Morgunblaðið - 05.11.2008, Page 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Hornafjörður | Lítil matvælafyrir-
tæki eru að spretta upp í kringum
vöruþróunarsmiðju sem Matís er að
stofna á Höfn í Hornafirði.
Vöruþróunarsmiðjunni er ætlað að
hjálpa fólki að fara úr hlutverki
hráefnisframleiðenda í að vinna
sem matvælaframleiðendur. Smiðj-
an verður opnuð í dag.
Matvælaiðnaður á Íslandi sækir
hráefni sitt mikið til landsbyggð-
arinnar. „Vöruþróunarsmiðju er
ætlað að hjálpa litlum fyrirtækjum
og frumkvöðlum að stíga fyrstu
skrefin við að búa til matvæli úr
hráefni. Hugmyndafræðin gengur
út á það að aðstoða fólk við að vinna
sem matvælaframleiðendur og auka
verðmæti afurðanna,“ segir Guð-
mundur H. Gunnarsson, deildar-
stjóri nýsköpunar matvæla hjá
Matvís sem undirbúið hefur vöru-
þróunarmiðjuna á Hornafirði.
Sultuna á markað
„Við erum að setja upp vettvang
fyrir frumkvöðla til að koma hug-
myndum sínum í framkvæmd. Til
að skýra málið má ímynda sér
mann sem hefur áhuga á að gera
berjasultu úr uppskrift ömmu sinn-
ar. Hann fengi aðstöðu hér hjá okk-
ur til að búa sultuna til og setja
hana á krukkur. Við myndum jafn-
vel selja honum krukkurnar og
koma honum í samband við hönnuð
til að búa til ímyndina. Hér gæti
hann framleitt til dæmis fyrstu tvö
þúsund krukkurnar. Ef allt gengur
vel og varan rýkur út fengi mað-
urinn kannski traust og ætti auð-
veldara með að fá fjármagn til að
fjárfesta í eigin tækjum,“ segir
Guðmundur. Hann segir að eins og
staðan er nú myndi viðkomandi
framleiðandi þurfa að byrja á því að
afla fjármagns og fjárfesta í tækj-
um, án þess að vita hvernig varan
gengi á markaði.
„Það er mikið til af hugmyndum
á Íslandi og margir hafa fengið að-
stoð við að gera skýrslur um þær.
Við erum að reyna að lækka þrösk-
uldinn sem verður á vegi þeirra
sem vilja koma hugmyndum í fram-
kvæmd,“ segir Guðmundur.
Humarsúpusoð og makríll
Vöruþróunarsmiðjunni er ætlað
að þjóna öllu landinu. Þegar hafa
verið undirbúin verkefni í Horna-
firði sem bíða eftir aðstöðunni. Þar
er andabóndi sem hefur selt mikið
af heilum frosnum öndum. Hann
hefur áhuga á gera meiri verðmæti
úr afurðunum.
Önnur hugmynd kemur frá mat-
reiðslumeistara sem selur hum-
arsúpu til ferðafólks. Hann hyggst
búa til humarsúpusoð úr humarskel
sem hingað til hefur verið fleygt.
Hann fær aðstöðu í vöruþróun-
arsmiðjunni til að þrýstisjóða soðið
sitt niður í glerkrukkur sem hægt
er að koma á neytendamarkað.
Þriðja dæmið sem Guðmundur
nefnir er styttra á veg komið.
Trillukarlar sem reynt hafa fyrir
sér við veiðar á makríl á handfæri
hafa áhuga á að nýta þetta góða
hráefni betur til manneldis. Þeir
telja sig geta aukið verðmæti þess
mikið með því að heitreykja makríl-
inn fyrir neytendamarkað.
Einnig hefur verið undirbúið að
fólk úr öðrum landshlutum geti
komið í einhverskonar frum-
kvöðlabúðir og haft aðgang að að-
stöðunni og fengið tiltölulega ódýrt
húsnæði til afnota. Jafnframt gætu
lítil fyrirtæki sem vilja sinna fram-
leiðslu úr hráefni sem fellur til
hluta úr ári leigt aðstöðuna í til
dæmis viku eða hálfan mánuð á ári.
