Morgunblaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2008 25 ✝ Halldóra ÁgústaÞorsteinsdóttir fæddist á Ölvis- krossi í Hnappadal á Snæfellsnesi 3. desember 1928. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 4. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Þor- steinn Gunnlaugs- son bóndi á Ölvis- krossi, f. á Ytri- Hrafnabjörgum í Hörðudalshreppi í Dalasýslu 11. mars 1885 , d. 14. október 1958, og Þór- dís Ólafsdóttir húsfreyja á Ölvis- krossi, f. á Hamri í Borgarhreppi á Mýrum 26. ágúst 1893 , d. 27. jan- úar 1970. Systkini Ágústu sem upp komust eru Olgeir, f. 1917, Arndís, f. 1918, d. 2006, Inga Jenný, f. 1921, d. 1997, Fríða, f. 1925, Ólafía, f. 1932, Ásta, f. 1933, d. 2000, Sesselja Þorbjörg, f. 1936 og Ragnheiður Lilja, f. 1938. Ágústa giftist 10. júní 1950 Benedikt Haraldssyni bónda, f. 20. ágúst 1924, d. 17. september 1995. 13.11. 1963, d. 9.9. 1966. 6) Har- aldur Benediktsson, f. 23.1. 1966, búsettur á Vestri Reyni, kvæntur Lilju Guðrúnu Eyþórsdóttur. Börn þeirra eru Benedikta, Eyþór og Guðbjörg. 7) Steinunn Fjóla Bene- diktsdóttir, f. 16.8. 1972, búsett í Mófellsstaðakoti, gift Jóni E. Einarssyni. Börn þeirra eru Ágústa Rós og Einar Benedikt. Ágústa ólst upp á Ölviskrossi í Kolbeinsstaðahreppi. Hún fór á unglingsárum til Reykjavíkur og vann þar m.a. sem vinnukona og á saumastofu. Hún fluttist að Reyni 1949 og hóf þar búskap með eigin- manni sínum og fjölskyldu hans. Ágústa og Benedikt keyptu Vestri Reyni árið 1953 og bjuggu þar til ársins 1995 er Benedikt féll frá. Eftir lát hans átti Ágústa heimili á Vestri Reyni til ársins 2005, þá fluttist hún að Tindaflöt 5 á Akra- nesi. Ágústa andaðist á Sjúkrahúsi Akraness eftir stutt veikindi. Útför Ágústu verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Innra-Hólms- kirkjugarði. Börn þeirra eru: 1) Þórunn Valdís Egg- ertsdóttir, f. 21.7. 1948, búsett á Akra- nesi. Var gift Hall- dóri Halldórssyni, þau skildu. Börn hennar eru: Sævar Már, Kolbrún Harpa, Inga Dóra og Heimir Berg. Barnabörn hennar eru fjögur. 2) Elísabet Unnur Benediktsdóttir, f. 28.12. 1949, búsett á Eystri-Reyni, gift Benóný Halldórssyni. Börn þeirra eru Halldóra Lára, Lilja Berglind og Benedikt Steinar. Barnabörn þeirra eru sjö. 3) Fríða Benedikts- dóttir, f. 18.2. 1951, búsett á Akra- nesi, gift Eymari Einarssyni. Synir þeirra eru Benedikt Ölver og Eymar Geir. Barnabörn þeirra eru tvö. 4) Valný Benediktsdóttir, f. 21.7. 1956, búsett á Akranesi, gift Ingibergi Jónssyni. Synir þeirra eru Hjálmar Þór og Elis Veigar, þau eiga eitt barnabarn. 5) Þor- steinn Ölver Benediktsson, f. Hún elsku amma mín er dáin og minningar frá uppvaxtarárunum í sveitinni rifjast upp fyrir mér. Ég var svo lánsöm að alast upp steinsnar frá heimili ömmu og afa á Vestri-Reyni. Amma rak, ásamt afa, myndarlegt kúa- og kindabú og við systkinin átt- um okkar annað heimili hjá þeim. Amma var mikil handavinnukona og þegar mann bar að garði og hana var ekki að finna í eldhúsinu gat mað- ur oftast gengið að henni vísri í stof- unni við hannyrðir. Barnabörn og barnabarnabörn nutu góðs af og í jóla- og afmælispökkum var oft að