Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Síða 30
26
því meðmæltur að stofnað yrði hlutafjelag, með atkvæð-
isrjetti, miðuðum við hlutatölu —auðvald —og ágóða skipt
á hlutafje, í staðinn fyrir viðskiptamagn. Sömu stefnu
fylgdi Olafur kaupmaður Árnason fram, í' byrjuninni.
Á fyrnefndum fundi var hlutafjelagsstefnunni andmælt,
og urðu fáir til þess að styðja hana. Aptur á móti mæltu
ýmsir með samvinnukaupfjelagsskapnum. Eptir þetta mun
sýslumaður E. B. hafa látið afskiptalausa stefnuna í verzl-
unarmálinu. Sama mun mega segja um ýmsa aðra merkis-
menn, sem taldir voru í nefndum bæklingi meðal stofn-
enda »Verzlunarfjelags Stokkseyrar«, t. d. Sigurð sýslu-
mann Olafsson, Skúla læknir Árnason og nokkura stór-
bændur. Þeir munu lítið hafa skipt sjer af meðferð máls-
ins og ekki lagt mikið kapp á það, frá neinni hlið. En
vita mátti það, að nöfn slíkra manna væru sem leiðar-
vísir, er margir vildu átta sig eptir.
Enn verður að geta þess, að þegar hjer var komið,—
og verzlunarfjelagsskapurinn var reikandi í ráði —, hafði
yngismaður þorleifur Guðmundsson á Háeyri pantað vör-
ur, í tvö ár, fyrir marga bændur í báðum sýslunum.
Pöntun þessi var allstór; jafnvel um 100 þús. kr. síðara
árið. Var það furða, hve vel pöntunin flotaðist, á svo
völtu fleyi. Líklegt er, að ýmsir þeirra, er pöntuðu vör-
ur þessar, hafi viljað fá festu nokkura í fjelagsskapinn.
Og það varð úr, að Porleifur bauð Ólafi kaupmanni að
fara með pöntun og pantendur til hans, ef hann vildi
breyta verziuninni í kaupfjelag, og fjelagið vildi svo kaupa
hús nokkur á Háeyri. Varð nú þetta að ráði. Fundir voru
haldnir og fjelaginu þegar á fót komið. Pá voru og fje-
lagslög í smíðum höfð.
Með ráði góðra manna keypti Sigurður ráðanautur einn
fjelagshlut, í því skyni, að geta tekið þátt í stofnun fje-
lagsins og lagasmíð. Mun hann, eptir föngum, hafa beint
stefnu fjelagsins á samvinnubrautina og fært ákvæði lag-
anna svo nærri stefnu kaupfjelaganna, sem þá hafa sýnzt
tök á, eptir öllum ástæðum. Hann var fundarstjóri, þeg-