Unga út matvælavinnslum
Morgunblaðið/Sigurður Mar
Vöruþróun Guðmundur H. Gunnarsson og Reynir Sigursteinsson líta í pottana í vöruþróunarsmiðjunni sem sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra opnar í dag. Þar á að auka verðmæti hráefnis sem til fellur um allt land.
Vöruþróunarsmiðja í matvælaiðnaði verður opnuð á Hornafirði í dag Henni er ætlað að aðstoða
fólk og frumkvöðla við að fara úr hlutverki hráefnisframleiðanda og vinna sem matvælaframleiðendur
Í HNOTSKURN
»Matvís hefur komið sérupp búnaði til reykingar,
þurrkunar, suðu og pökkunar
á matvælum á Hornafirði. Ef
upp koma álitleg verkefni
kemur til greina að bæta við
tækjabúnaði.
»Einstaklingar og fyrirtækileigja sér aðstöðuna og fá
þar aðgang að sérfræðiþekk-
ingu og geta fengið aðstoð til
að komast í samband við um-
búðahönnuði og fleiri sérfræð-
inga.
„ÞEIR sem eru í heimavinnslu mat-
væla eða annarri úrvinnslu geta
fengið þarna aðstöðu og þekkingu
til að koma sér af stað. Þarna höf-
um við aðgang að fólki með sér-
fræðiþekkingu sem ekki er síður
mikilvæg en aðstaðan,“ segir
Reynir Sigursteinsson á Hlíðabergi
í Hornafirði.
Fjölskyldan á Hlíðarbergi fram-
leiðir töluvert af andakjöti, mest
þó fyrir jólin. Reynir segir að með
því að fá aðstöðu í vöruþróun-
arsmiðjunni gefist tækifæri til að
fara út í þróunarvinnu, án þess að
leggja fyrst út í kaup á dýrum bún-
aði. Hann hefur hug á því að reyna
fyrir sér með reyktar andabringur.
Einnig að nýta andafitu sem hing-
að til hefur verið hent. Báðar þess-
ar afurðir eru verðmætar sælkera-
vörur.
Reynir telur að með þessu skapist
tækifæri til að auka verðmæti af-
urðanna. „Þetta er dýr vara og hef-
ur verið flutt inn til þessa. Við er-
um ekki endilega að hugsa um að
framleiða einhver lifandis ósköp af
þessu en viljum nýta markaðinn
sem best,“ segir Reynir.
Hann reiknar með að koma með
afurðirnar á markað nú fyrir jólin.
Reynir fyrir sér með dýra sælkeravöru
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ÍSLENSKUR áliðnaður mun að öll-
um líkindum njóta góðs af þróun evr-
ópsks kvótakerfis (ETS) um losun
gróðurhúsalofttegunda. Skýringin
liggur í þeirri endurnýjanlegu orku
sem nýtt er til framleiðslunnar og
dregur þ.a.l. úr menguninni sem af
henni hlýst.
ETS-tilskipunin er þegar orðin
hluti af EES-samningnum og mun
því senn verða að lögum hér.
Þetta er mat Thomas Bernheim,
sérfræðings hjá framkvæmdastjórn
ESB, sem komið hefur að þróun
verslunarkerfis með losunarheimild-
ir gróðurhúsalofttegunda innan að-
ildarríkja sambandsins.
Þessar breytingar eiga sér nokkuð
langan aðdraganda, en segja má að
málið snúist um flokkun iðnaðarins í
þrjá flokka, sem raktir eru í ramm-
anum til hliðar.
Fyrsti áfangi kerfisins sem um
ræðir var innleiddur árið 2005 og stóð
fram til ársloka 2007.
Var þar gerð sú krafa á hendur að-
ildarríkjum sambandsins að þau
settu saman aðgerðaáætlun um leiðir
til að draga úr losun og var þá miðað
við að samanlögð losun mengunar-
aðila sem féllu undir ákvæði kerfisins
færi ekki fram úr 2,3 milljörðum
tonna á ári.