finna fallegar peysur, hlýja vettlinga og sokka. Ömmu fannst fátt skemmtilegra en að ferðast. Hún og afi fóru oft í styttri ferðir á bílnum og á hverju ári fór hún í nokkurra daga ferðalag til hinna ýmsu staða á Ís- landi með húsmæðrum úr nærliggj- andi sveitum. Þessi ferðalög gáfu henni mikið og oft kom hún heim með minjagripi handa okkur krökkunum. Mér er minnisstæð ferð okkar ömmu saman norður til Akureyrar að hitta mömmu og pabba sem þar voru í or- lofsíbúð. Á leiðinni tók amma að sér hlutverk leiðsögumannsins og fyrir mig var þetta sérstaklega upplýsandi og skemmtileg ferð. Þegar ég og fjöl- skylda mín bjuggum í Þýskalandi kom amma í heimsókn. Við ókum til Heidelberg í Suður-Þýskalandi og skoðuðum okkur m.a. um í Rínar- dalnum. Amma naut þessa ferðalags, var skemmtilegur ferðafélagi og mér þótti vænt um að hún fengi tækifæri til að sjá hvernig við byggjum. Halli, sonur ömmu, og Gunna kona hans tóku við rekstri búsins á Vestri- Reyni og síðustu árin bjó amma á Akranesi. Þá naut hún þess að geta farið ferða sinna gangandi eða með strætó og leið vel í íbúðinni sinni að Tindaflöt. Amma var æðrulaus og sterk kona sem alltaf virtist sátt við sjálfa sig og lífið almennt. Ég er svo þakklát fyrir allar samverustundirnar með ömmu Gústu og hún mun lifa í minningu minni um alla framtíð. Lilja Berglind Benónýsdóttir. Elsku amma mín. Núna ertu komin til afa og fleiri ættingja, ég veit að þú heldur áfram að hugsa vel um okkur öll þar sem þú ert. Mig langar til að skrifa nokkur orð um minningar mínar af ömmu Gústu. Það var svo gaman þegar systurn- ar hittust hjá afa og ömmu, þá komu frændur mínir og við áttum góðar stundir saman. Hollinn skollinn á ganginum hjá hjá ömmu og afa var alltaf frábær skemmtun og svo klettaklifur og snjóhúsagerð. En það kom fyrir að við stálumst í peru- brjóstsykurinn sem amma geymdi í skál í hillusamstæðunni, ekki það að við værum ekki saddir eftir brúnkök- una, pönnsurnar eða annað sem var boðið upp á. Amma átti alltaf eitthvað gott í búrinu hjá sér. Svo þegar ég varð eldri þá urðum ég og amma vinnufélagar, fyrsta sumarið eftir að afi dó réð ég mig í vinnu til Halla frænda og amma kenndi mér að mjólka, þvo beljunum, þrífa þær og fleira. Svo var fastur lið- ur hvert ár þegar amma fór í kven- félagsferðalögin, amma naut þess að fara í þessi ferðalög og þótti það ein- staklega gaman, en það var skrýtið þegar amma var í burtu í 4–5 daga, það var svo notalegt að vita alltaf af ömmu á næsta bæ og maður gat alltaf rölt sér í heimsókn. Ég á mér fyrirmyndir sem ég lít til í lífinu og amma mín er svo sannar- lega ein af þeim, kveinkaði sér aldrei, dugnaðurinn, ákveðin og hress. Þeg- ar ég eignaðist Viktor minn þá gleymi ég því aldrei hvernig amma klappaði honum svo fallega um hendurnar og dáðist að hvað hann væri með sterkar hendur, vinnuhendur eins og þú kall- aðir þær, varst alltaf að segja þetta við mig. Ég ætla að segja honum þetta þegar hann fær meira vit: vinnuhendurnar hennar langömmu. Ég dáðist alltaf að því þegar amma flutti úr sveitinni og niður á Akranes, það gerðist einmitt sama ár og ég flutti sjálfur á Akranes, ég og