Morgunblaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008 Jólablað Morgunblaðsins Stórglæsilegt sérblað tileinkað jólunum fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 28. nóvember. Meðal efnis er: • Jólafötin á alla fjölskylduna. • Hátíðarförðun litir og ráðleggingar. • Uppáhalds jólauppskriftirnar. • Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að borða á aðventu og jólum. • Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur. • Smákökur. • Kökuuppskriftir • Eftirréttir. • Jólakonfekt. • Jólauppskriftir frá kokkum. • Vín með jólamatnum. • Laufabrauð. • Gjafapakkningar. • Jólagjafir. • Kertaskreytingar. • Jól í útlöndum. • Jólakort. • Jólabækur og jólatónlist. • Jólaundirbúningur með börnunum. • Margar skemmtilegar greinar sem tengjast þessari hátíð ljóss og friðar. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Ásamt fullt af öðru spennandi efni og fróðleiksmolum. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, föstudaginn 21. nóvember. SÍÐUSTU vikur hefur formaður VG leitað stuðnings í út- löndum fyrir þeirri staðhæfingu að rangt hafi verið af íslenskum stjórnvöldum að leita eftir samstarfi við Al- þjóðagjaldeyrissjóð- inn. Þess í stað hefðu íslensk stjórnvöld átt að leita til Norðmanna og annarra Norð- urlanda um einhvers konar sérnor- ræna lausn. Forsætisráðherra Nor- egs hefur hins vegar ítrekað bent á það í síðustu viku að aðkoma Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins greiði fyrir því að Norðmenn og aðrir hafi getað komið að málum og að einstök lönd hafi ekki haft burði til að leiða starf af þessum toga. Formaður VG hefur í kjölfarið reynt að afflytja svör for- sætisráðherrans til að draga úr þeim áfellisdómi sem þarna er kveðinn upp yfir málflutningi VG. En formaður VG er ekki af baki dottinn þótt hann hafi misst átta í skógarferð sinni í Noregi. Í Morg- unblaðinu á laugardagsmorgun talar hann fyrir upptöku norskrar krónu og kveður beiðni um slíkt verða vel tekið af norskum stjórnvöldum. Og ekki virðist varkárni Steingríms í túlkun á afstöðu norskra stjórnvalda hafa aukist við útreið- ina um Alþjóðagjald- eyrissjóðinn. Þvert á móti spáir formaður VG fyrir um viðbrögð norskra stjórnvalda af nokkurri drýldni og segir:„Ég leyfi mér að fullyrða, og ég hef býsna góð sambönd í norskum stjórnmálum, að ósk af þessu tagi yrði ekki hafnað.“ Óheppni formanns VG í milliríkja- samskiptum ríður hins vegar ekki við einteyming. Áður en fréttin um forspárhæfileika formannsins var komin á prent hafði forsætisráð- herra Noregs aftekið upptöku Ís- lendinga á norskri krónu á frétta- mannafundi í Noregi. Og það sem meira er: Þegar spurningin var bor- in upp við forsætisráðherrann stóð fjármálaráðherra Noregs – formað- ur systurflokks VG – við hlið for- sætisráðherrans og gat varla haldið niðri í sér hlátrinum yfir þessari frá- leitu hugmynd. Maður hlýtur því að spyrja sig hvar hin „býsna góðu sambönd“ Steingríms J. Sigfússonar liggja í Noregi. Auðvitað gæti maður bara hlegið að þessari fumkenndu seinheppni ef málflutningur VG væri ekki jafn frá- leitur og þjóðhættulegur og raun ber vitni. VG hefur hafnað umræðu um aðild að Evrópusambandinu fyrst og fremst með vísan til full- veldis íslensku þjóðarinnar. Til- raunir okkar til að verja það fullveldi með stöðu okkar utan ESB hafa valdið því að almenningur í landinu er berskjaldaðri fyrir gönuhlaupum auðjöfra og kaupahéðna en almenn- ingur í ríkjum ESB. En í stað þess að læra af reynslunni leggur VG nú til fullkomið fullveldisafsal á sviði peningamála. VG hafnar því að við deilum fullveldi okkar í peninga- málum með öðrum þjóðum – og njót- um jafn mikils atkvæðavægis við ákvörðun sameiginlegrar peninga- málastefnu og tugmilljónaþjóðir – og kjósa frekar að afsala stjórnarfars- legu fullveldi í hendur annars ríkis. Sumir hafa gagnrýnt VG und- anfarna mánuði fyrir að vilja aft- urhvarf til 1975. Nýjasta gönuhlaup formannsins sýnir hins vegar að áfangastaðurinn er árið 1262. Lang- ar marga einlæga áhugamenn um þjóðfrelsi og þjóðlega reisn innan raða VG með Steingrími í þá sneypuför? Að benda bara á eitthvað annað Árni Páll Árnason skrifar um stefnu VG í utanrík- ismálum » Í stað þess að læra af reynslunni leggur VG nú til fullkomið full- veldisafsal á sviði pen- ingamála. Árni Páll Árnason Höfundur er alþingismaður