Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Qupperneq 58
54
2. Kostnaðarreikningur. Þar eru, útgjaldamegin, færðir
hinir ýmsu liðir reksturskostnaðarins og útgjöld öll,
er fjelagið hefir; það, sem gengur til sjóða, og sv.
frv. Skal það tekið fram, að margir þessir liðir þurfa
að hafa sjerreikning í höfuðbókum fjelagsins, ef um
tvöfalda bókfærslu er að ræða. Innleggsmegin er
mismunur vörureikninganna eða »Brúttó«-ágóði fje-
lagsins; tekjur af húsum, ný hlutabrjef o. fl.
Mismunur þessa reiknings er »Nettó«-ágóði, eða
eign fjelagsins.
3. Efnahagsreikningur. Það skal tekið fram, að inn-
stæðumegin eða i eignakaflanum eru taldar eptir-
stöðvar aðfluttrar vöru, sem mega teljast söludeild,
það, sem umfram er vetrarvörur, sem taldar eru í
vörureikningnum. Hjer má telja Q. lið, skuldamegin
hreina eign fjelagsins: kr. 9163.53. Er eins rjett að
færa það sem mismun innstæðu og skulda (activa
og passiva), enda er slíkt venjulegt í eignareikningi.
Vænti eg þess, að reikningar þessir þurfi eigi frekari
skýringa við. Að eins skal eg taka það fram, að reikn-
ingarnir um umsetning þyrftu að vera ítarlegri, en eg
hefi haft tíma til að sýna hjer.
Eg teldi það nauðsyn og eigi nema rjettmætt, að krefj-
ast svona eða svipaðra reikninga, til birtingar í tímarit-
inu, af fjelögum þeim, sem í sambandinu eru.