Morgunblaðið - 03.11.2008, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.11.2008, Qupperneq 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2008 Afhjúpaður Viktor Aðalsteinsson og Gunnar Berg Björnsson afhjúpuðu stjórnklefann. Gunnar Berg var um tíma flugmaður hjá Viktori og síðar flugstjóri. Þristurinn glæsilegi, Páll Sveinsson, nýtur sín vel á Flugsafninu eins og sjá má í baksýn. Við stjórnvölinn Viktor Aðalsteinsson, fyrrverandi flugstjóri, sem var á Gullfaxa í ein 15 ár, settist í flugstjórasætið á nýjan leik. Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is „ÞETTA er stórgjöf; stjórnklefi og nef á sjálfum Gullfaxa. Áhugaverð- asti hluti þessarar merku flugvélar er að sjálfsögðu stjórnklefinn sem segja má að sé bæði andlit og heili þessarar fyrstu þotu Íslendinga. Þetta er stórmerkilegur safn- gripur,“ sagði Svanbjörn Sigurðs- son, safnstjóri Flugsafns Íslands á Akureyri, þegar hann tók formlega við gjöfinni. Það voru tveir fyrrverandi flug- stjórar Gullfaxa, Viktor Að- alsteinsson og Gunnar Berg Björns- son, sem afhjúpuðu klefann og ekki fór á milli mála að viðstöddum fannst stundin stór enda um merkan grip í flugsögu landsins að ræða. Gestur Einar Jónasson, útvarps- maður og flugáhugamaður, stjórnaði samkomunni á laugardaginn og hafði á orði að kannski hefðu aldrei verið saman komnir jafn margir flugtímar hér á landi! Við athöfnina voru að minnsta kosti margir frækn- ir flugkappar, þar af margir sem Gullfaxi kominn á leiðarenda Er þetta ekki …? Gréta Önundardóttir, sem var flugfreyja í Gullfaxa, að- stoðar Hörð Geirsson frá Minjasafninu við að þekkja fólk á myndum. Margir flugtímar Flugstjórarnir Rúnar Guðbjartsson, Magnús Jónsson og Arngrímur Jóhannsson voru viðstaddir athöfnina á laugardaginn. flugu Gullfaxa á sínum og þeir voru á einu máli um að Boeing 727 vélin hefði verið frábær; mjög flugmanna- væn vél, eins og sumir sögðu. Og margir þessara gömlu kappa stóðust ekki þá freistingu að fara inn í klef- ann og setjast undir stýri á nýjan leik. Þá lék bros um varir. Svanbjörn Sigurðsson sagði að safnið væri varla meira en hús hefði hóps vildarvina ekki notið við, en einstaklingar, fyrirtæki og félög hefðu fært safninu marga glæsilega gripi til eignar eða varðveislu. Það voru Avion Aircraft Trading, Ice- landair, Eimskip, Flugfélag Íslands, Arngrímur Jóhannsson og Hafþór Hafsteinsson sem festu kaup á stjórnklefanum og sáu um að koma honum á áfangastað. Gullfaxi markaði tímamót í flug- sögu Íslands þegar hann kom til landsins 24. júní 1967. Vélin var í notkun hérlendis á vegum Flug- félagsins og síðar Flugleiða fram í ársbyrjun 1985. Stjórnklefi fyrstu þotu Íslendinga, Gullfaxa, var afhentur Flugsafni Íslands á Akureyri til varðveislu á laugardag. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson VEIÐISAFNIÐ á Stokkseyri hefur sett upp til sýningar byssur og per- sónulega muni frá tveimur gengnum veiðimönnum, þeim Sigurði Ásgeirs- syni í Gunnarsholti og Einari Guð- laugssyni frá Þverá. Þeir létust báð- ir í apríl á þessu ári. Báðir sköruðu þeir fram úr hvað varðaði árangur í refa- og minkaveiðum og eins hvað varðaði tækniþekkingu, uppfinn- ingar- og útsjónarsemi á veiðislóð. Veiðisafnið hefur eignast byssur og persónulega muni Sigurðar. Einnig hefur það fengið muni og byssur frá Einari heitnum til sýn- ingar samkvæmt sérstökum samn- ingi. Einar lést af slysförum á veiði- slóð ásamt veiðifélaga sínum Flosa Ólafssyni 2. apríl s.l. Sigurður Ásgeirsson, eða Siggi tófa, starfaði hjá Landgræðslu rík- isins í Gunnarsholti og bjó þar til margra ára. Það eru ekki margar tófuskyttur á Íslandi sem hafa ár eft- ir ár veitt yfir 100 dýr og sum árin yfir 130 líkt og hann gerði. Einar Þorgeir Húnfjörð Guð- laugsson frá Þverá í Norðurárdal í Austur-Húnavatnssýslu var án efa einn af afkastamestu minka- og refaveiðimönnum á Íslandi. Hann var einnig upphafsmaður refaveiða að vetri úr sérbyggðu skothúsi hér á landi. Ásamt Sveini Einarssyni, fyrr- verandi veiðistjóra, var hann fyrstur til að setja miðunarsjónauka á haglabyssur til refaveiða. Sjá nánar á www.veidisafnid.is Mikilla veiði- manna minnst Rebbi Einar Guðlaugsson frá Þverá var frumkvöðull í skothúsveiði á ref. Lágfóta Sigurður Ásgeirsson, „Siggi tófa“, var afkastamikill tófubani.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.