Morgunblaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2008 FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is TALSVERT meira er nú af rjúpu á Norðurlandi og Austurlandi en var í fyrra, að sögn Ólafs Karls Nielsen fuglafræðings og rjúpnasérfræðings á Náttúrufræðistofnun Íslands. Á Vestfjörðum, Vesturlandi og Suður- landi er rjúpnastofninn í svipuðu horfi eða ívið verra en hann var í fyrra. Þá var með því allra minnsta af rjúpum. Leyfðar eru veiðar á rjúpum frá 1. til 30. nóvember, frá fimmtudegi til sunnudags. Sníkjudýr plaga rjúpur Í byrjun október fóru fram vís- indaveiðar á rjúpum í Þingeyjar- sýslum, líkt og tvö undanfarin haust. Um er að ræða rannsókn á tíu árum og snýr hún að heilbrigði rjúpunnar og hvort merkja megi breytingar á heilbrigði fuglanna í takt við stofn- breytingar. Ýmsir mælikvarðar eru notaðir á heilsufarið, m.a. fituforði, sníkjudýr, streita og fleira. Ólafur sagði að þótt rannsókninni sé hvergi nærri lokið hafi hún þegar skilað at- hyglisverðum niðurstöðum, t.d. varðandi sníkjudýr í rjúpum. Sá hluti verkefnisins er undir stjórn Karls Skírnissonar sníkjudýrafræð- ings á Keldum. Sólrún Þóra Þór- arinsdóttir, framhaldsnemi í líffræði, hefur unnið að lýsingu á sníkju- dýrafánu rjúpunnar með þeim Ólafi og Karli. Fundist hafa fjórtán tegundir sníkjudýra í rjúpunum. Fimm þeirra eru nýjar fyrir vísindin og hefur ekki verið lýst áður. Átta tegundir sníkju- dýranna lifa utan á rjúpunni. Lús- fluga, þrjár tegundir af naglúsum og a.m.k. fjórar tegundir mítla. Mítl- arnir sjást ekki með berum augum en tvær tegundir þeirra, húðmítlar, eru e.t.v. áhrifamestu sníkjudýrin sem herja á rjúpuna útvortis. „Þeir valda kláða og sumar rjúpur eru illa plagaðar af honum,“ sagði Ólafur. Í verstu tilfellum flagnar ysta lag húðarinnar af á stórum köfl- um. Þessar breytingar sjást vel ef fuglarnir eru reittir. Í haust voru 160 rjúpur fangaðar og merktar í Hrísey. Ólafur sagði að 80% af ungum hafi verið með greini- leg kláðaeinkenni og húðbreytingar og sumir illa haldnir. Um 20% full- orðinna fugla voru með merki um kláða. Af fuglum sem safnað var í vísindaveiðunum í Þingeyjarsýslum í haust voru um 20% ungfugla með kláða og svipað hlutfall fullorðinna fugla. Ólafur telur að sníkjudýrin leggist ekki á fólk. Stærð rjúpnastofnsins sveiflast og tekur sveiflan um það bil tíu ár. Ólaf- ur sagði að fyrir nokkrum árum hafi menn talið að stofnstærðarsveiflan væri að sléttast út. Þegar rjúpna- stofninn var síðan friðaður á árunum 2003-2004 „losnaði um eitthvað“, eins og Ólafur orðaði það, og stofn- stærðarbreytingar síðan þá hafa verið öðruvísi en menn þekktu. Fyrri uppsveiflur helguðust af því að afföll sem eru sértæk fyrir unga minnkuðu. Hnignun stofnsins helg- ast aftur á móti af affallaþætti sem snertir jafnt unga og fullorðna fugla, skotveiðar eru hluti af þessum þætti. Við friðunina breyttist affallaþátt- urinn sem var sameiginlegur ungum og fullorðnum fuglum. Þegar veiðar hófust svo aftur sótti í sama farið og fyrir friðun. Þetta er ein meginfor- senda þess að vísindamenn lögðu til að veiðar yrðu takmarkaðar meira en áður. Ólafur segir að áhrif tak- mörkunar á veiðum í fyrra hafi verið greinileg. „Það snardró úr þessum afföllum sem voru sameiginleg ung- um og fullorðnum fuglum,“ sagði Ólafur. Á liðnu vori mátti sjá greinilega aukningu í stofninum um landið austanvert. Talið er að það megi rekja til minni veiða í fyrra og eins að ný náttúruleg uppsveifla sé að hefjast. Náttúruleg uppsveifla hafin Morgunblaðið/Ómar Eftirsótt Rjúpan hefur verið vinsælasta veiðibráð skotveiðimanna og vinsæll jólamatur á borðum landsmanna. Skemmri veiðitími og sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum hefur dregið úr veiðum og rjúpnaneyslu.  