Morgunblaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 17 MENNING SÖNGLEIKURINN South Pacific eftir Rodgers og Hammerstein var ótvíræður sigurvegari Tony-leik- listarverðlaunanna bandarísku sem veitt voru í fyrradag í New York. Söngleikurinn hlaut sjö verðlaun alls en næstflest eða fimm hlaut leikritið August: Osage County sem hafði áð- ur hlotið Pulitzer-verðlaun. South Pacific hlaut 11 tilnefningar í ár og því ágætur árangur að hljóta sjö verðlaun. Af verðlaunum má nefna bestu uppfærslu á söngleik, bestu tónlistarstjórn, besta aðalleik- ara í söngleik (Paulo Szot), bestu leikmynd og bestu búninga. August: Osage County hlaut Pu- litzer-verðlaunin í ár og Tony- verðlaunin sem besta leikritið. Besta leikkona í söngleik var valin Patti LuPone fyrir hlutverk sitt í söng- leiknum Gypsy. LuPone hefur áður hlotið Tony-verðlaun, fyrir hlutverk sitt í Evitu fyrir 29 árum. Hún minnti líka hljómsveitina all- hressilega á það, æpti að henni: „Þegið þið, það eru liðin 29 ár.“ Verðlaunaafhendingin fór fram í Radio City Hall á Manhattan. Tony- verðlaunin voru fyrst veitt árið 1947. Sjö Tony- verðlaun Söngleikurinn South Pacific kom, sá og sigraði í New York Paulo Szot Söng lag úr South Paci- fic á Tony-verðlaunahátíðinni. SÆNSKI djass- arinn Esbjörn Svensson, sem lék hér á Listahátíð í fyrra með tríói sínu E.S.T., lést sl. laugardag í köf- unarslysi í skerjagarðinum við Stokkhólm. Þetta er haft eftir Burkhard Hop- per, umboðsmanni hans, í Guardian í gær. Svensson hafði verið með hópi manna á sundi í námunda við bryggju, fannst liggjandi á sjávar- botninum með alvarlega áverka. Lífgunartilraunir á landi báru ekki árangur. Svensson var 44 ára. Samkvæmt djassgagnrýnanda Guardian, John Fordham, var Svensson fágætt undur í djassheim- inum. Hann hafði gefið út 13 plötur sem allar hlutu frábæra dóma og seldust vel um heim allan. Tónlist hans var nútímadjass skotinn rokki, poppi og raftónlist. Hopper sagði í fyrradag í samtali við Reuters-fréttastofuna að hvað tónlistina varðaði hefði Svenson verið ljósið sem lýsti upp heiminn, því hann hefði unnið við að færa út landamæri tónlistarinnar. Djasstríó Svenssons, E.S.T., rat- aði á forsíðu bandaríska djass- tímaritsins Down Beat árið 2006 og varð um leið heimsfrægt. Í dómi sínum um tónleikana á Listahátíð í fyrra sagði Vernharður Linnet m.a. aðdáunarvert hversu „tært píanóið hljómaði í upphafi er Esbjörn lék útgáfu sína af einni prelúdíu Bachs úr Vel stillta píanó- inu, sem er eins konar þema hinnar mögnuðu skífu tríósins Tuesday Wonderland.“ Svensson látinn Esbjörn Svensson SJÚKDÓMAR og faraldrar eru áberandi í nýútkomnu hefti Sögu: Tímarits Sögu- félags. Nú eru liðin 90 ár frá því mjög skæður inflúensuf- araldur reið yfir Ísland, spænska veikin svokallaða. Einnig er þess minnst um þessar mundir að um 300 ár eru síðan stórabóla hjó stór skörð í raðir hérlendra. Þá er deilan um Þjórsárver greind, tíu nýlega fundin páfabréf skoðuð, fjallað um viðhorfin til aldraðra á miðöldum, upphaf Þingeyraklausturs krufið og spjallað á fræðilegum nótum um norrænar kald- astríðsrannsóknir. Fræði Spænska veikin og stórabóla Saga: Tímarit sögufélagsins GJÖRNINGUR Rogers Hi- orns sem vera átti á Til- raunamaraþoninu um miðjan júní mun fara fram í Hafn- arhúsinu á fimmtudaginn, 19. júní. Koparsúlfatið sem þarf til tilraunarinnar er nú komið í hús og kl. 17 munu tæknimenn blanda upplausnina sem setja á bílvél ofan í. Ferlið gæti tekið nokkrar klukkustundir. Síðari hluti tilraunarinnar felst í því að taka vélina upp úr vökvanum, sunnu- daginn 22. júní kl. 14. Ef allt fer á besta veg verður vélin þakin tindr- andi bláum salla (sjá mynd) og hengd þannig upp sem hluti af innsetningum Tilraunamaraþonsins. Myndlist Bláa bílvélin fer loksins í bað Segull eftir kop- arsúlfatsbað DANÍEL Sigmundsson opnar sýningu á verkum sínum í Galleríi 1og8 við Hafnargötu í Reykjanesbæ í dag. Þar sýnir hann skúlptúra sem unnir eru í rekavið. Um 15 ár eru liðin frá því Daníel hjó sinn fyrsta skúlptúr og hefur hann haldið sýningar á verkum sínum og tekið þátt í samsýningum á þeim tíma. „Ég hef mest