Morgunblaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud- laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÍSLENDINGUM hefur verið vel tekið á Fil- ippseyjum, og frá því að Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sótti landið heim og ræddi meðal annars við orkumálaráðherra landsins, hefur verið rífandi gangur hjá íslenska jarð- varmafyrirtækinu Envent. Fyrirtækið er nú með fjögur verkefni til skoðunar á Filippseyj- um. Eftir tíðindi gærdagsins er ljóst að eitt þeirra er farið á flug. Biliran Geothermal Inc. er í 40% eigu En- þátt í kaupferli 40% hluta filippseyska ríkisins í PNOC-EDC. Þó svo að það verkefni hafi dottið upp fyrir voru menn reynslunni ríkari þegar kom að orkuverði og allri löggjöf í kring- um auðlindalöggjöf Filippseyinga. Þannig kveða lög á um að jarðvarmaauðlind- ir séu eign þjóðarinnar, og fyrirtæki sem vilja leigja nýtingarrétt þeirrar auðlindar, verða að lágmarki að vera í 60% eigu heimamanna. Þrátt fyrir það getur fyrirtækið Envent átt orkuverið sem sér um framleiðsluna – og að því er stefnt. Um klukkustund tekur að fljúga til Biliran frá höfuðborginni Manila. Mikil fátækt er á svæðinu og atvinnuleysi töluvert. Mikill spenn- ingur er því hjá íbúum eftir að orkuverið rísi. Guðmundur bendir á að Biliran sé nálægt þéttbýlum svæðum og ef farið verður í raf- magnsframleiðslu verður fremur stutt að fara með rafmagn inn á markað. vent en 60% eigu heimamanna. Það er á eyj- unni Biliran og stefnir þar á jarðvarmarann- sóknir. Fyrirtækinu var í gær úthlutað rannsóknar- og nytjaleyfi, sem gerir því kleift að hefja yfirborðsrannsóknir strax á næsta ári. Aðstæður svipaðar og á Reykjanesi En ekki er rennt blint í sjóinn á Biliran. Að sögn Guðmundar F. Sigurjónssonar, fram- kvæmdastjóra hjá REI, voru boraðar þrjár til- raunaholur á svæðinu árið 1982. Þá kom upp úr kafinu að borvökvinn var svo saltur að ekki var hægt að nota hann. Tæknin var hreinlega ekki fyrir hendi. „En aðstæður þarna eru nákvæm- lega þær sömu og t.d. hjá Reykjanesvirkjun,“ segir Guðmundur og er nokkuð bjartsýnn á verkefnið. Filippseyjar eru næststærsta jarðhitaland í heimi, á eftir Bandaríkjunum, og íslensku orkufyrirtækin þekkja vel til eftir að hafa tekið Renna ekki blint í sjóinn á Biliran „ALGENGAST er að fólk vilji fá sér kaldan bjór í sólinni og slaka á eða ræða málin yfir hvítvínstári,“ segir starfsmaður Café Paris aðspurður hvaða veitingar gestir kaffihússins kjósi sér helst í sumarblíðunni. Iðulega er annríkur dagur í vændum á kaffihúsunum við Austurvöll, fái sólin að skríða óáreitt yfir Alþingishúsið sunnan Austurvallar snemma á morgnana. Veðurguðirnir hafa verið borgarbúum ákaflega miskunnsamir síðustu daga en í dag er spáð rigningu í höfuðborginni. haa@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Í blíðunni er lífið ljúft Í BÓKUN sem VG lagði fram á fundi borgarráðs í gærmorgun var lögð áhersla á að borgaryfirvöld gæti meðalhófs í aðgerðum sínum og sjái ávallt til þess að andmæla- réttur borgaranna verði ekki brot- inn. Bókunin var lögð fram í tilefni af hreinsunarátaki meirihlutans í miðborginni á vormánuðum. Í henni segir að átakið hafi farið úr böndunum og málað hafi verið yfir áratuga gömul listaverk sem ekki verði endurheimt. „Þetta eru afleiðingar lélegra vinnubragða. Við þurfum að fylgja þeim reglum sem okkur eru sett- ar,“ segir Sóley Tómasdóttir, vara- borgarfulltrúi. Hún segir að í ein- hverjum tilvikum hafi ekki náðst í eigendur veggja, sem mála átti yfir. Það hafi engu að síður verið gert og slík vinnubrögð séu ekki til eft- irbreytni. haa@mbl.is Málað yfir áratuga göm- ul listaverk ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hitti á miðvikudag hóp bandarískra áhrifamanna í bygging- arlist, orkunýtingu og fjölmiðlun. Hitti hann fólkið við Vatnsdalsá, þar sem það var við veiðar, en umræðu- efnið var baráttan gegn loftslags- breytingum. Meðal þeirra sem tóku þátt í við- ræðunum var hinn heimsþekkti arkitekt William McDonough en hann hefur sérhæft sig í umhverf- isvænum húsum, s.s. með því að leggja grasþökur ofan á háhýsi. Samkvæmt frétt á vefsvæði for- seta var m.a. rætt um hvernig fram- ganga háskóla, rannsóknarstofnana og fyrirtækja í Bandaríkjunum muni gera nýjum valdhöfum í Washington kleift að skipa Bandaríkjunum á skömmum tíma í forystu barátt- unnar gegn loftslagsbreytingum. Forseti hitti áhrifamenn ÓPRÚTTNIR aðilar gengu í hús í Vesturbergi í Breiðholti í fyrra- kvöld og kváðust vera að safna fé fyrir hönd MS-félags Íslands. Þeir munu hafa beðið um lausafé. Nú stendur yfir 40 ára afmæl- issöfnun