Morgunblaðið - 11.07.2008, Side 43

Morgunblaðið - 11.07.2008, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2008 43 Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gæða málning á frábæru verði Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. Afsláttur af málningarvörum 20% Sætúni 4 Sími 517 1500 Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður. Skútuvogi 13, S. 517 1500 www.teknos.com - kemur þér við Ekki ríkisstjórn Fagra Íslands Úða plasti á gróður við Kárahnjúka Árni Johnsen stelur senunni á Stokkseyri Heitir sumarhælar á rauða dreglinum Apinn nakinn í þrjú ár Sjónvarpskokkur með sorakjaft í lundabyggð Hvað ætlar þú að lesa í dag? UMSLAG plötunnar Oft spurði ég mömmu með Sigurði Guðmundssyni og Memfismafíunni er stæling á verkum grafíska hönnuðarins Saul Bass, sérstaklega kynningarplakat- inu fyrir kvik- myndina The Man With the Golden Arm (1955). Vísunin er snjöll, því tónlist- in er meira og minna öll frá 6. áratugnum, en þó er þetta engan veginn augljósasta leiðin til að nálg- ast tímabilið sjónrænt séð. Grafíkin er jafnframt eins og táknmynd fyrir plötuna, hér er verið – mjög ná- kvæmlega – að endurgera stíl sem er auðþekkjanlegur. Bass hannaði líka opnunarsenuna í Psycho (1960) eftir Hitchcock. Psycho var svo end- urgerð tæpum fjörutíu árum síðar, skot fyrir skot, af Gus van Sant. Hann var gagnrýndur fyrir verkið, spurningin um tilgang myndarinnar varð mjög áleitin – til hvers að gera eitthvað nákvæmlega eins og áður? Á Oft spurði ég mömmu er að finna vel þekkt dægurlög sem voru flest vinsæl hérlendis á 6. og 7. ára- tugnum, útsett og flutt í anda þess tíma. Raunar er oftast um eftirmynd laganna að ræða eða eftirmynd and- ans sem umlykur þau. Ennfremur er hljóðtækni þess tíma öpuð eftir; í stað þess að taka hljóðfærin upp hvert í sínu lagi og raða svo saman í tölvu er hljómsveitinni allri stillt upp mislangt frá einum (eldgömlum) hljóðnema og tónlistin rennur öll inn á einrása segulband. Tónlistarmennirnir sem að skíf- unni standa segjast í heimild- armyndinni Teipið gengur (sem fylgir disknum) hafa viljað kynnast þessum gömlu aðferðum af eigin raun. Þeir gengu raunar skrefinu lengra og klæddu sig upp í gömlum stíl, leyfðu reykingar í hljóðverinu og reiddu fram flatkökur og rjóma- tertur á meðan á upptökum stóð. Platan er því eins konar viðburður, skrásetning á nokkrum skemmti- legum dögum í hljóðverinu, póstkort til okkar sem heima sitjum. Þrátt fyrir það er skífan síður en svo einhver sjálfsfróun þar sem hlustandinn er óboðinn gestur. Þvert á móti er hún með því allra áheyrilegasta sem mun koma út þetta árið. Það er eiginlega ekki hægt að hafa neitt á móti tónlistinni hérna, hún er svo stimamjúk, svo frábærlega flutt, og hljómurinn er – þrátt fyrir bara einn hljóðnema – al- veg framúrskarandi. Þá er Sigurður Guðmundsson flottur söngvari sem örlaði ögn á í stöku lagi með Hjálm- um, en hér stígur hann fram sem dægurlagasöngvari í fremstu röð. Hann er ekki jafn kraftmikill og Ellý Vilhjálms, Óðinn Valdimarsson eða Ragnar Bjarnason, heldur frekar lágstemmdur og dularfullur, en röddin er engu að síður heillandi. M.ö.o. er allt handbragð á plötunni með því besta sem þekkist, enda ein- valalið tónlistarmanna sem stendur að útgáfunni, og sem hrein og ómenguð tónlistarupplifun er hún næstum frábær. En svoleiðis upp- lifun er ekki til. Í heimildarmyndinni er ein skýr- ing á tilgangi plötunnar sú að hún sé ætluð til að kynna tónlistina fyrir nýjum kynslóðum. Hins vegar eru þessi lög auðfáanleg á Netinu og á safnplötum og er haldið á lofti í úti- legum og útvarpi. Líklegra er að um gæluverkefni tónlistarmannanna að ræða. Tónlistin er lofgjörð til ein- faldari tíma, áður en hipparnir tóku völd. Þetta birtist í tæknilegri vinnslu plötunnar, en jafnframt má hér greina þrá eftir tíma vandaðra handbragðs, þegar tónlistarmenn komust ekki upp með neitt slor. Það var bara talið í og um að gera að standa sig. Í dag þarf maður varla að geta þrætt skala eða lesið nótur til að gefa út vinsælar plötur. Það er því ákveðinn heimsósómi inn- byggður í formgerð plötunnar, óþef- ur af hugmyndinni um að allt hafi verið betra hér áður fyrr. Kannski er skrítið að finna að hugmyndafræðilegum atriðum sem þessum, en þessi plata er ofar öðru hugmyndalegs eðlis, hún gengur öll út á „konseptið.