölsverksmiðjur og einstaka staðir með hausaverk- smiðjur. Frá þessum fyrirtækjum berst þvílíkur ódaunn að fólk flýr hús sín og hverfi þegar Guð er að grínast og sendir „hagstæðar“ áttir inn yfir plássið. Eitrað andrúmsloftið frá þessum verksmiðjum orsakar bæði ógleði og höfuðverk og gegnsýrir hús, klæði og bíla. Það eru mjög skert lífsgæði og mannréttindi að geta ekki verið úti við á góðviðr- isdögum vegna fúls og eitraðs andrúmslofts. Já, þetta er ekkert nema andleg nauðgun að þurfa að lifa við þetta. Ekki má ég svo gleyma að á góðviðrisdögum er ólíft í höfuðborginni vegna svif- ryks frá umferðinni. Kallar þú þetta hreint/tært loft? Þetta er Ís- landsfýla. Nei, Björk mín. Landið er hvorki „tært né ósnert“. Það er þvert á móti rúið gróðri og jarð- vegi og þakið rusli og fýlu. Að vernda íslenska náttúru er ekki fólgið í því að koma í veg fyr- ir að við virkjum okkar aðal- auðlind, vatnið, til hagsældar fyrir íbúana. Og verndunin er heldur ekki fólgin í því að koma í veg fyr- ir álverksmiðjur sem eru þúsund sinnum umhverfisvænni en hausa- og fiskimjölsverksmiðjur. Og þó þér þyki fyrir neðan virðingu þína að vinna í svona álverksmiðjum kemst þú ekki hjá því að nota ár- ans álið, manna mest, á öllum þín- um þeytingi um heiminn. Svo þarftu bíla undir alla starfsmenn þína og ykkur og öllum öðrum túristum fylgir mikið traðk og áníðsla á náttúrunni. Og þarna er- um við að tala um mengun sem um munar. Og tónleikar menga kannski mest af öllu. Allur bíla- floti gestanna, allt sorpið sem það skilur eftir sig á gólfum og götum, reykingar hundruð manna á sama stað og fleira. Hér með skora ég á þig að nota tækifærið og biðja gesti þína að bera það mikla virðingu fyrir nátt- úrunni að þeir byrji á sjálfum sér og hendi ekki rusli út um allt á tónleikunum. Taka svo þátt í landgræðslunni við að end- urheimta gróður og jarðveg og hætta að nota náttúruna sem öskubakka. Já, notaðu tækifærið til að gera virkilega góða hluti við að hjálpa náttúrunni. Burt með ruslið. Hættum að telja okkur trú um að hér sé allt „tært, hreint, ósnortið og óspillt“, en snúum okkur að vandamálinu og leysum það. Endurheimtum gróðurinn og burtfokinn jarðveg og berjumst gegn rusli og ólíðandi fnyk frá verksmiðjum. Það gerir nátt- úrunni miklu meira gagn heldur en að reyna að telja fólki trú um að það megi ekki nota okkar dýr- mætu auðlind, vatnið. Áskorun til Bjarkar Guðmundsdóttur Margrét Jónsdóttir skrifar áskorun til Bjarkar Guðmunds- dóttur »Ég skora á Björk að fá gesti á tónleikum til að ástunda alvör- unáttúruvernd og að þeir byrji á sjálfum sér og skilji ekki eftir rusl á staðnum. Margrét Jónsdóttir Höfundur býr á Akranesi. Lögg. fasteignasali: Bergur Guðnason hdl. Loksins - loksins Oft hef ég verið spurður hvort ég vildi selja Fyrirtækjasöluna Suðurveri. Það hefur ekki verið á dagskrá því þetta er mjög gott fyrirtæki hjá mér. En núna neyðist ég til að athuga með sölu ef ég finn góðan kaupanda. Ástæðan er langvarandi veikindi mín og áframhaldandi. Mjög skemmtilegt fyrirtæki og starf enda elsta fyrirtækjasalan á landinu og sú þekktasta. Áhugasamir (ekki forvitnir) hafi samband við mig, Reyni Þorgrímsson, í síma 896 1810. Skráin á netinu: www.fyrirtaeki.is Elsta fyrirtækjasalan á landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.