Morgunblaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2008 Jólablað Morgunblaðsins Stórglæsilegt sérblað tileinkað jólunum fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 28. nóvember. Meðal efnis er: • Jólafötin á alla fjölskylduna. • Hátíðarförðun litir og ráðleggingar. • Uppáhalds jólauppskriftirnar. • Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að borða á aðventu og jólum. • Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur. • Smákökur. • Kökuuppskriftir • Eftirréttir. • Jólakonfekt. • Jólauppskriftir frá kokkum. • Vín með jólamatnum. • Laufabrauð. • Gjafapakkningar. • Jólagjafir. • Kertaskreytingar. • Jól í útlöndum. • Jólakort. • Jólabækur og jólatónlist. • Jólaundirbúningur með börnunum. • Margar skemmtilegar greinar sem tengjast þessari hátíð ljóss og friðar. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Ásamt fullt af öðru spennandi efni og fróðleiksmolum. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, föstudaginn 21. nóvember. LEIKLIST Borgarleikhúsið Danssýning Private Dancer. Höfundar og flytjendur: Margrét Sara Guðjónsdóttir, Jared Grad- inger og Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Hljóðmynd: David Kiers. Leikmynd og búningar: Una Stígsdóttir, Malcolm James og Paul Todd.Lýsing: Þórður Orri Pétursson og Rainer Eisenbraun. Hljóð: Jakob Tryggvason. Sýingarstjórn: Ingi- björg E. Bjarnadóttir. Í BORGARLEIKHÚSINU er gengið upp á stóra sviðið til að horfa á sýninguna Private Dancer „aftan frá“. Þegar allir eru sestir lokast sviðið með tjaldi úr bárujárni og áhorfendum er bókstaflega „haldið í gíslingu“. Á sviðinu er eitt rúm, sjónvarpstæki stillt á „snjó“, nokkrir stólar og tvö borð. Á öðru þeirra kaffivél, nokkrir bollar og glös á frekar lítt glæsilegu heimili. Einhver liggur í rúminu og kona situr einnig á stól baksviðs eins og líflaus dúkka. Sýningin er lengi að komast af stað og tilgangurinn virðist vera að láta áhorfendum líða sem verst. Áhorf- endur hafa reyndar oft séð þessar „skrítnu“ hreyfingar áður og nenna tæpast að hlusta á smekklausa brandara; lélega án þess svo mikið sem sjokka. Af og til koma nokkur lög og Jared Gradinger tekst hugs- anlega að halda athygli sumra með því að hrista afturenda sinn í takt við „Proud Mary“ lagið og Margréti Söru með því að skoppa á milli stóls og borðs á sínum – en það er fátt annað sem vekur athygli. Ein- hverjum kann að líka sálfræðidrama af þessu tagi, en undirritaður er ald- eilis ekki í þeim hópi. Persónulega hef ég takmarkaðan áhuga á „prí- vat“ tjáningarverkum, þar sem aðal- áherslan er lögð á einstakling sem „opnar sig“ í einhverju flippi. Þetta er hreint ekki „óræð martröð“ eins og stendur í leikskránni heldur yf- irborðsleg tjáning á einföldum hlut- um. Óslípað og hrátt getur stundum verið gott en ekki hér. Það vantar hvorki hæfileika hjá Margréti Söru, Jared eða Sveinbjörgu sem dansara, en við upplifum ekkert sem uppfyllir það loforð þeirra að lýsa „djúp- stæðum ótta mannskepnunnar“. Eftir að hafa séð frábæra sýningu á Skekkju eftir Sveinbjörgu á dög- unum varð ég sérstaklega fyrir von- brigðum hér. Martin Stephen Regal Prívat drama Morgunblaðið/Golli Hrátt „Sýningin er lengi af stað og tilgangurinn virðist vera að láta áhorf- endum líða sem verst,“ segir meðal annars í dómi gagnrýnanda. TÓNLIST Hásalir Tónlistarskóla Hafnarfjarðar Kórtónleikar bbbnn Tónlist eftir