Morgunblaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008
SOPHIE Kinsella hefur sérhæft sig í samn-
ingu gaman- og ástarsagna sem njóta vin-
sælda víða um heim, einnig hér á landi. Bæk-
ur hennar hafa yfirleitt
fengið ágæta dóma
þeirra gagnrýnenda sem
átta sig á gildi skemmti-
bókmennta. Þekktust er
Kinsella fyrir bókaflokk
sinn um kaupalkann
óborganlega Rebeccu
Bloomwood. Hér er Re-
becca víðs fjarri og Kin-
sella á nýjum slóðum í
bók sem hefur setið ofarlega á metsölulista
Eymundsson undanfarnar vikur.
Í Remember Me? vaknar Lexi til meðvit-
undar á sjúkrahúsi eftir bílslys. Hún telur
sig vera tuttugu og fimm ára og ógifta og
blanka en henni er sagt að hún sé tuttugu og
átta ára gömul og gift myndarlegum millj-
arðamæringi. Einmitt draumalífið sem hana
hafði alltaf dreymt um. En hið fullkomna líf
reynist ekki svo fullkomið. Lexi þarf að tak-
ast á við líf sem hún var búin að gleyma og
kynnast hinum forríka en gallaða eiginmanni
sínum. Hún lendir í sérstæðum aðstæðum
þar sem vinir hennar í fyrra lífi snúast gegn
henni og hafa sannarlega ástæðu til. Eins og
við er að búast kynnist hún karlmanni sem
vekur forvitni hennar og ástin virðist á
næsta leiti.
Frásögnin einkennist af léttleika og
áreynsluleysi sem eru helstu kostir Kinsellu
sem höfundar. Hún kemur ekki á óvart en
heldur sig á öruggum slóðum notalegrar
gamansemi. Bókin er því ágætis skemmti-
lestur fyrir þá sem leita í góða afþreyingu og
vilja ástir, kímni og hæfilega blöndu af mis-
skilningi og spennu.
Þetta er bók sem vekur ljúfar tilfinningar
og kemur lesandanum í gott skap. Og svo
sannarlega veitir ekki af slíkri upplyftingu
nú um stundir.
Nýtt líf
Remember Me? Skáldsaga eftir Sophie Kinsella.
Bantam Press gefur út. 346 bls. Kilja.
Kolbrún Bergþórsdóttir
ERLENDAR BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. Extreme Measures - Vince
Flynn
2. The Brass Verdict - Michael
Connelly
3. The Lucky One - Nicholas
Sparks
4. Bones - Jonathan Kellerman
5. The Story of Edgar Sawtelle -
David Wroblewski
6. Rough Weather - Robert B. Par-
ker
7. A Lion Among Men - Gregory
Maguire
8. Testimony - Anita Shreve
9. A Most Wanted Man - John le
Carré
10. Dark Summer - Iris Johansen
New York Times
1. The White Tiger - Aravind
Adiga
2. The Gift - Cecelia Ahern
3. The TV President - Elise Val-
morbida
4. The Book Thief - Markus Zusak
5. The Almost Moon - Alice Sebold
6. Azincourt - Bernard Cornwell
7. Revelation - C.J. Sansom
8. Boy in the Striped Pyjamas -
John Boyne
9. World without End - Ken Follett
10. A Thousand Splendid Suns -
Khaled Hosseini
Waterstone’s
1. World Without End - Ken Fol-
lett
2. Remember Me - Sophie Kinsella
3. Compulsion - Jonathan Kell-
erman
4. Thread of Fear - Laura Griffin
5. Timebomb - Gerald Seymour
6. Damnation Falls - Edward
Wright
7. Quickie - James Patterson
8. Exit Ghost - Philip Roth
9. Amazing Grace - Danielle Steel
10. Girl With the Dragon Tattoo -
Stieg Larsson
Eymundsson
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
AÐ MATI flestra sem kunna að
meta sushi á annað borð, og þeir
eru kannski ekki margir þó þeim
fari fjölgandi, er ferskleikinn
sjálfsagt aðalatriðið. Það er þó
svo að þessi þjóðarréttur Japana,
sem borist hefur um heim allan, á
rætur sínar í aðferðum manna
fyrr á öldum til að geyma fisk,
meðal annars með því að láta
hann gerjast og rotna á tiltekinn
hátt.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í nýlegri bók, The Story of
Sushi.
The Story of Sushi segir frá
ungmennum sem ganga í sushi-
skóla í Kaliforníu, en meðfram
frásögninni af upplifun þriggja
nemendanna fræðist lesandinn
um uppruna matarhefðarinnar,
bragðefnafræði, menningarsögu
og hefðir sem tengjast sushi-
matreiðslu. Eitt af því sem fær
menn eflaust til að reka upp stór
augu er að þessi erki-japanska
hefð er upp runnin á bökkum Me-
kong-fljóts, á þeim slóðum þar
sem nú er Kína, Laos og Tæland.
