Morgunblaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008
Sudoku
Frumstig
7 4 8
8 1 5 9 4
5 9
2 8 3 1 7 9
9 5
4 6 7 5 2 8
9 3
1 5 9 2 7
2 8 9
1 8 6 7
2 4
3 6 4 8
6 4 7 1
4 1 5 9
8 6 2 4
2 5 3 6
7 9
1 6 4 5
6 5 1 9 7
2 3 5
5 3
4 9 2 7 5
8 6
5 7 6 1 9
4 7
7 2 1
9 1 5 7 2
6 5 1 8 2 4 7 3 9
9 2 8 7 1 3 4 5 6
3 4 7 5 9 6 8 2 1
4 7 3 9 5 8 6 1 2
1 9 6 4 3 2 5 8 7
2 8 5 6 7 1 9 4 3
8 1 4 3 6 9 2 7 5
7 6 2 1 8 5 3 9 4
5 3 9 2 4 7 1 6 8
6 3 1 9 5 2 8 7 4
9 4 8 1 7 6 5 2 3
5 7 2 4 8 3 9 1 6
2 1 6 7 9 8 4 3 5
7 5 9 3 2 4 6 8 1
4 8 3 6 1 5 2 9 7
3 2 5 8 4 1 7 6 9
1 9 4 2 6 7 3 5 8
8 6 7 5 3 9 1 4 2
5 1 9 2 8 3 7 4 6
3 4 8 1 7 6 5 9 2
7 2 6 4 9 5 8 1 3
2 5 3 9 6 8 4 7 1
1 6 7 5 4 2 9 3 8
8 9 4 7 3 1 6 2 5
6 7 1 8 2 9 3 5 4
9 3 2 6 5 4 1 8 7
4 8 5 3 1 7 2 6 9
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að
fylla út í reitina þannig
að í hverjum 3x3-reit
birtist tölurnar 1-9. Það
verður að gerast þann-
ig að hver níu reita lína
bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9
og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
dagbók
Í dag er miðvikudagur 5. nóvember,
310. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Kostið kapps um að kom-
ast inn um þröngu dyrnar, því margir,
segi ég yður, munu reyna að komast
inn og ekki geta. (Lk. 13, 24.)
Vargur nefnist ný bók eftir JónHall Stefánsson. Jón Hallur
sýnir í þessari glæpasögu að hann er
góður penni og honum tekst að halda
spennu til enda sögunnar. Sagan er
sögð frá sjónarhorni margra per-
sóna og tekst höfundinum þannig að
afvegaleiða lesandann og jafn vel
fela fyrir honum raunverulegt inn-
ræti persónanna. Víkverji les ekki
mikið af reyfurum, en hafði gaman
af því að bruna í gegnum þessa bók.
x x x
Barack Obama og John McCainvirðast ekki eiga margt sameig-
inlegt, en eitt má þó nefna. Báðir eru
uppteknir af feðrum sínum.
Draumar frá föður mínum (Dreams
from My Father) heitir sjálfs-
ævisaga Obamas. Trú feðra minna
(Faith of My Fathers) heitir sjálfs-
ævisaga McCains. Uppruni þeirra er
hins vegar gjörólíkur.
x x x
Mikið hefur verið fjallað um þaðhvað kosningabaráttan hafi
verið neikvæð af beggja hálfu. Sér-
staklega hefur McCain verið legið á
hálsi fyrir að hamra á frekar yf-
irborðslegum kynnum Obamas af
William Charles Ayers, sem dæmd-
ur var fyrir hryðjuverk á sjöunda
áratugnum. McCain kveðst líta svo á
að þessi kynni gefi raunverulega til-
efni til að efast um dómgreind Oba-
mas. Hann hefur hins vegar ekki lát-
ið undan þrýstingi samherja sinna
um að ráðast á Obama vegna þess að
hann hafi verið í söfnuði prestsins
Jeremiah Wright, sem í predikunum
hefur ráðist harkalega að Bandaríkj-
unum. McCain hefur sagt að hann
hafi ákveðið að nota ekki kynþátt
Obamas í kosningabaráttunni og
hefur staðið við það. Stuðningsmenn
Obamas eru McCain reiðir vegna
Ayers. McCain hefur hins vegar
sýnt að í hans huga eru til takmörk
fyrir því hvaða meðul megi nota.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 mjög grannur,
8 málmþráðum, 9 tekur,
10 elska, 11 óhreinindi,
13 peningar, 15 máttar,
18 viða að sér, 21 skarð,
22 minnka, 23 ákveð, 24
ónauðsynlegt.