félagsins en hún er ein- ungis fólgin í sölu á styrktar- armböndum og spilaöskjum. Félaginu bárust í gærmorgun símtöl frá nokkrum íbúum í hverf- inu sem þótt hafði hátterni safn- aranna grunsamlegt. Ekki er vitað hverjir voru að verki. haa@mbl.is Söfnuðu undir fölsku flaggi Hvað er Envent? Envent er félag í eigu Geysis Green Energy og Reykjavík Energy Invest. Félagið sérhæfir sig í rannsóknum á jarðvarma á Filippseyjum og kannar möguleika á byggingu orkuvera í landinu. Í dag er fyrirtækið með fjögur verk- efni til skoðunar. Hvað er Biliran Geothermal Inc.? Biliran Geothermal er fyrirtæki sem stofnað var sérstaklega í kringum verkefnið á eyjunni Biliran. Það er í 60% eigu heimamanna og 40% eigu Envent, en fyrirtæki sem vilja leigja nýtingarrétt jarðvarmaauðlindar verða að lágmarki að vera í 60% eigu heima- manna. S&S Karin Erna Elmarsdóttir 10. júlí Öðlaðist nýja sýn á dauðann Ég vann sem sumarstarfsmaður hjá Kirkjugörðunum í sex sumur og fór í svona ferð eina árið sem ég vann í Fossvog- inum. Ég man ekki betur en það hafi verið afar vel af þessu staðið þá. Okkur var boðið upp á að skoða lík- húsið en vöruð við að okkur gæti þótt þetta óhugnanlegt og að alls engin skylda væri að fara. Á þessum tíma hafði ég aldrei farið í jarð- arför, hvað þá séð látna manneskju og ákvað eftir nokkra umhugsun að fara í ferðina. Kvíð- inn magnaðist upp er við komum að líkhúsinu, en ég fór samt inn. Þar sá ég látinn mann í fyrsta skipti. Þetta var allt öðruvísi en í bíómyndunum. Hann var nokkuð fallegur og undarlegur friður yfir manninum. Ég rétt þorði að koma við hann með einum putta. Hann var ískaldur. Mér var kalt á puttanum í langan tíma á eftir. Allir í hópnum sýndu hinum látna mikla virðingu og auðvitað var mér svolítið brugðið við þessa lífsreynslu, enda ung að árum. En með þessari ferð öðlaðist ég nýja sýn á dauðann og virðing mín fyrir þeim látnu og aðstandendum þeirra jókst til muna. Okk- ur var einnig sýndur brennsluofninn og ferlið útskýrt vel og vandlega. Ég ákvað þennan dag að ég myndi vilja láta brenna mig þegar mínu lífi lýkur, enda miklu hreinlegra og end- anlegra. [...] Ég tel að vegna þessarar ferðar hafi ég verið betur undirbúin þegar ég fór svo í mína fyrstu jarðarför þeg- ar afi minn lést árið 2002. Meira: karin.blog.is Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „LÁTINN maður á að njóta sömu virðingar og hann gerir meðan hann er á lífi. Þar af leiðandi getur látinn maður aldrei verið sýningargripur,“ segir Kristján Valur Ingólfsson hjá Bisk- upsstofu. Í Morgunblaðinu í gær var fjallað um ungmenni í sumarvinnu í kirkjugörðunum sem fengu að skoða lík í skoðunarferð um líkhús í Fossvogi. Var nokkrum unglinganna brugðið, enda ekki undir það búnir að sjá látna mann- eskju berum augum. Ekkert ákvæði er um að virða skuli hinn látna í lögum um kirkjugarða, greftrun og lík- brennslu. Þar er kafli um tilfærslu líks og flutn- ing þess, en hvergi áréttað nákvæmlega hvernig skuli meðhöndla líkið á undirbúningsstigi greftr- unar, til dæmis í líkhúsi. Í reglugerð um flutning líka er ekki minnst á lík í líkhúsi. Í almennum hegningarlögum er röskun grafarhelgi og ósæmileg meðferð á líki gerð refsiverð, en það fellur tæpast undir það tilvik sem hér um ræðir. Hvergi í lögum er beinlínis bannað að fara með fólk inn í líkhús í þeim tilgangi að sýna þeim lík. „Það er alveg ljóst að þetta er ekki lögbrot,“ seg- ir Kristján um skoðunarferð ungmennanna. Fólk sem á ekkert erindi í líkhús „Þarna er verið að fara með fólk sem á ekkert erindi inn í líkhús í þeim tilgangi að sýna þeim lík [þegar ungmennin skoðuðu lík]. Þegar Látnir ekki sýningargripir prestsefni eru þjálfuð fara slíkir nemar í líkhús og það er hluti af þeirra námi. Að mínu viti ætti það ekki að vera leyfilegt að fara með hóp inn í líkhús í þeim tilgangi að sýna látið fólk. Í slíkum tilfellum er verið að sýna persónur og þessar persónur njóta friðhelgi, rétt eins og venjulegt fólk,“ segir Kristján. Hann segir jafnframt að þegar lík er flutt á milli staða sé það flutt eins og um lifandi manneskju væri að ræða. „Maður kúldrast ekkert með lík,“ segir Kristján. „Maður fer ekki með hóp til að skoða deyjandi mann og með sama hætti sýnir maður ekki lík. Það eru til alþjóðlegar reglur sem útfararstofur fara eftir þar sem mikil áhersla er lögð á að sýna skuli hin- um látna virðingu,“ segir Kristján jafnframt. Útfararstofurnar sjálfar hafa sett sér siða- reglur. Viðmiðið er að ekki líði meira en 14 dag- ar í greftrunarferlinu, þ.e frá andláti til greftr- unar. Blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.