Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Side 62

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1910, Side 62
Næsti aðalfundur Sambandskaupfjelagsins. Eins og ráðgert var á síðasta aðalfundi Sambands- kaupfjelagsins f. á., verður næsti aðalfundur fjelagsins haldinn á Sauðárkróki, líklega 30. Júní, þ. á. Fundurinn verður haldinn svona seint meðfram vegna þess, að nú er útlit fyrir, að vegir verði lengi illa færir, og gróður komi ekki snemma, en flestir fundarmenn munu ferðast landveg. Einnig er fundurinn miðaður við það, að Slátur- fjelag Suðurlands geti, á aðalfundi sínum 24. Júní, kosið fulltrúa á fundinn, sem taki þátt í honum, sjerstaklega með tilliti til kjötsölumálsins, sem að líkindum verður aðalmál sambandsfundarins, í þetta skipti. Allar deildir sambandsins senda, væntanlega, fulltrúa á fundinn, misjafnlega marga, eptir vöruviðskiptaveltu hvers fjelags f. á.: fyrir 50 þús. kr., eða minna, einn fulltrúa; fyrir 50 — 100 þús. kr. tvo fulltrúa, og fyrir 100 þús. kr., eða meira, þrjá fulltrúa. Nú sem stendur eru þessi fjelög í sambandinu: 1. Kaupfjelag Norður-þingeyinga. 2. Kaupfjelag Pingeyinga. 3. Kaupfjelag Svalbarðsey'rar. 4. Kaupfjelag Eyfirðinga. 5. Kaupfjelag Skagfirðinga. ö. Sláturfjelag Vestur-Húnvetninga. 7. Verzlunarfjelag Hrútfirðinga. 8. Verzlunarfjelag Steingrímsfjarðar.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.