Morgunblaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 18
|þriðjudagur|17. 6. 2008| mbl.is daglegtlíf S agt er að ungt fólk snúi oft ekki aftur eftir nám erlendis og landsbyggð- arfólkið setjist að í Reykjavík að námi loknu. Þetta á ekki við um ungan landslagsarkitekt úr Þist- ilfirði og búvísindamann frá Hvammstanga sem sneru aftur frá útlöndum, völdu að kaupa sauðfjárjörð skammt frá Þórshöfn og ætla að setja á fót Ráðgjafarþjónustuna LARKA á haustdögum og sjá svo bara hvernig vindar blása. Hildur Stefánsdóttir frá Laxárdal í Þist- ilfirði er landslagsarkitektinn og maður henn- ar, Sigurður Þór Guðmundsson frá Hvamms- tanga, er héraðsráðunautur í sauðfjárrækt. „Ég er næstyngst sjö systkina og fjórði ætt- liður ábúenda á sauðfjárbúinu sem langafi minn keypti árið 1900. Sigurður á tvö systkini og faðir hans var verkstjóri í brúarsmíði svo hann lærði smíðar,“ segir Hildur. Eftir stúd- entspróf fór hún í Bændaskólann á Hvanneyri, eins og hann hét þá, og hitti Sigurð, sem var í búfræðinámi. Þau útskrifuðust sem búfræðingar árið 2000 en sögðu þó ekki skilið við Hvanneyri því fljót- lega fór Sigurður í búvísindanám og Hildur að læra umhverfisskipulag. Las áfangalýsinguna illa „Ég vissi í raun ekkert um hvað námið sner- ist. Í fyrsta tímanum var okkur rétt grunn- mynd af einbýlishúsi og sagt að hanna garð! Ég laumaðist til að kíkja betur á áfangalýs- inguna og sá að ég hefði líklega aldrei lesið hana vel. Ég lét slag standa og prófaði að munda pennann. Fyrstu skissurnar mínar voru nú ekki ýkja glæsilegar en ég fann fljótt að vinnan átti mjög vel við mig þar sem við lærðum að koma hugmyndum frá okkur á skipulegan hátt. Verkefni urðu margbreytileg, allt frá litlum einkagarði upp í heilu sveitarfélögin, og þá fyrst kviknaði áhugi minn að ráði og landslags- greining varð lokaverkefnið. Hún miðar að því að greina verðmætin í landinu – nýtanleg sem ómælanleg – sem nauðsynlegan grunn að skipulagi og hönnun. Sigurður lagði áherslu á sauðfé í sínu námi, sérstaklega aðbúnað, vinnuhagræðingu og fóðuröflun. Við útskrif- uðumst með B.Sc.-gráðu í maí 2004.“ Hildur og Sigurður ákváðu að drífa sig nú utan og klára námið. „Mikið var spekúlerað um val á skóla. Siggi vildi helst fara til Kaup- mannahafnar og ég í Alnarp í Svíþjóð svo við settumst að í miðjunni, í Malmö. Siggi var klukkutíma í skólann og ég 40 mínútur. Ég lauk síðustu áföngum námsins og lokaverkefn- inu fyrir síðustu jól, eftir að hafa tafist smá- vegis vegna barneigna.“ Að þekkja samskiptareglur hrossa Sigurður og Hildur eru sveitafólk fram í fingurgóma. Þau hafa keypt jörðina Holt, næsta bæ við Laxárdal þar sem yngri bróðir hennar hefur tekið við sauðfjárbúi föður síns. „Við Siggi höfum alla tíð verið sammála um að það séu forréttindi að búa í sveit og alast upp við frelsið og samheldnina sem því fylgir og viljum að börnin okkar njóti þess sem við erum svo þakklát fyrir úr eigin uppeldi. Það er þroskandi að alast upp með dýrin í kringum sig, geta hvíslað leyndarmáli í eyra hundsins, lært að þekkja samskiptareglur hrossa í stóði, lesa í veðrið, leysa vandamál á sauðburði.“ Þetta segir Hildur dýrmætt veganesti fyrir börnin. „Menntun okkar beggja nýtist hvar sem er og við getum unnið í gegnum netið. Sigurður starfar sem héraðsráðunautur í sauðfjárrækt hjá Búgarði, Ráðgjafarþjónustu Norðurlands á Akureyri og ég er hjá Halldóri Jóhannssyni landslagsarkitekt en ég vinn á skrifstofu minni á Þórshöfn aðra hverja viku. Halldór er með mörg stór spennandi verkefni, sum úr minni heimabyggð. Ég hef unnið við aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps, Langanes- og Fjalla- byggðar, deiliskipulög fyrir hesthúsahverfi, akstursíþróttabrautir, fjölskyldugarð á Þórs- höfn, sumarbústaðahverfi og margt fleira. Enn hef ég ekki unnið sjálfstætt enda hefur mig skort reynsluna. Það er tvennt ólíkt að læra aðferðafræði í skóla og að nýta sér hana rétt í starfi.“ Ungu hjónin horfa björtum augum á fram- tíðina. Þau hafa keypt sauðfjárbú og verða með 300-350 fjár. Gallinn er sá að ekki fást tekjur af búinu fyrr en haustið 2009. Því er ætlunin að stofna landslagsarkitektastofu í Þistilfirði með sérþekkingu á landsbyggð- armálum. Sérmenntun hjónanna beggja ætti að nýtast vel þegar Ráðgjafarþjónustan LARKA tekur til starfa. Þórshöfn Þau kynntust í bænda- skólanum og geta hvergi annars staðar hugsað sér að búa en á landsbyggðinni. Fríða Björns- dóttir ræddi við ung hjón sem vita hvar hjarta fjölskyldunnar slær. Ljósmynd/Hólmfríður Jóhannesdóttir Hestafólk Fjölskyldan nýtur sveitasælunnar úti í haga í Holti. Hildur og Sigurður með drengina Stefán Pétur og Ólaf Ingva sem kunna vel að meta fjórfætta félaga á bænum. „Í fyrsta tímanum var okkur rétt grunnmynd af einbýlishúsi og sagt að hanna garð! Ég laum- aðist til að kíkja betur á áfanga- lýsinguna og sá að ég hefði lík- lega aldrei lesið hana vel.“ Að hvísla leyndarmáli í eyra hunds HÚN er engin smásmíði skeiðin sem þessi smiður í verksmiðju nokkurri í Búlgaríu pússaði af natni í gær. Skeiðin er hvorki meira né minna en 4,32 metrar að lengd og alfarið smíð- uð í höndunum. Trésmiðjan, sem skeiðin er smíðuð í, er í smáþorpinu Mogilitsa sem er um 280 kílómetra frá höfuðborginni Sofiu. Eigandi trésmiðjunnar, Mincho Minchev, stefnir að því að fá stað- festingu Heimsmetabókar Guinness á því að um sé að ræða lengstu skeið sem gerð hefur verið í heiminum, að smíðinni lokinni. Gangi það eftir má gera ráð fyrir að matarspónninn atarna muni auka hróður bæði þorpsins og trésmiðju Michevs enda ekki ólíklegt að leik- urinn sé til þess gerður. Og ef sama vandvirkni verður viðhöfð við loka- sprettinn á smíðinni ætti markmiðið að nást því varla eru þær margar skeiðarnar sem komast með tærnar þar sem ofurskeiðin í Mogilitsa hefur hælana hvað stærð varðar. Stærsta skeið í heimi? REUTERS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.