Amerísk áhrif
Upphaflega var það svo að fisk-
ur var látinn rotna óslægður í
salti svo úr varð fiskimauk, sem
enn er notað í matreiðslu þar
austur frá, en það þróaðist svo í
að slægja fiskinn og pakka honum
svo í krús með soðnum hrís-
grjónum og láta standa þannig
mánuðum saman, jafnvel upp
undir ár. Þessi hefð barst síðan til
Japans í gegnum Kína og tók þar
þeim stakkaskiptum að á
sautjándu öld voru menn farnir
að borða haya-zushi, skyndi-
sushi.
Sushi er enn í þróun og hefur
þróast ört frá því menn tóku að
setja upp slík veitingahús víða um
heim. Bandarísk sushi-hefð er til
að mynda nokkuð frábrugðin jap-
anskri (matur kryddaðri og sæt-
ari) og svo er komið að jap-
önskum túristum finnst
spennandi að fá sér bandarískt
sushi.
Ekki er vert að rekja hér sögu
sushi, enda þróunin löng og býsna
flókin allt frá því menn smurðu
gerjuðu fiskmauki á brauð til þess
að fiskur er étinn svo ferskur að
hann fer nánast spriklandi niður í
maga.
Í bókinni er líka að finna ýmsan
fróðleik fyrir sushi-áhugamenn.
Nokkrir punktar fyrir næstu
heimsókn á sushi-bar: Miso-súpu
á alltaf að borða síðast í máltíð, í
99% af wasabi-mauki á veitinga-
húsum er ekkert wasabi, aldrei
dýfa hrísgrjónunum í sojasósuna,
í Japan notar fólk yfirleitt ekki
prjóna til að borða sushi (en sas-
himi er aftur á móti borðað með
prjónum) og svo má lengi telja.
The Story of Sushi – An Unli-
kely Saga of Raw Fish and Rice
eftir Trevor Corson. Herper Pe-
rennial gefur út.
Forvitnilegar bækur: Rotnandi fiskur verður ferskur
Spriklandi skyndibiti
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Sushi Ura-maki-rúllur; bandarísk uppfinning (þarinn, nori, innan við
hrísgrjónin). Margt forvitnilegt kemur fram í The Story of Sushi.
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR!
650 kr. fyrir fullorðna
- 550 kr. fyrir börn
SÝND Í SMÁRABÍÓI
ENGIN MISKUN. BARA SÁRSAUKI!
FRÁ GÆJANUM SEM FÆRÐI OKKUR „SUPER SIZE ME“
KEMUR NÆSTA STÓRKOSTLEGA ÆVINTÝRI
„Ótrúlega skemmtileg!“
- Mark Bell, Film Threat
11. MARS 2008 VAR ÍBÚÐARBLOKK
Í LOS ANGELES INNSIGLUÐ AF YFIRVÖLDUM.
ÍBÚARNIR HAFA EKKI SÉST SÍÐAN!
ENGAR UPPLÝSINGAR EÐA VITNI.
FYRR EN NÚNA!
STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA!
ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA!
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI
650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBO
GANUM
Sími 551 9000Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
My Best Friend´s girl kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 14 ára
Max Payne kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára
House Bunny kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
Burn after reading kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára
FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR LEGALLY BLONDE
650k
r.
HÚN MUN UPPLIFA ÞAÐ SEM ENGIN
PLAYBOY KANÍNA HEFUR
UPPLIFAÐ ÁÐUR ...
... HÁSKÓLA!
650k
r.
GÁFUR ERU OFMETNAR
- S.V., MBL
- Þ.Þ., DV
MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR!
650k
r.
650k
r.
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
MYND SEM ALLAR KONUR VERÐA AÐ SJÁ
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga
Where in the world is ... kl. 6 - 8 - 10 B.i. 10 ára
Hér er draumurinn kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára
The Women kl. 5:30 - 8 LEYFÐ
Reykjavík Rotterdam kl. 5:40 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára
Burn after reading kl. 10:15 B.i. 16 ára
Quarantine kl. 8 - 10 B.i.12 ára
My Best Friend´s Girl kl. 6 - 8 - 10 B.i.14 ára
Skjaldbakan og Hérinn ísl. tal kl. 6 650 kr. LEYFÐ
“HROTTALEG MYND EN
SPENNANDI, ÓGNVEKJANDI
OG ÓVÆNT”
- S.V., MBL