amma vorum samstíga í flutningunum úr sveitinni, ég um vorið en amma um sumarið. Aftur var amma ekki langt undan, nágranni manns. Ég og amma erum búin að vera nágrannar alla mína ævi. Oft þegar maður ætlaði að banka upp á hjá henni á Tindaflötinni þá var hún í heimsókn hjá vinafólki og það þurfti liggur við að panta tíma ef maður ætlaði að kíkja í heimsókn. Henni líkaði frelsið sem fylgdi því að búa á Akranesi og geta ferðast um allt sjálf, tala nú ekki um hvað hún var fljót að tileinka sér strætóferð- innar, hún reddaði sér sko sjálf, vildi ekki að fólk væri að vesenast fyrir hana. Þegar ég verð eldri þá vona ég að ég verði jafn-hress, jákvæður og lifandi eins og amma var; amma lifði fram á seinasta dag, seinasti fimmtu- dagurinn þinn á röltinu, þegar ég sá þig bíða eftir strætó í góða veðrinu og ég á leið upp í sveit að slá tún. Ég er feginn og þakklátur fyrir að hafa fengið að kveðja þig og vera hjá þér á sjúkrahúsinu, þótt það hefði tekið á að sjá þig svona veika og hjálparvana en nú ertu komin á betri stað og líður vel. Takk fyrir allt. Minningin um þig, Ágústa amma, mun lifa áfram í hjört- um okkar og í arfleifð þinni sem eru börnin og barnabörnin þín og barna- barnabörn. Öll hafa þau erft eitthvað af þínum góðu eiginleikum. Hvíl í friði, elsku amma mín. Benedikt Steinar Benónýsson. Ég er elsta barnabarn ömmu og er á milli tveggja yngstu móðursystkina minna. Amma var því meira í því að ala mig upp að einhverju leyti en að vera í sérstöku ömmudekri. Við amma náðum mjög vel saman, kannski sumpart út af því að við erum báðar fæddar í bogamanninum. Við hefðum báðar átt stórafmæli í desem- ber. Hún áttræð 3. des. og ég verð fertug 10 dögum síðar. Við höfum báðar ýmis einkenni bogamannsins. Að vera sérlega hreinskilnar og hugsa ekki alveg nógu vel áður en við segjum eitthvað hefur hrellt marga ættingja okkar og vini. Ferðalög er nokkuð sem við höfum báðar gaman af. Amma fór tíðum í orlofsferðalög með borgfirskum konum og skemmti sér mjög vel. Hún var einmitt nýkom- in úr einu slíku þegar hún fékk heila- blóðfallið. Systir mín bjó um tíma í Þýskalandi og hún sagði mér frá því þegar amma kom í heimsókn að þá vildi hún helst vera úti að keyra um og skoða. Ég kannast vel við þá til- finningu erlendis. Fals og sýndar- mennska fer illa í bogamenn og það á við okkur ömmu. Amma vildi líka vera sjálfstæð og geta farið sínar eig- in leiðir. Hún naut sín mjög vel þegar hún var flutt á Akranes og gat farið allra sinna ferða með strætó eða fót- gangandi ef veður leyfði. Fæturnir voru þó farnir aðeins að bila nú í seinni tíð og það pirraði ömmu. Hún vissi að þá gæti hún ekki hreyft sig eins mikið um og var kannski meira upp á aðra komin en það vildi hún alls ekki. Amma átti marga vini sem hún heimsótti og skemmti sér með. Hressleiki og félagslyndi eru líka ein- kenni bogamannsins og við áttum sameiginlegt. Góður matur og drykk- ur er nokkuð sem bogamenn njóta mjög vel og ömmu fannst mjög gam- an þegar við buðum henni í veislur og kunni vel að meta. Amma var mikil hannyrðakona og hafði mjög gaman af öllu föndri og handavinnu. Mínar dætur og við höf- um