Morgunblaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2008 Þetta er handbókin í ár fyrir stjórnendur sem eiga eftir að ákveða hvað fyrirtækið ætlar að gefa samstarfsaðilum, viðskiptavinum og eigin starfsfólki í jólagjöf. Glæsilegur blaðauki um allt sem snýr að jólagjöfum frá fyrirtækjum til starfsfólks og viðskiptavina fylgir Viðskiptablaði Morgunblaðsins 13. nóvember. Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn Karlsdóttir í síma 569 1134 og 692 1010 eða sigridurh@mbl.is Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 10. nóvember. Jólagjafir frá fyrirtækjum BIRGIR Ármanns- son, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, lýsir þeirri skoðun sinni í ágætri grein í Morg- unblaðinu í gær, að skilyrði Maastricht- sáttmála Evrópusam- bandsins um peninga- mál og ríkisfjármál séu holl og góð markmið í efnahagsstjórn. Þessu geta flestir verið sammála. Engum þessara markmiða er hins vegar raunhæft að ná með litlu, opnu hagkerfi en einangraða peninga- málastjórn (þau ákvæði Maastricht- sáttamálans sem Birgir vitnar í eru númeruð hér að neðan): 1. Halli á rekstri hins opinbera má ekki vera 3% af landsframleiðslu. 2. Skuldir hins opinbera mega ekki vera yfir 60% af landsfram- leiðslu. Þessu getum við ekki náð meðan við þurfum á nokkurra ára fresti að fara í kostnaðarsama herför á vegum ríkissjóðs til að stemma stigu við efnahagsójafnvægi. Ekki dugir að klappa sjálfum sér á öxlina fyrir að hafa skuldlausan ríkissjóð – í örfá ár, meðan á mesta góðærinu stóð, og með geysihröðum vexti skattbyrði sem hlutfalls af landsframleiðslu. Herkostnaður ímynd- aðs hagstjórnarlegs sjálfstæðis er of hár. 3. Verðbólga sé ekki meiri en 1,5% umfram meðaltal í þeim þremur ESB-ríkjum sem hafa minnsta verðbólgu undangengið ár. Bæði inn- og útflutn- ingur leikur mjög stórt hlutverk í verðbólgunni gegnum peningamagn og verðlag, og er háður gengi krónunnar. Þá hafa verðtrygging og þáttur fast- eigna sterk áhrif á gjaldaliði, sem er vítahringur víxlhækkana. Við erum ekki sjálfráð um verðbólguna meðan við rekum sjálfstæðan gjaldmiðil sem krefst verðtryggingar. 4. Langtímanafnvextir (á mæli- kvarða skuldabréfa ríkisins til 10 ára) séu ekki meiri en 2% umfram samsvarandi vexti í þeim þremur að- ildarríkjum ESB sem hafa minnsta verðbólgu. Jafnvel þótt hér væri talað um raunvexti er algerlega fráleitt að þetta náist – nema þá helst að rík- issjóður svo gott sem hætti útgáfu skuldabréfa og svelti markaðinn, nokkuð sem stefnir í þveröfuga átt í dag. Það er einfaldlega allt of kostn- aðarsamt í formi áhættu (sveiflna) að reka sérstakan, örlítinn gjaldmiðil. Gjaldmiðillinn króna virkar eins og afföll af skuldabréfum ríkisins. 5. Að gengi gjaldmiðils umsókn- arríkisins hafi ekki sveiflast umfram 15% vikmörk í kringum tiltekið við- miðunargengi undangengin tvö ár. Vilja menn reyna að festa gengi krónunnar með handafli eins og á áttunda áratugnum? Vilja menn borga með gjaldmiðlinum árum saman gegnum himinháa stýrivexti eins og undanfarin ár? Hagkerfi sem er einn þúsundasti af stærð Evr- ópska hagkerfisins getur ekki sveifl- ast í takt við það nema vera um borð í sama fleyinu. Ég skora á Sjálfstæðisflokkinn að láta af þeim hugmyndum, að