Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Qupperneq 30

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Qupperneq 30
26 því meðmæltur að stofnað yrði hlutafjelag, með atkvæð- isrjetti, miðuðum við hlutatölu —auðvald —og ágóða skipt á hlutafje, í staðinn fyrir viðskiptamagn. Sömu stefnu fylgdi Olafur kaupmaður Árnason fram, í' byrjuninni. Á fyrnefndum fundi var hlutafjelagsstefnunni andmælt, og urðu fáir til þess að styðja hana. Aptur á móti mæltu ýmsir með samvinnukaupfjelagsskapnum. Eptir þetta mun sýslumaður E. B. hafa látið afskiptalausa stefnuna í verzl- unarmálinu. Sama mun mega segja um ýmsa aðra merkis- menn, sem taldir voru í nefndum bæklingi meðal stofn- enda »Verzlunarfjelags Stokkseyrar«, t. d. Sigurð sýslu- mann Olafsson, Skúla læknir Árnason og nokkura stór- bændur. Þeir munu lítið hafa skipt sjer af meðferð máls- ins og ekki lagt mikið kapp á það, frá neinni hlið. En vita mátti það, að nöfn slíkra manna væru sem leiðar- vísir, er margir vildu átta sig eptir. Enn verður að geta þess, að þegar hjer var komið,— og verzlunarfjelagsskapurinn var reikandi í ráði —, hafði yngismaður þorleifur Guðmundsson á Háeyri pantað vör- ur, í tvö ár, fyrir marga bændur í báðum sýslunum. Pöntun þessi var allstór; jafnvel um 100 þús. kr. síðara árið. Var það furða, hve vel pöntunin flotaðist, á svo völtu fleyi. Líklegt er, að ýmsir þeirra, er pöntuðu vör- ur þessar, hafi viljað fá festu nokkura í fjelagsskapinn. Og það varð úr, að Porleifur bauð Ólafi kaupmanni að fara með pöntun og pantendur til hans, ef hann vildi breyta verziuninni í kaupfjelag, og fjelagið vildi svo kaupa hús nokkur á Háeyri. Varð nú þetta að ráði. Fundir voru haldnir og fjelaginu þegar á fót komið. Pá voru og fje- lagslög í smíðum höfð. Með ráði góðra manna keypti Sigurður ráðanautur einn fjelagshlut, í því skyni, að geta tekið þátt í stofnun fje- lagsins og lagasmíð. Mun hann, eptir föngum, hafa beint stefnu fjelagsins á samvinnubrautina og fært ákvæði lag- anna svo nærri stefnu kaupfjelaganna, sem þá hafa sýnzt tök á, eptir öllum ástæðum. Hann var fundarstjóri, þeg-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.