íslensk tónskáld í flutningi Hljómeykis, Kristjáns Orra Sigurleifssonar og Kjartans Valdimarssonar. Laugardagur 25. október. KÓRINN Hljómeyki var í flottum fötum á laug- ardaginn; þau voru svört, en skreytt rauðum háls- festum, bindum eða öðru smálegu. Það var bæði stíl- hreint og glæsilegt; maður naut þess að horfa á fólkið syngja. Á efnisskránni voru fjögur verk eftir jafnmörg ís- lensk tónskáld, og hófust tónleikarnir á tónsmíð sem ber heitið Utan hringsins og er eftir Þóru Marteins- dóttur. Þar söng kórinn um hringinn úr samnefndu ljóði Steins Steinarr, hringinn sem markar landa- mæri veraldar skáldsins og lesandans, veraldar er skáldið fær aldrei að komast inn í. Þessi tregafulla sýn var undirstrikuð með öðru ljóði eftir Stein, Sökn- uði, sem í meðförum Þóru skaraðist við fyrra ljóðið. Að miklu leyti einkenndist tónlistin af endurtekn- ingum og var auðvelt að sjá fyrir sér mann sem gengur sífellt „í kringum allt sem er“. Því miður var hálfgerður einleikskafli Kristjáns Orra Sigurleifs- sonar á kontrabassa ekki eins sannfærandi, og mátti sennilega kenna um taugaóstyrk, sem olli því að leik- urinn var ekki alltaf hreinn. Gaman væri að heyra verkið aftur undir afslappaðri kringumstæðum. Kontrabassaleikurinn var mun markvissari í næsta atriði dagskrárinnar, Bakkabræðrum eftir Hildigunni Rúnarsdóttur við texta Jóhannesar úr Kötlum. Þar spilaði Kristján skemmtilegan rytma sem smellpass- aði við einstaklega skemmtilega laglínu, einfalda og grípandi. Hildigunnur var ekkert að flækja málin, hún leyfði skondnu ljóði Jóhannesar að njóta sín; tón- listin var blátt áfram og lifandi, snyrtilega útfærð fyrir kórinn sem söng af fagmennsku og endirinn var fullkominn. Þetta var snilld! Smiðurinn og bakarinn eftir Ríkarð Örn Pálsson við ljóð eftir Johan Herman Wessel kom ekki eins vel út. Þéttskrifaður, drekkhlaðinn stíll Ríkarðs er vand- meðfarinn í flutningi, hann þarf að vera óvenjuná- kvæmur, styrkleikajafnvægi verður að vera pottþétt, mismunandi blæbrigði rétt útfærð og dramatískar andstæður skýrar; annars er hætt við að ólík stíl- brigði renni saman í graut. Því miður var flutning- urinn fremur flaumósa og nokkrir einsöngvarar úr röðum kórsins réðu lítið við hlutverk sín. Raddir þeirra voru ekki nægilega sterkar og fókuseraðar, auk þess sem hrjúfur píanóleikur Kjartans Valdi- marssonar var á köflum of hávær og yfirgnæfði söng- inn, bæði úr munni einsöngvara og kórsins í heild. Útkoman var hálfgerður óskapnaður sem er synd því ég gat ekki betur heyrt en að tónlistin væri vel skrif- uð. Síðasta verkið á efnisskránni var These Few Words eftir Önnu Þorvalds. Textinn er eftir Octavio Paz og úr fábrotnum línum hans skóp Anna magn- aðan tónaseið, myrkan og óræðan. Tónlistin var hríf- andi í mergjaðri túlkun kórsins, síbreytilegir skuggar liðu um hugskot manns og dökkur kontrabassinn undirstrikaði sortann. Ef finna má að einhverju er það helst að kontrabassinn var dálítið ofnotaður, sem veikti nokkuð heildarmyndina, en að öðru leyti var tónlistin eftirminnileg og ég hlakka til að heyra hana fljótt aftur. Jónas Sen Rauður og svartur kór Morgunblaðið/Golli Kontrabassaleikarinn „Þar spilaði Kristján skemmti- legan rytma sem smellpassaði við einstaklega skemmti- lega laglínu, einfalda og grípandi,“ segir m.a. í dómi um leik Kristjáns Orra Sigurleifssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.