ímynda sér að á tímum hnattvæðingar geti Íslendingar rekið opið hagkerfi án jarðtengingar við umheiminn. Í slíku felst ekki sjálfstæði, heldur sjálfs- eyðing. Þegar væntingar rætast Guðmundur Löve skrifar um efna- hagsmál » Til að ná mark- miðum Maastricht- sáttmálans um efna- hagsmál þarf Ísland að taka óvefengjanleg skref í átt að Evrópu- sambandsaðild. Ekki öf- ugt. Guðmundur Löve Höfundur er rekstrarhagfræðingur og hefur unnið að útrás alvörufyr- irtækja í áratug. ÞORSTEINN og Jón Bjarnasynir bændur í Skaftafelli um miðja 19. öld létu það boð út ganga að skóg mætti ekki taka í Skaftafelli nema að fengnu leyfi. Ná- granni þeirra fór þó í skóg og með hesta sína klyfjaða mætti hann Jóni Bjarnasyni sem brá hnífi og skar viðarklyfjarnar niður af öllum hestunum. Ekki gerðu menn frek- ari tilraunir til skógartekju í Skaftafelli án leyfis og um 1940 var Bæjarstaðarskógur í Mors- árdal orðinn hávaxnasti skógur landsins samanber kennslubækur í landafræði. Einfalt dæmi um að stjórnun auðlindanýtingar, nátt- úruvernd, skilar árangri. Í Bandaríkjunum starfa Nátt- úruverndarsamtökin Environmen- tal Defense Fund eða Umhverf- isvarnasjóðurinn. Í fyrra birtu þessi samtök skýrslu um banda- rískan sjávarútveg með nið- urstöðum ítarlegra rannsókna á stjórn fiskveiða þar í landi. Skýrsl- unni fylgdi áskorun til stjórnvalda að taka upp veiðistjórnun með framseljanlegum aflahlut, af nátt- úruverndarástæðum. 19. september síðastliðinn birtist í tímaritinu Science rannsókn- arskýrsla tveggja hagfræðinga og eins sjávarlíffræðings (Costello. Gaines og Lynham) og þeir kom- ast að sömu niðurstöðu og EDF að heimild til framsals aflaheimilda stuðli að náttúruvernd. Það mik- ilvægasta er að þessi rannsókn nær til 11135 – ellefu þúsund eitt hundrað þrjátíu og fimm – útgerð- arfyrirtækja um allan heim á ár- unum 1950 til 2003, hún nær yfir 53 ár. Niðurstaða vísindamannanna er að veiðistjórn með framselj- anlegum aflahlut stöðvar eyðingu fiskistofna og stuðlar, þegar best lætur, að uppgangi þeirra. Með öðrum orðum frjálst framsal tak- markaðra veiðihlunninda tryggir sjálfbærni fiskveiða. Árangur þessarar veiðistjórnunaraðferðar fyrir náttúruvernd hefur aldrei verið kortlagður með jafn óyggj- andi hætti. Það er stutt síðan við Íslend- ingar fórum að hlíta ráðum fiski- fræðinga um hámarksafla en fæst- ir efast um að framsalið dragi úr heildarkostnaði við veiðarnar. Neikvæð áhrif framsals á bú- setu er enn óleystur vandi en hann er hægt að leysa ef hags- munaaðilar og stjórn- völd koma sér saman um réttindi og skyldur allra sem málið snert- ir. Þær raddir heyrast nú að auka þurfi afla- heimildir til að auka tekjur okkar. Aukning aflaheimilda fjölgar veiðistundum og ef tilgangurinn er að auka tekjur þjóðarbúsins verður að selja fiskinn strax (skyndilausn) en aukið framboð lækkar fiskverð. Eftir stendur þá spurningin hvort fjölgun veiðistunda, aukinn kostn- aður, aukning veiðiheimilda og aukið framboð á mörkuðum skili tilætluðum árangri. En eitt er alveg víst. Í aukningu veiðiheimilda á fiski felst sama hætta og í auknum heimildum til að veiða sparifjáreigendur. Stofn- inn hlýtur af því skaða. Við settum upphaflega lög um stjórn fiskveiða í þeirri von að