Morgunblaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2008 Nú býður SKB upp á tvær gerðir af jólakortum sem hönnuð eru af Braga Einarssyni og listakonunni Mæju Gleðjið ættingja, vini, samstarfsmenn og viðskiptavini með fallegri jólakveðju og styðjið um leið við krabbameinssjúk börn og fjölskyldur þeirra Boðið er upp á sérvalda innáprentun með texta og/eða merki fyrirtækja Jólakortin eru tvöföld og fylgir hvítt umslag hverju korti. Stærð:115x165 mm. Jólakort Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna Tekið er við pöntunum á heimasíðu félagsins www.skb.is eða í síma 588 7555 Jólakortin eru einnig seld á skrifstofu félagsins í Hlíðasmára 14 í Kópavogi og þar eru þau seld 10 saman í pakka og kostar pakkinn 1.000 krónur. Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is GANGI spáin sem sett hefur verið fram um kreppuna á Íslandi eftir gæti hún í besta falli orðið af svipaðri stærðargráðu og finnska kreppan 1990-1994. Samsetningin er þó önnur og skuldabyrði íslensku þjóðarinnar meiri ógn. Þetta kom fram í máli Stefáns Ólafssonar félagsfræðings á fundi framtíðarhóps Samfylkingar- innar í Iðnó á sunnudag. Lausn Finna var þríþætt. Sótt var um ESB-aðild, hlúð að velferðar- kerfinu og ný atvinnustefna tekin upp þar sem aukin áhersla var lögð á þekkingarbúskap og nýsköpun at- vinnulífs með öfluga samkeppnis- hæfni. Sú atvinnustefna skilaði Finn- um miklum árangri, en með því að koma á fót þekkingarþyrpingum við 20 helstu háskóla landsins þar sem lagt var upp með samstarf við þekk- ingarfyrirtæki, frumkvöðlasetur og sprotafyrirtæki tókst að mynda gott stoðkerfi. „Stóra lexían í þessu er sú að litlu fyrirtækin eru verðmæt. Menn leysa ekki kreppuvandamálin endilega með örfáum risafyrirtækjum,“ segir Stef- án og nefnir upplýsingatækni, raf- eindatækni, umhverfistækni, líftækni og orkutækni sem dæmi um finnsku tæknisviðin. „Íslendingar eiga þegar fótfestu á einhverjum þessara sviða og gætu án efa gert heilmikið meira.“ Hægt að komast út úr hremm- ingunum með mikinn styrk Finnar völdu einnig að láta vel- ferðarríkið milda áhrif kreppunnar á almenning og skuldsettu sig að hluta fyrir þeim kostnaði. Mikil vonbrigði voru hins vegar hve hægt gekk að draga úr atvinnuleysinu og sú fjölgun súpueldhúsa sem fylgdi krappari kjörum var erfið sjón í norrænu vel- ferðarríki. Evrópusambandsaðild var enn ein leiðin til að sigrast á kreppunni. En með aðildinni sóttu Finnar í stöðug- leika, aukið traust og sýnileika finnsks atvinnulífs. Minni viðskipta- kostnaður, vaxtalækkun, stöðugra gengi og lægra verðlag fyrir neytend- ur voru einnig meðal ávinninganna. Stefán segir reynslu Finna því sýna að hægt sé að komast út úr hremmingum á borð við banka- kreppu með heilmikinn styrk. Finn- land hafi enda verið komið á skrið aft- ur strax árið 1995 með hagvöxt og endurnýjun í atvinnulífinu. Slíkt byggist hins vegar fyrst og fremst á skynsamlegri stefnu. „Við þurfum að reisa hér nýtt fjár- málakerfi, nýjan gjaldmiðil og vinna traust og viðskiptavild.“ Tvo síðar- nefndu þættina telur hann Íslendinga raunar þurfa að leggja höfuðáherslu á næstunni, enda verði skuldir hér tvö til þreföld þjóðarframleiðsla þegar búið verði að taka neyðarlánin. Ísland eigi því í raun enn meira er- indi í Evrópusambandið en Finnar á sínum tíma. „Við erum með ónýtt fjármálakerfi, ónýtan gjaldmiðil og erum að taka 700 milljarða að láni með aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. Ekki til að byggja álver. Ekki til að aftra því að fólk missi heimili sín. Ekki til að setja í velferðarkerfið. Nei við erum að taka peninga að láni til að setja brauðfætur undir íslensku krón- una og það er bara ævintýraleg fjár- festing sem er ekki einu sinni víst að muni virka.