Fréttablaðið - 06.05.2009, Síða 16

Fréttablaðið - 06.05.2009, Síða 16
16 6. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Fólk er hvatt til þess að leggjast í dá- litla naflaskoðun í dag, velta fyrir sér hvort megrunartilburðir séu ríkjandi í lífi sínu og hvort þeir hafi verið til heilla eða óheilla. Láta svo af þessum tilburðum, þó ekki væri nema í dag, og leyfa sér að upplifa fegurð og fjöl- breytileika mismunandi líkamsvaxt- ar. Það er boðskapur megrunarlausa dagsins sem haldinn er hátíðlegur um allan heim í dag. „Áherslan í samfélaginu á megrun er gríðarleg og fer alls ekki minnk- andi,“ segir Sigrún Daníelsdóttir sál- fræðingur, sem fer fyrir hópi baráttu- fólks sem skipuleggur megrunarlausa daginn hér á landi. „Þvert á móti virð- ist þessi áhersla vera að aukast. Í tíma- ritum og öðrum fjölmiðlum eru stöðug- ar frásagnir af fólki sem hefur farið í megrun og náð að grenna sig. Þess- ar frásagnir eru villandi. Allir vita að megrun hefur skammtímaárangur en það er ekkert sem bendir til þess að því fylgi árangur til lengri tíma. Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af fjölda auglýsinga á alls kyns töfralausnum til að grennast. Mörg fitubrennsluefni, sem fólk tekur inn til að grennast sem hraðast, eru stórvarasöm.“ Sigrún segir sérstaka ástæðu til að hafa áhyggjur af detox-bylgjunni sem fjölmargir Íslendingar hafa látið sann- færast af. „Þetta eru ekkert annað en sveltikúrar. Verið er að halda því að fólki að ristilhreinsun sé agalega grennandi. Það er tóm vitleysa og ekkert sem bendir til þess að líkam- inn þurfi á þessu að halda.“ Óformlegur hópur fólks stendur að megrunarlausa deginum, sem haldinn er hér á landi í fjórða sinn. Í ár var honum fagnað með því að setja auglýs- ingar í sjónvarp og öll kvikmyndahús landsins og dreifa undurfallegum póst- kortum vítt og breitt um Suðvesturland sem minna á boðskap dagsins. Kortin, sem listakonan Linda Loeskow hann- aði, hafa hlotið verðskuldaða athygli og útbreiðslu, meðal annars í Bret- landi. Sigrún segir nútímamenningu gegn- sýrða af þeirri hugmynd að nauðsyn- legt sé að leita allra leiða til að öðlast grannan vöxt. „Það er ekki mikil virð- ing borin fyrir því að við erum mis- munandi og höfum rétt á því að lifa góðu lífi í okkar líkama,“ segir hún. „Megrunarlausi dagurinn er tilraun til þess að skapa mótvægi við þessu og benda fólki á að þetta sé ekki heilbrigð lífssýn. Það er hægt að sættast við lík- ama sinn, þótt hann sé ekki skapaður samkvæmt ströngum fegurðarstöðl- um nútímans. Og það er hægt að vera hamingjusamur, þótt útlitið sé ekki þungamiðjan í lífi manns. Líklega er það meira að segja auðveldara.“ holmfridur@frettabladid.is SIGRÚN DANÍELSDÓTTIR: SKIPULEGGUR MEGRUNARLAUSA DAGINN Í DAG Fagna fjölbreytilegum vexti BARÁTTUKONA Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur fer fyrir óformlegum hópi hugsjónafólks sem hefur veg og vanda af megrunarlausa deginum sem haldinn er hátíðlegur í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Elsku sonur minn, bróðir okkar og mágur, Kristján Eyþórsson Borgarbraut 65a, Borgarnesi, sem lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 29. apríl, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 9. maí kl. 14.00. Vigdís Auðunsdóttir María Eyþórsdóttir Guðmundur Eyþórsson Ingibjörg Vigfúsdóttir Ingibjörg Eyþórsdóttir Gísli Þórðarson Þorsteinn Eyþórsson Anna Þórðardóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, Hanna Ingólfsdóttir Johannessen Reynimel 25A, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 8. maí kl. 15.00. Matthías Johannessen Haraldur Johannessen Brynhildur Ingimundardóttir Ingólfur Johannessen Matthías H. Johannessen Saga Ómarsdóttir Kristján H. Johannessen Lísa Margrét Sigurðardóttir Anna H. Johannessen Svava H. Johannessen og barnabarnabörn. