Morgunblaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 20
Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur gudrunhulda@mbl.is Það er alltaf mikið líf íkaffiheiminum. Breyting-arnar eru stöðugar ogfólk gerir sífellt meiri kröfur um kaffið,“ segir Harpa Hrund Pálsdóttir, kaffþjónn á Kaffitári, og nefnir sojakaffið sem dæmi um drykk sem nýtur vax- andi vinsælda. „Stundum er hægt að spotta út uppáhaldskaffið út frá fasi og klæðaburði,“ heldur hún áfram. „Jakkafatagaurarnir eru oft espressó- og macchiató-týpur. Þeir eru oft að drífa sig og vilja því einn snöggan með lítilli mjólk til að slengja í sig. Háttvísar kon- ur vilja gjarnan bragðbætt latte. Fátæki námsmaðurinn velur jafn- an bragðsterkan kaffibolla með ábót,“ segir Harpa Hrund og bæt- ir því við að þar sem kaffiþjónar séu fluglærðir í kaffifræðum skynji þeir oft hvernig drykkur henti bragðlaukum kúnnanna. „Við þekkjum þó nokkra fasta- kúnna og getum byrjað að hella upp á kaffið þeirra þegar þeir ganga inn. Stundum hafa kaffi- þjónarnir þó rangt fyrir sér.“ Í sumar mun Kaffitár á Höfða- torgi bjóða upp á kaffismökkun á fimmtudögum. „Við munum hafa atburðina þemabundna. Fyrst ætl- um við að einbeita okkur að heimshlutum og bjóða fólki að læra inn á og prófa sig áfram í smökkun á kaffi. Í Afríku er kaffið afar létt og ávaxtatónar eru ríkjandi og kaffi frá Brasilíu er mjúkt og kryddað svo eitthvað sé nefnt,“ segir Harpa Hrund en með smökkuninni er leitast við að gest- ir læri betur á kaffið og á þá fjöl- mörgu möguleika sem kaffi býður upp á. „Það er meira en að segja það að drekka kaffi. Þetta er stór heimur og fjölbreyttur.“ Aðspurð segir Harpa Hrund kalda drykki verða æ vinsælli með hækkandi sól. „Það er meira beðið um sælgætisdrykki því fólk leyfir sér greinilega aðeins meira á sumrin. Einnig hvíla sumir sig á kaffinu og fá sér te eða aðra kaffi- lausa drykki í staðinn.“ Morgunblaðið/Kristinn Fluglærð „Við þekkjum þó nokkra fastakúnna og getum byrjað að hella upp á kaffið þeirra þegar þeir ganga inn,“ segir Harpa Hrund Pálsdóttir. Kaffismökkun Kaffitárs fer fram alla fimmtudaga milli kl. 16 og 18 á Höfðatorgi. úr bæjarlífinu 20 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Innritun er nú lokið í Menntaskóla Borgarfjarðar og eru umsóknir mun fleiri en gert var ráð fyrir. Það er mikið gleðiefni segja stjórnendur skólans og lítur út fyrir að allt að 120 nemendur stundi nám við skól- ann næsta vetur. Í vetur sem leið voru nemendur þar um 70 talsins. Umsóknir koma víða að, úr Döl- unum og að norðan, en jafnframt eru margir fullorðnir sem sjá sér leik á borði og sækja um skólavist heima í héraði með stefnuna á að ljúka frestuðu stúdentsprófi. Þetta er góð þróun og eykur mennt- unarstig landans. Þrátt fyrir að skólahúsnæðið sé ennþá ekki að fullu tilbúið gekk skólahald vel og nemendur voru skilningsríkir og ánægðir með starfið í vetur. At- hygli hefur vakið að í námskrá skól- ans er danskennsla og unnu nem- endur til verðlauna á Íslandsmóti í dansi í vor.    Ráðinn hefur verið landvörður í Borgarbyggð sem mun hafa umsjón með náttúruperlunum okkar. Þetta er gert samhliða áætlun um bætt aðgengi að þessum stöðum. Þetta eru Eldborg í Hnappadal, Grábrók í Norðurárdal, Hraunfossar, Geit- land og Húsafellsskógur. Ásta Kr. Davíðsdóttir tók að sér þetta reynsluverkefni Umhverfisstofn- unar, og ef landvarslan gengur vel er mögulegt að fleiri svæði fái vörslu og verði því útbreiddari en verið hefur. Hlutverk landvarða er m.a. náttúruvernd, eftirlit, nátt- úrutúlkun, móttaka og að stuðla að fræðslu og almennri þjónustu við ferðamenn. Ennfremur hefur for- gang að stuðla að bættu aðgengi, sérstaklega fyrir fatlaða.    