Morgunblaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elskuleg frænka hefur kvatt. Í huga okkar systr- anna hefur Dúa frænka verið einn af hornsteinum tilverunnar. Sem litlar stelpur fylltumst við tilhlökkun þeg- ar von var á Dúu frænku í heim- sókn. Það var alltaf gaman að vera ná- lægt henni, því Dúa var mikill húm- oristi, klár, einlæg og skvísa af guðs náð. Dúa frænka var alltaf með putt- ann á púlsinum. Við gátum treyst því að platan í hinum árlega jóla- pakka væri sú heitasta þau jólin, hvort sem það var Minipops, plata með Michael Jackson eða áritað ein- tak af Gling Gló. Dúa var heldur ekki lengi að átta sig á því þegar tími vasadiskóanna gekk í garð og breyttust plöturnar þá í kassettur Sigþrúður Friðriksdóttir ✝ Sigþrúður Frið-riksdóttir fædd- ist í Reykjavík 1. desember 1918. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 8. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 16. júní. sem mikið var slegist um og spilaðar voru upp til agna. Þegar Dúa mætti á staðinn fór það ekki framhjá neinum, hún hafði einstaka útgeisl- un og bar sig tignar- lega. Þegar hún kom í heimsókn á æsku- heimili okkar systra í Heiðargerðinu kynnti hún sig hins vegar jafnan sem Grýlu, sér- staklega þegar hún var með plast yfir lagningunni. Gekk það svo langt að við systurnar vorum farnar að velta fyrir okkur hvort Dúa hefði e.t.v. einhver tengsl við hina einu sönnu Grýlu. Dúa frænka hafði einstakt lag á því að tala við fólk á öllum aldri. Kynslóðabil var varla fyrir hendi og þótt hún væri komin á háan aldur þurftum við aldrei að setja okkur í „gamalmennagír“ þegar við töluð- um við hana. Hún var ætíð með á nótunum. Dúa talaði jafnan um sig, vinkonur sínar og frænkur sem „stelpurnar“. Hún var ung í anda og birtist þetta lífsviðhorf hennar oft á spaugilegan hátt, t.d. þar sem hún stóð rúmlega áttræð í forstofunni í Heiðargerðinu, varð litið í spegil og stundi: „Jesús minn, ég er bara eins og einhver kerling.“ Dúa og Guðrún Elísabet, móður- amma okkar, voru systradætur. Það hve mikilvæg Dúa hefur verið okkur systrunum skýrist einkum af nánum og djúpum vinskap þeirra frænkn- anna, en þær studdu hvor aðra i gegnum nærri 90 ár og töluðu sam- an nánast daglega. Okkur systrun- um þótti einstakt að kynnast djúpri vináttu og gagnkvæmri virðingu þessara tveggja kvenna sem voru þó á margan hátt svo ólíkar. Dúa tók mjög nærri sér þegar minni Gunnu ömmu hrakaði skyndilega fyrir nokkrum árum og hún saknaði frænku sinnar og vinkonu. En hlýj- an og væntumþykjan sem ríkti á milli þeirra var þó alltaf jafn greini- leg er þær hittust. Með Dúu er horfin mikil uppá- haldsfrænka, vinkona, rausnarlegur gestgjafi og ein mesta skvísa sem við systurnar höfum kynnst. Frá- sagnir af Dúu, lífsgleði hennar og ævintýrum munu lifa í fjölskyldunni um ókomin ár, og við vonum svo sannarlega að við fáum að feta í fót- spor Dúu á efri árum okkar. Blessuð sé minning Dúu frænku. Guðrún, Hildur og Árný Ingvars- og Dísudætur. Elskuleg frænka mín er látin á ní- tugasta aldursári. Ég minnist hennar sem verslun- areigenda í Nálinni. Hárri og mynd- arlegri konu, sem var ákveðin og sjálfstæð. En glaðværð og glettni fylgdi