Samfylk- ingarinnar í Suðvesturkjördæmi. ÍSLENDINGAR eiga nú við verulegan efnahagsvanda að etja, meiri vanda en þessi kynslóð hefur áður þekkt. Það er þó vert að hafa í huga að und- anfarin ár hefur lífs- gæðum verið misskipt hér á landi. Undanfarin ár hefur nefnilega verið talsverð kreppa á landsbyggðinni. Vegna kvótaskerðingar og mikillar fækk- unar í landbúnaði hafa orðið stór- felldir fólksflutningar hér á landi. Fólk hefur flutt frá landsbyggðinni í þéttbýlið á Suðvesturlandi. Meðal þeirra sveitafélaga sem hafa orðið óþyrmilega fyrir landsbyggðar- kreppu undanfarinna ára er Siglu- fjörður. Það eru í raun ekki ýkja mörg ár síðan Siglufjörður var einn af hornsteinum íslensks atvinnulífs. Árið 1938 er t.d. talið að um 20% heildarútflutnings Íslendinga hafi komið frá Siglufirði og Siglufjörður var miðstöð síldveiða í Norður- Atlantshafi í áratugi. Fjöldi útlend- inga kom til Siglufjarðar, fyrir kom að samtímis voru í bænum 12.000 manns. Hundruð Íslendinga komu einnig til Siglufjarðar til að starfa í síldinni á hverju sumri. Fjölmargir gátu unnið fyrir námi sínu, fólk er síðar varð landskunnir Íslendingar og unnu þjóð sinni ómetanlegt gagn. Ekki má svo gleyma þeim ótalmörgu hjónaböndum sem urðu til hér á Siglufirði. Eins og áður hefur komið fram, hefur landsbyggðarkreppa undan- farinna ára komið hart niður á okk- ur Siglfirðingum. Árið 1948 voru íbúar Siglufjarðar rúmlega 3.000 en í dag eru þeir 1.300. Nýir tímar Þrátt fyrir erfiðleika í íslensku efnahagslífi, sem vonandi eru tíma- bundnir, erum við Siglfirðingar bjartsýnir. Miklu skiptir að senn lýkur gerð jarðganga er tengja Siglufjörð og Ólafs- fjörð. Þessi fram- kvæmd skiptir sköp- um fyrir Fjallabyggð og rýfur einangrun Siglufjarðar nyrst á Tröllaskaga. Þegar Héðinsfjarðargöng verða opnuð má segja að sameiningu sveit- arfélaganna Siglu- fjarðar og Ólafs- fjarðar í eitt sé í raun lokið. Það er sannfær- ing okkar, íbúa Fjalla- byggðar, að bjartari tímar séu framundan í okkar sam- einaða sveitarfélagi og tækifæri til sóknar liggi víða, ekki síst á sviði ferðaþjónustu. Í kjölfar víkinganna Meðal aðgerða til að efla at- vinnulífið í Fjallabyggð hefur verið sett á fót verkefni er nefnist Ice- land Midnight Sun Race – In the Wake of the Vikings. Hér er um að ræða alþjóðlega siglingakeppni sem efnt verður til á Siglufirði þann 20. júní 2009. Siglt verður frá Siglu- firði, hringinn í kringum Grímsey og aftur til baka til Siglufjarðar. Nánari upplýsingar um keppnina er hægt að nálgast á heimasíðunni www.icesun.is. Höfuðtilgangur þessa verkefnis er:  að gera Siglufjörð að miðstöð skútusiglinga í Norður Atlants- hafi  að bjóða ýmsa þjónustu í því sambandi, s.s. að erlendir sigl- ingamenn geti geymt skútur sínar á Siglufirði yfir vetrartím- ann  að á næstu árum geti sigl- ingafólk leigt skútur á Siglufirði  að kynna Fjallabyggð fyrir er- lendum ferðamönnum sem spennandi áfangastað  að þróa ýmsa afþreyingu fyrir ferðafólk í Fjallabyggð Þess má geta að í Evrópu er margt siglingafólk vel efnað og hef- ur kynningu á Íslandi ekki áður verið beint að þessum markhópi. Þá gagnast þessi landkynning mun fleiri sveitarfélögum en Fjalla- byggð því skúturnar koma víða við á ferðalagi sínu meðfram ströndum Íslands. Sú var tíðin að höfnin á Siglufirði var sem frumskógur yfir að líta, þar mátti iðulega sjá möst- ur nokkurra hundraða skipa. Við væntum þess að innan tíðar meg- um við sjá svipaða sjón í höfninni á Siglufirði, siglutré fjölda fallegra seglskútna víða að. Undirtitill þessarar keppni er In the Wake of the Vikings eða Í kjöl- far víkinganna. Landnámsmenn- irnir eða víkingarnir voru fram- sýnir og djarfir og létu ekki margskonar mótlæti hefta þá draumsýn að gera Ísland að öflugu lýðræðisríki. Það er einmitt þessi andi forfeðranna sem við Íslend- ingar þurfum nú að efla þegar við eigum við okkar tímabundnu erf- iðleika að etja. Í kjölfar víkinganna Guðmundur Skarp- héðinsson skrifar um átak til eflingar atvinnulífs í Fjalla- byggð » Þrátt fyrir erfiðleika í íslensku efnahags- lífi, sem vonandi eru tímabundnir, erum við Siglfirðingar bjartsýn- ir. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í Fjallabyggð. Guðmundur Skarphéðinsson /0123456753 89: ; <4836=9>:?5 @A B0CD EAA FGHG ; IIIJ4D123456753JD=        

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.