Morgunblaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 4
4 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008 Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is HJÖRLEIFUR Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir stöðu Orkuveitunnar vera erfiða og að framkvæmdir sem fyrirhugaðar voru á vegum fyrirtækisins á næsta ári séu í uppnámi vegna erfiðleika á fjármálamörkuðum. Ekki hefur tekist að útvega lán til þess að standa undir framkvæmdum næsta árs. Um 170 milljóna evra, tæplega 28 milljarða króna, láni frá Evrópska fjárfestingarbankanum var frestað um miðjan síðasta mán- uð. Það átti að nota til að fjármagna fyrirhugaðar framkvæmdir næsta árs. Lánaafgreiðslu lokað „Það er sama staða hér eins og annars staðar. Norræni fjárfesting- arbankinn, þar sem við áttum inni lánaumsókn, hefur lokað á öll útlán út þetta ár. Við ætluðum að fá þaðan lán til að fjármagna holræsafram- kvæmdir á Vesturlandi. Það lán bíð- ur fram á næsta ár ef ekki lengur,“ segir Hjörleifur. Hann segir lánaafgreiðslu í öðrum bönkum sem Orkuveitan hefur skipt við, meðal annars Evrópubankanum og Þróunarbanka Evrópu, ekki vera fyrir hendi eins og staða mála sé nú. Hjörleifur segir banka erlendis bíða eftir því að stöðugleiki komist á í íslensku efnahagslífi svo mögulegt sé að meta öryggi þess að lána ís- lenskum fyrirtækjum, bæði í einka- og opinberri eigu, með nákvæmum hætti. „Það verður bið á því að lán verði afgreidd hingað á meðan ekki er ljóst hvernig mál þróast. Lán okk- ar hafa ekki verið afturkölluð en þau eru í óvissu, eins og hjá öllum öðr- um.“ Lánið frá Evrópska fjárfest- ingarbankanum átti að tryggja fjár- mögnun fyrir framkvæmdir og smærri verkefni á vegum Orkuveit- unnar vel fram á árið 2010. Orkuveita Reykjavíkur skuldaði í lok júní um 137 milljarða í erlendri mynt, samkvæmt árshlutareikningi fyrirtækisins. Síðan þá hefur krónan veikst um að minnsta kosti 28 pró- sent. Skuldirnar hafa samkvæmt því hækkað um tæplega 40 milljarða. Gengi krónunnar er að nokkru leyti óljóst um þessar mundir, þar sem gjaldeyrisviðskipti hafa gengið treg- lega. Gengisþróun hefur verið erfið „Það skiptir okkur auðvitað miklu máli að gjaldeyrisviðskipti séu eðli- leg í landinu og jafnvægi ríki. Það er eins fyrir okkur og önnur fyrirtæki með lán í erlendri mynt, að geng- isþróun síðustu mánaða hefur verið okkur erfið. Ég man nú að það var töluvert áfall þegar gengivísitalan fór snögglega í 150 á vormánuðum. Síðan hefur hún veikst áfram mjög hratt og þessi þróun er vitaskuld mikið áhyggjuefni. Vonandi munu boðaðar aðgerðir og lántökur rík- isins snúa þessari þróun við.“ Áætlanir í uppnámi  Skuldir Orkuveitu Reykjavíkur hafa vaxið um 40 milljarða á þremur mánuðum  Lokað er á lánafyrirgreiðslu SKULDIR Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hafa vaxið um rúmlega 440 millj- ónir króna á hverjum degi, síðustu þrjá mánuði, eða sem nemur um 40 milljörðum. Þar ræður mestu að skuldir félagsins eru nær eingöngu í er- lendri mynt. Þetta getur skapað umtalsverð rekstrarvandamál fyrir OR haldist krónan áfram veik til lengri tíma. Stór hluti tekna Orkuveitunnar er í íslenskum krónum, en þó einnig í erlendri mynt. Þetta gerir stöðu OR að mörgu leyti viðkvæmari en stöðu Landsvirkjunar, stærsta opinbera orkufyrirtækisins, þegar horft er til skuldastöðunnar. Þar ræður mestu að stærri hluti tekna Landsvirkjunar er í erlendri mynt, sem dregur úr sveifl- um og áhrifum á efnahagsreikning fyrirtækisins. 440 milljónir á hverjum degi Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Höfuðstöðvar OR Framkvæmdir Orkuveitu Reykjavíkur á næsta ári eru í mikilli óvissu vegna erfiðra aðstæðna. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „ÞAÐ hefur töluvert mikið verið hringt hingað úr ýmsum áttum, bæði fólk úr byggingariðnaði og úr bönk- unum. Þetta eru aðallega konur sem hafa verið að vekja athygli á því að þeim hafi verið sagt upp, en ekki körlum sem unnu við hliðina á þeim.“ Þetta segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Jafnréttisstofa hefur undanfarið birt auglýsingar í blöðum þar sem bent er á að mismunun á grundvelli kyns sé bönnuð. Þar segir m.a. að slíkt gildi að sjálfsögðu einnig um upp- sagnir, en tekið er fram að auglýs- ingin sé birt að gefnu tilefni. Í hópi þeirra kvenna sem hafa haft samband eftir að hafa verið sagt upp eru verkfræðingar og fyrrverandi bankastarfsmenn. Kristín segir að meðal þess sem komið hafi í ljós eftir að uppsagnirnar dundu yfir sé launa- munur milli kynja í sambærilegum stöðum. Hún tekur dæmi um konu sem starfaði í banka og fékk upp- sagnarbréf á dögunum. „Hún komst að því að hún hafði unnið við hliðina á karlmanni í ákveðinn tíma, í sama starfinu. Svo var báðum sagt upp og þá kom fram í umræðunni að hann hafði haft 800 þúsund krónur í mán- aðarlaun og hún 400 þúsund,“ segir Kristín. Þessi launamunur hafi átt sér stað í krafti launaleyndar. Kristín segist óttast að gamlar hugmyndir um að konur hafi fyrir- vinnu geti haft áhrif þegar teknar eru ákvarðanir um hverjum skuli sagt upp í samdrætti á vinnustöðum. Hins vegar sé staðan sú að margar konur séu eina fyrirvinnan á sínu heimili. Önnur skýring geti verið sú að yfirmenn á vinnustöðum séu að „redda vinum sínum“. Nýju bankarnir gegn lögum Kristín segir að auglýsing Jafn- réttisstofu sé jafnframt tilkomin vegna þess hvernig staðið var að ráðningu í stöður yfirmanna í nýju ríkisbönkunum. „Það er ákaflega sláandi að í öllu talinu um nýja Ís- land og nýju gildin, þá gerist það í Landsbankanum að þar eru karlar 9 af 11 helstu stjórnendum, 8 af 12 í Glitni og 9 af 11 í Kaupþingi,“ segir Kristín. Þótt konur gegni tveimur af þremur bankastjórastöðum í nýju bönkunum, dugi það ekki til. Kristín kveðst velta fyrir sér hver sé ábyrg- ur fyrir þessum ráðningum. Ráðningarnar séu í miklu ósam- ræmi við ný jafnréttislög, sem sam- þykkt voru á þessu ári. Þar segir m.a. að sérstaklega skuli gætt að því að jafna stöðu kynjanna í stjórnun- arstöðum. Jafnréttisstofa skrifaði öllum bönkum bréf og óskaði skýringa á því hvernig hefði verið skipað í yf- irmannastöðu í nýju ríkisbönkunum, en svör hafa ekki borist. Jafnframt hefur Jóhanna Sigurðardóttir, fé- lagsmálaráðherra, skrifað bönkun- um vegna þessa. Konan fékk helmingi lægri laun en karlinn Leita til Jafnréttisstofu eftir uppsögn Morgunblaðið/Golli Réttur Margir hafa leitað til Jafn- réttisstofu eftir hrinu uppsagna. Í HNOTSKURN »Í nýjum jafnréttislögumsegir m.a. að atvinnurek- endur skuli leggja sérstaka áherslu á að jafna hlut kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum. »Þar segir líka að starfs-mönnum sé ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sín- um ef þeir kjósa svo. FJÓRIR karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í höfuðborginni í gær grunaðir um að hafa nauðgað 17 ára stúlku í heimahúsi á höf- uðborgarsvæðinu aðfaranótt þriðjudags. Búið er að leggja fram kæru á hendur mönnunum. