Morgunblaðið - 11.07.2008, Page 31

Morgunblaðið - 11.07.2008, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2008 31 ✝ Arnbjörg Stef-ánsdóttir Jóns- dóttir fæddist á Bakkafirði 13. ágúst 1938. Hún lést á bernskuslóðum á Vopnafirði hinn 1. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Valdimarsson og Lára Árnadóttir en þau eru bæði lát- in. Hálfbróðir Arn- bjargar sammæðra, Jóhann E. Árnason, býr og starfar í Nor- egi ásamt konu sinni Irene og börnum, Láru og Einari. Hálf- bræður Arnbjargar samfeðra, Garðar og Finnur, eru báðir látn- ir. Arnbjörg flutti til Vopnafjarðar á fyrsta ári. Fyrstu æviárin ólst hún upp á Lýtingsstöðum en flutt- ist svo, enn á barnsaldri, til þorps- ins. Fimmtán ára byrjaði hún að vinna í kaupfélaginu og var orðin deildarstjóri þar áður en hún hóf sambúð og fluttist til Reykjavíkur. Arnbjörg giftist Jóhanni G. Ás- geirssyni árið 1963. Börn þeirra eru a) Ásgeir Bjarni, maki Sigríður Karen Lárusdóttir, dætur þeirra eru Arn- björg Mist og Ísold Gunnur og Sigríð- ur, maki Ásbjörn Ásgeirsson, börn þeirra eru Jóhann Guðni og Ólöf Íris. Arnbjörg starf- aði í Ísbirninum í nokkur ár eftir að börnin komust á skólaaldur en hætti þar og fór að vinna hjá þvottahúsi Landakots- spítala líklega 1977 og varð fljót- lega forstöðukona og gegndi því starfi þar til þvottahúsið var sam- einað þvottahúsi ríkisspítalanna. Eftir það fór hún í umönn- unarstörf á Kleppsspítala og starfaði þar uns hún veiktist vor- ið 2000. Útför Arnbjargar fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 11. Þegar ég kynntist tengdamóður minni henni Öddu fyrir 15 árum, þá komst ég fljótt að því að hún var ekki mjög opin persóna og ekki mik- ið fyrir að halda uppi löngum sam- ræðum. Eftir að hún fékk hjartaslag fyrir 8 árum varð hún jafnvel enn þögulli og man ég eftir tilfelli þar sem varla var hægt að toga upp úr henni eitt einasta orð. Nú kannski var hún að hugsa svona stíft um formúluna sem framundan var, hver veit? Adda bar í sér mikla ró og oft fylltist ég notalegri værð í kringum hana, sem getur verið gott í amstri hversdagsleikans. Það sem upp úr stendur er ég hugsa til baka er hversu góð og traust manneskja hún var og aldrei sagði hún nei þegar hún var beðin fyrir barnabörnin. Adda var bráðvel gefin og vissi ótrúlegustu hluti, en hafði jafnframt mjög mikinn orða- forða. Stundum þegar ég talaði við hana brá hún fyrir sig orðum sem ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að væru til. Notaði hún oft orða- tiltæki og hún kunni einnig mikið af málsháttum. Þegar við heimsóttum Öddu og Jóhann í Fjarðarsel sátu þau und- antekningalaust í stólum hlið við hlið, alltaf í þeim sömu, svona nota- leg hefð eins og oft vill skapast á löngum hjúskaparárum. Sat Adda yfirleitt með bók, krossgátu eða handavinnu í höndum, þá ýmist eitt- hvað sem hún var að hekla, t.d. rúm- teppi, eða þá útsaum svo eitthvað sé nefnt. Hins vegar þegar formúlan var í gangi í sjónvarpinu, þá gat hún alveg setið með tómt fangið og horft á hana tímunum saman. Hún átti alltaf sína uppáhalds keppendur, kannski ekki alltaf þann sama, en hún var með þetta allt á hreinu. Adda fékk hjartaslag fyrir 8 árum og var tvísýnt um afdrif hennar fyrst um sinn. Þegar vitað var að hún myndi lifa