henni einnig. Varð ég til dæmis mjög undrandi þegar hún fullorðin og móðir tveggja frænd- systkina minna spurði mig smá- stelpu á heimili þeirra ömmu í Mávahlíðinni, hvort mér fyndist hún of gömul til að gifta sig. Það kom heldur á mig. Ekki man ég hvað mér fannst um ráðahaginn, en þorði ekki annað en að telja það í lagi. Þannig að lengi taldi ég, að það hafi verið með mínu samþykki að hún giftist Arinbirni Kolbeinssyni lækni og stofnaði með honum heimili. Tel ég hún hafi fundið sanna ást og lífs- tíðarförunaut. En ég hef ávallt dáðst að hugrekki hennar að hefja nýtt líf og eignast þrjú börn eftir fertugt. Dúa frænka hefur dyggilega hald- ið stórfjölskyldunni saman. Hún og Arinbjörn tóku við af ömmu að halda jólaboð, höfðu börnin mín þar tækifæri til þess að hitta frænd- systkini sín og eru henni þakklát fyrir það. Afmælisboð Dúu 1. desember hef- ur undanfarin ár verið fastur liður í upphafi jólamánaðar og gaman að fá að njóta með henni. Hún var hreyk- in af því að vera jafngömul íslenska lýðveldinu, og til hennar hópuðust ættingjar og vinir til þess að fagna með henni. Þarna skapaðist hefð um samverustund með fjölskyldunni og gátum við glaðst með Dúu. Hafði ég hlakkað til þess að fagna með henni er hún hefði náð 90 ára aldri í ár. Í fyrra veiktist Dúa frænka alvar- lega, og kom ég tvisvar til hennar á Landspítala á meðan hún jafnaði sig eftir aðgerðina. Undraðist ég hve hress hún var bæði í útliti og anda, full tilhlökkunar að komast heim og stefna á frekari heimboð og sigl- ingar auk reglubundinna ferða í Kringluna, þar sem oft mátti reikna með að mæta henni á göngum eða á kaffihúsi. Nú er hún lögð af stað í lengri siglingu og óska ég þess að hún fái góðan byr. Ég og fjölskylda mín senda sam- úðarkveðjur til barna Dúu og fjöl- skyldna þeirra. Sigrún Ása Sturludóttir. Lítil telpa gengur suður Laufás- veginn í hópi krakka af Vesturgöt- unni sem ætla í berjamó suður í Öskjuhlíð. Þá var strjálbyggt við Laufásveginn sunnanverðan enda var þetta fyrir rúmum áttatíu árum. Á leiðinni komum við framhjá stórum hvítum húsum með stórum garði. Einhver í hópnum sagði að þetta væru Sturluhallirnar. Litla telpan hugsaði, þá býr þar lítil prinsessa! Ég kynntist prinsessunni henni Dúu þegar við vorum á fermingar- aldri. Síðan vorum við saman í MR og bundumst þar ævilangri vináttu allar bekkjarsysturnar en hópurinn hefur þynnst mikið á síðustu árum. Dúa var afar trygglynd, höfðing- leg í framkomu og smekkleg í klæðaburði. Ættgarðurinn var stór og vinirnir margir enda var hún allt- af glöð og hrókur alls fagnaðar. Hún og Arinbjörn ferðuðust mikið um heiminn og var gaman að heyra hana segja sögur frá þeim ferðalög- um. Eftir að Arinbjörn féll frá hélt hún áfram að ferðast með börnum sínum og þar var aldurinn engin fyrirstaða. Við vinkonurnar vorum í spilaklúbb áratugum saman og oft var ég með henni í sumarbústaðnum á Laxfossi sem var hennar sælureit- ur Hún var fædd 1. desember 1918 og fæðingardag sinn hélt hún alltaf hátíðlegan með ættingjum og vinum og var alltaf tilhlökkunarefni að hittast þar. Ég sendi börnum hennar, tengda- börnum og afkomendum innilegar samúðarkveðjur. Heiðurskona er horfin