Morgunblaðið - 03.11.2008, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.11.2008, Qupperneq 17
Ufsaplokkfiskur í sparifötunum 800 gr ufsi, roðlaus og beinhreins- aður 10 hvítlauksgeirar 7 – 10 kartöflur 1 – 2 laukar ½ bolli smátt söxuð fersk basilíka 4 – 6 sætar kartöflur 2 msk rifinn parmesanostur 2 ítalskir ostar með sólþurrkuðum tómötum ½ krukka svartar ólífur rjómasletta smjör pipar og salt Sjóðið kartöflurnar, látið suðuna koma upp á fiskinum og setjið Uppskrift Júlíusar Ljósmynd/Finnbogi Marinósson pottinn til hliðar. Setjið smjör í pott og látið smátt saxaðan laukinn krauma á hægum hita þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið smátt söxuðum hvítlauk út í og látið mýkjast. Setjið rjóma- slettu og bitaðan ost saman við, hrærið stöðugt í þar til osturinn hefur gefið sig. Því næst eru kart- öflurnar stappaðar, ásamt krydd- inu, í kartöflustappara. Fiskurinn og smátt söxuð basilíkan sett út í og stappað. Látið malla á vægum hita um stund og hrærið varlega í jafnt og þétt, smakkað til og kryddað. Sætu kartöflurnar af- hýddar, soðnar, stappaðar og sett- ar á diskana undir plokkfiskinn. Svörtum smátt skornum ólífum ásamt rifnum parmesanostinum dreift yfir. Borið fram með heima- bökuðu rúgbrauði með vænni smjörklípu eða Grissini brauð- stöngum. Daglegt líf 17MATUR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2008 Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is Sjávarfang er viðfangsefnimeistarans Friðriks V.Karlssonar og áhuga-mannsins Júlíusar Júl- íussonar í norðlenskri matreiðslubók sem kemur út á næstu dögum. Bókin heitir einmitt Meistarinn og áhugamaðurinn; hráefnið var ákveð- ið í sameiningu en síðan skildi leiðir þar til allt var klárt; 11 uppskriftir frá hvorum eru í bókinni og þeir eld- uðu hvor í sínu lagi án þess að vita hvað hinn hafði í huga. Réttirnir tveir, úr hverju hráefni fyrir sig, eru svo birtir í einni opnu í bókinni. Enginn var í aðstöðu til þess að bera saman hvað meistarinn og áhugamaðurinn voru að bauka nema Finnbogi Marinósson ljósmyndari sem fylgdi báðum eftir. „Ljósmyndarinn átti stundum bágt sig þegar hann sá hvert stefndi; það var dálítið fyndið hvað þeir voru oft í svipuðum pælingum, en þó ólík- um,“ segir Finnbogi. Í anda breska réttarins þekkta, fisks og franskra kartaflna sem pakkað er inn í dagblað, djúpsteikti Friðrik rækjur sem hann bar fram í akureyrska blaðinu Vikudegi, og með var boðið upp á kók í gleri, sem framleitt er í höfuðstað Norður- lands. Júlli býður hins vegar upp á grill- aða bjórrækju sem lá í Viking-bjór. „Það var algjör tilviljun að Vífilfell á Akureyri kemur við sögu í bæði skiptin,“ segir Júlíus. Bókin er byggð á hugmyndafræð- inni um mat úr héraði, local food; allt hráefnið er norðlenskt (nema hum- arinn, sem var keyptur af Norðlend- ingi, eins og þeir sögðu!) og það er ekki síst til þess að kynna það forða- búr sem Eyjafjörðurinn er. „Það er eitt og hálft ár síðan hug- myndin kviknaði í spjalli; við vorum á leið til Ítalíu á sýninguna Slow Fish og þegar við fórum að hugsa málið nánar fannst okkur hug- myndin svo góð að það var ekki ann- að hægt en að láta verða af þessu,“ segir Friðrik fimmti við Morg- unblaðið. Meðal hráefnis er bláskel, öðu- skel, saltfiskur, karfi og svartfugl. Auk þess að sýna uppskriftir reyna þeir félagar að koma á fram- færi þeirri upplifun sem matreiðslan var. Þá elti ljósmyndarinn þá um borð í frystitogara og í vinnsluhús þar sem rætt var við fólkið sem hanteraði hráefnið í fyrstu „og við vonumst til þess að fólk upplifi stemmninguna sem þessu fylgir,“ segir Friðrik. Meistarinn hefur komið við sögu í nokkrum bókum áður en segist nú, í fyrsta skipti, nýta sér allar hug- anlegar græjur sem er að finna í eld- húsi veitingastaðarins. „Júlli notar hins vegar bara það sem hann á heima í eldhúsi; tæki fyrir venjulegt fólk.“ Júlíus er himinlifandi með sam- starfið. „Fyrir mig sem áhugamann er það gríðarlegur heiður að fá að vinna með Friðriki. Hann er mikill fagmaður og heittrúaður varðandi hugmyndafræðina um mat úr hér- aði. Mér finnst það þor af hans hálfu að setja nafn sitt við það að vinna með áhugamanni eins og mér.