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar ber stúlkan að mennirnir hafi eftir árásina ekið henni á ann- an stað í borginni síðla nætur og látið hana þar út úr bílnum. Hún hringdi á lögreglu sem flutti hana á neyðarmóttöku. Stúlkan gat lýst bíl mannanna og í framhaldinu voru þrír þeirra handteknir snemma í gærmorgun og lýst eftir fjórða manninum sem handtekinn var síð- degis sama dag. Mennirnir voru all- ir yfirheyrðir í gær og leiddir fyrir dómara þar sem krafist var viku gæsluvarðhalds yfir þeim. Þegar Morgunblaðið fór í prentun hafði dómari þegar fallist á gæslu- varðhaldsóskina í máli mannanna þriggja sem handteknir voru í gær- morgun en eftir var að leiða fjórða manninn fyrir dómara. Fjórir hand- teknir vegna nauðgunar FRÉTTASKÝRING Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is FÓLKI hefur fjölgað meira á Íslandi í ár en spár Hagstofunnar gerðu ráð fyrir. Útlit er þó fyrir að fljótlega fari að draga úr þeirri fjölgun vegna efnahagsástandsins. Hagstofa Íslands endurskoðar mannfjöldaspár að jafnaði á þriggja ára fresti og var síðasta spá gefin út í nóvember í fyrra. „Þá var þegar farið að dragast saman á atvinnu- markaði svo við gerðum ráð fyrir að það flytti talsvert af fólki til útlanda á árinu,“ segir Ólöf Garðarsdóttir, deildarstjóri mannfjöldadeildar. „Í staðinn fluttu töluvert margir til landsins í sumar og fram á haust svo spáin frá í fyrra er í dag langt undir því sem mannfjöldinn er í reynd. Hins vegar eigum við von á að þetta breytist því við vitum að þessa dag- ana eru margir að flytjast á brott.“ Hún bætir því við að sú fækkun komi ekki strax fram í gögnum deildarinnar. „Við höfum aðallega stuðst við skráningar í og úr þjóð- skrá en slíkar tilkynningar berast yfirleitt seint. Ennþá sjáum við því ekki þessa fækkun sem orðin er.“ Mannfjöldaspá endurskoðuð Næsta mannfjöldaspá væri að öllu óbreyttu væntanleg eftir tvö ár en þar sem miklar breytingar eru í upp- siglingu segir Ólöf líklegt að spáin verði endurskoðuð á næsta ári. Hún á hins vegar ekki von á öðru en að landsmönnum haldi áfram að fjölga. „Frjósemi er svo mikil á Íslandi að það þarf gríðarlega mikinn brott- flutning til að við förum í mínus.“ Þannig eignast hver kona hér á landi 2,1 börn að meðaltali sem er langt yfir meðaltali grannríkja okkar og flestra Evrópulanda. „Og þar sem dánartíðnin er svona lág er það ríf- legt til að viðhalda mannfjöldanum.“ Að hennar sögn er erfitt að sjá fyrir hvort kreppan sem slík hafi áhrif á þessa frjósemi. „Í stórum kreppum eins og á árunum 1930 til 1940 dró úr frjósemi alls staðar á Vesturlöndum. Á þeim tíma vissi fólk hvernig átti að koma í veg fyrir barneignir og nýtti sér greinilega þá þekkingu. Hins vegar er spurning hvað gerist núna því frjósemi hefur verið að aukast á Íslandi, öfugt við annars staðar.“ Ólöf á þó von á því að það geti breyst þegar fram í sækir. „Ekki síst vegna þess að nú er fæðing- arorlof beintengt við tekjur fólks hér á Íslandi líkt og hefur verið lengi á hinum Norðurlöndunum. Áður sá maður ekkert samhengi milli barn- eigna og atvinnuástands hérlendis en þegar við skoðum hin Norð- urlöndin þá dregur úr frjósemi í svona erfiðu efnahagsástandi og ég gæti alveg trúað því að það gerðist núna hjá okkur. Á hinn bóginn getur svona ástand alveg haft þveröfug áhrif – að fólk hugsi sem svo að það sé eins gott að nota tímann til barn- eigna þegar það hefur ekki vinnu.“ Meiri fólksfjölgun en spáð var  Fleiri fluttust til landsins á þessu ári en spár gerðu ráð fyrir  Búist við því að draga fari úr fjölguninni  Aukning í frjósemi á Íslandi, öfugt við annars staðar Í HNOTSKURN »Spár gerðu ráð fyrir 313þúsund manns á landinu árið 2008 en 1. október sl. var mannfjöldinn rúmlega 320 þúsund. » Í fyrra fæddust 4560 lif-andi börn á landinu. »Frá jan. til sept. í ár flutt-ust 4.687 fleiri til landsins en frá því. Aðfluttir útlend- ingar skýra fjölgunina því ís- lenskum ríkisborgurum fækk- aði um 261 á þessum tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.