Morgunblaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 19
blautum harðfiski eða hvað. Síðan för- um við yfir helstu varúðarráðstafanir yrðum við fyrir því að arka fram á ís- björn. Þegar göngugarparnir draga seinna um kvöldið fram beikonpakka í stöfl- um ákveð ég að spyrja einskis en láta eins og það hljóti að vera fullkomlega eðlilegt að steikja beikon í miðnæt- ursól. Næsta morgun sigla einmitt soðin egg og kalt beikon á borðið. „Smyrjið ykkur nesti fyrir daginn, elskurnar!“ Við höldum af stað með beikonsam- lokur í annarri hönd og banana í hinni. Hvort sem það er nestinu að þakka, náttúrufegurðinni eða blíðunni, örkum við léttilega yfir ár, í gegnum snjó- skafla, upp og niður tvö fjöll, samtals 26 kílómetra yfir daginn. Matforeldrar mínir eru augljóslega komin á Horn- strandir til að taka almennilega á. Kínverska og ullarnærföt Eftir því sem sælkeramaturinn verður meiri og kílómetrarnir fleiri í ferðinni sækir það á mig hvað það sé eiginlega sem sé breytt. Annaðhvort er þessi ferð í grunninn allt öðruvísi en það sem ég áður þekkti – eða þá að ég bý í dag í sælkerasamfélagi sem ég ekki bjó í áður. Kristallast velmeg- un landans ef til vill í breyttum gönguferðum og beikoni á fjöllum? Furuhnetum og fetaosti við ysta haf? Þótt einungis séu 15 ár síðan ég reimaði fyrst á mig gönguskóna þekkti ég þá hvorki pestó né gras- kersfræ. Kóríander hefði eins getað verið kínverska. Nokkrum árum síð- ar er ég stödd við norður-úthaf, þar sem byggð lagðist af fyrir hálfri öld – að úða í mig þessu og meira til. Áður hitaði ég vatn á göngum, húk- andi yfir prímus og hellti því yfir rán- dýrt frostþurrkað kjöt, girti ullar- nærbuxurnar enn betur og fannst ég og Haraldur Örn eiga sitt hvað sam- eiginlegt. Því meira meinlæti, þess betri ferð. Nú hefur dæmið snúist við. Því meiri munaður, því ánægjulegri ferð. Og það þarf ekki endilega að ganga með allt á bakinu. Trússferðir og skálagistingar verða æ algengari. Hvort tveggja hefur sinn sjarma. Ég staðhæfi þó að héðan í frá mun ég ekki hreyfa mig spönn frá rassi án beikonsamlokunnar góðu. sigridurv@mbl.is Ljósmyndir/Gréta S. Guðjónsdóttir ferðalög MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2008 19 ÚTSALAN HEFST Í DAG 30-50% AFSLÁTTUR Íslendingar í út-löndum geta veriðalveg sér- þjóðflokkur. Ár hvert hittast hundruð Íslend- inga á ensku strönd Kanaríeyja og hefur hópurinn myndað vina- tengsl sem haldast allt árið um kring, hvort sem er á Íslandi eða á Kanarí. Bergleif Gannt Joen- sen, kokkur og Kanarí- fari, segir sama fólk koma ár eftir ár á sama tíma, febrúar til mars, og skemmta sér konunglega. „Fólk- ið þekkir hvert annað orðið mjög vel því það kemur svo til ár hvert á ensku ströndina á Kanarí. Það búa allir á sömu hótelum þarna úti og fólk hittist mikið á Klörubar til að borða, en þar er pláss fyrir hundruð gesta í mat,“ segir Bergleif. Íslendingarnir kunna greinilega að skemmta sér vel saman og passa að láta sér ekki leiðast í sólinni. „Á svæðinu er risastór verslunarmið- stöð sem heitir Jumbo Centre og flestallir Íslendingarnir búa í kring- um hana. Þar er mikið af veitinga- húsum, verslunum og hægt að kaupa allt af öllu. Við gerum mikið saman, förum til dæmis í skoð- unarferðir, siglum á skútum, förum í fjallaferðir með Klöru og spilum minigolf á hverjum sunnudegi. Svo höldum við stund- um hattakvöld og horf- um á tískusýningar frá verslun sem margir Ís- lendinganna versla í. Þetta er mjög gaman og alltaf eitthvað að gerast, þá má ekki gleyma að nefna ís- lensku kvöldin, en þá er íslenskur matur á boðstólnum.