Morgunblaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008 Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÞÓTT margir haldi að ég sé að reyna að bæta ímynd Íslands í Bretlandi eftir bankakreppuna þá hefur þetta ekkert með það að gera. Ég hef verið að skipuleggja þetta í nærri sex mánuði og löngu búinn að bóka allt,“ segir íslensk- enski ljósmyndarinn Charlie Strand sem heldur íslenskt menn- ingarpartí í London hinn 11. nóv- ember næstkomandi. Síðastliðið vor sendi Charlie frá sér bókina Project:Iceland en hún fjallar um íslenska tónlist, myndlist og tísku í máli en þó aðallega myndum, partíið kemur til vegna útkomu hennar. „Bretar hafa alltaf haft mjög mikinn áhuga á íslenskri menningu svo ég vildi kynna bók- ina þar auk þess sem aðalútgefand- inn minn, Booth Clibborn, er breskur. Ég vildi ekki hafa þetta eins og venjulega bókakynningu af því að ég er að kynna íslenska listamenn og þeir verðskulda það besta.“ Orka og frumleiki Þeir sem koma fram í kynning- arpartíinu eru GusGus-plötusnúð- urinn President Bongo og Ultra Mega Techno Bandið Stefán, lista- verk eftir Jón Sæmund Auðarson og Hrafnhildi Arnardóttur verða til sýnis og fyrirsætur frá Eskimo sýna föt eftir Örnu Sigrúnu fata- hönnuð. Charlie sýnir svo tvær til þrjár myndir eftir sjálfan sig. „Ég er ekki í forgrunni, heldur er ég að flagga fána Íslands,“ segir Charlie hógvær. „Í vali á listamönnum vildi ég koma einhverju nýju áleiðis. Hönnun Örnu Sigrúnar er t.d. nokkuð sem fólk mun bregðast strax við. Þetta verða líka fyrstu tónleikar Ultra Mega Techno Bandsins Stefáns í London, þeir eru fullir af orku, og allir sem sjá þá hafa skoðun á þeim.“ Kynningin verður ekki haldin á amalegri stað en Punk sem er einn heitasti klúbburinn í London um þessar mundir og mikið sóttur af Kate Moss og Lilly Allen. Charlie fékk síðan almannatengslafyr- irtækið Purple PR til liðs við sig til að sjá um gestalistann en það sér t.d. um stórstjörnurnar Björk og Beyonce í London. Flaggar íslenska fánanum Hógvær Charlie Strand.  Ljósmyndarinn Charlie Strand stendur fyrir partíi í London  Kynnir íslenska tónlist, tísku og listir á Punk-klúbbnum Ljósmynd/Charlie Strand Stuð Mynd frá Airwaves-partíi í Bláa lóninu sem birtist í Sunday Times. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Seinasta sunnudag birtust myndir eftir Charlie í Style Magazine sem fylgir Sunday Times dagblaðinu í Bretlandi. „Að fá að taka myndir fyrir Sunday Times kemur rétt á eftir að fá að taka myndir fyrir Vogue. Svo þetta er mikill heiður fyrir mig,“ segir Charlie sem fylgdi breska blaðamanninum Jessicu Brinton eftir á Airwaves-hátíðinni og voru myndir hans með grein hennar um hátíðina og ástandið á Íslandi í kjölfar bankakreppunnar. „Aðalmyndin með greininni var af Airwavespartíi í Bláa lóninu og svo eru fleiri myndir af fólki að skemmta sér á hátíðinni,“ segir Charlie sem er ekki verkefnalaus um þessar mundir. Hann vinnur nú að ljósmyndaverkefnum fyrir nokkur alþjóðleg tímarit og leitast alltaf við að kynna íslenska tísku, tónlist og menningaviðburði í verkefnum sínum. Meðal tísku- tímarita sem hann vinnur nú fyrir eru Flaunt, frá New York og hið breska Tank. Myndasyrpa í Sunday Times Sími 564 0000 Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRARBÍÓI FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR LEGALLY BLONDE HÖRKUSPENNANDI MYND FRÁ STEVEN SPIELBERG MEÐ SHIA LABEOUF Í AÐALHLUTVERKI. ÞÚ HLÝÐIR, EF ÞÚ VILT LIFA! The House Bunny kl. 3:40 - 5:45 LEYFÐ Reykjavík Rotterdam kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára Skjaldbakan og Hérinn kl. 4 - 6 650 kr. fullorðnir - 550 kr. börn LEYFÐ Lukku Láki kl. 3:45 650 kr. fullorðnir - 550 kr. börn LEYFÐ SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI 11. MARS 2008 VAR ÍBÚÐARBLOKK Í LOS ANGELES INNSIGLUÐ AF YFIRVÖLDUM. ÍBÚARNIR HAFA EKKI SÉST SÍÐAN! ENGAR UPPLÝSINGAR EÐA VITNI. FYRR EN NÚNA! -bara lúxus Sími 553 2075 STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA! ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Quarantine kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára Quarantine kl. 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS My Best Friend´s Girl kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára Max Payne kl. 8 - 10:15 B.i. 16 ára eeee - Ó.H.T, Rás 2 eee - L.I.B, Topp5.is/FBL Tekjuhæsta mynd allra tíma á Íslandi! www.laugarasbio.is Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á Brjálæðislega fyndin mynd í anda American Pie! “MÖGNUÐ MYND SEM HELDUR ÁHORFENDUM ALLANTÍMANN” -S.M.E., MANNLÍF “REYKJAVÍK ROTTERDAM ER ÁVÍSUN UPP Á ÚRVALSSKEMMTUN” -DÓRI DNA, DV BESTA MYNDIN - BESTI LEIKSTJÓRI - BESTI LEIKARI - K.H.G., DV TILNEFNINGAR TIL EDDUVERÐLAUNA!10 “HROTTALEG MYND EN SPENNANDI, ÓGNVEKJANDI OG ÓVÆNT” - S.V., MBL MIÐVIKUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR! 500 KR. Á ALLAR MYNDIR Í HÚSINU, ALLAN DAGINN! *ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR 500 kr. Sýnd kl. 8 og 10:15Sýnd kl. 6, 8 og 10:15 500 kr. 500 kr. 500 kr. Sýnd kl. 6 og 8 Sýnd kl. 6 m/ íslensku tali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.