verið að vinna í rekavið en nota annars allar spýtur sem ég kemst yfir. Ég nota keðjusögina mikið við gerð verkanna auk annarra verkfæra,“ er haft eftir Daníel í fréttatilkynningu. Flest verkanna séu stór, andlitsmyndir og standandi skúlptúrar. Myndlist Skapandi með keðjusögina Eitt verka Daníels Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞETTA eru einkamyndir úr fjöl- skyldualbúmi Halldórs Laxness. Þetta eru ekki ljósmyndir atvinnu- ljósmyndara og það þarf að hafa í huga,“ segir Matthias Wagner K, sýningarstjóri ljósmyndasýningar nóbelsskáldsins sem opnuð verður í Þjóðmenningarhúsinu í dag. „Myndirnar gefa innsýn í einkalíf Halldórs og sýna sérstaklega ást hans á fjölskyldunni. Þarna eru myndir frá Gljúfrasteini, húsinu sem var fyrsti bautasteinn módernism- ans á Íslandi. Húsið er eins og sög- urnar hans. Hann skrifaði þjóðina inn í módernismann.“ Myndirnar spanna árin 1952-1962, og auk fjölskyldumynda eru þar myndir af vinum og gestum, jafnvel heimskunnu fólki, en líka myndir af íslenskri alþýðu sem á þeim tíma bjó sums staðar enn í torfbæjum. Þá eru á sýningunni líka myndir frá ferða- lögum skáldsins erlendis. „Myndirnar sýna tvær hliðar á Halldóri. Bæði það sem hjarta hans stendur næst, Þingvelli, gamla Lax- nessbæinn, fjölskylduna og íslenskt landslag, allt þetta er dæmigert fyr- ir íslensku taugina í honum. En hann er líka heimsborgari eins og erlendu myndirnar sýna, myndir af frægu fólki, og myndir af bílnum hans sem eru nokkrar, – enda Buick.“ Matthias Wagner K setti sýn- inguna fyrst upp í Þýskalandi í tengslum við útgáfu þar í landi á bók Halldórs Guðmundssonar um Hall- dór Laxness sem kom út á þýsku. Sýning á ljósmyndum eftir Halldór Laxness úr einkasafni hans opnuð í Þjóðmenningarhúsi Íslendingur og heimsborgari Ljósmynd/Halldór Laxness. Matrúskurnar Sigríður Halldórsdóttir, dóttir Halldórs og Auðar Laxness, með rússneskar trékerlingar, einhvern tíma um 1955. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is GERÐUR Gunnarsdóttir myndlistarkona var ein 50 listamanna sem hlutu viðurkenningar fyrir listaverk sem hafa Ólympíuleikana í Peking að yrkisefni. Gerður hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir skúlptúrverkið „To the Olympics – in Peace and Harmony“ á úrslitakvöldi alþjóðlegrar högg- myndasamkeppni í Peking hinn 31. maí sl. Um 2.400 verk voru send upphaflega til keppni en á endanum aðeins 50 verðlaunuð og þar af verk Gerðar. Það má því segja að hún hafi komist í gegnum allþéttriðna síu eða sigti. Gerður er að vonum ánægð með árangurinn í keppninni enda gríðarlegur fjöldi þátttakenda í upphafi. Keppnin var haldin í tilefni af því að Ólympíu- leikarnir fara fram í Peking í sumar og eins og tit- ill verks Gerðar, sem raunar er tvískipt, gefur til kynna er yrkisefnið leikarnir og friðarboðskapur þeim fylgjandi, að þjóðir heims eigi að grafa stríðsaxirnar á leikunum. Sameining allra þjóða Skúlptúrar Gerðar eru steyptir í brons og mynda saman eitt verk, stílfærðar manneskjur sem hugsaðar eru sem karlar og konur og halda hringjum á milli sín. Hringirnir vísa í ólympíu- merkið. „Ólympíuleikarnir eru sameining allra þjóða í friði,“ segir Gerður. Verkið hennar verður til sýnis í Jin Thai-listasafninu í Peking á meðan á ÓL stendur. Friðarboðskapur steyptur í brons Ljósmynd/ Gerður Gunnarsdóttir Skúlptúrarnir tveir Gerður með eintak af verð- launaverkinu sér við hlið í Peking í Kína. Gerður Gunnarsdóttir hlaut viðurkenningu í Kína fyrir ólympíuleikaskúlptúr „AFI minn vann hjá forlagi í Leip- zig. Þegar ég var smástrákur gaf hann mér Atómstöðina eftir Lax- ness. Þar með upphófst áhugi minn á Íslandi. Ég hef unnið að mörgum sýningum og hátíðum í Þýskalandi sem tengjast Íslandi. Ég var að skoða myndir í bók Halldórs Guðmundssonar þegar ég rakst á mynd af Laxness með myndavél. Ég heimsótti Gljúfrastein og skoðaði albúm, en var ekki viss hver hafði tekið myndirnar. Loks fannst kassi fullur af af filmum, mynd- um og slíku. Þar var komið efni í sýninguna.“ Atómstöðin vakti áhuga Sýningarstjóri Matthias Wagner

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.