Lóðrétt | 2 eiga sér stað,
3 auðlindin, 4 ops, 5 stór,
6 dæld, 7 ósoðinn, 12
gyðja, 14 dveljast, 15
lofa, 16 öskra, 17 sáldur,
18 fiskur, 19 þungrar
byrði, 20 tóma.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 aðild, 4 sakka, 7 fæddi, 8 rófan, 9 grá, 11 roða,
13 ásum, 14 Krist, 15 hema, 17 tjón, 20 und, 22 mótun,
23 urðar, 24 arinn, 25 dýrin.
Lóðrétt: 1 aðför, 2 ildið, 3 deig, 4 skrá, 5 kufls, 6 afnám,
10 reisn, 12 aka, 13 átt, 15 hemja, 16 metti, 18 jaðar, 19
nýrun, 20 unun, 21 dund.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 4. Rf3 g6 5.
cxb5 a6 6. Rc3 Bg7 7. e4 d6 8. a4 O-O 9.
h3 axb5 10. Bxb5 Ba6 11. Bg5 Rbd7 12.
O-O Bxb5 13. axb5 Rb6 14. Db3 Dc7 15.
Ha6 Hab8 16. He1 h6 17. Be3 Rfd7 18.
Hea1 Hb7 19. H1a3 Hfb8 20. Da2 Kh7
21. Ha7 Rc8 22. Hxb7 Dxb7 23. Ha5
Rdb6 24. Bf4 Dd7 25. Bg3 Hb7 26. Db3
Ra7 27. e5 f6 28. e6 De8 29. Da2 Rac8
30. Rd2 g5 31. Rc4 f5 32. Rxb6 Rxb6 33.
f4 Dh8 34. Ha7 Db8 35. Hxb7 Dxb7 36.
Da6 Dc7 37. Kh1 Bd4 38. Ra4 c4 39. Rc3
Dc5 40. Db7 Bxc3 41. bxc3 Rxd5
Staðan kom upp í Evrópukeppni tafl-
félaga sem lauk fyrir skömmu í Halki-
diki í Grikklandi. Þýski alþjóðlegi meist-
arinn Thomas Henrich (2.485) hafði
hvítt gegn íslenska kollega sínum Jóni
Viktori Gunnarssyni (2.430) sem tefldi
fyrir Taflfélag Bolungarvíkur. 42. Bh2!
og svartur gafst upp enda í leikþröng.
Hvítur á leik
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sannfæringarkraftur.
Norður
♠KG5
♥K54
♦ÁKG107
♣84
Vestur Austur
♠Á72 ♠64
♥DG1032 ♥Á76
♦-- ♦8643
♣97632 ♣DG105
Suður
♠D10983
♥98
♦D952
♣ÁK
Suður spilar 4♠.
Á opnu borði er auðvelt að finna
fjóra slagi fyrir vörnina, en í reynd er
erfitt að taka stunguna í tígli. Vestur
kemur út með ♥D og fær að eiga slag-
inn. Hvað svo?
Verkefni vesturs er að sannfæra
makker um að nota innkomuna á ♥Á til
að spila tígli. Ein hugmynd er að neyða
austur til að taka strax á ♥Á með því
að spila litlu hjarta í öðrum slag – og þá
þristinum frekar en tvistinum, til að
kalla í tígli. Tæknilega er þetta ágæt
vörn, en í reynd er ólíklegt að einn lítill
þristur dugi til að sannfæra austur,
enda makker mannlegur og vís til að
falla fyrir ♣D. Vestur verður að gera
betur og í því efni kemur tvennt til
greina. Hann getur tekið á ♠Á áður en
hann spilar ♥3, eða spilað hálaufi fyrst
og svo ♥3 þegar hann kemst inn á
trompásinn.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Það er létt yfir þér í dag og þú átt
því auðvelt með að laða að þér fólk. Gættu
þess að gefa ekki svo mikið frá þér að þú
eigir ekkert aflögu handa sjálfum þér.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Það er einkaklúbbur eða klíka fólks
sem þig langar að kynnast. Farðu þér
hægt meðan þetta gengur yfir og sann-
leikurinn kemur í ljós.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú ættir að gefa meiri gaum að
smáatriðunum. Minni háttar snurður á
næstu vikum hafa margvísleg áhrif og
leiða jafnvel til launahækkunar.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú ert einn þeirra sem hafa völdin
um þessar mundir. Forðastu þó að taka
endanlegar ákvarðanir eða skuldbinda
þig til nokkurs. Bjartsýnin bætir allt.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Himintunglin gera aðstæður fyrir
rannsóknir af hvers kyns tagi hagstæðar.
