Morgunblaðið - 05.11.2008, Síða 41

Morgunblaðið - 05.11.2008, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008 JB: ,,Vodka Martini“. Þjónn:,,Hristan, ekki hrærðan?“.JB: ,,Sýnist þér það skipta mig máli?“. Þetta samtal er feng- ið úr síðustu James Bond- myndinni, Casino Royale, og er táknrænt fyrir þau hamskipti sem urðu á sögupersónunni og vöru- merkinu James Bond í hittifyrra, eftir áralanga stöðnun. Nýjasta Bond-myndin verður brátt frum- sýnd hér á landi og ber hinn ill- þýðanlega titil Quantum of Sol- ace. Daniel Craig, hinn nýi Bond, snýr aftur, harðari en stál. Nýi Bond er nánast í engu líkur þeim Bond sem túlkaður var í fyrstu 20 myndunum. Gamla Bond var nán- ast hent í ruslið og nýr og ferskur settur í smókinginn.    Nýi Bond er helmassaður og-köttaður, svo gripið sé til vaxtarræktarmáls, en lítur jafn- framt út fyrir að geta sturtað í sig hálfpotti af Guinness á fimm sekúndum og ort ljóð til sinnar heittelskuðu að því loknu. Craig er laus við tilgerð, talar ekki eins og enskur lávarður eða áströlsk karlfyrirsæta að reyna að tala eins og enskur lávarður. Hann er heldur ekki með króníska hægða- tregðu eins og Timothy Dalton. Connery var auðvitað eitur-svalur Bond og erfitt að ná sömu hæðum og hann. Af öllum þeim sem túlk- uðu Bond eftir Connery er Craig sá eini sem nær álíka svala. Það var búið að rústa Bond gjörsamlega áður en Craig tók við kyndlinum og ég hélt að hann ætti sér ekki viðreisnar von. Ekki svo að skilja að það sé Brosnan að kenna heldur skelfilegum hand- ritum og oft á tíðum slöku leik- aravali. Myndin á undan Casino Royale, Die Another Day, er svo léleg að orð fá því vart lýst.    Nú hefur Bond svarað kallitímans, er orðinn metrósex- úal og meiri tilfinningavera (að vísu varð Lazenby býsna meyr en flestir vilja nú gleyma hans þætti í Bond-sögunni). Bond hinn nýi er harðari en nokkru sinni en þó hlýr inn við beinið. Hann er al- vöru metrómaður, það er dálítill Þorgrímur Þráinsson í honum. Hann leyfir m.a.s. konunni að stjórna því í hvaða smóking hann fer í spilavítið og pantar sér hanastél að eigin uppskrift, sæm- andi vinkonunum í Sex and the City.    Nýi Bond hugsar líka vel umlíkamann (eins og Þor- grímur Þráinsson) og hefur Craig vissulega fengið mikla athygli út á helmassaðan skrokkinn. Hinn nýi Bond rís úr sæ eins og grísk- ur guð í franskri sundskýlu. Hing- að til hafa Bond-gellur haft það hlutverk að ganga á land í efnis- litlum bikiníum en á tímum kynja- jafnréttis þykir ekki annað hægt en leyfa konunum í bíósalnum líka að njóta. Í Casino Royale er boðið upp á karlútgáfuna af atrið- inu úr fyrstu Bond-myndinni, Dr. No, þegar Honey Ryder rís upp úr sænum í allri sinni dýrð. Annar eins löðrandi kynþokki hafði vart sést áður á hvíta tjaldinu og ég hef heyrt að kvenkyns aðdáend- um Bond hafi fjölgað þó nokkuð eftir að Craig lék þetta eftir.    Hinum nýja Bond er skítsamahvort menn hrista eða hræra vodka martini-blönduna, enda skiptir það í raun ekki nokkru máli. Gamli Bond er dauð- ur, ef Quantum of Solace er í sama gír og Casino Royale. Kannski munu næstu myndir þok- ast meira í átt að hnyttna flag- aranum, hver veit, en ég sé ekki í fljótu bragði að Roger Moore- týpan snúi aftur í túlkun Craig. Moore segir enda sjálfur svo frá að munurinn á honum og Craig sé sá, að hann hafi leikið elskhugann Bond en Craig morðingjann Bond. Enda var Moore orðinn of stirður til að hlaupa undir lokin, í A View to a Kill. Honum fór betur að liggja uppi í rúmi með kampa- vínsglas. Elskhugi eða morðingi, gildir einu svo lengi sem hasarinn er í lagi. Og sýnishornin úr Quantum of Solace lofa svo sannarlega góðu. helgisnaer@mbl.is Hvorki hristur né hrærður AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson » Í Casino Royale erboðið upp á karlút- gáfuna af atriðinu úr fyrstu Bond-myndinni, Dr. No, þegar Honey Ryder rís upp úr sænum í allri sinni dýrð. Mjúkur og harður Bond (Daniel Craig) hughreystir ástina sína Vesper Lynde (Eva Green) í síðustu Bond-mynd, Casino Royale. / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 6 - 8 LEYFÐ NIGHTS IN RODANTHE kl. 6 LEYFÐ EAGLE EYE kl. 8 B.i. 16 ára SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI HÖRKUSPENNANDI MYND FRÁ STEVEN SPIELBERG MEÐ SHIA LABEOUF Í AÐALHLUTVERKI. ÞÚ HLÝÐIR, EF ÞÚ VILT LIFA! RICHARD GERE ÁSAMT DIANE LANE FARA Á KOSTUM Í ÞESSARI FALLEGU ÁSTARSÖGU. SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA -L.I.B.TOPP5.IS -T.S.K - 24 STUNDIR -ÁSGEIR J. - DV VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND AFTUR Í TAKMARKAÐAN TÍMA VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 8 B.i. 16 ára MAX PAYNE kl. 8 B.i. 16 ára HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 8 LEYFÐ SEX DRIVE kl. 8 B.i. 12 ára SÝND Í KRINGLUNNIÍSLENSKT TALSÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í KRINGLUNNI MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR! SÝND Í KEFLAVÍK BARA SÁRSAUKI! ENGIN MISKUNN. Nánari upplýsingar og skráning: sími 525 4444 endurmenntun.is Schubert og Schumann - meistarar ljóðasöngsins með Árna Heimi Ingólfssyni, tónlistarfræðingi Gestasöngvarar: Eyjólfur Eyjólfsson, Hallveig Rúnarsdóttir og Bragi Bergþórsson Fjögurra kvölda námskeið sem hefst 12. nóvember Haldið í Salnum í Kópavogi Bóleró og mambó og allt þar á milli - kúbönsk tónlist á tuttugustu öld með Tómasi R. Einarssyni, tónlistarmanni Tveggja kvölda námskeið sem hefst 17. nóvember Haldið á kaffihúsinu Amokka í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.