Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Side 6
en það, að þau útveguðu, eða pöntuðu frá útlöndum,
talsverðan hluta af almennustu nauðsynjum manna —
helzt allar aðalvörur — og Ijetu svo innlendar vörur í
staðinn. Enn í dag munu þeir menn eigi vera allfáir, sem
eru á því máli, að það muni vera affarasælast að kaup-
fjelögin láti hjer við lenda. Petta fyrirkomulag gafst víða
vel og hnekkti ekki svo lítið verzlun kaupmanna í upphafi.
En í rauninni er þetta ekki nema lítill hluti, og eigin-
lega sá, sem er tiltölulega Ijettastur í framkvæmdum, af
þeim viðskiptum, sem eptir algengri málvenju kallast
verzlun hjer á landi. Petta sáu einnig ýmsir framgjarnir
kaupfjelagsmenn fljótlega, og vildu því eigi láta hjer lengi
staðar numið. En því verður naumast með rjettu mót-
mælt að mörg kaupfjelögin hjer á landi hefðu gert rjett
í því að ganga miklu lengur á þessum barnaskóm, og
fara þar að dæmum útlendra kaupfjelaga: taka ekki nema
lítið fyrir í upphafi.
Nú hefir þorri kaupfjelaganna hjer á landi stigið fram-
ar, og leitast við að taka að sjer verzlunina alveg, hvert
á sínu svæði, svo víðtækt sem tíðast hefir verið um
hinar stærri verzlanir hjer áður; þau leitast nú við:
að útvega fjelagsmönnum sem flestar nauðsynjar sínar,
að selja fyrir þá sem mest af verzlunareyri þeirra, og
að annast um peningaviðskipti þeirra, að flestu leyti.
Þessi hlutverk öll hafa sum kaupfjelögin hjer haft með
höndum um mörg ár, rekið þau sem mest sundurgreind,
en þó eptir hvers eins þörfum og aðstöðu. Tvö, hin
fyrstnefndu hlutverk eru þau hin sömu, er fleiri ósam-
kynja samvinnufjelög erlendis vinna að. En hið þriðja
veit eg ekki til, að nokkurt samvinnufjelag erlendis hafi
með höndum: að annast peningaviðskipti manna, t. d.
að greiða fyrir menn opinber gjöld, til prests og kirkju,
sveitargjöld, þinggjöld, jarðarafgjöld, bankaborganir og
fleira; að færa í viðskiptareikninga manna borganir frá
Pjetri til Páls, og sv. frv. Þetta annast eingöngu bank-
arnir erlendis og aðrar lánsstofnanir. Mætti segja, að