Morgunblaðið - 11.07.2008, Page 14

Morgunblaðið - 11.07.2008, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur sigrunhlin@mbl.is LEITAÐ er nú logandi ljósi að lausnum sem gætu stýrt heimsbyggðinni út úr orkukreppu. Ein bjartasta vonin í þeim efnum eru nú taldir vera svonefndir örþörungar. Frederic Hauge, for- svarsmaður norsku náttúruverndarsamtakanna Bellona, staðhæfir að örþörungarnir geti reynst hvort tveggja í senn, byltingarkennt vopn í bar- áttunni við hlýnun jarðar og ný aðferð í leitinni að leið til að fullnægja orkuþörf jarðarbúa. Við Tækniháskóla Massachusetts (MIT) voru prófaðar leiðir til að láta þörungana gleypa í sig koltvísýring. Tæknin felst í því að tengja pípur með örþörungum í við útblástursrör verksmiðja sem brenna kolefni. Þörungarnir geta þá gleypt í sig allt að 85% af koltvísýringi og nituroxíði, en báðar þessar lofttegundir stuðla að gróðurhúsa- áhrifum. Til þess að þessar gróðurhúsalofttegundir sleppi ekki aftur út í andrúmsloftið er síðan hægt að grafa rörin eða koma innihaldi þeirra fyrir á botni sjávar. Auk þess er mögulegt að nota örþörunga sem ræktaðir eru á opnu svæði í verksmiðjum sem brenna lífrænum efnum og skapa þannig „kolefn- isneikvæða“ orku, þannig að orkuvinnslan taki koltvísýring úr andrúmsloftinu. Orkan sem fæst úr örþörungum er hafa verið muldir til að búa til lífefnaeldsneyti er mun meiri en úr eldsneytinu sem unnið er nú úr ýmsum plöntum, þ. á m. korni sem annars er allajafna notað til manneldis eða í dýrafóður. Tæknin er enn í þróun og viðurkennt að ýmsar hindranir séu á veginum. En fræðilega er mögu- legt að allri orkuþörf Bandaríkjanna verði full- nægt með því að rækta örþörunga á svæði sem samsvarar 5% af núverandi ræktarlandi þeirra. Slá þrjár flugur í einu höggi Örþörungar sagðir vera byltingarkennt vopn í baráttunni gegn hlýnun jarðar og geta gleypt í sig koltvísýring, framleitt orku og nýst sem áburður Fagurt form Grænþörungurinn kúluskítur finnst í stórum kúlum í Akanvatni í Japan og í Mývatni. NÆSTI forseti Bandaríkjanna verður örvhentur, hvort sem það verður repúblikaninn John McCain eða demókratinn Barack Obama. Frá árinu 1974 hafa fjórir forset- ar Bandaríkjanna verið örvhentir: Ronald Reagan, Gerald Ford, George Bush eldri og Bill Clinton. Margir af varaforsetum og forseta- frambjóðendum síðustu ára eru einnig örvhentir: Al Gore, Bob Dole, John Edwards og Ross Perot. Tveir vísindamenn segja í grein í Washington Post að eftir kosning- arnar í nóvember verði annaðhvort McCain eða Obama sjötti örvhenti forseti Bandaríkjanna frá síðari heimsstyrjöldinni, en alls hafa þá tólf menn gegnt embættinu eftir stríð. „Þetta er ótrúlega há tala í ljósi þess að aðeins einn af hverjum tíu mönnum er örvhentur.“ Auk Reagans, Fords, Bush eldri, Clintons og McCains eða Obama var Harry Truman örvhentur. bogi@mbl.is Margir forsetanna örvhentir FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason og Kristján Jónsson TAUGASTRÍÐIÐ um kjarnorkutil- raunir Írana og eldflaugabúnað þeirra harðnar stöðugt en Íranar skýrðu frá því að þeir hefðu gert til- raunir með eldflaugar í gær, annan daginn í röð. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkin hefðu aukið ör- yggisviðbúnað sinn á Persaflóasvæð- inu og væru undir það búnir að verja Ísrael og aðra bandamenn sína í Mið-Austurlöndum gegn Írönum. Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði í gær að Ísraelar hefðu áður „sýnt fram á að þeir hika ekki við að grípa til aðgerða þegar í húfi eru grundvallaratriði í öryggismál- um“. Barak bætti hins vegar við að leita ætti friðsamlegra lausna áður en hugað væri að öðrum ráðum. Diplómatar frá nokkrum vestrænum ríkjum heimsóttu í liðnum mánuði Íran og kynntu þar tillögur um margvíslegar ívilnanir sem Írönum stæðu til boða ef þeir stöðvuðu kjarnorkutilraunir sínar og yrðu þannig við kröfum öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna. Svörin voru óljós og mótsagnakennd. Heimildarmenn segja að ástæðan geti verið flokka- drættir í innsta hring. Bent er á að menn sem eru nánir öflugasta manni landsins, ajatollah Ali Khamenei, hafa á undanförnum vikum gagnrýnt eindregið þá harðlínustefnu forseta Írans, Mahmoud Ahmadinejads, gagnvart Vesturveldunum. En aðrir segja að um sé að ræða samræmdar blekkingar. Íranskir ráðamenn reyni að rugla menn í rím- inu með þversagnakenndum um- mælum en markmiðið sé að vinna tíma til að smíða gereyðingarvopn. Þeir telji sig vera í mun betri samn- ingsaðstöðu ef þeir ráði þegar yfir slíkum vopnum. Stjórnvöld í Teheran hafa gefið til kynna að markmiðið með tilrauna- skotunum sé að sýna að þeir gætu svarað hugsanlegum aðgerðum Bandaríkjamanna eða Ísraela með árásum á ísraelskar borgir og bandarísk herskip í Persaflóa. Sumir fréttaskýrendur í Mið-Aust- urlöndum túlkuðu eldflaugatilraun- irnar síðustu daga sem svar við her- æfingum Ísraela í júní þegar herþotur virtust vera að æfa árás á írönsk kjarnorkumannvirki. „Með hönd á gikknum“ „Við vörum óvini okkar, sem ógna okkur með heræfingum, við því að við erum með hönd á gikknum og eldflaugar okkar verða alltaf tilbún- ar til notkunar,“ sagði Hoseyn Sa- lami, yfirmaður flughers Byltingar- varðarins í Íran. Þjóðin ætti þúsundir eldflauga sem hægt væri að skjóta með skömmum fyrirvara á „fyrirfram ákveðin skotmörk“. Sumir efast um að Íranar eigi í reynd nægilega öflugar flaugar til að geta ráðist á Ísrael sem er í 2000 km fjarlægð. Auðvelt sé með nútíma- tækni að föndra við eldflaugamyndir eins og þær sem sýndar voru í ír- anska sjónvarpinu. Taugastríðið um vopn Írana harðnar Í HNOTSKURN » Condoleezza Rice sagði aðeldflaugatilraunir Írana sýndu að brýn þörf væri á eld- flaugavarnakerfinu sem Bandaríkjamenn hyggjast koma upp í Evrópu. » Vincent Cannistraro, fyrr-verandi CIA-foringi, sagði tilraunirnar sýna að Íranar gætu „valdið mörgum vanda- málum ef ráðist yrði á þá“. Hugsanleg árás Ísraela myndi ekki duga til að hindra að Íranar eignuðust kjarnavopn. Rice segir Bandaríkin undir það búin að verja Ísrael ! -  +-  !  +. /            0 1! 2     3    -4 !+-  5+-- 4!6   ! !  *781!- 1  /-93 ! *4 +   -"  +7- "4:                      ! "# $% &#%%% !    # #:8;(  ':(((  3 < =+ /> 3         8:;((             &'% ""(& )   $%% "&( )   "# $% "*(% )   &#%%% &$(% )  #$%% &(% )  0 1!? @ 1?@ - -A        DIDI Senft er nú í Frakklandi að hvetja kappana í Tour de France. Sjötta áfanga lauk í gær með Kim Kirchen frá Lúxemborg í forystu. Senft þessi er þýskur uppfinningamaður og hannaði m.a. stærsta hjól heims. Hann hefur verið sjálf- skipaður skrattakollur keppninnar frá 1993. Reuters Hjólreiðamenn skemmta skrattanum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.