Morgunblaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 27
að stunda íþrótt sína. Guðmundur barðist alla tíð fyrir því að bannið á hnefaleikaiðkun yrði afnumið. Sigur í því máli vannst fyrir nokkrum árum. Guðmundur stundaði sundknatt- leik um árabil með Ármanni. Með fé- laginu varð hann Íslandsmeistari og Reykjavíkurmeistari. Sundið stund- aði hann nánast til æviloka. Glímu- félagið Ármann studdi hann með ráð- um og dáð. Hann var kjörinn heiðursfélagi fé- lagsins árið 1988. Guðmundur var mikill áhugamað- ur um skák og ágætur skákmaður. Hann var forseti Skáksambands Ís- lands frá 1966 til 1969. Alltaf var hann reiðubúinn til að styðja skákhreyf- inguna og einstaka skákviðburði. Um árabil stóð hann fyrir skákmótum í Hafnarfirði fyrir unga skákmenn. Tafl hafði Guðmundur jafnan við hönd. Á skrifstofu hans í Skútuvogi var tafl til taks og á hjúkrunarheim- ilinu í Holtsbúð í Garðabæ, þar sem hann dvaldist síðasta árið sem hann lifði, hafði hann tafl hjá sér. Á vegg í herbergi hans hékk viðurkenning sem hann fékk þegar hann var gerður að heiðursfélaga Skáksambands Ís- lands árið 1981. Honum þótti augljós- lega vænt um þann heiður og það þakklæti sem Skáksambandið sýndi honum. Ingimar Jónsson. Guðmundur réð mig nýskriðinn úr skóla til vinnu. Ári síðar urðu breyt- ingar á högum okkar beggja þegar Guðmundur og Garðar Þorsteinsson skiptu upp fyrirtæki sínu og Guð- mundur stofnaði Árvík hf. Upp komu ný verkefni og vandamál sem Guð- mundur gerði mér þann sóma að fá að leysa sér við hlið. Ég hafði gagn og gaman af samvinnu okkar því hann hafði úr lærdómi lífsins sínar bjarg- föstu skoðanir. Góðar sögur lýsa honum vel. Guð- mundur hafði erlendan viðskipta- félaga í laxveiði og ekkert gekk. Gest- urinn særði þjóðarstolt Guðmundar með þeirri athugasemd að í þessari á væri enginn fiskur. Til að sanna ís- lenska veiðiá gróf Guðmundur upp spún sem hann hafði fundið við ár- bakka. Guðmundur kastaði og dró í land 30, 28 og að síðustu 32 punda lax. Þá var sannað að fullt væri af fiski og í framhaldi notuð fluga sem ekki gaf ugga. Prinsippmálið var að spúnn var ójafn leikur veiðimanninum í vil og því ekki notaður. Í viðskiptum var Guðmundur samur, leikreglur skyldu haldnar. Knattspyrnuhópur í ríkis- fyrirtæki sem Árvík byggði stóran hluta afkomu sína á sendi bréf sem mátti skilja að viðskipti gætu mark- ast af möguleikum þeirra til að kom- ast á knattspyrnumót erlendis. Í stað þess að senda þeim farareyri sem svo lymskulega var farið fram á sendi Guðmundur þeim fótbolta svo að þeir mættu iðka sína íþrótt. Það var aðdá- unarvert að fylgjast með Guðmundi fórna viðskiptamöguleikum og halda sinni sannfæringu. Ég fékk að heyra álit fólks sem dæmdi Guðmund ósanngjarnt fyrir sína ákveðni. Sann- leikurinn var að Guðmundur hafði hátt og stóð á sínu um það sem mátti betur fara. Um góðverk sín var hann þögull sem gröfin. Ég sá hins vegar Guðmund fórna fé og tíma af ótrú- legri gjafmildi. Í fyrstu það sem sneri að mér og minni fjölskyldu en eftir því sem tímar liðu sá ég einnig að hann lagði út í mikla vinnu og fórnaði fé til hjálpar öðrum. Að nefna slíkt gerði hann aldrei og viðurkenndi ekki þótt á hann væri gengið. Ég hitti Guðmund síðast við útför Höllu konu hans sem var hans stoð og stytta. Hann trúði mér eitt sinn fyrir því að sem ungur innkaupamiðlari ís- lenskra heildsala í Bandaríkjunum hefði honum og stofnanda Hersheys- súkkulaðiveldisins orðið vel til vina. Sá var barnlaus og vildi að Guðmund- ur gerðist samstarfsmaður sinn og kjörsonur með erfðarétti sem því fylgdi. Þessu tilboði hefði hann hins vegar auðveldlega hafnað því sín biði Halla og Ísland. Hann sá aldrei eftir þessari ákvörðun enda var yndislegt að umgangast þau hjón og upplifa þá ást og hlýju sem var þeirra á milli. Við Þóra minnumst Höllu og Guð- mundar með hlýju og varðveitum þakklát minningar um þau. Sverrir Einarsson. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 27 Elskuleg systur- dóttir mín, Bergþóra, hefur nú kvatt okkur. Lát hennar kom ekki á óvart því hún var árum saman búin að berjast hetjulega við krabbamein, sem nú hefur sigrað að lokum. Við frænkurnar ólumst upp saman sem börn og vorum því eins og systur. Ég ætla ekki að skrifa hér langt mál um hana Beggu mína, held- ur þakka henni fyrir allt hið liðna. Begga var snjall hagyrðingur og þess vegna langar mig að minnast hennar með þessu litla ljóði: Gott er að minnast glaðra æskustunda er gengum við saman út um holt og mó, á ævinni síðar ótal gleðifunda er ungum mæðrum við þá lífið hló. Einnig er síðar ömmur glaðar mættust og afkomendum sínum gerðu skil. Á samverustundum síðar oft við kættumst, en svona er lífið, aðeins stundarbil. Nú ertu farin, ekki það ég efa að þér verði tekið vel á mót. Þeim sem að ávallt gleði öðrum gefa Guð mun launa af innstu hjartarót. Vertu nú sæl við sjáumst máske bráðum. Sígild er minningin um liðna tíð. Stundum var gatan brött hjá okkur báðum en brosið og gleðin nálægt fyrr og síð. (RSG) Begga var sérlega geðgóð og jafn- lynd. Hún tók alltaf lífinu eins og það var. Þau Begga og Víkingur byrjuðu búskap sinn á Hólsfjöllum og þar voru takmörkuð þægindi, síðar fluttu þau í Eyjafjörð. Þau eignuðust átta börn saman og áttu fyrir sitthvort barnið. Þau voru ótrúlega gestrisin. Alltaf var fjölskyldan velkomin með allt sitt fólk, þótt margt væri fyrir. Þau voru fædd höfðingjar. Innileg samúð til allra þeirra afkomenda og vina. Guð blessi minningu þína Begga mín og leiði þig um ókomna stigu. Þín frænka Ragna S. Gunnarsdóttir. Mikið þykir mér leitt að hún Begga skuli vera farin. Við erum ófá sem höfum dvalið á Grænhóli við höfðingsskap elskulegrar frænku. Þau Víkingur tóku öllum opnum örmum og yfir sumartímann var stöðugur gestagangur. Begga hafði líka einstakt lag á því að láta fólki líða vel. Hún var skapgóð og skemmtileg. Það var svo notalegt að sitja með henni inni í stofu og spjalla. Hún sagði þannig frá að maður gleymdi stund og stað. Begga var ekki mikið að kippa sér upp við hlutina. Hún var afslöppuð og lagin við að halda öllu góðu. Veitti nú ekki af því mörg voru börnin. Hún rak þetta stóra heimili að því er virt- ist fyrirhafnarlaust, hélt alltaf ró sinni og gaf sér tíma fyrir hvern og einn. Það er gott veganesti fyrir litlar manneskjur. Ég er verulega þakklát fyrir allar stundirnar með henni Beggu frænku. Hugurinn er hjá ykkur, kæra fjöl- skylda og ég bið þess að þið fáið styrk á þessum erfiðu tímum. Katla Margrét. Allt frá því ég var lítil hefur mig langað til þess að vera einsog amma. Mig langar til þess að lifa lífinu þann- ig að á gamals aldri geti ég sagt sög- ur af því þegar ég gekk með búslóð- ina yfir fjöll og firnindi til þess að búa með þeim sem ég elskaði og hvernig við bjuggum uppá afdalaheiði með skara af börnum og undum okkur vel, án nokkurra svokallaðra nútíma Bergþóra Sigríður Sölvadóttir ✝ Bergþóra Sig-ríður Sölvadótt- ir fæddist á Arnórs- stöðum á Jökuldal í Norður-Múlasýslu 28. september 1932. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri að kvöldi 2. júní síð- astliðins. Útför Bergþóru fór fram frá Gler- árkirkju 13. júní sl. lífsgæða. Mig langar til þess að eiga uppá- halds mús undir úti- tröppunum, þykja vænt um hafgoluna og vallhumalinn, syngja með sjálfi mér öllum stundum og brosa og gleðjast sama hvað gengur á. Ég efa það að mörg- um finnist amma sín með fyndnara fólki en þannig var það með hana ömmu. Aldrei kom ég til hennar á þess að hún segði eitthvað sem fengi okkur til þess að skella uppúr. Hún hafði til að mynda mjög gaman af prakkarastrikum og hefur kennt mér ófá um ævina. Í fimmtugsafmælinu hans Sölva frænda, fyrir ekki allt svo löngu, kenndi hún okkur Sölva bróð- ur eitt sem ég gleymi seint. Hún sagði okkur frá því þegar hún var ung og átti það til að skipta á inni- haldinu úr töskum frænkna sinna og skemmta sér svo yfir því þegar þær týndu upp hvern óþekkjanlegan hlut- inn á eftir öðrum, forviða af undrun. Við Sölvi vorum