Morgunblaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson Á AKUREYRI verður hópur ung- menna í skapandi sumarstörfum, með fókus á spuna og leiklist. Starfið miðast við að hleypa lífi í miðbæinn, og að kynna bæinn og landið fyrir túristunum sem heimsækja Ak- ureyri í sumar. Verkefni sumarsins eru í mótun, enda lítil hefð til að byggja á, en hópurinn hefur nóg af hugmyndum til að vinna með: „Sjáðu fyrir þér konu í íslenskum þjóðbúningi sem stendur frosin á torginu,“ segir Jóhanna Vala Hösk- uldsdóttir sem stýrir verkefninu og nemur spunaleiklist í Glasgow, „fólk að búa til slátur niðri við höfn og fólk í bikiní þegar það sér pínkulitla sól í miðbænum. Sjáðu fyrir þér íslensku- kennslu fyrir túrista, þar sem við kennum þeim að segja nauðsynlega hluti eins og kók í bauk. Við ætlum að snúa bænum á röng- una, þannig að inn verður út og út verður inn, hið eðlilega verður óeðli- legt og eftirtektarvert með því að koma því fyrir á óeðlilegum stöðum. Við munum kynna alvöru Ísland fyr- ir útlendingum, hleypa þeim að innsta koppi, ekki bara lesa sögur af körlum sem eru löngu dauðir.“ Feiti víkingurinn ekki Akureyri Spuni spilar stóra rullu í starfi hópsins, en í honum er að finna fjög- ur ungmenni sem hlutu 2. verðlaun í alþjóðlegri spunakeppni fyrr á árinu: Grétu Kristínu Ómarsdóttur, Önnu Hafþórsdóttur, Val Sigurð- arson og Gísla B. Gíslason. Einnig taka þau Arnrún Tryggvadóttir, Björk Óðinsdóttir og Jóhann Ing- ólfsson þátt í verkefninu. „Hver einasti túristi sem kemur í bæinn tekur mynd af sér með feita víkingnum,“ bendir Jóhanna Vala á. „Það er ekki Akureyri. Akureyri er í raun miklu merkilegri en hún heldur að hún sé. Þegar þú býrð hérna fatt- arðu það ekki, en við ætlum að draga fram þessa merkilegu en hversdags- legu hluti sem við erum hætt að taka eftir því við lifum og hrærumst í þessu umhverfi.“ Í lokin er rétt að taka fram að gangandi vegfarendur eiga á hættu að rekast á uppátæki og skæruliða- starfsemi hópsins víðs vegar um bæ- inn í allt sumar. Akureyri snúið á rönguna Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Óeðli Maðurinn með hattinn sat á áberandi auglýsingastaur í miðbænum og las ljóð fyrir gesti og gangandi í fjóra klukkutíma í vikunni. Alþjóðlegir spunameistarar sýna óvenjulegar hliðar á bænum „VIÐ mörkum okkar kassa með teipi í miðbænum og spinnum ein- hvern tiltekinn tíma,“ segir Gréta sem tekur þátt í skapandi starfi á Akureyri. Í gær spunnu þau t.d. í miðbænum á milli kl. 16 og 17. Í spunanum bregður fyrir alls kyns kunnuglegum og athyglis- verðum karakterum að sögn Grétu: „Einn er geðveikt á móti Kára- hnjúkum en fór aldrei þangað. Ann- ar er kraftakarl sem lyftir stöng með brauðkringlum á endunum. Hann drekkur prótíndrykki en borðar skyndibitamat. Svo er þarna dansari sem dansar í álbúningi til að mótmæla virkj- unum og einnig persónulegur trúbador sem er óvirkur alki og borgar meðlag af fjórum börnum sem hún á með fjórum mönnum og hefur fundið Guð.“ Gréta var einn fjögurra kepp- enda í MA sem unnu Leiktu betur í vetur og unnu svo til silfurverð- launa á alþjóðlegri spunakeppni framhaldsskóla í Vín í vor. Gréta segir að reynslan sem þau fengu úr spunakeppninni erlendis nýtist mjög í starfinu í sumar: „Við sem fórum út höfum verið að nota það sem við lærðum úti, alla stílana og aðferðirnar. Við fylgjum engu handriti, allt það sem gerist á með- an við erum í karakter er spuni, og við hnýtum bara í kringum ramm- ann sem er Akureyringur.“ Spuninn / ÁLFABAKKA WANTED kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára THE CHRONICLES OF NARNIA 2 kl. 5 B.i.12 ára INDIANA JONES 4 kl. 8 B.i. 12 ára THE BANK JOB kl. 10:20 B.i. 16 ára / KRINGLUNNI MAMMA MÍA kl.3:40-5:40D-8D-10:20D LEYFÐ DIGITAL MAMMA MÍA kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ LÚXUS VIP KUNG FU PANDA m/íslensku tali kl. 3:40D - 6 LEYFÐ DIGITAL KUNG FU PANDA m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ HANCOCK kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára MEET DAVE kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára WANTED kl. 8D - 10:20D B.i. 16 ára DIGITAL KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 4D - 6D LEYFÐ DIGITAL CHRONICLES OF NARNIA kl. 6 - 9 B.i. 7 ára OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK SÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍKVIP SALURINN ER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA Þau komu langt utan úr geimnum... í dulargervi sem hæfði veröld okkar fullkomnlega... Það er heill heimur inni í honum sem heldur honum gangandi Eddie Murphy er inn í Eddie Murphy í frábærri gamanmynd fyrir alla fjölskylduna! SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI ,,Ævintýramynd Sumarsins” - LEONARD MALTIN, ET. ,,Besta spennumynd ársins” - TED BAEHR, MOVIEGUIDE. ,,Stórsigur. Aðdáendur bókanna munu elska þessa” - MEGAN BASHAN, WORLD MAGAZINE. BYGGT Á EINUM VINSÆLASTA SÖNGLEIK ALLRATÍMA SPARBÍÓ 550kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMB eeee Yfirburða snilldarleg bresk- bandarísk gaman-, söng- og dansræma byggð á svellandi ABBA-lögum, frábærlega fjörug, fyndin, fjölskrúðug og kynþokkafull. - Ó.H.T, Rás 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.