Vöxtur rjúpnastofnsins er þakkaður minna veiðiálagi  Fyrir nokkrum árum var talið að stofnstærð- arsveifla væri að sléttast út  Fjórtán sníkjudýr hafa fundist í íslenskum rjúpum  Fimm áður óþekkt Í HNOTSKURN »Íslenska rjúpan kom upp-haflega frá Grænlandi og er skyld þarlendum rjúpum og rjúpum í austanverðri Norður- Ameríku. Hún er hins vegar mjög fjarskyld rjúpum í Nor- egi og Norður-Evrópu. »Tengslin við Grænland eruenn við lýði og grænlensk- ar rjúpur koma stundum hing- að, jafnvel á hverju ári. Lík- lega hrekjast rjúpurnar milli landanna fremur en að um reglulegt farflug sé að ræða. GRIPIÐ hefur verið til veiðibanns og annarra friðunaraðgerða til verndar rjúpnastofninum þegar ástand hans hefur þótt bágt. Á 20. öldinni voru rjúpnaveiðar stundum bannaðar um lengri eða skemmri tíma. Undir lok aldarinnar þótti rjúpan enn þurfa aukna vernd og var gripið til ýmissa aðgerða í því skyni að vernda stofninn. Svæði á Suðvesturlandi, að mestu í landi Reykjavíkur og Mosfells- bæjar, samtals um 730 km2, var friðað fyrir skotveiði á rjúpu haustið 1999 og skyldi friðunin gilda í þrjú ár. Haustið 2002 var friðaða svæðið á Suðvesturlandi stækkað nær fjórfalt, þ.e. frá Reykjanesskaga upp í Hvalfjörð og austur í Ölfus, auk þjóðgarðsins á Þingvöllum. Friðunin gildir enn. Veiðitíminn var styttur og hófst 25. október og lauk 12. desember. Haustið 2003 var ákveðið að friða rjúpuna í þrjú ár en banninu var af- létt haustið 2005. Þá voru rjúpna- veiðar leyfðar frá 15. október til 30. nóvember og kveðið á um sölu- bann á rjúpum og rjúpnaafurðum. Haustið 2006 var leyfð veiði fjóra daga í viku, fimmtudag til sunnu- dags, frá 15. október til loka nóv- ember. Í fyrra var leyft að veiða rjúpur í 18 daga í nóvember líkt og nú. Áfram gildir sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum. Verndaraðgerðir í þágu rjúpna STARFSFÓLKI Landsbankans, bæði núverandi og þeim sem sagt var upp störfum, hefur síðustu vik- ur boðist afdrep í kirkju nokkurri í Reykjavík tvisvar í viku. Meðal þeirra sem áttu frumkvæð- ið að því er Jón Helgi Jóhannesson, einn hinna 300 sem misstu vinnuna í bankanum. Hann segir að dagana fyrir uppsagnirnar hafi vinnustað- urinn einkennst af miklu ráðaleysi þar sem fólk vissi ekki hvort því yrði boðin vinna í nýja bankanum eða ekki. Hann segir enn mikið óör- yggi í fólki, þrátt fyrir að það haldi vinnunni. Afdrepið er fyrir þá starfsmenn sem vilja hittast og ræða saman og er það enn í boði. Síðast var hist í hádeginu á miðvikudag og mættu bæði þeir sem halda vinnunni og þeir sem misstu hana. Mannlegi þátturinn gleymst „Mér finnst mannlegi þátturinn hafa gleymst í þessum hrunadansi. Þeir sem fengu ekki vinnu og þeir sem fengu vinnu í nýja bankanum eru að fást við svipaða hluti. Þeim líður ekki vel og hafa misst sam- starfsfélaga sína,“ segir Jón Helgi. „Ég sakna míns samstarfsfólks og vinnustaðarins, þetta á líka við um þá sem eru eftir. Það hefur gleymst að takast á við hvernig fólki líður með þetta allt saman.“ Bankafólk hittist í kirkju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.