Morgunblaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2008 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Útsala Mikið úrval af drögtum Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mánud.-föstud. 10-18 Opið laugard. í Bæjarlind 10-15 og lokað í Eddufell FLOTT ÚTSALA 3.-24. júlí í Kringlunni Bandarískur hermaður hvílist upp við skotbyrgi í Korengal-dalnum í Afganistan, 16 september Tim Hetherington, UK fyrir Vanity Fair 50% afsláttur Kringlunni • Simi 568 1822 www.polarnopyret.is BERGSTEINN Þór Gizurarson, fyrrver- andi brunamálastjóri, lést 9. júlí síðastliðinn. Hann var fæddur í Reykjavík 29. nóvem- ber árið 1936. Foreldr- ar hans voru Dagmar Lúðvíksdóttir, hús- freyja, f. 26. desember 1905, og eiginmaður hennar Gizur Berg- steinsson, hæstaréttar- dómari. Bergsteinn lauk prófi í verkfræði frá Háskóla Íslands 1959 og prófi í byggingarverkfræði árið 1962 frá Danmarks Tekniske Høj- skole í Kaupmannahöfn. Þá stund- aði hann framhaldsnám við Uni- versity of California í Berkeley frá 1964 til1965. Á starfsævi sinni lagði Bergsteinn stund á verkfræði- störf. Hann var skip- aður brunamálastjóri árið 1986 og gegndi því embætti allt þar til hann lét af störfum árið 2000. Eiginkona Berg- steins er Marta Berg- mann, f. 15. septem- ber 1944, félags- málastjóri. Sonur þeirra er Gizur Berg- steinsson, héraðsdómslögmaður. Hann er kvæntur Bylgju Kærnes- ted, hjúkrunarfræðingi, og þau eiga þrjú börn. Andlát Bergsteinn GizurarsonEftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is GESTASTOFA, miðstöð upplýsinga um tónlistar- og ráðstefnuhúsið sem nú rís við höfnina í Reykjavík, var opnuð fyrir boðsgesti í Hafn- arstræti 20 í gær. Stofunni er ætlað að brúa bilið fram að þeim tíma er húsið opnar í desember árið 2009. Stofan verður opnuð almenningi klukkan 13 á laugardag. Í stofunni gefst fólki kostur á að skoða fjöl- breytta sýningu um byggingu húss- ins. Á téðri sýningu fá gestir í máli og myndum innsýn í söguna á bak við hönnunar- og byggingarferlið. Þá er hægt að gaumgæfa líkön af húsinu, glerhjúpnum og heild- arskipulaginu í stofunni. Enn- fremur er þar að finna ljósavegg sem varpar sólarhring af íslenskri sumarbirtu á klukkustund. Tíu metra útsýnisgluggi Í Gestastofunni verður boðið upp á kynningar og fyrirlestra verkinu tengdu. Hápunktur sýningarinnar er þó 10 metra útsýnisgluggi sem snýr í norður yfir byggingarreitinn og gefur gestum stofunnar mögu- leika á að fylgjast nákvæmlega með framvindu verksins. Lögð er áhersla á að sýningin í stofunni verði lifandi og taki breyt- ingum í takt við þróun fram- kvæmda við húsið sjálft. Morgunblaðið/G.Rúnar Gestastofa brúar bilið Útsýni Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Portusar. Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is LJÓST er að meirihlutaskiptin í Grindavík verða bæjarbúum kostnaðarsöm vegna starfsloka- samnings Ólafs Arnar Ólafssonar, fráfarandi bæjarstjóra, sem hljóð- ar upp á u.þ.b. 45 milljónir króna. Að sögn Jónu Kristínar Þor- valdsdóttur, bæjarstjóra nýja meirihlutans, er upphæðin í fullu samræmi við þann ráðningarsamn- ing sem gerður var við upphaf kjörtímabils árið 2006 og því hafi alla tíð legið ljóst fyrir að kostn- aðurinn yrði þessi ef til þess kæmi að Ólafur lyki ekki tímabilinu. „Við erum eingöngu að standa við gerða samninga og gera upp við fráfar- andi bæjarstjóra samkvæmt þeim kjörum sem ákveðin voru þegar hann var ráðinn,“ segir Jóna. Ekki er við öðru að búast en að Jóna Kristín fái sambærileg kjör, en gengið verður til samningsgerðar að loknum bæjarstjórnarfundi næstkomandi mánudag. Samkvæmt upplýsingum frá bæjarskrifstofu Grindavíkur voru laun bæjarstjóra 1,2 milljónir fyrir júnímánuð, en þau eru vísitölu- tryggð. Þetta er í nokkru sam- ræmi við önnur bæjarfélög sömu stærðar, en þó ívið hærra. Tæp tvö ár, eða um 22 mánuðir, eru eftir af kjörtímabilinu nú þegar Ólafur Örn hættir. Samtals ógreidd mán- aðalaun eru því 26.400.000 sé mið- að við laun júnímánaðar, en ofan á það bætast að sögn Jónu launa- tengdar greiðslur. 45 milljónir í samræmi við ráðningarsamning Morgunblaðið/RAX Frá Grindavík Fiskibátur kemur með góðan afla úr veiðiferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.