af, vissi enginn hvernig hún kæmi út úr veikindun- um enda var hún lengi í endurhæf- ingu. Hún náði sér ótrúlega vel á strik þó hún næði aldrei upp fullu þreki, enda má það teljast krafta- verk hvað hún komst vel frá þessum veikindum. Við erum öll afar þakklát fyrir þessi 8 ár sem við fengum að njóta í viðurvist Öddu til viðbótar við árin fram að veikindunum. Takk fyrir okkur, Adda mín, en vonandi sjáumst við aftur síðar. Þín tengdadóttir, Karen. Adda mín. Mig setti hljóða þegar ég frétti af andláti þínu. Svo þegar hugurinn fór að virka aftur fann ég að ég var sátt við að þú fékkst að kveðja þennan heim á æskuheimili þínu, Sólbergi í Vopnafirði, en þar lágu þínar rætur. Við erum búnar að eiga samleið frá því ég var sautján ára, í nær fimmtíu ár. Hafði séð þig kaupstaðardömuna nokkrum sinnum en kynni okkar hófust fyrir alvöru þegar ég fór að vinna í kaupfélagi Vopnfirðinga. Þetta voru meiriháttar ár og þarna í kaupfélaginu var lagður grunnur að ævilöngum vinskap okkar stelpn- anna sem unnum þar. Þú varst góð- ur yfirmaður og man ég enn dýr- indis bragðið af smjörkökunum sem þú settir á borðið handa okkur þeg- ar við vorum að vinna yfirvinnu, stundum langt fram á nótt. Fyrst ég er farin að rifja upp kaupfélagsárin okkar, Adda mín, verð ég að minnast á Grímsstaða- böllin. Í okkar fínasta pússi, tættar og túberaðar, tróðum við okkur inní Fordinn hennar Ástu. Eins gott að ábyrg manneskja sat undir stýri því oftar en ekki var illa látið. Man ég sérstaklega eftir einni slíkri ferð. Eftir hörku ball, en þannig voru Grímsstaða-böllin alltaf, ákváðum við að slá ferðinni uppí menning- arreisu og taka sunnudaginn í að skoða Mývatnssveitina. Það var slegið í klárinn og seinnipart nætur sjáum við heyhlöðu. Teygðar, tog- aðar og sofnaðar á öðru auganu ákváðum við að fá okkur kríu í nota- legu heyinu. Í stað þess að sofna tók okkur að klæja illilega og eftir að hafa velkst þarna og klórað okkur í dálítinn tíma fengum við óstöðvandi hláturskast og vorum glaðvaknaðar. Þegar út úr hlöðunni var komið fengum við skýringuna. Fínt mal heyrðist frá súgþurrkuninni sem hreyfði heyið létt. Uppátæki okkar á þessum árum voru af ýmsum gerð- um og toga, en Adda, mikið var gaman! Svo kemur Jóhann Gunnar inn í líf þitt, Adda mín, og þú ert fyrst af okkur vinkonunum að flytja til Reykjavíkur, en allar áttum við eftir að búa okkur heimili þar. Ekki liðu mörg ár þar til við vorum búnar að þjappa okkur saman aftur og saumaklúbburinn Vopni var stofn- aður. Var síðasta bjóðið í Fjarðar- selinu hjá þér í vor Adda mín. Vor- um við að vanda í góðum gír og matglaðar vel. Fyrir utan að vera skarpgreind varst þú vel lesin og ekki komið að tómum kofunum hjá þér. Ef mig vantaði upplýsingar eða útskýringar á einhverju sló ég ósjaldan á þráðinn til þín. Þú varst alltaf svo innilega þú sjálf, Adda mín, og komst til dyranna eins og þú varst klædd, traust, heiðarleg og hreinskiptin. Þú varst einstaklega barngóð og veit ég að barnabörnin þín hafa misst mikið en að sama skapi eiga þau fjársjóð sem er minn- ingin um þig. Þú varst sterkur póst- ur í mínu lífi, Adda mín, og ég sakna þín sárt. Ef ekki tíðkast sauma- klúbbar þarna hinum megin, þá störtum við vinkonurnar einum slík- um þegar við, sem enn erum