Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Síða 22

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Síða 22
* Um verzlunarfjelögin í Arnessýslu. Mest um Heklu. Eptir tilmælum yðar, herra ritstjóri, sendi eg góða tíma- ritinu yðar nokkur orð um verzlunarfjelögin í Arnessýslu, og að auki stuttar athugasemdir, almenns efnis. Sökum ókunnugleika get eg ekki lýst neinu fjelaginu, svo sem eg vildi, nema ef til vill »Heklu«. Vandanum þeim tel eg líka af mjer Ijett, að því er snertir hin fje- lögin, af því menn úr stjórn þeirra hafa tjáð mjer, að formenn fjelaganna muni senda »Tímariti Kaupfjelaganna« yfirlit yfir viðskipti og efnahag fjelaga sinna; má ske líka nokkuð meira, t. d. sögulegan fróðleik um undirbúning fjelagsskaparins, stofnun hans, starfsemi og áhrif, Slíkum upplýsingum þarf að safna í heild, smám saman, fyrir öll helztu fjelög landsins. Hefir tímarit kaupfjelaganna óskað þess, að svo væri gert, og flutt fróðleik um sum samvinnufjelögin, einkum á Norðurlandi. Mikils væri um það vert, fyrir samvinnufjelagsskap landsins, að sjá og skilja, í einstökum greinum, hvað það hefir verió, sem vel hefir gefizt, og hvað illa. Hvað það er, sem batar, og hvað hitt, sem skaðar; hvað byggt er á bjargi og hvað á sandi. Mætti sjálfsagt mikið læra af áreiðanlegum og alveg óhlutdrægum upplýsingum frá öllum svæðum samvinnufjelagsskaparins innanlands.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.