Morgunblaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Hanna Birna: „Ég er ekki að tjalda til einnar nætur“. VEÐUR Segja má að „já, já, nei, nei“-hentistefna Framsóknarflokks- ins kristallist í grein Jóns Sigurðs- sonar, fyrrverandi formanns Fram- sóknarflokksins, í Morgunblaðinu í gær.     Formaðurinnfyrrverandi leitast við að skýra fyrir les- endum Morg- unblaðsins hverj- ar hann telur helstu ástæður þess að Írar höfn- uðu í þjóð- aratkvæða- greiðslu Lissabon-sáttmálanum, frumvarpi að nýjum aðalsáttmála fyrir Evrópusambandið.     Formaðurinn fyrrverandi tilgreinirhvorki meira né minna en átta ástæður fyrir því að Írar höfnuðu sáttmálanum og virðist hafa fullan skilning á afstöðu Íranna, m.a. því að hafna valdaafsali í sameiginlegum stofnunum Evrópusambandsins til annarra þjóða austar í álfunni.     Samt sem áður kemst Jón Sigurðs-son að eftirfarandi niðurstöðu: „Staða okkar utan Evrópusambands- ins er ófullnægjandi og versnar … Frestun vinnur gegn hagsmunum Ís- lendinga.“     Sami maður sagði ítrekað í ræðuog riti á síðasta ári, að ekki væri rétti tíminn að sækja um aðild að ESB. Við ættum að sækja um í styrk- leika, ekki í veikleika.     Hvar er styrkleiki okkar, einmittnú, að mati Jóns Sigurðssonar?     Á hvaða hátt er styrkur okkar Ís-lendinga meiri í dag, en hann var t.d. fyrir ári síðan? Er hugs- anlegt að hann sé minni en hann var fyrir ári, en Jón Sigurðsson, hafi að hætti Framsóknar, einfaldlega skipt um skoðun? STAKSTEINAR Jón Sigurðsson Já, já, nei, nei hentistefna SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                *(!  + ,- .  & / 0    + -                 12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (          !           !  :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?   "     " "    # # # # "                         *$BC                 !       "  !! # $ !$   !    !  *! $$ B *! $%& '   &   (  )* <2 <! <2 <! <2 $(' +  ! ,- .  D2E                  <7       % !& '       (! '!) !& ') ( # *+  !)  <   #& *+ ! !& '   '! ! ,  ! "      ! # - !.     -   , !     +  +(! !   !   # $ !-   !     ! /0 %11  )%2  )+  ! Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR BÖRN einhleypra kvenna sem getin eru við tæknifrjóvgun munu að lögum eiga skilgreint aðeins eitt foreldri. Hingað til hafa lög gert ráð fyrir því að börn eigi ávallt skilgreinda tvo for- eldra. Nýverið voru samþykkt lög þar sem einhleypum konum var leyft að gangast undir tæknifrjóvgun. Í lög- unum stendur m.a.: „Barn ein- hleyprar konu sem getið er við tækni- frjóvgun verður ekki feðrað.“ Í athugasemdum með laga- frumvarpinu sagði að með því að heimila einhleypum konum að fara í tæknifrjóvgun vöknuðu siðferðisleg álitaefni er lytu að þeim almenna rétti hvers barns að þekkja báða foreldra sína. Það þyrfti þó ekki að fela í sér líffræðilega foreldra, heldur rétt til að þekkja foreldra sína eins og þeir eru skilgreindir að lögum. Nýfædd Börn þurfa ekki lengur að eiga tvo foreldra skilgreinda. Aðeins eitt skilgreint foreldri Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is KVARTANIR hafa borist Ríkisútvarpinu frá knattspyrnuunnendum sem ekki hafa aðgang að myndlyklum frá Símanum eða Vodafone og geta því ekki séð útsendingar frá Rúv plús. Leikir á Evrópumótinu í knattspyrnu hafa í nokkrum til- vikum farið fram á sama tíma og Ríkisútvarpið hefur leyst þann vanda með því að senda leiki einnig út beint á áðurnefndri sjónvarpsrás. Vandinn er í því fólginn, að einungis er hægt að nálgast rásina með Digital Ísland-myndlykli frá Vodafone, Breiðbands-myndlykli frá Símanum eða gegnum myndlykil frá Sjónvarpi Símans. Margir af þeim, sem ekki eru áskrifendur að téð- um þjónustum Vodafone og Símans, eru ósáttir við hlutskipti sitt. Þeir greiða afnotagjöld eins og aðr- ir en geta þó ekki séð alla leikina í beinni útsend- ingu. Það geta á hinn bóginn þeir sem kaupa þjón- ustu af einkafyrirtækjum. Þær upplýsingar fengust hjá Ríkisútvarpinu að ómögulegt væri að leysa vandann með öðrum hætti. Ríkisútvarpið býr ekki yfir stafrænni út- sendingartækni og getur aðeins sent út eina rás í einu. Því er ekki annað mögulegt en að fá Voda- fone og Símann til að varpa leikjunum út á Rúv plús. Óánægja knattspyrnuunnenda Í HNOTSKURN »Þegar leikir á EM í knattspyrnu eruspilaðir á sama tíma er jafnan einnig sent út beint á sjónvarpsrásinni Rúv plús. »Vandamálið er að aðeins er hægt aðnálgast þá rás með myndlykli frá Sím- anum eða Vodafone. »Samkvæmt upplýsingum frá Ríkis-útvarpinu er önnur lausn ekki í boði. Garður | Mikil hátíðahöld voru í sveitarfélaginu Garði um helgina er hundrað ára afmæli bæjarins var fagnað. Gerðahreppur var stofnaður 15. júní 1908 og náði frá Garðskaga að landamerkjum Keflavíkurlandeignar. Íbúar í hin- um nýja Gerðahreppi voru alls 557 og heimili í hreppnum 104. Í dag, 100 árum síðar, eru íbúar í Garði 1.511 og heimili um 450 talsins. Afmælisdagskráin hófst á hátíð- arfundi bæjarstjórnar og að hon- um loknum voru afhjúpaðar lág- myndir af heiðursborgurum Garðs. Fyrsti heiðursborgari Garðs var Björn Finnbogason, en hann lést árið 1989. Björn sat í hreppsnefnd Gerðahrepps og var einnig oddviti. Hann var sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1963. Núlifandi heiðursborgari er Sól- veig Sigrún Oddsdóttir, fædd árið 1916. Sigrún sat í hreppsnefnd Gerðahrepps og var sæmd Ridd- arakrossi hinnar íslensku fálka- orðu árið 2002. Lágmyndirnar gerði Ragnhildur Stefánsdóttir. Handverk Listakonan Guðrún Guðmundsdóttir sýnir forsetahjónunum verk sín á afmælishátíð sveitarfélagsins Garðs um helgina. Heiðursborgarar á hundrað ára afmæli Garðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.