Morgunblaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 16
Kibumba. AFP. | „Við fengum engan
mat, svo við snerum aftur heim,“
sagði Paul Bashoboye Barake
hryggur í bragði, þar sem hann stóð
ásamt konu sinni og átta börnum í
miðju mannhafinu í nágrenni flótta-
mannabúðanna í Kibumba, í austan-
verðu Austur-Kongó. Þau hurfu svo
fljótt aftur inn í mannþröngina.
Þúsundir Austur-Kongómanna
eru í sömu sporum. Óvissa ríkir um
framhaldið og fluttu margir með sér
eins mikinn mat og vistir og þeir
gátu borið. Einnig mátti sjá fólk
bera með sér ýmsa persónulega
muni sem það vildi tryggja að yrði
ekki stolið, færi allt á versta veg.
Ástandið er þannig mjög ótryggt.
Uppreisnarmenn hafa tekið yfir
stjórn héraða í austurhluta landsins
og reyndu um helgina að sannfæra
íbúana um að þeir væru óhultir.
Á sama tíma sakar stjórnin í Aust-
ur-Kongó Rúandastjórn, þar sem
tútsar ráða ríkjum, um að styðja við
uppreisnarmennina, sem eru tútsar.
„Þau skortir mat, vatn og aðrar
nauðsynjar,“ sagði David Miliband,
utanríkisráðherra Bretlands, um
stöðu flóttafólks í Austur-Kongó, um
leið og hann vitnaði til þess mats
hjálparstofnana að yfir 1,6 milljónir
manna, innan og utan landamær-
anna, séu nú í hættu eftir þá upp-
lausn sem skapaðist í kjölfar þess að
átök brutust út milli stjórnarhersins
og uppreisnarmanna.
Miliband fundaði um helgina með
Bernard Kouchner, utanríkis-
ráðherra Frakklands, og Jakaya
Kikwete Tansaníuforseta um leiðir
til að lægja öldurnar í landinu.
Miliband og Kouchner höfðu áður
rætt við Joseph Kabila, forseta
Austur-Kongó, og Paul Kagame Rú-
andaforseta í Kigali, höfuðborg Rú-
anda, og lagt til að fjölgað yrði í liði
friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna
í A-Kongó, sem átt hafa fullt í fangi
með að tryggja öryggi íbúanna.
Minnst 250.000 manns hafa verið
hrakin frá heimilum sínum í Austur-
Kongó frá því átökin brutust út.
AP
Neyð Flóttamenn leita skjóls skammt frá Kibumba, norður af borginni Goma. Vopnahlé gekk í gildi á miðvikudag.
Neyðarástand vofir yfir í Austur-Kongó
Hjálparstofnanir telja að allt að 1,6
milljónir manna geti verið í hættu
Óvissa um hvort vopnahléið haldi
16 Fréttir ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2008
Sarah Palin, varaforsetaefni repú-blikana, varð fyrir því óláni að
falla í gildru háðfuglsins Marc-
Antoine Audette,
sem sló á þráðinn
til hennar og þótt-
ist vera Nicolas
Sarkozy Frakk-
landsforseti.
Í samtalinu,
sem var útvarpað
í Montreal, kvaðst
Audette vel getað
ímyndað sér að
Palin yrði einn
góðan veðurdag forseti, athugasemd
sem hún svaraði blátt áfram
„kannski eftir átta ár“. Palin kvaðst
nýlega hafa skilning á Rússlandi sök-
um landfræðilegrar nálægðar við
Alaska, þar sem hún er ríkisstjóri.
Sagðist „Sarkozy“ einnig sjá til ann-
ars lands, það er til Belgíu, út um
gluggann. Tók Palin þá undir það.
Sarah Palin
Obama fjallar um óvenjuleganuppruna sinn í bókinni Dreams
from My Father, uppvaxtarsögu
stjórnmálamanns
sem á sér stóra
drauma.
Það er því ekki
tilviljun að
repúblikaninn Ro-
bert Fox, sem er
náskyldur Chris
Cannon, þing-
manni repúblik-
ana í Utah, hefur
leitað á náðir Pet-
ers Millicans,
heimspekings við
Oxford-háskóla,
og beðið hann um
að sanna að bók-
in sé í raun rituð
af William Ayers,
kunningja Obama
og fyrrverandi
meðlim vinstri-
öfgasamtaka, með því að draga
fram líkindi með sjálfsævisögu
Ayers, Fugitive Days, og Dreams
from My Father. Millican, sem hefur
hannað forrit sem ætlað er að sýna
fram á að tiltekin verk séu eftir
sama höfund, telur litlar líkur á að
grunur Fox sé réttur.
William Ayers
Samtökin NAACP, sem berjast fyr-ir auknum réttindum blökku-
manna, hyggjast í dag krefjast þess
fyrir rétti að
kosningavélum
verði fjölgað á
svæðum minni-
hlutahópa í Virg-
iníu, þar sem um
436.000 manns
hafa bæst við á
kjörskrá frá ára-
mótum. Kannanir benda til Obama
hafi naumt forskot í ríkinu, sem ver-
ið hefur öruggt vígi repúblikana.
