Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Page 24

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Page 24
20 bakka stór fastaverzlun: Lefoliisverzlun, sem lengi hefir verið kennd við eigendur hennar, feðga tvo, danska stór- kaupmenn, vandaða menn og áreiðanlega. Lefolii, yngri, mun nú búinn, eða hafa reynt að minnsta kosti, að selja verzlun þessa, að nokkru leyti, í fjelagshendur. En út- lent mun fjelag það víst, að mestu leyti. Það er illt, þegar útlend fjelög ná hjer miklum eign- um, og stór voði getur hlotizt af stefnunni, sem nú rík- ir í landinu, að láta allt laust við útlendinga: jarðeignir, skip og verzlanir. í þessu tilfelli var þó eigi öðru um að kenna, en efna- leysi hjeraðsbúa, erviðleikum í peningasökum og áræðis- leysi til að gera slík kaup, er nema mörgum tugum þús- unda, að krónutali. Parna var líka í boði landeign mikil og verðmæt, verzlunarhús stór og ramger mjög, m. m., og, ef til vill, var þarna líklegasta hafnarstæðið »milli ánna«. Lefolii er sá vinur íslendinga, að hann gaf hjer- aðsbúum fyrst kost á kaupum þessum, og kvaðst vilja fremur selja innlendum mönnum en útlendum. Öldum saman hefir verzlunin á þessum stað verið eina verzlunin, eða nálega hin eina á Suðurlandsundirlendinu, og vafalaust ein af dropasömustu hreytum Dana á landi voru. Svo hafa þó loks, á síðustu árum, hin innlendu fjelög færst í aukana, og gamla hreytan góða hefir sam- anfært svo nytina, að hún var til frálags metin. F*ví meiri virðingu verðskuldar það, að eigandi þess- arar föstu verzlunar mun aldrei hafa, á neinn hátt, reynt að spilia fyrir keppinautum sínum, eða veikja álit þeirra. Vert er Iíka að geta þess, verzlunarstjóranum prúðmann- lega til maklegs lofs, og hinum velviljaða kaupstjóra fje- lagsins — sem áður var þjónn hins — að jafnan hefir ver- ið vinum að mæta og höndum tekið saman frá báðum hliðum, þegar svo hefir þótt betur fara. * * *

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.