Inntur eftir árangrinum af þessum
áfanga segir Bernheim að í honum
hafi verið gefnar úr rýmri losunar-
heimildir en fyrirtækin þurftu á að
halda, sem aftur hafi leitt til þess að
kolefniskvótar urðu verðlausir. Skort
hafi áreiðanleg gögn um losun ein-
stakra mengunarvalda til að hægt
væri að gefa út kvóta í samræmi við
losun þeirra. Hinu megi ekki gleyma
að reynslan af þessum fyrsta áfanga
kerfisins hafi verið dýrmæt.
Frá og með ársbyrjun 2008 tók
næsti áfanginn gildi og segir Bern-
heim að þá hafi verið mörkuð sú
stefna um takmörkun á losun ESB-
ríkjanna 27, að samanlögð losun
mengunarvalda færi ekki fram úr
2,08 milljörðum tonna.
Bernheim segir árangurinn hafa
komið fram í því að eftirspurn hafi
verið mynduð eftir kolefniskvótum
innan sambandsins. Verðið á kolefn-
iskvótum hafi flökt í kringum 20 evr-
ur á tonnið. Þessi kostnaður hafi hins
vegar ekki fallið á fyrirtæki vegna
ókeypis kvóta, að því gefnu að þau
færu ekki fram úr losunarkvótum
áfangans.
Tekið upp sameiginlegt kerfi
Spurður um næsta áfanga segir
Bernheim að frá og með árunum
2013-2020 verði vikið frá losunar-
markmiðum innan einstakra þjóð-
ríkja og þess í stað tekið upp sameig-
inlegt kvótakerfi innan ESB. Markið
sé sett á að draga úr losuninni um
21% fyrir árið 2020, miðað við áætl-
aða losun eins og hún var árið 2005.
Í þessum áfanga fái ekki allar iðn-
greinar lengur fría losunarkvóta.
Til að aðlaga þessi fyrirtæki að
kerfinu verði þeim gert kleift að
kaupa losunarheimildir á uppboði
með kolefniskvóta innan ESB.
Mat Bernheim er að sökum þess að
álfyrirtækin hér séu líkleg til að falla í
þriðja flokk iðngreina (sjá ramma)
muni þau fá ókeypis losunarkvóta.
Þar sem notast sé við endurnýjan-
lega orku muni kolefniskvótakerfið
ekki hafa áhrif á orkuverð hér og þar
með auka samkeppnisforskot þeirra.
Áliðnaðurinn gæti notið góðs af
nýju regluverki um kolefnislosun
Morgunblaðið/Ómar
Nýir tímar? Álverið í Straumsvík.
Verslunarkerfi með losunarheimildir innan ESB gæti styrkt samkeppnisstöðu íslenskra álfyrirækja
Hver er flokkun iðnfyrirtækja?
Fyrsti flokkurinn nær til iðngreina
þar sem ekki er talið að kostnaður-
inn af kvótakerfinu muni hafa áhrif á
markaðsstöðu fyrirtækjanna, sem
eru einkum orkufyrirtæki.
Í annan flokkinn falla iðngreinar sem
ekki eru viðkvæmar fyrir alþjóðlegri
samkeppni og hafa því svigrúm til að
velta kolefniskostnaðinum yfir á
neytendur, án þess að eiga á hættu
að missa markaðsstöðu sína.
Sá þriðji nær til orkufrekra iðngreina
sem bjóða heim hættunni af kolefn-
isleka, það er þegar fyrirtæki flytja
starfsemi sína til landa sem hafi
minni losunarkvaðir. Iðnfyrirtæki í
þessum geira geta fengið allt að
100% losunarheimildir.
Í hvaða flokk fara álfyrirtækin?
Bernheim telur að íslensku álfyrir-
tækin muni fara í þriðja flokkinn, það
eigi þó eftir að skýrast.
Hvaða með flugið?
Flugið kemur inn í kvótakerfið árið
2012 og geta flugfélögin þá brugðist
við með því ýmist að draga úr losun
eða kaupa kolefniskvóta.
S&S