“ Lokapródúktið er næstum því aukaatriði. Í hljóðtækni- legum skilningi hefði t.d. verið áhugaverðara að heyra hvernig gömul tæknin hefði haft áhrif á nú- tímalega tónlist. Tónlistin sem hér er að finna hefur þegar verið tekin upp með þessum hætti, og í þessum búningi, svo við vitum hvernig hún hljómar. Hvernig hefði Hjaltalín, Mugison eða Mercedez Club hljóm- að á einn hljóðnema? Eða hvernig hefðu þessi lög hljómað í þeim út- setningum sem Flís, Senuþjófarnir og Hjálmar (Memfismafían er eins og þverskurður þessara sveita) hafa getið sér gott orð fyrir? En fyrst svona er í pottinn búið hafði undirritaður upp á uppruna- legum útgáfum laganna og lék þau í sömu röð og á Oft spurði ég mömmu. Hlustunin leiddi í fyrsta lagi í ljós hversu sláandi líkar útgáfur Memfis- mafíunnar eru orginölunum á stund- um. Í öðru lagi er tilhneiging hjá þeim til að hægja á lögunum, og ég held að það sé rétt ákvörðun, sér- staklega í „Gettu hver hún er,“ sem Helena Eyjólfsdóttir flýtti sér gegn- um árið 1961 og í „Undir Stóra- steini“ sem Raggi Bjarna söng 1965. Í þriðja lagi komst ég að því að, þrátt fyrir líkindin (eða kannski vegna þeirra) átti ég engu að síður erfitt með að gera upp á milli. Og þá rann upp fyrir mér að Oft spurði ég mömmu er þrátt fyrir ofangreinda gagnrýni framúrskarandi verk. Þegar Psycho Gus van Sants kom út 1998 hafði handritshöfundurinn orð á því að þótt Anne Heche færi með sömu línur og Janet Leigh hafði farið með í hlutverki Marion Crane árið 1960 þá væri hún í raun að leika allt aðra persónu. Þetta á líka við um Sigurð. Þótt flutningur hans og Memfismafíunnar á „Ég er kominn heim“ sé hér um bil nákvæmlega eins og flutningur Óðins Valdimars- sonar, þá er hann það samt ekki heldur verður túlkunin einstök. Tón- listin sjálf býr einhversstaðar á milli nótnanna. Sigurður verður önnur persóna og hljómsveitin líka. Og þetta á við um langflest lögin. Kannski er smekksatriði hvor túlk- unin á betur við mann; ég kann yf- irleitt við báðar. Svo eru hér tvö lög sem eru að hluta til ný: „Kveðja“ er nýtt, eftir Baggalútinn Braga Valdimar Skúla- son við ljóð Davíðs Stefánssonar – og það er stórgott. Í þessu safni er ekki annað að heyra en að það sé jafnsígilt og allt annað, hér er næst- um um sögufölsun að ræða. Sömu- leiðis má nefna nýjan texta eftir Braga við „Baby it’s Cold Outside,“ þekkt amerískt vetrar- eða jólalag (hér er stuðst við flutning Rays Charles og Betty Carter frá 1961), sem passar vel hér inn þar sem plat- an er öll nokkuð vetrarleg (og kannski fullsnemma á ferðinni). Hér nefnist það „Veðrið er herfilegt“ og Andrea Gylfadóttir nýtur sín í skop- legum dúett með Sigurði. Þessi ný- sköpun er kannski annar lykill að því að meta skífuna; Bragi bjargar gagnrýniverðri hugmyndafræði plötunnar eiginlega fyrir horn og hjálpar manni að meta tónlistina eina og sér. Má ég að lokum óska eftir þessum óði til sjötta áratugarins á vín- ylplötu, svona svo „konseptið“ full- komnist? Eins – en öðruvísi TÓNLIST Geisladiskur Sigurður Guðmundsson og Memfis- mafían bbbbn Atli Bollason Ljósmynd/Guðmundur Freyr Vigfússon Stimamjúkt og frábær flutningur „Það er eiginlega ekki hægt að hafa neitt á móti tónlistinni hérna, hún er svo stimamjúk, svo frábærlega flutt, og hljómurinn er […] alveg framúrskarandi.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.