Og það er kominn 17. júni, enn á ný. Við sem búum í Borgarnesi njótum þess að fara í garðinn okk- ar; Skallagrímsgarð, en þar er allt- af gott veður á þjóðhátíðardaginn og frábær skemmtiatriði. Meira að segja Reykvíkingar eru farnir að koma í Borgarnes til að halda dag- inn hátíðlegann. Í garðinum hefur nú verið komið fyrir nýju sviði sem Ómar Pétursson teiknaði og menn Ólafs Axelssonar smíðuðu. Fyrir framan sviðið er glæsileg vegg- hleðsla eftir Unnstein Elíasson. Með þessu „fasta“ sviði er vonast til að uppákomum og listrænum viðburðum fjölgi í garðinum. Dag- skráin hefst kl. 10, en til vonar og vara, ef svo ólíklega vill til að veðr- ið klikki, verður dagskráin færð inn í íþróttahús. Sjá nánar á vefsíðu Borgarbyggðar www.borg- arbyggd.is. BORGARNES Guðrún Vala Elísdóttir fréttaritari Morgunblaðið/Guðrún Vala 17. júní Silfurrefirnir tróðu upp í Skallagrímsgarði hér um árið. Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gæða málning á frábæru verði Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. Afsláttur af málningarvörum 20% Sætúni 4 Sími 517 1500 Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður. Skútuvogi 13, S. 517 1500 www.teknos.com Erlingur Hallsson er óánægðurmeð brunarústirnar í miðborginni og hversu lítið miðar í uppbyggingu: Borgarstjórnar eymdarár algjör reginhneisa; skitnar rústir, skúrafár skrautleg endaleysa. Jón Gissurarson grúskaði í gömlum myndum, rakst á „glaðhlakkalega“ mynd af sjálfum sér og varð að orði: Sjaldan ber ég sút og trega síst við lífið ama bind. Glæsileikann gjörvulega gefur skýr og fögur mynd. Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi í Aðaldal, sem kallar sig Fíu, var ekki eins ánægð með mynd sem hún skoðaði af sér: Sveitakerling einhver er úti í snjó og vetri. Mér sýnist þessi mynd af mér mætti vera betri. Hjörleifur Kristinsson bóndi á Gilsbakka (f. 1918 – d. 1992) vissi að vel má orna sér við gamlar myndir: Þegar byljir bresta á best að allir megi leika sér að ljósmynd frá liðnum sumardegi. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af rústum og myndum Hæ, hó, jibbíjei og jibbíjíjei það er kominn 17. júní!“ sungu þeir hástöf-um, grislingarnir á leikskólanum Jörfa þar sem þeir þrömmuðu hring í hverfinu sínu í gær í sérlega glæsilegri skrúðgöngu. Vissulega voru þeir einum degi á undan áætlun með fagnaðarlætin en allt var það gert með ráði því þau stuttu vita auðvitað að það borgar sig að æfa sig, ætli maður að taka sjálfan þjóðhátíðardaginn með stæl. „Við gerum þetta á hverju ári – löbbum þarna um hverfið og komum allt- af við hjá nágrönnum okkar, eldri borgurunum í Félagsstarfinu í Hæð- argarði og syngjum fyrir þá,“ segir Sæunn E. Karlsdóttir leikskólastjóri. „Börnunum er alltaf mjög vel tekið enda er mjög skemmtilegt samstarf milli þessara tveggja stofnana allt árið um kring.“ Krakkarnir voru að sjálfsögðu í hátíðarskrúða; með fána og listilega skreytta fjaðurhatta sem runnir voru úr smiðju þeirra sjálfra. Og það var ekki bara sungið um hátíðarhöld, pulsur og ís sem gerð eru skil í ofan- greindu kvæði heldur mátti heyra „Öxar við ána“ kyrjað af miklum móð. Enda má búast við að bæði söngvarar, listamenn og stjórnmálamenn fram- tíðarinnar leynist í fylkingunni fríðu. ben@mbl.is Svala senjórítan Tvöfaldur espressó mjólk klaki 2 msk. rjómi karamellu- eða súkkulaðisósa Smákreista af karamellu- eða súkku- laðisósu, tvöfaldur espressó og köld mjólk látin í glas með klökum og hrist saman. Drykknum er síðan hellt yfir í klakafyllt 200 ml glas. Rjómi og góð kreista af karamellu- eða súkkulaðisósu sett yfir drykkinn. Jakkafatagaurarnir oft espressó-týpur Æft af krafti fyrir stóra daginn 17. júní

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.