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Magnús Guðmundsson Reykjum, Mosfellsbæ, sem lést miðvikudaginn 22. apríl, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 7. maí kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Sjóð Odds Ólafssonar, Reykjalundi, s. 585 2000, og líknarfélög. Málfríður Bjarnadóttir Sólveig Ólöf Jónsdóttir Pétur R. Guðmundsson Guðmundur Jónsson Þuríður Yngvadóttir Helga Jónsdóttir Magnús Guðmundsson Bjarni Snæbjörn Jónsson Björg K. Kristjánsdóttir Eyjólfur Jónsson Auður Ósk Þórisdóttir Jón Magnús Jónsson Kristín Sverrisdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ingólfur Guðmundsson fyrrverandi stýrimaður og kaupmaður Lynghaga 12, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi 27. apríl síðast- liðinn, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 7. maí kl 13.00. Svava Ingimundardóttir Ágúst Ingólfsson Vilborg Jónsdóttir Örn Ingólfsson Hrafnhildur Bjarnadóttir Einar Ingólfsson Bára Bjarnadóttir afabörn og langafabörn.MOSAIK MERKISATBURÐIR 1682 Loðvík 14. flytur með frönsku hirðina til Versala frá Tuileries. 1910 Georg 5. tekur við kon- ungstign í Bretlandi eftir lát föður síns, Játvarðs 7. 1912 Jarðskjálfti, sem talið er að hafi verið um sjö stig á Richter, kemur upp í grennd við Heklu. 1937 Þýska loftskipið Hinden- burg, sem ásamt Graf Zeppelin II var stærsta loftskip sögunnar, ferst í New Jersey í Bandaríkjun- um. 1986 Hornsteinn er lagður að húsi Seðlabankans við hátíðlega athöfn á 25 ára afmæli bankans. 2005 Blaðið kemur fyrst út á Íslandi. MARLENE DIETRICH LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1992. „Mér hefur aldrei þótt gaman að vinna að kvik- myndum.“ Marlene Dietrich, sem fædd- ist 27. desember 1901, var þýsk leikkona, söngkona og skemmtikraftur sem skaust upp á stjörnuhimininn í hlut- verki Lolu-Lolu í Bláa englin- um árið 1930. Eftir það flutti hún til Hollywood, þar sem hún lék háskakvendi í fjöl- mörgum kvikmyndum. Á þessum degi fyrir 28 árum fengu lands- menn fyrst að líta sjónvarpsþáttinn Dall- as í Ríkissjónvarpinu. Þættirnir fóru fyrst í loftið á CBS-sjónvarps- stöðinni í Bandaríkj- unum árið 1978 og komu hingað til lands í sigurför sinni um heiminn. Fæstir geta gleymt olíubarónin- um J.R. Ewing, sem sveifst einskis til að komast yfir það sem hugur hans girntist, og hans drykkfeldu og óhamingjusömu eiginkonu Sue Ellen. Heimilisfeður landsins létu sig dreyma um fegurðardísina Pamelu. Og heims- byggðin grét þegar Bobby lést og tók gleði sína á ný, nokkr- um árum síðar, þegar í ljós kom að það var allt saman draumur. Dramatíkin var botnlaus og vinsæld- irnar slíkar að margir misstu ekki úr þátt í öll þau ár sem þætt- irnir voru á skjánum. Fáir sjónvarpsþættir hafa náð viðlíka vin- sældum og Dallas, enda var hann framleiddur í þrettán ár, allt fram til ársins 1991. ÞETTA GERÐIST: 6. MAÍ 1981 Dallas birtist á skjáum landsmanna AFMÆLI George Clooney leikari er 48 ára. Tony Blair fyrrum forsætis- ráðherra Breta er 56 ára. Margrét Sigurðar- dóttir vaxtarrækt- arkona er 43 ára. Einar Sig- ur björns- son guð- fræðingur er 65 ára.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.