Arnold Schwarzenegger, hinn vin-sæli ríkisstjóri Kaliforníu úr röð-
um repúblikana, skaut föstum skot-
um að Obama á kosningafundi með
McCain í Ohio um helgina. Sagði
hann að ef Obama hefði varið digr-
um kosningasjóði sínum í þágu
fólksins hefði mátt hlaupa undir
með bönkunum og bjarga húsnæð-
islánum almennings. Ýkti leikarinn
fyrrverandi þar ansi hressilega,
enda þyrfti Obama að hafa safnað
mörg þúsund sinnum meira fé til að
hafa efni á lausn jafn brýnna vanda-
mála. Gerði Schwarzenegger áður
grín að vaxtalagi Obama, sem hon-
um fannst helst til væskilslegur.
Sú uppljóstrun að ZeituniOnyango, frænka Obama, skuli
búa sem ólöglegur innflytjandi í
Boston hefur
valdið frambjóð-
andanum nokkr-
um höfuðverk.
Beiðni hennar
um pólitískt hæli
var hafnað í rétti
fyrir fjórum árum
og henni gert að
yfirgefa landið.
Talið er að tíu
milljónir Banda-
ríkjamanna séu í sömu stöðu og
þykir málið því eldfimt. Obama
brást við uppljóstruninni með því að
fullyrða að hann hefði ekki vitað um
stöðu Onyango, sem hann víkur að í
sjálfsævisögu sinni. Með fylgdi sú
afstaða að fara ætti eftir lögunum.
Zeituni Onyango
Óttast er að upp úr muni sjóða ímörgum stórborgum Bandaríkj-
anna fari svo að Obama bíði ósigur.
Af þessum sökum verður öryggis-
viðbúnaður hertur í Los Angeles,
Detroit og Chicago, að því er fram
kemur í breska blaðinu Guardian.
Búist er við að milljón manns verði á
götum Chicago annað kvöld.
GÍFURLEG spenna er fyrir banda-
rísku forsetakosningarnar á morg-
un. Búist er við að allt að 130 millj-
ónir manna manna muni greiða
atkvæði sitt og að kosningaþátt-
takan verði þar með sú mesta síðan
John F. Kennedy bar naumlega sig-
urorð af Richard Nixon árið 1960.
Forsetaefnin, demókratinn Bar-
ack Obama og repúblikaninn John
McCain, hafa verið á ferð og flugi
um helgina og komið fram á kosn-
ingafundum í sambandsríkjum sem
talin eru munu ríða baggamuninn.
Eitt af lykilríkjunum er Ohio, þar
sem sigurvegarinn hefur orðið for-
seti allar götur frá því 1964.
Aðeins tugþúsunda atkvæða
sveifla hefði tryggt demókratanum
John Kerry sigur í forsetakosning-
unum 2004 og ef marka má kannanir
þarf McCain að snúa við hátt í 10%
stiga forskoti til eygja þar sigur.
Obama enga áhættu og kom fram á
þremur kosningafundum í Ohio í
gær, líkt og Sarah Palin, varafor-
setaefni repúblikana. Á sama tíma
uppskar McCain mikil fagnaðaróp í
Pennsylvaníu þegar hann sagði kjós-
endur hafa snúist á sveif með sér og
að hann yrði kjörinn næsti forseti.
Flestar kannanir benda hins veg-
ar til að Obama verði forseti og má
nefna að í könnun Washington Post/
ABC News mælist fylgi hans 53%,
en fylgi McCains um 44%.
Obama heldur velli
á síðustu metrunum
Reuters
Valkostirnir Demókratinn Barack Obama (t.v.) ávarpar kjósendur fyrir utan þinghúsið í sambandsríkinu Ohio í
gær. Á sama tíma stappaði John McCain stálinu í stuðningsmenn sína á fundi í Wallingford í Pennsylvaníu.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
!"#$
#%$# & '(
"! ()*+% ! &'
!%(*$& ,$ (
%-.&$ & /0 1,&
0 (2 !&3-$)*#4
"
#$ %&'
(")
55
67 Með nokkuð öruggt forskot á McCain í flestum könnunum
Í HNOTSKURN
»Samanlagður kostnaðurvegna forsetakosninganna
að þessu sinni, að forkosning-
unum meðtöldum, er um tveir
milljarðar dala, jafnvirði um
240 milljarða króna á núvirði.
»Upphæðin slær fyrri met.»Til samanburðar námuheildarútgjöld hins opin-
bera á Íslandi rúmum 553
milljörðum króna á árinu
2007, að því er fram kemur á
vef Hagstofu Íslands.
Obama hefur mælst með svipað
forskot í nágrannaríkinu Pennsylv-
aníu og til að eiga raunhæfa mögu-
leika á morgun þarf McCain þar á
sigri að halda, líkt og í Ohio.
Þrátt fyrir góða stöðu tekur
ÞETTA HELST … ÞETTA HELST …