Morgunblaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Össur Skarphéðinsson er séðurstjórnmálamaður. Iðnaðar- ráðherra hefur ekki beinlínis verið dragbítur á stóriðjuhugmyndir. Stutt er síðan hann undirritaði vilja- yfirlýsingu um áframhaldandi rann- sóknir á hagkvæmni þess að reisa ál- ver á Bakka við Húsavík. Sú undirritun hefur orðið til að stuðn- ingsmenn álvera hafa fengið á til- finninguna að í Össuri hafi þeir fundið bandamann.     Bandamenn ál-vera eru hins vegar ekki meðal áköfustu stuðn- ingsmanna Samfylkingarinnar og í ýmsum þeirra heyrist nú kurr. Ef til vill er þetta ástæðan fyrir því að í iðnaðarráðherra vaknaði til lífsins umhverfistaug. Í vikunni tilkynnti Össur að hann vildi að fyrirhuguð rannsóknarborhola í Gjástykki færi í mat á umverfisáhrifum. Össur er þar sammála umhverfisstofnun, en fimm aðrir voru til umsagnar og töldu umhverfisáhrif óveruleg að til- teknum skilyrðum uppfylltum.     Nú kemur í hlut Landsvirkjunarað svara athugasemdunum og síðan fer málið til Skipulagsstofn- unar.     Verði niðurstaðan sú að Gjástykkieigi að fara í umhverfismat get- ur Landsvirkjun skotið málinu til Þórunnar Sveinbjarnardóttur um- hverfisráðherra, sem ekki hefur beint átt vísan stuðning ríkisstjórn- arinnar í umhverfismálum og sam- herjar hennar úr Samfylkingunni eru þar ekki undanskildir.     Fari svo þarf Þórunn að taka miðaf bókstaf laganna og ákvæðum reglugerða. Hún mun því ekki geta slegið málið út af borðinu jafn auð- veldlega og Össur. Þá stendur Össur uppi sem málsvari umhverfisins, en Þórunn situr uppi með Svarta Pét- urinn og veitir Landsvirkjun braut- argengi til borana. STAKSTEINAR Refskák Össur Skarphéðinsson Pólitísk refskák Össurar                      ! " #$    %&'  (  )               *(!  + ,- .  & / 0    + -                  12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (           ! "     #$!$ %$  % :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? %  % % % %  % %  % %  % %                                      *$BC                    !  "# $    %& *! $$ B *! &! ' $  $ $   (  ")  <2 <! <2 <! <2 &('  $*  #+$,-  .  2D                   B  '!     ! #(   ) !(   # *+ #    *     !  ( "  ) !( !   $ %,  % "  !   # /         ! #(  !       & % !   -  #      # $  %& /0 $!$11  $" !$2   -"$*  # Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR Eftir Sigurð Boga Sævarsson Flói | Í Austur-Meðalholtum í Flóa vinna hjónin Hannes Lárusson myndlistarmaður og Kristín Magn- úsdóttir kona hans að því að setja á laggirnar mið- stöð íslenska torfbæjarins. Í Meðalholtum stendur reisuleg- ur torfbær sem byggður var 1895 og hefur verið gerður upp og er um margt dæmi- gerður fyrir ís- lensku torfbæina og byggingahefð þeirra. En meira stendur til. Á sömu bæjartorfu eru Hannes og Kristín nú að reisa 350 fermetra hús sem er ætlað að verða skáli sýningar um þá íslensku hefð að byggja úr torfi, eins og alsiða var í sveitum landsins frá landnámi og nokkuð fram á tuttugustu öld. Skál- inn nýi tekur jafnt mið af þáttum úr torfbæjararfinum og byggingarlist nútímans. Stefnt er að því að sýn- ingin þar verði opnuð á næsta ári. Keltnesk áhrif áberandi „Í íslenska torfbænum kristallast stór hluti af sögu og lifnaðarháttum þjóðarinnar. Þeir eru einstakur þáttur í menningarsögu okkar,“ seg- ir Hannes sem hefur kannað torfbæi víða um land og erlendar hliðstæður á undanförnum árum. Hann segir að í öllu handverki íslensku torfbæj- anna gæti norskra áhrifa. „En þegar kemur að fagurfræði, samhengi og hlutföllum milli ein- stakra byggingahluta eru keltnesk áhrif mjög áberandi. Þeir torfbæir á landinu sem enn standa eru flestir á Norður- og Austurlandi. Á þessu er sú einfalda skýring að fólk nyrðra og eystra hafði ríkari vitund um mikilvægi þess að varðveita bæina en gerðist á Suðurlandi, þar sem voru þó margir reisulegir og vel byggðir torbæir.