af sjónarsviðinu. Blessuð sé minning Dúu vinkonu minnar. Sigfríður Nieljohníusdóttir. Mér er kært að minnast með nokkrum orðum elskulegrar frænku minnar og vinkonu, Sigþrúðar Frið- riksdóttur, oftast kölluð Dúa, sem lést nýverið. Frændsemi og fjölskyldutengsl gerðu það að verkum að við Dúa átt- um samleið þegar frá bernsku og alla tíð síðan þegar við tók alvara lífsins og það að taka inntökupróf í Menntaskólann í Reykjavík. Lásum við saman fyrir það próf. Þetta var heilmikið mál því þá var aðeins tutt- ugu og fimm nemendum hleypt inn í fyrsta bekk og vorum við Dúa meðal þeirra sem hnossið hlutu. Við deild- um svo skólapúlti næstu sex árin og gengum saman Laufásveginn fjór- um sinnum á dag því þá var farið í hádegisverð milli tólf og eitt e.h. Síðan tóku við aðrir tímar, hver og einn fór í sína átt, en alltaf héld- um við Dúa sambandi að undan- skildum stríðsárunum en þá bjó Dúa í Svíþjóð með fyrri manni sín- um, Arne Berman, og ég aftur á móti í New York, þar sem ég vann á aðalræðismannsskrifstofu Íslands. Ef ég ætti að lýsa Dúu þá er fyrst að nefna mikla hlýju og mikið jafn- aðargeð. Hún var sérlega þægileg í allri umgengni enda vinahópurinn stór. Hún hreinlega laðaði að sér fólk. Hún átti létt með að bregða fyrir sig glettni ef svo bar undir. Seinni maður Dúu var Arinbjörn Kolbeinsson læknir. Við hittumst þá oft á glæsilegu heimili þeirra hjóna. Eitt af áhugamálum þeirra voru ferðalög utanlands. Við Hans bjugg- um þá erlendis yfir þrjátíu ára skeið svo oft var tilefni til heimsókna til okkar. Heimsóttu þau hjón okkur í flest þau sendiráð sem við störfuð- um við, í Frakklandi, Noregi, Wash- ington DC og New York. Var alltaf tilhlökkun að fá þau hjón í heimsókn og áttum við saman margar ógleym- anlegar stundir. Margar minningar tengdar Dúu eru frá Laxfossi í Norðurárdal. Þangað var yndislegt að koma. Minnist ég fyrstu heimsóknar minn- ar þangað. Kom ég þá ríðandi yfir flóafen frá Grímsstöðum á Mýrum ásamt ömmu minni, sem þá mun hafa verið sjötug. Reið hún í söðli miklum gæðingi afa míns, en þeim hesti hlotnaðist sá heiður að vinna til fyrstu verðlauna í skeiði á alþing- ishátíðinni á Þingvöllum 1930. Á Laxfossi tóku á móti okkur foreldr- ar Dúu, þau Friðrik og Marta, og Sturla, einkabróðir Dúu. Voru mót- tökur á Laxfossi ógleymanlegar og miklir fagnaðarfundir. Síðan hef ég oft komið að Laxfossi til frænda míns og vinar, Sturlu, og hans góðu konu Sigrúnar Laxdal og ævinlega notið sömu hlýju og gestrisni á þessum yndislega stað. Dúa átti miklu barnaláni að fagna. Hún átti alls fimm börn. Aðdáunarvert var að fylgjast með hve mikið ástríki börnin sýndu móð- ur sinni ævinlega. Marta var einstök og ekki síður Andri sem tók móður sína með sér í mörg stórkostleg ferðalög á sjó og landi og þá var Friðrik henni mikil stoð og bjó hjá henni síðustu árin. Reyndar var öll fjölskyldan henni mjög innan handar og kunni hún mikið vel að meta það. Ég á eftir að sakna Dúu mikið, hún var sterkur persónuleiki og á milli okkar voru alltaf sterk bönd sem nú eru rofin. Að lokum sendi ég allri fjölskyldu Dúu mínar innilegustu samúðar- kveðjur, missir þeirra allra er mik- ill. Ástríður H. Andersen. Ég