svo sannarlega fengið að njóta þess. Uppáhaldsgjafirnar til dætra minna voru peysur, sokkar og vett- lingar sem hún hafði prjónað og mik- ið notað á veturna, að ógleymdum ýmsum fallegum skartgripum sem amma bjó til. Ég trúi því að amma sé núna hjá afa og syni sínum Þorsteini. Halldóra Benónýsdóttir. Í ömmuhús var gott að koma. Við amma vorum saman næstum hvern dag í tæp 10 ár. Alveg þangað til amma ákvað að flytja í Skagann. Allt- af var hægt að fara yfir til ömmu. Hún var fastur punktur í tilveru minni. Alltaf til staðar, fór með okkur að versla og í marga bíltúra. Í bílnum okkar var sérstakt ömmusæti. Reyndar fann ég að því við foreldra mína þegar farið var af stað án þess að taka ömmu með. Síðastliðið sumar fórum við saman að Ölverskrossi, þar sem amma var fædd og uppalin. Við gengum saman og amma sagði mér frá örnefnum og hvernig hún lék sér. Ég fann hvað henni þótti vænt um staðinn. Eftir að amma flutti var allt- af eitthvað sem vantaði á morgnana og á kvöldin eða í stuttu máli á fjósa- tíma. Því fjósatíminn var tíminn þeg- ar amma kom yfir og passaði okkur Eyþór á meðan pabbi og mamma fóru í fjós. Á því byrjaði hún þegar ég var orðin þriggja ára og gat ómögu- lega verið ein heima í tvo klukkutíma. Þó ég væri dugleg að vera með í fjósi á þeim tíma gat ég það ómögulega á hverjum degi, kvölds og morgna. Á þeim tímum man ég að hún kom varla yfir án þess að hafa með sér bók eða handavinnu. Ef hún hafði hvorugt með sér átti hún venjulega von á ein- hverju í sjónvarpinu. Það var nú lang- oftast sem handavinnan varð fyrir valinu, enda var ég nú alltaf á staðn- um til þess að geta reiknað út hvað frænkur mínar, sem eru á svipuðu reki og ég, þurftu stóra vettlinga og peysur og hvaðeina. En svo var líka fullkomið að sníða utan á mig. Það er óhætt að segja að öll barnabörn og barnabarnabörn hafi einhvern tíma skartað handavinnu ömmu – eða ömmu í hinu húsinu, eins og hún kall- aðist af mínum vörum. Ef ég ætti að safna saman allri handavinnu sem hún hefur gert fyrir mig myndi hún líklega þekja stórt borðstofuborð. Jólin voru hátíð, eins og hjá flest- um, en þau voru aldrei hátíð nema þegar þau voru í ömmuhúsi. Ég mátti stundum opna einn pakka áður en pabbi og mamma fóru í fjós kl. 6, en það vildi ég ekki nema í ömmuhúsi. Ef ég gat endilega ekki beðið þá varð amma a.m.k. að vera komin til að vera hjá mér. Jólatréð var alltaf í ömmu- húsi og þar opnuðum við pakkana og lásum jólakortin. Pabbi gat stundum hrætt mig með því að nú þyrftum við að halda jólin heima og þá gat ég næstum farið að skæla. Fyrstu jólin eftir að amma flutti varð það að veru- leika og hún kom í heimsókn af Skag- anum. Enn í dag finnst mér að þau jól hafi ekki verið eins skemmtileg og vera vildi í ömmuhúsi. Jólin á eftir vorum við sjálf flutt yfir í ömmuhús og við urðum að nefna það gamla hús- ið eða hitt húsið í staðinn, fyrst amma bjó þar ekki lengur. Jólin eftir það vorum við aftur komin þangað eftir endurbætur sem stóðu um sumarið. Alltaf sóttum við ömmu. Við höfum aldrei haldið jól án ömmu. Amma hafði oft orð á því að hún eigi stóran hluta af Eyþóri. Hún kom og passaði okkur