“ Arfurinn er undirliggjandi Torfbærinn í Austur Með- alholtum er einn örfárra á Suður- landi sem enn standa. Öll hús á bæj- arhólnum hafa í gegnum aldirnar verið torfhús og flest byggð á grunni bygginga frá 19. öld eða fyrr. „Þessi bær er dæmigerður fyrir stíl torfbæja á Suðurlandi,“ segir Hannes sem ólst upp í gamla bæn- um til ársins 1965, þegar hann flutt- ist þá tíu ára gamall með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. „Við héldum þó alltaf tengslum við staðinn og okkur rann til rifja að sjá bæinn grotna niður. Því varð úr að ég keypti baðstofuna árið 1985 og hef síðan unnið að endurgerð bæj- arins sem samanstendur af alls átta húsum,“ segir hann og telur mik- ilvægt að setja upp heildstæða sýn- ingu um íslensku torfbæina og menningararfinn sem þar er und- irliggjandi. Nýlega var flutt að Austur- Meðalholtum íbúðarhúsið sem áður stóð að Vöðlakoti í Flóa, skammt frá kirkjustaðnum Gaulverjabæ. Nú er unnið að endurgerð hússins, sem var byggt árið 1934 og er í einfald- leika sínum meðal annars afsprengi byggingahefðar torfbæjanna. Sagan á erindi „Þessi timburhús eru ferhyrnd; með hurðum, gluggum og skor- steini. Eru fullkomlega heiðarleg og einföld í allri gerð; ekki ólík þeim húsum sem börnin teikna þegar þau fá blað og skriffæri í hendur,“ segir Hannes. Íslensk stjórnvöld kanna nú möguleika þess að fá íslenska torfbæinn og tengt búsetulandslag í heimsminjaskrá UNESCO. „Íslensku torfbæirnir eru síst ómerkari en til dæmis handritin. Þessar byggingar standa fyrir margt það besta í íslenskri þjóð- menningu og verkkunnáttu kynslóð- anna. Sagan sem að baki býr er afar merk og margt úr henni á fullt er- indi í byggingarlist dagsins í dag,“ segir Hannes Lárusson sem hefur sett á legg stofnunina Íslenska bæ- inn. Viðfangsefni hennar verður ís- lensk byggingalist í víðri merkingu en nýnæmi verkefna hennar er þverfagleg nálgun við menningar- arfinn – með því að samþætta verk- menningu, fornleifafræði, sögu og lífsgildi. Hæst ber þó hina sérstæðu þyrpingu húsa sem nú rís í Austur- Meðalholtum þar sem með mynd- um, módelum og fleiru verður brugðið ljósi á byggingarsögu Ís- lendinga og þá list að reisa hús úr hlöðnu torfi og grjóti. Einstakur þáttur í menn- ingarsögunni  Miðstöð íslenska torfbæjarins rís að Austur-Meðalholtum í Flóa  Í undirbúningi að koma torfbæj- unum á heimsminjaskrá UNESCO TENGLAR .............................................. islenskibaerinn.com Hannes Lárusson Í byggingu Sýningarskálinn sem nú er í byggingu að Meðalholtum. Þar er blandað saman byggingarhefðum fortíðar og nútímans. Ljósmyndir/Sigurður Bogi Áhrif torfbæja Gamla húsið í Vöðlakoti í Flóa var flutt að Meðalholtum. RÍKISSTJÓRN Íslands hefur sett nokkur verkefni á tilnefningarlista til heimsminjanefndar UNESCO, þar á meðal torf- bæina íslensku. Einnig skrásetn- ingu vík- ingaminja í mörgum löndum undir forystu Ís- lands með Þing- velli að leið- arljósi, en þeir komust á heims- minjaskrá fyrir nokkrum árum sem kunnugt er. Þá var Mið-Atlantshafshrygg- urinn settur á listann góða, með sérstakri áherslu á Surtsey, og nú hefur eyjan sem kunnugt er verið sett á heimsminjaskrána. „Torfbæirnir eru tvímælalaust hluti af þeim menningarafi, sem tengist húsagerðarlist og þar með heimsminjum,“ segir Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra og formað- ur íslensku heimsminjanefnd- arinnar. „Vinna við öll þessi verkefni er að fara af stað og undirbúningur mun líklega taka nokkur ár, áður en að því kemur að leggja fram formlega umsókn. Hannes Lár- usson er sérfróður um torfbæina og þess vegna hefur nefndin leitað til hans um gerð tillagna um umfang verksins og inntak. Þá hefur Mar- grét Hallgrímsdóttir, þjóðminja- vörður, einnig komið að málinu á þessu undirbúningsstigi. Við eigum hins vegar eftir að setja verkið í ákveðinn farveg,“ segir Björn. Torfbæir eru heimsminjar Björn Bjarnason Ljósmynd/Sigurður Bogi Meðalholt Torfbærinn í Austur-Meðalholtum er einn örfárra slíkra á Suð- urlandi sem enn standa. Hann gæti orðið meðal bæja á heimsminjaskránni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.