kynntist Dúu fyrir um 10 ár- um. Við hittumst fyrst í London og ég kynntist fljótt lífsgleði Dúu sem varð grundvöllur að ágætum kynn- um okkar og vináttu. Við áttum margar góðar stundir í London og Villars-sur-Ollon, litlum fjallabæ í svissnesku ölpunum. Ég kom Dúu og fjölskyldu hennar í kynni við hið einstaka skemmtiferðaskip Queen Elizabeth 2. Dúa varð strax yfir sig hrifin af þessum skemmtilega og þægilega ferðamáta. Fjölskylda og vinir sigldu með okkur um heims- höfin með fjölda viðkomustaða svo sem Madeira, Trieste, Kusadashi, Napólí, Kanaríeyjar, Agadir, Lissa- bon og Palermó. Allt voru þetta sigl- ingar sem hófust í Southampton í Suður-Englandi. Dúa varð strax vinsæl um borð og eignaðist marga vini bæði meðal farþega og ekki síð- ur áhafnar. Hún var alltaf boðin í hanastél hjá yfirmönnum skipsins og naut þess að hitta skipstjórann og farþega frá öllum heimshornum. Ég mun sannarlega sakna Dúu. Þegar ég heimsótti hana í Efstaleiti í Reykjavík heilsaði hún mér alltaf með „Hello Steve“ á sinn hlýja og brosmilda hátt. Hún var einstakur gestgjafi og mikill fagurkeri, smekkkona með fágaða framkomu sem bar merki um uppeldi frá víð- sýnu æskuheimili mótað af menn- ingu fyrri alda. Minningar hennar og sögur af fjölskyldu og vinum voru alltaf lifandi og lærdómsríkar. Þær hafa kennt mér margt. Aldrei hallaði á neinn hjá Dúu. Jákvætt hugarfar var hennar aðalsmerki, hún skildi svo vel að tíminn er ein- ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát elskulegrar eiginkonu, móður, tengda- móður og ömmu, HÖNNU RAGNARSDÓTTUR, Sóltúni 11, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, 28. maí. Innilegar þakkir til allra sem önnuðust hana í langvinnum veikindum. Sérstakar þakkir til Sigurðar Björnssonar yfirlæknis, hjúkrunar- þjónustunnar Karitas og alls starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sóltúns. Guðmundur Einarsson, Kristín Guðmundsdóttir, Vignir Einar Thoroddsen, Ásdís Guðmundsdóttir, Þórarinn V. Þórarinsson, Árni Guðmundsson, Hrönn Stefánsdóttir, Hanna Kristín Thoroddsen, Mark Van Daalen, Arndís Þórarinsdóttir, Haukur Þorgeirsson, Hildur Þórarinsdóttir, Trausti Þorgeirsson. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýju og hluttekningu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, EMILS RAGNARSSONAR skipaverkfræðings, Seiðakvísl 29, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild 11E á Landspítala og á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fyrir auðsýnda alúð og umhyggju. Birna Bergsdóttir, Kristín Emilsdóttir, Helgi G. Björnsson, Sólveig Berg Emilsdóttir, Guðmundur Árnason, Ragnar Þór Emilsson, Hildur Hrólfsdóttir, Bergur Már Emilsson, Helena Hilmarsdóttir, Eva María Emilsdóttir, Karl West Karlsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GYÐU BÁRÐARDÓTTUR, Grenivöllum 14, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Hlíð. Böðvar Ingvason, Sigríður Jenný Hrafnsdóttir, Heimir Ingvason, Guðrún Hulda Heimisdóttir, Sigurbjörg Ingvadóttir, Vignir Þorgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. SENDUM MYNDALISTA                         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.