hér megin, komum til ykkar Beggu og Diddu. Og þrjár ferðir verða farnar, algjört lágmark. Guð blessi minn- ingu þína. Elsku Jói, Sigga, Ásgeir og fjölskyldur. Við vottum ykkur innilega samúð okkar. Sigríður Frímanns og fjölskylda. Arnbjörg S. Jónsdóttir Það er sólbjört nótt og lengsti dagur árs- ins að nálgast. Ungt lífsglatt fólk að njóta lífsins, næturinnar og að skemmta sér með vinum. Við þessar aðstæður skellur ógæfan yfir. Örn, sem er hluti fjöl- skyldna okkar er hrifinn burt frá þessu lífi og enginn fær rönd við reist. Hann er fyrsta barn foreldra sinna og varð stóri bróðir fjögurra ára þegar Þorgeir fæddist. Örn var glaðlegur uppátækjasamur lítill drengur sem stundum þurfti að leið- beina. Hann ólst upp í Vesturbænum á KR svæðinu og stundaði þar íþrótt- ir, leiki og önnur þroskandi verkefni í fjölmennum vinahópi. Unglingsárin komu með margvísleg vandamál eins og unglingabólur og tannréttinga- spangir. Ný áhugamál komu og önn- ur fjöruðu út. Áfram gekk lífið, ból- urnar löguðust, spangirnar hurfu. Glæsilegur og vel gerður ungur mað- ur var tilbúinn að takast á við lífið. En Örn fékk ekki tíma til að ganga í þau verkefni sem blöstu við en farinn að leggja línurnar hvernig þau yrðu leyst með námi og starfi. Það er erf- itt að sætta sig við að Örn skuli vera horfinn úr lífi okkar. Missir foreldra hans og bróður er auðvitað mestur. Það er júníbjört nótt, það er jónsmessutíð, jörðin eitt stundarkorn blundar en vaxandi kliður með vorljóðin blíð, vekur það innan stundar. Leikur sér æskan, létt er um mál, þar er lífsins ólgandi kraftur. En vinur úr hópnum með vorið í sál ei vaknar að morgni aftur. Lífið er brothætt, lánið er valt, lítið má út af bera. Nóttin varð dimm og hún nístir kalt nóttin, sem kom til að vera. Engum þú týnir, í augsýn þú hefur öll þín jarðnesku börn. Vektu hann, Drottinn, vek þann er sefur, verndaðu drenginn minn, Örn. (HJ) Elsku Siggi, Steinunn og Þorgeir, megi Guð og góðar minningar styrkja ykkur í sorg ykkar. Hugur okkar allra er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Guð blessi minningu Arnar Sigurðarsonar. Fyrir hönd föðursystkina og maka þeirra. Birgir. Það var á laugardaginn fyrir viku að sonur minn hringdi í mig grátandi og sagði mér að Örn hefði látist þá um nóttina. Við svo sláandi fréttir hellist yfir mann vanmáttugur doði, hið óhugs- anlega hefur gerst, ungur maður í blóma lífsins hefur verið hrifinn á brott. Mig langar að segja hér litla sögu af Erni heitnum sem ég held að hafi verið lýsandi fyrir hans karakter. Það var í júní fyrir tíu árum að KR drengir eru staddir úti Vestmanna- eyjum á peyjamóti og undirrituð hafði óvænt verið gerð að liðsstjóra yfir liði sem í voru Örn, sonur minn og fleiri góðir kappar. Ég var nokk- uð stressuð og mikið í mun að mitt lið stæði sig vel og því var ég með her- aga á liðinu. Það líkaði Erni illa og tilkynnti mér það fullum fetum. En fljótlega lærðum við inn á hvort ann- að og ég kunni því vel hvað hann var hreinn og beinn og sagði það sem honum bjó í brjósti. Og brátt fann hann að ég stóð með þeim hundrað prósent þó að ég væri ströng. Mótið byrjaði vel hjá mínum mönnum og fljótlega kom í ljós mikil samstaða og stemmning í liðinu, þeir hvöttu hvorn annan og fögnuðu óg- urlega. Þar lét Örn sitt ekki eftir liggja hann var mikill liðsmaður og Örn Sigurðarson ✝ Örn Sigurðar-son fæddist í Reykjavík 4. desem- ber 1988. Hann lést af slysförum 21. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Neskirkju við Haga- torg 30. júní. alltaf mættur ef eitt- hvað skemmtilegt var í uppsiglingu, hvort sem var utan vallar eða innan. Það var með ólíkindum hvað hann gat hlaupið alveg þindarlaust í vörn og sókn. Oftast var hann í sókn minnir mig og skoraði nokkur mörk. Þeir unnu hvern leik- inn á fætur öðrum og þar koma að lokum að ekkert var eftir nema leikurinn um gullið eða silfrið. Silfrið kom í þeirra hlut sem þýddi auðvitað líka að þeir höfðu tapað leiknum. Það voru daprir og niðurlútir leikmenn sem lötruðu af velli og á ljósmynd sem ég á af vett- vangi eru þeir meira og minna grát- andi. En Örn var fyrstur til að taka gleði sína að nýju og reyndi eins og hann gat að peppa vini sína og minnti þá á að silfur er líka verðlaun. Þannig vil ég minnast hans fullan af bjartsýni og löngunar til að við- halda gleðinni. Þorgeir, Steinunn, Sigurður, aðrir vandamenn og stóri vinahópurinn úr Granaskjóli og nágrenni, mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Sigrún Einarsdóttir, KR-mamma. Elsku Örn, það er svo sárt að kveðja þig, þú varst rifinn í burt frá okkur skyndilega og alltof fljótt. Við sitjum hér og minnumst allra góðu stundanna með þér. Ég man daginn sem þú fæddist, lítill ljósgeisli í svörtu skammdegi. Frumburður stoltra foreldra sem geisluðu af gleði. Þú varst alvörugefið lítið barn, en alltaf var stutt í brosið og stríðn- islega glottið þitt. Þú varst kappsam- ur í því sem þú tókst þér fyrir hend- ur hvort sem það var að safna flöskum eða slá garða fyrir Vest- urbæinga. Þú varst KR-ingur í húð og hár eins og glögglega kom í ljós þegar þú dvaldist hjá okkur 10 ára gamall og við stríddum þér á því að best væri að spila fótbolta með Val. Okkur er minnisstætt hversu góður frændi þú varst litlum frænkum sem kom glögglega í ljós þegar við báðum þig að hlusta eftir þeim úti í vagni eitt sinn þegar við brugðum okkur af bæ; þú stóðst við vagninn allan tím- ann sem við vorum í burtu. Þú varst frábær á hjólabretti og línuskautum, liðugur eins og köttur stökkstu um loftin blá. Ekki varstu síðri á snjó- bretti enda dvaldist þú löngum í Blá- fjöllum á unglingsárum þínum. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta, skæra veki þig með sól að morgni, veki þig með sól að morgni. Drottinn minn, faðir, lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós, tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál, slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni, svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Við munum ætíð sakna þín, sér- staklega á jólum, í öllum afmælum og fjölskylduboðum. Við hugsum um allt sem þú áttir eftir að gera í lífi þínu og um allt sem hefði getað orð- ið. Við þökkum fyrir þann tíma sem við fengum með þér og minning þín lifir með okkur um ókomin ár. Elsku Steinunn, Siggi og Þorgeir, Guð gefi ykkur styrk og þrek. Ingibjörg og fjölskylda. Fyrstu minningar mínar um ömmu eru frá Njálsgötunni. Hún kom að passa okkur systkinin og ég man hvað mér fannst hún smart, á háum hælum og vel