“ Bergleif segir hópinn ekki þurfa neitt fyllirí til að skemmta sér. „Þetta er svo skemmtilegur hópur og alls ekkert fyllirí á fólki, það er löngu liðin tíð. Eftir langan dag hittist fólkið þó stundum á Mannabar og fær sér drykk. Nafnið á barnum hefur skemmtilega sögu en maðurinn sem á hann heitir Manuel, við köllum hann Manna.“ Kanarífararnir slíta ekki vinátt- unni á milli ferða til Kanarí, heldur hittast á hverju sumri og halda helj- arinnar mót. „Mótið er haldið hjá mér hérna í Árnesi núna, það verður glæsilegt happdrætti, skemmti- atriði, dansleikir og bara hreinlega stórhátíð,“ segir Bergleif og til- hlökkunin leynir sér ekki. liljath@mbl.is Vinátta sem helst árið um kring Enska ströndin Vinsæl hjá íslenskum Kanaríeyjaförum. Kanarífari Bergleif Gannt Johanesen segir stemninguna góða. Mörg hundruð Íslendingar hittast reglulega á Kanaríeyjum og halda uppi fjörinu. Ólafur G. Einarsson og HalldórBlöndal fóru á laxveiðar í Sandá í byrjun júlí. Það var rysjótt veður og þeir fengu engan lax. Þeir fengu húsaskjól í Kjarnaskógi hjá vini sínum Arngrími Jóhannssyni flugmanni og Halldór skrifaði í gestabókina: Langt yfir skammt oft leita menn, ljóst að gagnast engum. Norður í Sandá ókum enn, öngvan laxinn fengum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir vinirnir ganga með bökkum Sandár, en oftast hefur Lárus Jónsson verið í fylgd með þeim. Við slíkt tilefni orti Halldór: Sandá var gruggug af surgi og sargi frá Ólafi durgi. Og líkast til var hann Lárus minn þar en laxarnir? – þeir voru hvurgi. Og einnig: Ólafur fór úr ánni og strax upp með sporðahvini sér úr strengnum lyfti lax líkt og í kveðjuskyni. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af Sandá og laxveiði Mangó-kókosfiskréttur með kóríander 900 g hvítur fiskur (best að nota þorsk eða lúðu) 1 stórt mangó, afhýtt og skorið í 1 sm bita (má nota niðursoðið mangó) 2 kókosmjólkurdósir 400 ml. 3 msk. fersk, söxuð kóríanderlauf Karríblanda: 2 rauðir chilli, helmingaðir og fræ- hreinsaðir hýði og safi úr 1 lime 2 stangir sítrónugras 2,5 sm fersk engiferrót í sneiðum 4 hvítlauksgeirar 1 lítill laukur 3 msk. thai fiskisósa Upplagt er að búa til karrímauk- ið áður en lagt er að stað, sem og að sjóða kókosmjólkina niður. Innihaldsefnin í karríblöndunni eru einfaldlega sett í mixer og maukuð. Kókosmjólkin er aftur á móti sett á wok-pönnu, suðan látin koma upp, hitinn lækkaður og vökvinn látinn sjóða niður og þykkj- ast. Það á að taka um það bil 20 mín. Tíu mínútum áður en bera á mat- inn fram að kvöldi göngudags er kókosmjólkin einfaldlega hituð að suðu og karríblandan og fiskurinn sett út í. Eftir um það bil 4 mín. er mangóið sett út í og það eldað í 2 mín. Rétturinn er borinn fram með hrísgrjónum og ferskum kóríander. Litríkt Mikið er lagt upp úr smá- atriðunum í þessari hönnun. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.