Morgunblaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2008 MÁLSTOFUR Opinber innkaup - Inn í nýja tíma 08.30–09.00 Mæting og skráning ráðstefnugesta 09.00–09.15 Setning ráðstefnunnar Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa 09.15–10.15 Réttarúrræði og viðurlög vegna brota á lögum um opinber innkaup, gildandi réttur og fyrirsjáanlegar breytingar Skúli Magnússon, ritari EFTA dómstólsins 10.15–10.30 Kaffihlé 10.30–11.10 “Learn from best in class procurement organizations among the Danish municipalities” Jesper Vesten Drescher, Capacent í Danmörku Hvað er að gerast í innkaupamálum sveitarfélaganna? 11.10–11.30 Reykjavíkurborg Helgi Bogason, Innkaupa- og rekstrarskrifstofu Reykjavíkurborgar 11.30–11.50 Hafnarfjarðarbær Guðmundur Ragnar, innkaupastjóri Hafnarfjarðarbæjar 11.50–12.00 Umræður 12.00–13.00 Hádegisverður Hvað er að gerast í innkaupamálum ríkisins? 13.00–14.00 „Í umboði almennings – Staða ríkisstofnana gagnvart hinum frjálsa markaði.” Siðfræðivangaveltur Stefáns Einars Stefánssonar hjá Eþikos 14.00–14.10 Stutt kaffihlé 14.10–14.50 Vöruskortur/verðbreytingar Fulltrúar kaupenda og seljenda hafa framsögu – Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunarsviðs Ríkiskaupa 14.55–15.35 Kaup á sérfræðiþjónustu Guðmundur Hannesson, forstöðumaður ráðgjafarsviðs Ríkiskaupa 15.35–16.00 Örútboð – hvað þýðir það og hvernig ber ég mig að? Guðmundur I. Guðmundsson, yfirlögfræðingur Ríkiskaupa Ráðstefnustjórn Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneyti Skráning fer fram á www.rikiskaup.is 2008 Grand Hótel Reykjavík 4. nóvember Ráðstefnugjald er 10.000 kr. Innkauparáðstefna Ríkiskaupa DAGSKRÁ Borgartúni 7c, 105 Reykjavík • Sími 530 1400 • www.rikiskaup.is Í sunnudagsblaðinu var fjallað um Björn Eysteinsson, sem flutti með fólk sitt að Réttarhóli. Réttarhóll stendur í Forsæludalskvíslum, ekki Forsæludal. Þetta leiðréttist hér með. LEIÐRÉTT Í Forsæludalskvíslum BJÖRN Bjarnason dóms- og kirkju- málaráðherra og Thad W. Allen, yf- irmaður bandarísku strandgæsl- unnar, undirrituðu sl. miðvikudag yfirlýsingu um samstarf Landhelg- isgæslu Íslands og strandgæslunn- ar. Samkvæmt yfirlýsingunni munu strandgæslan og Landhelgisgæslan styrkja samstarf sitt á ýmsum svið- um, svo sem við leit og björgun, stjórn á siglingum, mengunareftir- lit á hafinu og almenna öryggis- gæslu þar. Samstarf um gæslu á hafinu Innsiglað Björn Bjarnason og Thad W. Allen takast í hendur. Selfoss | Félagsmiðstöðin Zelsíuz á Selfossi stóð fyrir umræðufundi um efnahagsástandið í landinu sl. fimmtudag. Ragnheiður Hergeirs- dóttir, bæjarstjóri Árborgar, mætti og ræddi við unglinga á aldrinum 13-15 ára um stöðu efnahagslífsins og áhrifin á sveitarfélögin og heim- ilin í landinu. Unglingarnir sátu með bæjar- stjóranum og spjölluðu um ástandið í dag og hvernig þróunin yrði hugs- anlega í næstu framtíð. Fram kom að allir yrðu að líta í eigin barm og athuga hvar mætti draga úr út- gjöldum, hvað væri nauðsyn og hvað væri óþarfi. Ragnheiður sagði að fólk yrði að eiga fyrir því sem það vildi kaupa. Það skipti miklu máli þegar ástandið væri svona að njóta þess sem við ættum og nú væri tækifæri til að rækta betur samskiptin við vini og fjölskyldu. Ný tækifæri myndu skapast og leggja þyrfti áherslu á að unga fólk- ið í landinu ætti kost á góðri mennt- un. Unglingarnir voru óhræddir við að spyrja bæjarstjórann og velta fyrir sér ástandinu. Ragnheiður kallaði líka eftir þeirra hugmyndum og skoðunum á því sem í boði er á vegum sveitarfélagsins og fékk góð- ar ábendingar um eitt og annað sem betur mætti fara í þjónustu við börn og unglinga. Segja alla verða að líta í eigin barm Spurt Rætt var um efnahagsástandið í félagsmiðstöðinni Zelsíus á Selfossi. DANIR hafa brugðist drengilega við fjárhagserfiðleikum íslenskra námsmanna í kjölfar hruns krón- unnar og gjaldeyrisörðugleika Ís- lendinga. Danskur athafnamaður sem teng- ist Íslandi „miskunnaði sig“ yfir hóp íslenskra nemenda við íþróttalýðhá- skólann í Árósum, að því er segir í frétt fréttaþjónustu Öresundsvæð- isins í Svíþjóð. Þar kemur fram að nærri hafi legið að sjö íslenskir nemar við skólann neyddust til að snúa heim því þeim var orðið nær ómögulegt að greiða fyrir mat og uppihald í Danmörku. Umræddur athafnamaður reiddi fram 150 þús- und danskar krónur (um 3,1 milljón ÍKR) og tryggði með því áframhald- andi nám Íslendinganna. Þetta vin- arbragð mun hafa orðið til þess að opnuð var Facebook-síða á vegum íþróttalýðháskólans til að safna fé til styrktar Íslendingum í Danmörku. Henrik Løvschall, rektor íþrótta- lýðháskólans sagði í samtali við Rit- zau fréttastofuna að þeir hafi fengið vísbendingar um að fleiri vildu fylgja þessu góða fordæmi athafna- mannsins og leggja lið. Eins ætlar skólinn að efna til fjáröflunar. Leysti fljótt úr fjárhagsvanda Nýlega sagði Morgunblaðið frá stúlku sem mætti miklum skilningi skólastjóra Testrup lýðháskólans á Jótlandi. Í framhaldi af því barst bréf frá móður pilts sem nemur við Den Rytmiske Højskole ásamt tveimur öðrum íslenskum strákum. Sonur konunnar fór til náms í byrjun ágúst og var þá búinn að gera áætlun um námskostnað. Hún fór rækilega úr skorðum og gekk hratt á innistæðuna sem átti að duga fyrir náminu. Því var málið rætt við skólastjórann. Ekki liðu nema tæplega fimm klukkustundir frá samtalinu þar til skólastjórinn kom til íslensku piltanna og kvaðst vera búinn að útvega hverjum og einum þeirra 7.600 danskar krónur (156 þúsund ÍKR) í styrk vegna fjárhagsvandræða þeirra. gudni@mbl.is Drengileg viðbrögð í Danmörku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.