ekki lengi að næla okkur í töskurnar hjá mömmu og Möggu frænku og svo sátum við þrjú og reyndum að kæfa niður hláturinn þegar mamma leitaði ákaft að vara- salvanum í töskunni og Magga gapti þegar hver pyngjan eftir aðra sem mamma týndi upp reyndist hennar. Ég gleymi því aldrei hvernig ískraði í ömmu úr hlátri. Það ískraði reyndar oft í ömmu úr hlátri. Hún kenndi mér að elska náttúr- una í allri sinni mynd, jafnt ískalda norðanáttina sem fallegt sólarlagið. Hún kenndi mér að taka lífinu rólega og vera sjálfri mér nóg. Hún týndi með mér jarðaber og rabbabara, við steiktum saman kleinur og hún fór yfir prjónaskapinn hjá mér. Hún var þolinmóð og vildi ólm hlusta þegar ég byrjaði að æfa mig á gítarinn, og ekki var þolinmæðin minni þegar ég hóf málningarferilinn á Grænhóli. Þrátt fyrir að nær ómögulegt væri að sjá út um gluggana eftir að ég málaði þá var hún ekki mikið að æsa sig, bað mig bara um að skafa málninguna af hitamælinum svo hún gæti athugað hitann. Ég erfði frá henni forvitnina og hún gladdi mig með söngnum og pianóspilinu. Hún sagði mér sögur frá því þegar hún var ung og að það skemmtilegasta sem hún hefði gert var að eignast öll börnin og ala upp. Elsku amma mín. Það er svo erfitt að geta ekki verið heima núna og fylgt þér seinasta spölinn. Mig langaði svo mikið til þess að börnin mín myndu þekkja þig, en þú fórst of fljótt. Já eða þér finnst ég lík- lega helst til sein, enda löngu komin á barnseignaraldur að verða 22 ára. Ég man þig alltaf og segi þeim frá þér. Þrátt fyrir trúleysið þá vona ég að á einhvern hátt séuð þið afi saman núna. Þegar ég kem getum við þá rætt allt það sem ég átti eftir að fá að heyra. Ég áttaði mig ekki á því að ég hefði ekki allan heimsins tíma. Þó ég verði seint Sjálfstæðismaður þá ert þú mín fyrirmynd í einu og öllu. Amma mín, þín er ákaflega sárt saknað. Stefanía Eir Vignisdóttir. Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is ✝ Móðir okkar og tengdamóðir, MARGRÉT B. HAFSTEIN, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 18. júní kl. 13.00. Elín Skaptadóttir, Jóhannes Víðir Haraldsson, Þórunn Skaptadóttir, Runólfur Sigurðsson, Pétur H. Skaptason, Jón Skaptason, Svava Einarsdóttir. ✝ Ástkær stjúpmóðir, móðir, tengdamóðir, amma og langamma okkar, KRISTVEIG JÓNSDÓTTIR, Hólmgarði 15, áður Bakka á Kópaskeri, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 18. júní kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarþjónustuna Karitas. Árni Hrafn Árnason, Hlín P. Wíum, Gunnar Árnason, Sólveig Jóhannesdóttir, Ástfríður Árnadóttir, Þorsteinn Helgason, Einar Árnason, Ragnheiður Friðgeirsdóttir, Jón Árnason, Metta Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær systir okkar og frænka, GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR, lést mánudaginn 9. júní á sjúkrahúsinu Siglufirði. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg Kristjánsdóttir. ✝ Elskuleg systir mín og frænka okkar, HANNA ÓLÖF GUÐMUNDSDÓTTIR, Gullsmára 9, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 12. júní. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 23. júní kl. 13.00. Kristín Guðmundsdóttir og systkinabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir og tengdadóttir, JÓNÍNA BJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Álakvísl 10, Reykjavík, lést föstudaginn 13. júní á krabbameinsdeild Landspítalans. Hnikarr Antonsson, Ýr Hnikarsdóttir, Arnar Már Bergmann, Arnór Hnikarsson, Anna Kristín Höskuldsdóttir, Rebekka Hnikarsdóttir, Hnikarr Örn Arnarsson Bergmann, Guðmundur S. Magnússon, Kristín Gunnarsdóttir, Jóhanna Guðjónsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR, Hagamel 23, lést á Grund aðfaranótt laugardagsins 14. júní. Einar Júlíusson, Valfríður Gísladóttir, Sigríður Júlíusdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Jón Júlíusson, Jónína Zophoníasdóttir, Áslaug Júlíusdóttir, Björn Júlíusson, Rannveig Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.