“ Atvinnustefnan árangursrík Morgunblaðið/Golli Hátæknilausnir Íslendingar eiga þegar fótfestu á ýmsum sviðum þekking- arbúskapar og gætu án efa gert heilmikið meira, segir Stefán Ólafsson.  Finnska lausnin þríþætt  Sóttu um aðild að Evrópusambandinu  Velferðarkerfið látið milda áhrif kreppunnar  Ný atvinnustefna tekin upp með aukinni áherslu á þekkingarbúskap og nýsköpun » Þjóðarframleiðslan dróstsaman um 10% á tímabilinu. » Kaupmáttur almennings rýrn-aði um 7-8% » Atvinnuleysi fór úr 4% upp í17-18% Íslenska kreppan » Gert er ráð fyrir 10% sam-drætti í þjóðarframleiðslu. » Kaupmáttur kann að rýrna umallt að 20% » Atvinnuleysi gæti farið í 5-10%. Finnska kreppan PRESTSVÍGSLA fór fram í Dóm- kirkjunni í Reykjavík í gær, á Allra heilagra messu. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, vígði þá fjóra kandídata í guðfræði til prestþjón- ustu í Þjóðkirkjunni. Þar á meðal er Hjörtur Pálsson, sem er 67 ára gamall og þar með elsti maður sem vígður hefur verið í íslenskri kirkju, svo lengi sem menn muna. Síðasta met sem vitað var um var árið 1942 þegar Sig- urbjörn Á. Gíslason vígðist sem heimilisprestur elliheimilisins Grundar, þá 66 ára gamall. Hjörtur hefur nú slegið það met, en hann hefur verið ráðinn sérþjón- ustuprestur með sérstakar skyldur við Hóladómkirkju. Auk Hjartar voru vígð þau Elína Hrund Kristjánsdóttir, sem sett hef- ur verið sóknarprestur í Reykhóla- prestakalli; Árni Svanur Daníelsson, sem kallaður er til prestþjónustu á Biskupsstofu að trúfræðslu á vefn- um með sérstakar skyldur við Dóm- kirkjuna, og Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, sem kölluð er til prest- þjónustu á Biskupsstofu að sam- kirkjumálum með sérstakar skyldur við Dómkirkjuna. Við vígsluna söng Dómkórinn undir stjórn Marteins H. Friðriks- sonar. una@mbl.is Vígð til prests á Allra heilagra messu Hjörtur Pálsson, Elína Hrund Krist- jánsdóttir, Árni Svanur Daníelsson, og Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sá elsti sem vígður er til prests svo vitað sé STAFSFÓLK Skógræktar ríkisins á Norðurlandi hefur á und- anförnum vikum unnið að hreinsun í lerkireit í Ásbyrgi sem varð illa úti í óveðri í september. Viðurinn hef- ur verið keyrður út úr reitnum og talið er að alls hafi fallið um 300 tré í hvassviðrinu, eða u.þ.b. 70 rúm- metrar. Viðurinn sem til fellur verður nýttur í borðvið, eldivið, staura og trjákurl. Gróðursett var í þennan reit á ár- unum 1951-1959 og er hann tæpur einn hektari að flatarmáli. Um 50 metra breið geil myndaðist í gegn- um reitinn í storminum, sem skall á í kjölfar fellibylsins Ike. Flest trén rifnuðu upp með rótum. Hreinsað í lerkireit KJARAVIÐRÆÐUR sjómanna og útvegsmanna ganga brösuglega þrátt fyrir mikil fundarhöld að und- anförnu. Kjarasamningar um 3.500 sjómanna hafa nú verið lausir í tæp- lega fimm mánuði. Reiknað er með næsta samningafundi í þessari viku. Allt er undir í viðræðunum eins og venjulega, að sögn Sævars Gunn- arssonar, formanns Sjómanna- sambands Íslands, og engin nið- urstaða í sjónmáli. Stífar kröfur um olíuna ,,Vandamálið er að þeir eru með mjög stífar kröfur vegna olíunnar og í sambandi við kostnað við tryggingarnar. Við erum með kröf- ur um lagfæringar í fiskverðsmál- unum, sér í lagi í því sem ekki er inn í úrskurðarnefndinni. Við erum að leita leiða út úr því. Það eru eng- in leiðindi í [viðræðunum] en það hefur engin niðurstaða náðst. Við erum ekki með kröfur uppi á borð- inu um sérstakar breytingar á launaliðum sem slíkum,“ segir Sæv- ar um stöðuna. omfr@mbl.is Bras en eng- in leiðindi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.