Morgunblaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008
Samfylkingarfélagið í Reykjavík og
kvennahreyfing Samfylkingarinnar boða
til opins fundar um hvað er framundan í
efnahagsmálunum og þátt kvenna í upp-
byggingunni.
Gestir fundarins eru:
Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og
tryggingamálaráðherra
Guðbjartur Hannesson, alþingismaður
Hallgrímur Helgason, rithöfundur
Elín Blöndal, prófessor við lagadeild
Háskólans á Bifröst
Lilja Mósesdóttir, prófessor í hagfræði við
Háskóla Íslands
Fundarstjóri:
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, alþingismaður
Fundurinn verður miðvikudagskvöldið
5. nóvember kl. 20.30 að Hallveigarstíg 1.
Húsið opnar kl. 20.
ÁFRAM STELPUR
Allir velkomnir
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
ER hætta á að því að hert öryggis-
gler springi í fleiri byggingum en
Turninum við Smáratorg og hrynji
til jarðar með ófyrirsjáanlegum af-
leiðingum? Sérfræðingar segja að
hættan geti leynst víða á landinu.
Ástæðan sé að oft hafi ekki verið lát-
in fara fram sérstök prófun á slíku
gleri en þá er glerið hitað til að fjar-
lægja úr því nær ósýnileg óhreinindi
sem geta valdið sprungum. Þessi
efni vaxa í glerinu vegna efnabreyt-
inga og geta valdið sprungum í
mörg ár. En hitameðferðin útilokar
að mestu að varasamt, stökkt gler
sé notað.
Einn af heimildarmönnum Morg-
unblaðsins fullyrðir að sprungur
hafi sést í herta glerinu í Turninum
þegar fyrir nokkrum mánuðum en
ekkert verið gert í málinu. Einnig er
bent á að varasamt gler sé notað við
stiga í Kringlunni og svölum við
nýja veitingastaðinn í Bláa lóninu,
þar sé notað einfalt, hert gler og
enginn handlisti ofan á glerinu.
Framleiðendur þekkja ekki
íslenskar aðstæður
Daninn Thomas Henriksen, sem
annars starfar hjá Íslenskum aðal-
verktökum, rekur lítið ráðgjafafyr-
irtæki, GlassDesign, en hann er sér-
fræðingur í notkun glers. Henriksen
hefur veitt ráðgjöf vegna nýja Tón-
listarhússins og segir hann að þar sé
eingöngu notað hert gler sem farið
hafi í áðurnefnda hitaprófun. En
víða sé annars pottur brotinn í þess-
um efnum hérlendis.
Samþykktir hafa verið hér Evr-
ópustaðlar en vandinn er að umrætt
gler er oftast keypt erlendis og ekki
víst að framleiðandinn viti mikið um
aðstæður hér. Taka þarf tillit til
hitabreytinga, vindþols og annarra
atriða og hvaða tegund af öryggis-
gleri, hert, einfalt gler eða samlímt
gler, skuli nota.
Sigurður Gunnarsson hjá Al-
mennu verkfræðistofunni ritaði
grein um þessi mál í ársrit Verk-
fræðingafélags Íslands í fyrra. Þar
segir hann m.a. að algengt sé orðið
að nota gler sem veðurhlíf á Íslandi
en menn líti glerið svipuðum augum
og bárujárn utan á steypt hús.
Hann segir í samtali við Morg-
unblaðið að á teikningum standi oft:
„Frágangur og þykkt glers og fest-
inga í samráði við framleiðandann.“
Oft sé hann í Danmörku eða Kína;
fyrirtækið sem slíkt geti verið ágætt
en þar gildi alls kyns lög og reglu-
gerðir sem eigi ekki endilega við hjá
okkur.
„Þetta er nokkuð sem menn hafa
verið að ýta aðeins á undan sér,“
segir Sigurður. „Við erum ekkert
vanir því að hanna mikil glerhýsi.
En síðan var hér allt í einu komið
mikið fjármagn, við hönnum stór
hús og í þeim er fullt af glerflötum.
Þar sem við vorum alltaf með steypu
áður er nú fullt af gleri. Það sem
byggingafulltrúar fara yfir og er
reiknað eru steyputeikningarnar.
Það þarf ekki að leggja fram teikn-
ingar af glervegg fyrir byggingafull-
trúa.“
Víða varasamt gler
Sérfræðingar segja að tryggja þurfi að hert og sérstaklega
hreinsað öryggisgler sé í nýju glerhúsunum hér á landi
Brothætt? Turninn við Smáratorg í
Kópavogi er mikið glerjaður.
Morgunblaðið/Valdís Thor
STÖÐVAÐAR
hafa verið fram-
kvæmdir við norð-
urturn Smáralind-
ar. Samnefnt félag,
Norðurturninn
ehf., stóð að bygg-
ingunni og er búið
að reisa bílakjall-
ara og fjórar hæð-
ir. Húsið átti að
vera fjórtán hæðir
og var bygginga-
kostnaður áætlað-
ur um sex til sjö
milljarðar.
Helstu eigendur
Norðurturnsins
ehf. eru Glitnir
banki og Saxbygg,
sem samanstendur af Saxhóli og Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars. Glitnir
og Norðurturninn höfðu gert framkvæmdalánasamning vegna byggingarinn-
ar. Síðustu vikur hafa ekki fengist formleg svör varðandi þennan lánasamn-
ing, samkvæmt upplýsingum Pálma Kristinssonar framkvæmdastjóra.
Fasteignafélag Íslands hf. er móðurfélag Smáralindar ehf. og Norður-
turnsins ehf. Eik Properties á Fasteignafélagið og eru sömu aðaleigendur að
öllum þessum félögum, Saxbygg og Glitnir. aij@mbl.is
Turnbyggingu
slegið á frestað
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SKILYRÐI til útivinnu hafa verið með skaplegasta
móti að undanförnu á suðvesturhluta landsins þrátt
fyrir vætutíð og hafa menn nýtt það sér óspart.
Á Bíldshöfða í Reykjavík kepptust menn við að
steypa gangstéttir áður en veturinn skellur á af fullum
þunga og frostið verður viðvarandi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Algjör steypa á Bíldshöfða