“ Norðlenskt, já takk! Meistarinn og áhugamaðurinn er ný matreiðslu- bók Friðriks fimmta og Fiski- dags-Júlla Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Meistarar og áhugamenn Friðrik V. Karlsson, Júlíus Júlíusson, G. Ómar Pétursson, framkvæmdastjóri Ásprents- Stíls, Baldvin Esra Einarsson, eigandi Kimi Records, og Finnbogi Marinósson ljósmyndari. Ufsi í tandoori með raita og naanbrauði 2 til 3 ufsaflök, skorin í bita 3 dl súrmjólk (sigtuð í gegnum kaffisíu yfir nótt) 1 sítróna, safi og börkur rifinn með fínasta Microplane rifjárninu Blandið öllu saman. Setjið ufsabit- ana út í og geymið í lokuðu íláti í kæliskáp yfir nótt. Raðið ufsabitunum á langt spjót með rauðri og grænni papriku á milli. Bakið í tandooriofninum í 4 til 6 mínútur eða á útigrillinu í 10 til 12 mínútur. Raitasósa 1 dós hreint jógúrt 1 smátt söxuð agúrka, án kjarna ½ tsk Maldonsalt ½ tsk svartur pipar ½ tsk broddkúmenfræ, ristuð og möluð í morteli ½ tsk hvítlaukur, smátt saxaður Saltið agúrkurnar og látið standa í sigti í 12 til 20 mínútur. Skolið og blandið saman við jóg- úrtið og smakkið til með kryddinu. Gott er að gera sósuna kvöldið áð- ur. Naanbrauð 1 tsk þurrger 1 tsk hrásykur 200 gr hveiti ¼ tsk salt ½ tsk lyftiduft 1 msk olía 4 til 6 msk AB-mjólk Öllu blandað saman og hnoðað í 4 til 8 kúlur sem eru flattar út í höndunum og bakaðar í tandoori- ofni. Má líka baka í venjulegum ofni við 220 gráðu hita eða á pönnu. Útigrillið mætti hugsanlega einnig nota, séu menn djarfir. Uppskrift Friðriks Ljósmynd/Finnbogi Marinósson BÓKIN er að öllu leyti unnin fyrir norðan. Annar höfundurinn er bú- settur á Akureyri, hinn á Dalvík og ljósmyndarinn á Akureyri. Ásprent-Stíll sér alveg um vinnslu bókarinnar, m.a. prentun, og Kimi Records dreifir bókinni, en fyrirtækið hefur hingað til einbeitt sér að tónlist; staðið fyrir tón- leikahaldi og gefið út og dreift geisladiskum. Fyrirtækið Effekt hannar bókina, prófarkalesarar eru einnig Ak- ureyringar, sem og þýðendur, en bókin kemur bæði út á íslensku og ensku. Það kostar meira að vinna bók- ina alfarið fyrir norðan; til dæmis var ákveðið að prenta hana á Ak- ureyri burtséð frá kostnaði. „Það eru aðrir hlutir sem skipta máli í lífinu en bara peningar,“ sagði einn þeirra sem standa að bókinni. Norðlenskt skyldi það vera. Allt gert í heimabyggð ÞÆR konur sem klæðast rauðu á stefnumóti mega búast við að karl- inn sem þær eiga stefnumót við sýni þeim meiri athygli og sé gjafmild- ari en ella, hefur vefmiðill BBC eft- ir vísindamönnum við Rochester háskóla. Segja sérfræðingar rauða litinn tengdan egglosi sem og því hversu aðlaðandi sá sem hann ber virki. En liturinn hefur lengi verið tengdur bæði rómantík og erótík – eins og rauð hjörtu og rauð hverfi eru gott dæmi um. Í rannsókn vísindamannanna fengu þátttakendur að vita að þeir hefðu 100 dollara og var í kjölfarið sýnd mynd af konunni sem þeir ættu að eiga stefnumót við. Að því loknu voru þeir spurðir hversu háum hluta upphæðarinnar þeir væru til í að eyða í stefnumótið. Hjá flestum þátttakendum fól rauður klæðnaður fyrirsætunnar í sér dýr- ara stefnumót, en annars – jafnvel þó um sömu konu gæti verið að ræða – auk þess sem að sú rauð- klædda var talin meira aðlaðandi. Er konur voru fengnar til að leggja mat á hversu aðlaðandi fyr- irsæturnar væru hafði fatnaðurinn hins vegar engin áhrif. Segja vísindamennirnir þetta benda skýrlega til þess að rauði lit- urinn auki kynlífslöngun með körl- um – jafnvel þó slíkt sé ómeðvitað. AP Í rauðu Ætli Nicole Kidman viti hvaða áhrif rauði liturinn hefur? Rautt meira aðlaðandi Reuters Steik? Íkornakjöt er herramanns- matur að sögn kokksins Ed Chester. ÍKORNAKJÖT er hið mesta hnoss- gæti að mati kokksins Eds Chester sem býr í Otterton Mill í Devon á Englandi. Chester hefur tekið upp á því að bjóða upp á kæfur, ke- bab-spjót og hakkrétti með kjöti af gráa íkornanum sem mikið er af á Englandi. Með þessu móti kveðst hann vera að leggja sitt af mörkum til að draga úr þeim skaða sem hann segir gráa íkorn- ann valda í sveitum Englands. Grái íkorninn kom til Bretlands frá Bandaríkjunum á 19. öldinni og ber með sér veiru sem hann er sjálfur ónæmur fyrir, en reynst hefur skaðleg rauða íkornanum sem bjó fyrir á Bretlandi. „Það fitja eflaust einhverjir upp á nefið,“ hefur Daily Telegraph eftir Chester. „Ég færi hins vegar aldrei að setja neitt ógeðslegt á matseðilinn. Íkornakjöt er raun- verulega bragðgott. Þetta er eng- inn auglýsingabrella.“ Má bjóða þér íkornakjöt?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.