Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Síða 49

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Síða 49
45 Sama árið, 1907, kom Kaupfjelag F’ingeyinga á fót sláturhúsi á Húsavík. Ef til vill hafa fleiri sláturfjelög tek- ið til starfa sama ár. Næstu árin: 1908 — 1909, fjölgaði sláturhúsunum töluvert. Og nú er svo komið: að á öllu svæðinu frá Skeiðarársandi, vestur og norður um land, eru komin á föst fjelagssamtök, með sláturhús, —að meiru eða minna leyti fyrir hvert hjerað —, þar sem annars get- ur verið nokkuð, til muna, að ræða um útflutning á salt- kjöti. Tímaritinu er eigi kunnugt um, að nokkurt sláturfjelag sje starfandi á Austurlandi, sem þá eigi viðunanlegt slát- urhús. Pað er eitt með öðru nauðsynlegu í þessum nýju til- raunum, með endurbætta saltkjötsverzlun, að menn viti nokkurn veginn um hversu mikið vörumagn er að ræða. Það ætti að vera hvatning til sláturfjelaganna, að efla sem bezt samvinnu og samhald, sín á meðal, og þá má bezt sjá, hvort til þess er nokkuru kostandi. Petta á því og að greiða fyrir væntanlegum fundi allra sláturfjelaganna á þessu sumri. Tímaritið hefir því lagt áherzlu á það, að afla sjer upp- lýsinga í þessu efni, og verður nú sýndur árangur þeirr- ar viðleitni.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.