stöðva mætti hrun fiskistofna okk- ar og þótt naumt standi hafa stofnarnir ekki hrunið enn og vís- bendingar um að stofninn sé að hjarna við. Niðurstaða Costello. Gaines og Lynham gefur góða von um framtíðina ef við berum gæfu til að hlusta á ráð fiskifræðinga og halda veiðum innan sjálfbærra marka. Lækkun kostnaðar við veiðar er miklu betri og varanlegri tekju- möguleiki en aukning aflaheimilda. Við megum ekki, enn eina ferð- ina, fara íslensku leiðina og glepj- ast af fyrirheitum um skjótfenginn gróða. Heimildir: http://www.edf.org/page.cfm?ta- gID=1742 http://www.sciencemag.org/cgi/ content/abstract/sci;321/5896/1678 Ekki auka kvótann Stefán Benedikts- son skrifar um fiskistofna og kvóta Stefán Benediktsson » Í aukningu veiði- heimilda á fiski felst sama hætta og í auknum heimildum til að veiða sparifjáreigendur. Stofninn hlýtur af því skaða. Höfundur er arkitekt. MÉR hefur þótt mjög miður hvernig ASÍ hefur hagað mál- flutningi sínum síðustu vikur og þá sér- staklega hvernig þið fögnuðuð aðkomu Al- þjóðagjaldeyrissjóðs- ins að málum hér. Vor- uð þið að hugsa um umbjóðendur ykkar með slíkum yfirlýsingum? Þrátt fyrir að hafa kynnt mér vel starfsemi þessa sjóðs þekki ég engin dæmi þess að forystumaður í verka- lýðshreyfingu hafi gefið honum já- kvæða umsögn eins og þú gerðir á dögunum. ASÍ er því einstök hreyf- ing að þessu leyti nema þú getir bent mér á önnur dæmi. Hvað segja til að mynda kollegar þínir í Suður- Ameríku? Í Suður-Ameríku hefur almenn- ingur þurft að færa stórkostlegar fórnir vegna þess að ríkisstjórnir viðkom- andi landa fylgdu eftir tilmælum sjóðsins. Sömu sögu er að segja af Rússlandi, Júgó- slavíu og mörgum lönd- um í Asíu. Af orðum þínum að dæma mátti ætla að sjóðurinn starfaði meira í anda Hjálp- arstofnunar kirkjunnar eða Rauða Kross Ís- lands frekar en að vera lögregla utan um frjáls- hyggjuhagfræði. Engar verulegar breytingar hafa orðið á starfsemi sjóðsins þrátt fyrir skipbrot á hugmyndafræði hans um allan heim. Fyrstu aðgerðir sjóðsins í að hækka vexti hér á landi gefa líka til kynna hvað koma skal; skatta- hækkanir og niðurskurður ríkis- útgjalda (velferðarþjónustu). Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn er nefnilega ekki mikið fyrir að breyta um aðferðafræði. Hvernig stendur svo á því að það komi ASÍ verulega á óvart að stýri- vextir voru hækkaðir að kröfu IMF eins og þú sagðir í útvarpinu? Ætlið þið svo að mæta ægilega hissa þegar sjóðurinn fer fram á skattahækkanir eða niðurskurð á ríkisútgjöldum (velferðarþjónustu)? Hafið þið ekk- ert kynnt ykkur hvernig sjóðurinn starfar og hverjar kröfur hans yf- irleitt eru? Og ef ekki hvers vegna voruð þið að fagna komu hans? Það eina sem ég bið um er að þið sendið ekki frá ykkur fleiri vanhugs- aðar yfirlýsingar. Er það kannski til of mikils mælst? Opið bréf til nýkjörins forseta ASÍ Huginn Freyr Þor- steinsson er ósáttur við yfirlýsingar for- seta ASÍ » Forseti ASÍ verður að útskýra hvers vegna aðkomu Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins að málum hér er fagnað. Saga hans gefur ekki til- efni til þess. Huginn Freyr Þorsteinsson Höfundur er formaður Vinstri grænna á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.