Notaðu hvert tækifæri til að leyfa sköp-
unargáfunni að blómstra.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Ef þú hikar við að láta fé af hendi
er best að þú látir það ógert. Láttu því
áhyggjurnar ekki hrannast upp.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Kannski er fátt spennandi sem bíður
þín, en þetta er samt frábær dagur. Var-
astu að festast í gömlum gildum sem eiga
ekki lengur við og eru bara til trafala.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Gættu þess að haga svo orð-
um þínum að þau hvorki særi né móðgi
aðra. Hugsaðu málið vel og vandlega.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Það getur reynt á þolinmæðina
að þurfa að endurtaka sjálfan sig oft svo
allir skilji. Góðu fréttirnar eru að þú veist
það sem þú veist, svo nýttu þér það í dag.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þetta er fínn dagur þar sem
heimurinn reynir að koma til móts við
kröfur þínar. Hvað er langt síðan að þú
lést í ljósi tilfinningar þínar gagnvart fjöl-
skyldu þinni?
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Í dag er upplagt að einbeita sér
að starfsferlinum. En það er nú einu sinni
svo að suma hluti er okkur ekki ætlað að
skilja þótt við þörfnumst þeirra.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú þarft að beita hugkvæmni þinni
til þess að hlutirnir fari að ganga á nýjan
leik. Eignir þínar, andlegar eða verald-
legar, gætu borið ríkulegan ávöxt.
Stjörnuspá
Holiday MathisHrefna Sóley
Kjartansdóttir,
Laugarnesvegi
102, Reykjavík,
fædd í Hvassa-
hrauni í Gull-
bringu- og Kjós-
arsýslu, er
sextug í dag, 5.
nóvember. Hún
verður að heiman.
60 ára
FERTUGSAFMÆLISDEGI sínum hyggst Borg-
hildur Guðmundsdóttir eyða að hluta á skólabekk,
en hún er nú á 2. ári í fagurlistadeild Myndlista-
skólans á Akureyri, eftir að hafa starfað um árabil
sem snyrtifræðingur og förðunarmeistari.
„Ætli ég komi ekki með köku í skólann,“ segir
hún. „Síðan mun eftirmiðdagurinn fara í dekur og
loks ætla ég að fara út að borða með manni og
börnum um kvöldið, enda er markmiðið bara að
hafa það huggulegt.“ Borghildur bætir við að hún
sé almennt lítið fyrir að halda upp á afmæli sitt.
„Fjölskylda mín er líka að stærstum hluta búsett
fyrir sunnan og því læt ég veisluhöld bíða betri tíma.“
Besta vinkona og jafnaldra Borghildar, Þórunn Ólafsdóttir, á af-
mæli 8. nóvember. „Það er mér alltaf ofarlega í huga að við vinkon-
urnar eigum afmæli með þriggja daga millibili. Þegar við urðum tví-
tugar héldum við líka í sameiningu upp á afmælið og úr varð heilmikil
veisla,“ segir hún og minnist þess að skemmtistaðurinn Broadway
hafi þá verið upp á sitt besta. „Annars heldur Þórunn upp á sitt af-
mæli á laugardag og það er aldrei að vita nema maður komi henni á
óvart með því að gera sér ferð í bæinn.“ annaei@mbl.is
Borghildur Guðmundsdóttir snyrtifræðingur 40 ára
Sameiginlegt tvítugsafmæli
Nýirborgarar
Sauðárkrókur Róbert
Gabríel fæddist 30. júlí kl.
2.51. Hann vó 3.580 g og
var 51 sm langur. For-
eldrar hans eru Oddný
Björnsdóttir og Róbert
James Abbey.
Akranes Einar fæddist
31. mars kl. 0.10. Hann
vó 3.505 g og var 52 sm
langur. Foreldrar hans
eru Anna Einarsdóttir
og Árni Jóhannes
Bjarnason.
Reykjavík Róbert Daði
fæddist 23. janúar kl.
22.50. Hann vó 1.012 g og
var 38 sm langur. For-
eldrar hans eru Jón Karl
Björnsson og Linda Björk
Ragnarsdóttir.
5. nóvember 1848
Þjóðólfur, stjórnmála- og
fréttablað, hóf göngu sína í
Reykjavík. Það kom fyrst út
hálfsmánaðarlega en síðan
vikulega til ársloka 1911.
Þjóðólfur er talinn fyrsta ís-
lenska fréttablaðið.
5. nóvember 1952
Jussi Björling kom til landsins
og hélt tvær söngskemmtanir.
Þjóðviljinn sagði að hann væri
„einn frægasti söngvari
heimsins“ og að áheyrendur
hefðu orðið snortnir af töfrum
„hins sviðsvana snillings“.
5. nóvember 1992
Alþingi felldi tillögu um að
efnt yrði til þjóðaratkvæða-
greiðslu um aðild Íslands að
Evrópska efnahagssvæðinu.
Daginn áður höfðu forseta
þingsins verið afhentar undir-
skriftir 34.378 kjósenda sem
kröfðust þjóðaratkvæðis.
5. nóvember 1993
Sagt var að geimverur myndu
lenda við Snæfellsjökul kl.
21.07 þennan dag, en þær létu
ekki sjá sig. Fjöldi fólks beið
við jökulinn, sumir komnir
langt að.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist …