Fréttablaðið - 06.05.2009, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 06.05.2009, Qupperneq 10
10 6. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR VELFERÐARMÁL Aukin hætta á afbrot- um, mansali og heimilisofbeldi, samfara kreppunni, er meðal þess sem kemur fram í fyrstu áfangaskýrslu Jafnréttisvaktar- innar, vinnuhóps félagsmálaráð- herra sem meta á áhrif efnahags- ástandsins á stöðu kynjanna. Þá er lagt til að þess sé gætt að umönn- un sjúklinga verði ekki velt yfir á heimilin með ótímabærri útskrift þeirra af heilbrigðisstofnunum. „Staða kynjanna var ójöfn fyrir efnahagshrunið,“ segir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, formað- ur nefndarinnar og bendir á að bæði hafi tíðkast launamunur kynjanna og mikil kynjaskipt- ing innan atvinnugreina. Þannig séu konur fjölmennari í störfum hjá hinu opinbera og í láglauna- stöfum. „Það skiptir því máli að standa vörð um það jafnrétti sem hefur náðst og halda áfram í jafnréttisátt.“ Í skýrslunni er bent á að karl- ar hafi mun frekar misst vinnuna en konur. Hins vegar sé hætta á að konur missi frekar vinnuna, til lengri tíma litið og að þær fái síður vinnu aftur en karlar. Leggur skýrslan til að ríkisvald- ið leggi áherslu á að verja störf þeirra sem veikar standa, eins og störf tekjulágra einstaklinga. Þá verði það tryggt að aðgerðir í þágu atvinnusköpunar takmarkist ekki eingöngu við mannaflsfrekar framkvæmdir sem gagnist körlum frekar en konum og störf hjá hinu opinbera varin. „Sérfræðingar benda á að þegar að þrengir og í miklu atvinnuleysi, þá sé mikil hætta á auknu heimil- isofbeldi,“ segir Bryndís. Því legg- ur nefndin sérstaklega til að lögð verði fram forvarna- og viðbragðs- áætlun um aukinn viðbúnað gegn hættu á heimilisofbeldi. Stuðning- ur við fórnarlömb ofbeldis verði aukinn, til dæmis í gegnum Stíga- mót og Kvennaathvarfið. Þá verði hugað að því að lögleiða „austur- ísku leiðina“, sem gefur lögreglu heimild til að fjarlægja ofbeldis- mann af heimili. „Skýrslur sýna að það eru fleiri konur, sem hafa orðið fyrir heim- ilisofbeldi, sem fara aftur heim í óbreytt ástand. Þetta er birtingar- mynd þess að í kreppu er erfiðara að losa sig úr ofbeldissambönd- um,“ segir Bryndís. Hún bendir á að efnahagsleg staða einstæðra foreldra sé verri en annarra og að einstæðar mæður séu í meiri hættu að falla í fátækt. „Þær sitja þá frek- ar í ofbeldissambandi, sem er mjög slæmt. Það þarf að tryggja að þær fái meiri þjónustu, til dæmis frá Kvennaathvarfinu og félagsþjón- ustum, sem nái yfir lengri tíma.“ svanborg@frettabladid.is Auka þarf viðbúnað vegna heimilisofbeldis Verja þarf störf tekjulágra í velferðarkerfinu, auka viðbúnað vegna hættu á auknu heimilisofbeldi og að umönnun sjúklinga verði ekki velt yfir á heimilin, er meðal þess sem lagt er til í fyrstu áfangaskýrslu Jafnréttisvaktarinnar. BRYNDÍS ÍSFOLD HLÖÐVERSDÓTTIR Segir mikilvægt að standa vörð um það jafnrétti sem hefur náðst og að halda áfram í jafnréttisátt. SJÁVARÚTVEGUR Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra segir að með frjálsum veiðum í sumar sé verulega komið til móts við álit mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna, en nefndin átaldi íslenska kvótakerfið og krafðist breyt- inga á því. Ráðherra segir gagnrýnina hafa að mestu snúist að því að leiðin inn í greinina væri ekki greið og mönnum væri þannig mismunað. Hann segir að bréfaskipti hafi átt sér stað á milli forvera hans og nefndarinnar og hann hafi beðið um skjól vegna ástandsins í samfélaginu. Steingrímur vildi ekki upp- lýsa hvort ný ríkisstjórn myndi breyta kvótakerfinu. - kóp, ss Steingrímur J. Sigfússon: Frjálsar veiðar bæta kerfið UNGVERJALAND, AP Þúsundir syrgj- enda komu í jarðarför Jeno Koka á miðvikudag í Ungverja- landi. Koka var fimmti ungverski sígauninn sem myrtur hefur verið á stuttum tíma. Ungverska lögreglan telur sökudólgana alla tilheyra sama hópnum. Lögreglan býður nú tæplega 30 milljónir króna fyrir upplýs- ingar um glæpina og hefur þeim lögreglumönnum sem rannsaka málin verið fjölgað.„Dæmi er um óteljandi slík morð, en enn sem komið er hefur lögreglunni ekki tekist að hafa hendur í hári glæpamannanna,“ segja mann- réttindasamtök sígauna. - ss Ungverjaland: Fimm sígaunar verið myrtir NOREGUR Skothríð dundi í barna- skólanum Kanebogen utan við Harstad í Noregi þegar níu ára gamall strákur skaut af hagla- byssu, fyrst á nemanda fyrir utan skólann og svo á aðra nemendur sem voru inni á skólasvæðinu, áður en kennara tókst að afvopna hann. Talið er að þetta sé í fyrsta sinn sem nemandi í norskum skóla skýtur haglaskotum í barnaskóla. Áður hafa nemendur aðeins verið teknir með loftbyssur. Norska blaðið Aftenbladet rifj- ar upp að lögreglu hafi grunað að strákar allt niður í tíu ára hafi skotið á nemendur við Porsgrunn- skóla árið 2007. Árið 2005 hafi 29 ára gamall maður verið skotinn í fótinn í átökum við 22 ára nem- endur við Hersleb-skóla í Ósló en enginn þeirra var í skólanum. - ghs Skóli í Noregi: Nemandi skaut úr haglabyssu PÁFUGLAR Í KABÚL Nokkrir páfuglar voru til sýnis og sölu á götu í Kabúl í Afganistan. Ríkir Afganar kaupa gjarn- an slíka fugla til að hafa sem gæludýr, og kostar parið um þrjátíu þúsund krónur. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.