frá því að hann var kornabarn, á hverjum degi. Ég er nokkuð viss um að með fyrstu minn- ingum mínum af henni sé hún við eld- húsborðið í ömmuhúsi að þræða perl- ur á nál fyrir handavinnuna. Benedikta Nú setjumst við niður og förum stutt ferðalag aftur í tímann. Í dag er borin til hinstu hvíldar elskuleg frænka okkar Halldóra Ágústa Þorsteinsdóttir. Við rifjum upp minningar um Gústu á Reyni en það var hún ætíð kölluð af okkur systkinunum í Hraunholtum. Gústa var móðursystir okkar, ein af þessum kjarnorkukon- um eins og allar þær systur frá Öl- verskrossi í Hnappadal. Heimsóknir að Reyni voru virkilega spennandi og skemmtilegar fyrir okkur systkinin. Að koma þangað var yndislegt, út- sýnið til Reykjavíkur var glæsilegt, enda bæjarstæðið með því fallegasta sem um getur. Þau Gústa og Bensi ráku myndarlegt kúabú þar sem snyrtimennskan var í hávegum höfð og var einstakt að komast í fjósið og sjá allar kýrnar og kálfana. Mikið var hlegið þegar þær systur hittust og heyrir maður enn óm af hvellum og smitandi hlátri þeirra, hláturinn, stríðnin og glettnin hefur blessunarlega erfst fram í ættir. Léttleiki og smitandi hlátur reyndist alltaf til staðar þannig að maður gat ekki annað en hrifist með. Penninn getur ekki skilið við hér án þess setja á blað minningar um þær fallegu rós- ir og hina margslungnu bergfléttu sem Gústa nostraði svo vel við en bergfléttan var svo stór að hún skreið meðfram loftinu í allri stofunni. Gústa var mikil handavinnukona, bæði á prjóna og saumavél svo ekki sé nú minnst á allt keramikið sem hún bjó til, málaði og notaði gjarnan til gjafa. Er ófáar krúsir og skálar eftir hana að finna í hillum okkar systkinanna. Börnin okkar fóru held- ur ekki varhluta af gjafmildi Gústu því hún prjónaði barnaföt og færði okkur á sæng, hún var alltaf að hlúa að öllum og gera vel við alla. Hjartans þakkir fyrir allt, elsku Gústa. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Við sendum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. systkinanna frá Hraunholtum, Jódís Sigurðardóttir. Nú er amma farin frá okkur og far- in til Guðs að hitta afa. Amma var alltaf dugleg að prjóna á okkur og hún var alltaf að sauma. Amma var góð við okkur og skemmtileg. Hún gaf okkur oft fallega hluti. Nú er hún örugglega að hugsa til okkar og vernda okkur. Við söknum þín, amma. Kveðja, Ágústa Rós og Einar Benedikt. Halldóra Ágústa Þorsteinsdóttir ✝ Elskuleg systir okkar, ANNA SIGRÍÐUR ÞÓRHALLSDÓTTIR, Langholtsvegi 187, Reykjavík, lést sunnudaginn 29. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Bestu þakkir til allra sem tóku þátt í umönnun hennar síðustu æviárin. Hulda Þórhallsdóttir, Nanna Þórhallsdóttir. ✝ Innilegustu þakkir til þeirra sem sýnt hafa okkur samúð og hlýju við fráfall og útför sonar okkar og bróður, LÁRUSAR STEFÁNS ÞRÁINSSONAR, Stekkjarseli 4, Reykjavík. Sú ást, kærleikur og umhyggja sem okkur var sýnd er ómetanleg og ógleymanleg. Þráinn Lárusson, Ingibjörg Helga Baldursdóttir, Þurý Bára Birgisdóttir, Þórhallur Birgisson, Sigrún Jóhanna Þráinsdóttir, Kristján Stefán Þráinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.