Morgunblaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 12
FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is T íu ár eru liðin í dag, 11. júlí, frá því að Hvalfjarð- argöng voru opnuð fyrir umferð almennings. Síð- an þá hafa vel ríflega 14 milljónir ökutækja farið um göngin og umferð er að meðaltali um 5.500 bifreiðar á sólarhring. Enn hefur um- ferðarmetið ekki verið slegið sem sett var fyrsta sólarhringinn, þegar 11.800 ökutæki fóru um göngin. Litlu munaði þó 11. júlí 2003 að metið félli en þá mátti aka frítt um göngin í til- efni 5 ára afmælisins. Spölur, eigandi og rekstraraðili ganganna, verður þó ekki svo örlátur í dag á 10 ára afmæl- inu. Ekki verður frítt um göngin, af tæknilegum ástæðum, en haldið upp á tímamótin með samkomu á Akra- nesi fyrir starfsfólk og velunnara Spalar. Umferð um göngin hefur aukist jafnt og þétt á þessum tíu árum, nema að á síðustu mánuðum hefur orðið fækkun, t.d. um 4,8% í júnímán- uði, sem rakið er til hækkandi bens- ínsverðs og samdráttar í efnahag landsmanna. Jarðgöngin voru á sínum tíma um- deild framkvæmd og harðlega gagn- rýnd af ýmsum aðilum, m.a. vegna kostnaðar verksins og fjármögnunar og einnig var talin hætta á miklum leka í berginu undir Hvalfirði. Margir veigruðu sér við því að fara undir fjörðinn í fyrstu en þessi ótti er löngu liðinn hjá langflestum. Göngin sem margir óttuðust þá eru nú dásömuð í dag sem gríðarleg samgöngubót. Hvalfjarðargöng eru fyrsta einka- framkvæmdin með gjaldtöku, þ.e. sem fjármögnuð var af einkaaðilum og veggjald rukkað til að greiða niður kostnaðinn. Heildarkostnaður við göngin var á sínum tíma um 5,5 millj- arðar króna, en framreiknað nemur kostnaðurinn um 10 milljörðum króna. Útreikningar miðuðu við að göngin hefðu greitt sig upp árið 2018 en langtímaskuldir námu um síðustu áramót um 3,5 milljörðum. Umferð um göngin hefur hins veg- ar verið langt umfram það sem spáð var, en í fyrstu var talið að meðaltals- umferð yrði um 2.500 bílar á sólar- hring. Forsvarsmenn Spalar telja að miðað við núverandi umferð og óbreytta gjaldskrá sé mögulegt að leggja veggjaldið af síðla árs 2014 eða 2015. Ávinningurinn augljós Ávinningur af göngunum á þessum tíu árum er augljós. Ferðatími milli t.d. Reykjavíkur og Akraness styttist verulega, eða úr 75 til 90 mínútum í bíl fyrir fjörðinn niður í 35 til 40 mín- útur. Ferð með Akraborginni tók um klukkustund. Ferðatími lengra út á land styttist að sama skapi. Svo dæmi sé tekið um áhrif á íbúaþróun þá hefur Akurnesingum á þessum tíu árum fjölgað um 24%, til samanburðar við 14% fjölgun lands- manna á sama tíma. Íbúum í Borg- arfirði hefur einnig fjölgað eftir að samgöngur við höfuðborgarsvæðið urðu greiðari. Sjálf göngin hafa einn- ig skapað atvinnu, hjá Speli starfa nú um 16 manns að jafnaði, þar af átta í vaktavinnu í gjaldskýlinu. Allir starfsmenn búa á Akranesi og þar í grennd. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar ehf., og Gylfi Þórðarson, fram- kvæmdastjóri félagsins, eru ekki í nokkrum vafa um gildi ganganna fyr- ir Vesturland og þjóðarbúið í heild sinni. Reksturinn á göngunum hafi verið farsæll og jákvæðu áhrifin langt umfram þær væntingar sem menn höfðu í upphafi. Þeir segja ferðaþjón- ustu á svæðinu hafa tekið stakka- skiptum, sumarhúsum á Vesturlandi hafi fjölgað verulega og nýir mögu- leikar opnast fyrir ungt fólk að sækja sér menntun án þess að flytjast burtu. Fyrir flutninga og aðra umferð hafi einnig verið gott að losna við leið- ina um Hvalfjörðinn. Tvöfalda göngin Spölur vill tvöfalda göngin og bora önnur samhliða hinum núverandi, þannig að einstefna verði í hvora átt. Göngin kæmu að austanverðu og í að- eins 25-35 metra fjarlægð frá hinum. Tilraunaborun í bergið er lokið og að sögn Gísla eru niðurstöður mjög já- kvæðar. Spölur hefur bent á að göng- in í dag þoli umferð allt að 6.000 bíla á sólarhring að jafnaði. Þá geti farið að skapast vandamál og meiri háttar vandi verði við 7.500 bíla á dag, hvað öryggi varðar. Að sögn Gylfa er vitað um fá ef nokkur fordæmi fyrir því að jarðgöng undir sjó séu tvöfölduð svona eftir á. Samgönguráðherra verður afhent skýrsla í dag um hönnun nýrra jarð- ganga og kostnaðaráætlun. Að sögn Gísla og Gylfa gætu ný göng kostað 6,5 til 7,5 milljarða króna og verði fljótlega tekin ákvörðun um að ráðast í framkvæmdir gætu tvöföld göng verið komin í gagnið innan þriggja eða fjögurra ára. Gæla þeir við árin 2013 eða 2014 að ný göng verði vígð. Eftir er að ákveða hvernig fjár- mögnun verður háttað en ein leiðin gæti orðið sú að framlengja veggja- ldið. Vilja Spalarmenn að samhliða verði ráðist í tvöföldun Vesturlands- vegar á Kjalarnesi í tengslum við lagningu Sundabrautar. Ráðherrann orðvar Ákvörðun um þetta verður að koma frá stjórnvöldum. Kristján L. Möller samgönguráðherra segir eng- ar ákvarðanir hafa verið teknar. Hon- um er kunnugt um vilja Spalarmanna en bendir á að hvorki tvöföldun gang- anna eða Vesturlandsvegar sé komin inn á samgönguáætlun. Endurskoðuð áætlun komi fram í haust. Á ein- hverjum tímapunkti komi þó að því að tvöfalda þurfi göngin sökum auk- innar umferðar. „Þetta er í athugun eins og margt annað,“ segir ráðherra og er varkár. En um Hvalfjarð- argöngin í dag segir hann þau hafa margsannað gildi sitt. Nú dásama landsmenn Morgunblaðið/Árni Sæberg Frumkvöðlar Gísli Gíslason og Gylfi Þórðarson börðust fyrir göngunum á sínum tíma og hafa tengst þeim frá upp- hafi. Gísli tók við af Gylfa sem stjórnarformaður Spalar árið 1996, Gylfi hefur lengst af verið í stjórn og við fráfall Stefáns Reynis Kristinssonar framkvæmdastjóra í árslok 2005 tók hann við þeirri stöðu og gegnir enn í dag.                              12 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Hvalfjarðargöngin 10 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.