tilhöfð. Jólaboð- in voru alltaf eftirminnileg hjá ömmu og afa og þótti mér það oft heilmikið ferðalag, að fara alla leið til Hafnarfjarðar í ýmsum veðrum og ísköldum VW. Þegar unglingsár- in urðu erfið, heimsótti ég ömmu oft. Hún tók mér opnum örmum, skammaði mig aldrei, hlustaði, leið- beindi og svo fékk ég hlýtt faðmlag að lokum. Samband afa og ömmu upplifði ég alltaf sem mikla virðingu og kærleik þeirra á milli. Ég veit hún saknaði hans mikið, en hann dó 1990. Við sát- um oft lengi við eldhúsborðið og ræddum allt milli himins og jarðar. Um lífið og dauðann, trúmál og drauma, vonir og væntingar. Hún sagði mér frá sínum uppvexti, gleði og sorgum, sem barn og ung kona. Oft varð mér hugsað til aðstæðna á Ströndum í þá daga. Að eignast börn og missa barn við þær aðstæður, sem þá voru, hlýtur að hafa verið mjög erfitt. Amma var hæg og ljúf kona, ekki skaplaus en ofurviðkvæm og mikil dama. Það er blessun að hafa fengið að lifa með og njóta ömmu sinnar í næstum fimmtíu ár. Ástar- og saknaðarkveðjur, amma mín. Þín Guðrún. Ég hitti Jóhönnu og Óskar fyrst 1985 þegar ég kom á Öldugötuna með Hrafnkeli syni þeirra. Þessi góðu hjón, sem síðar urðu tengda- foreldrar mínir tóku mér strax af mikilli hlýju. Síðar er dóttir mín Anna Kristín kynntist þeim komu þau strax fram við hana eins og hin barnabörnin og aldrei hægt að merkja annað en hún hefði ávallt verið eitt þeirra. Jóhanna var ákaflega eðlisgreind kona, myndarleg húsmóðir og mikil mamma og amma. Þrátt fyrir góðar gáfur hafði hún aldrei tök á lengri skólagöngu. Við andlát móður sinnar þurfti hún að gefa allar slíkar vonir frá sér, en axla í stað þess ábyrgð á heimilishaldi á Elliða nýkomin af fermingaraldri. Hún var þó ótrúlega vel að sér, ekki síst um ljóð og bók- menntir og kunni ógrynni ljóða, auk þess að yrkja sjálf, þó hún hefði ekki hátt um þá iðju. Mér kom á óvart að heyra Hrafnkel ræða við hana ekki bara um ljóð, blóm eða önnur slík sameiginleg áhugamál heldur jafn- vel handbolta eða enska fótboltann. Alltaf var til eitthvað gott með kaffinu eins og vaninn var í sveitinni, og fljótlegt að hræra í nokkrar pönnukökur er gesti bar að garði. Síðar er barnabörnin vöndu kom- ur sínar á Öldugötuna átti amma alltaf eitthvað gott í magann, hafði tíma til að hlusta og jafnvel kenna þeim gömul spil eða láta þau taka eina skák á gamla tafl afa síns. Það var okkur mikil gleði er tengdaforeldrarnir dvöldu hjá okkur í Svíþjóð og gaman að sjá hve vel þau tóku eftir öllu og glöddust yfir flestu er fyrir bar. Það er reyndar erfitt að hugsa um annað hjónanna án þess að hugsa um bæði, samrýnd- ari hjón er erfitt að ímynda sér. Missir hennar var því mikill er Ósk- ar lést 1990, en áfram hélt hún af sömu þrautseigju og hún hafði svo oft þurft að sýna áður. Í banalegunni birtist vel einlæg trú hennar og traust á almættinu. Hún lést í Víðihlíð í Grindavík þar sem hún dvaldi síðustu árin og seint fullþökkuð umhyggja og kærleikur starfsfólks í hennar garð. Að leiðarlokum kveð ég yndislega konu með miklum söknuði en trúi því að hún og Óskar séu nú aftur saman og fylgist með öllum afkom- endunum. Hafðu þökk fyrir sam- fylgdina og allt sem ég hef af þér lært. Þórhildur Sigtryggsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.