Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Síða 7

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Síða 7
3 hjer á landi væri því nokkur vísir til þess, er kaupfjelögin víðast hvar í öðrum löndum œtla að koma í framkvæmd, eða taka að sjer með tímanum.* F*etta eru þau hlutverk, sem kaupfjelögin hjer eru nú að fást við, og ætla að framkvæma á betri og hagfelld- ari hátt en kaupmennskunni hefir tekizt hingað til, með því aðallega að markmiði: að koma á skuldlausri verzlun, alinnlendri, að koma á vöruvöndun yfirleitt, og að safna fje til reksturs kaupfjelagsskaparins, m. fl. Það má með sanni segja að hlutverk þetta er afarstórt og þýðingarmikið, og að kaupfjelögin eru enn stutt á veg komin að ná þessum tilgangi sínum. Pað má í raun rjettri segja, að sumum þeirra hefir ekkert áunnist; þau hafa lent á villigötum, ekki fylgt fastri stefnu, og þrætt um of stigu kaupmennskunnar, svo þau eru nú stödd á flæðiskeri. Og þrátt fyrir það, að ýmsum fjelögum hefir nokkuð unnist á leiðina, verður samt tæplega sagt að nokkurt þeirra haldi hiklaust hina rjettu leið, heldur beri þau öll í sjer þau mein, er bráðra lækninga þurfa við, ef vel á að fara. Eg hefi, fyrir hálfu öðru ári síðan drepið á það, í tíma- riti þessu, með fáum orðum, hvar eg álít helzt að mein. 'n liggi. Tók eg það fram, að það væri einkum hinn andlegi jarðvegur, sem rækta þyrfti, áður en vjer gætum vænst þess, að þessi fjelagsskapur bæri hjer verulega ávexti. Okkur vantaði, svo tilfinnanlega, fjelagslegan þroska, samvinnuhug og það hugsjónalíf, sem eitt getur borið uppi lifandi fjelagsskap. í tímariti þessu hafa fallið orð frá öðrum mönnum í sömu átt, og á fleiri stöðum; en þrátt fyrir það ætla eg að fara nokkrum orðum um Þetta efni. Það er má ske eðlilegt að framkvæmdalíf okkar Islend- A Englandi og Þýzkalandi hafa sanibandskaupfjelögin, þegar fyrir nokkru, komið upp öflugum bankastofnunum. 5. J. V

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.