Morgunblaðið - 17.06.2008, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 17.06.2008, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 39 Ef vélin þín segir BÚMMBÚMM, kallaðu strax áSIMBA SÚMM; Ef bíllinn þinn segir KRASS KRASS, láttu ekki hjartað detta í RASS.“ Það er auglýsingastef í útvarp- inu og létt yfir tvíburunum sem eru á ferð um grösuga sveit í bílnum. Annar sönglar með: „Hringdu bara í 7-19-00. Óþarfi að vera nokkuð tjúll.“ Og hinn botnar: „Ef vél okk- ar haha, segir …“ Þá grípur bílvél- in fram í fyrir honum og springur: BÚMM!    Þetta er upphaf eins Tinna-ævintýrisins, Svarta gullsins, í óborganlegri þýðingu Lofts Guð- mundssonar. Í bílnum eru þeir bræður Skapti og Skafti leyni- lögreglumenn og þeir sitja undr- andi í ónýtum bílnum á eftir, en sakar ekki. „Nú skil ég af hverju það kallast „sprengihreyfill“,“ seg- ir Skafti argur. Það er merkilegt með Tinnabæk- urnar 24, hvernig þær ná oft að óma með samtímaviðburðum á hverjum tíma. Ætli það verði ekki að teljast hluti af snilld höfundarins Hergé. Við undirbúning seinni bók- anna var Hergé þó farinn að vinna ítarlega heimildavinnu og það skiptir máli í þessu sambandi, hann kemur inn á mikilvæg samfélagsleg málefni og notfærir sér pólitísk deilumál. Atburðarásin í Svarta gullinu – sem er vitaskuld annað heiti á olíu – kallast þannig á við ástandið sem fólki er orðið tamt að kalla olíukreppu í dag.    Í upphafi Svarta gullsins rennaSkaptarnir inn á bensínstöð og heimta með þjósti þrjá lítra á bílinn – og biðja svo um að tveir dropar séu treindir á kveikjara Skapta. „Var það svo nokkuð smávegis, herrar?“ spyr bensínafgreiðslu- maðurinn argur. Þrír lítrar teljast ekki mikið í dag – maður fer ekki einu sinni langt á smábíl á svoleiðis slettu. En bensíninu sem Skaptarnir kaupa hefur verið spillt; bæði bílvél og kveikjari springa. Þá er ævintýrið hafið, olíukreppa blasir við og styrjöld að auki; óveð- ursský hrannast upp yfir Evrópu. Hinn hugdjarfi Tinni leggur af stað til að leysa vandann, og þá falla öll vötn til Mið-Austurlanda, rétt eins og nú. Í fréttum á Mbl.is í gær var haft eftir Abdullah, konungi Saudi- Arabíu að olíuverð væri óeðlilega hátt og vill hann leggja sitt af mörkum til að verðið þróist í eðli- legri farveg. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði, eftir samtal við konung: „Hann staðfesti að olíuverð væri nú óeðlilega hátt og að það tengdist spákaup- mennsku og eiginhagsmunapoti ákveðinna aðila í heimshlutanum.“ Getur það verið tilviljun að kon- ungur er nafni hrekkjótta prinsins í Svarta gullinu, sonar furstans Mú- hammeð Ben Kalís? Og að í sög- unni, rétt eins og í veruleikanum nú, séu „ákveðnir aðilar“ með hagsmunapot í heimshlutanum? Í sögunni er um að ræða dr. Muller, öðru nafni prófessor Smith, gamlan kunningja Tinna, en undir er vilj- inn til að hleypa öllu í bál og brand. Þegar Hergé byrjaði að skrifa Svarta gullið árið 1939, voru mikl- ar væringar í Evrópu, og sú spenna er greinilega höfð til hliðsjónar í sögunni. Innan skamms var Belgía orðin hernumin og tímaritið sem sagan birtist í var bannað – sagan stöðvaðist sem sagt á blaðsíðu 27. Það liðu heil níu ár þangað til Hergé tók upp þráðinn og lauk við söguna – sem betur fer, því hver veit hvernig málum hefði annars lyktað í olíuheimum furstans og sonar hans.    Núverandi konungur hyggstauka olíuframleiðsluna – hann er kannski vinveittur Vest- urlöndum eins og Múhammeð Ben Kalís. En það er spurning hvort Tinni næði nokkuð að hindra þessa kreppu sem blasir við í raun- heimum, ef olían er virkilega á þrotum. Það er nefnilega, eins og mér var kennt í Tungunum í gamla daga, skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn. Óþarfi að vera nokkuð tjúll »Núverandi konungurhyggst auka olíu- framleiðsluna – hann er kannski vinveittur Vesturlöndum eins og Múhammeð Ben Kalís. efi@mbl.is AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson Úr Svarta gullið, Fjölvi, Reykjavík, 1975. Svarta gullið Sparlega skammtað – en kreppa í aðsigi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.